Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 15 kaleikur, sem e.t.v. sé óhjákvæmi- legur. Félajísleíí samvist ok útivist Baldur Andrésson arkitekt hjá Skipulagi ríkisins ræddi ufn hlut- verk útivistarsvæða í skipulagi þétt- býlis. Sagði m.a.: „Svo til allar mannlegar fram- kvæmdir koma niður á náttúrunni með einum eða öðrum hætti. Maður- inn býr nú yfir tækniþekkingu sem hann verður að fara varlega með, ef ekki á illt af að hljótast. Það er stöðugt hætta á, að tímab- undin hagkvæmnissjónarmið verði látin ráða ferðinni, á kostnað um- hverfisverndunar og umhverfissm- ótunar. Tilvist góðra útivistarsvæða þarf að tryggja, og byggja áfram á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir hendi er. Frágangur útivistarsvæða í nánum tengslum við þétt íbúðasvæði þarf að hanna og meðhöndla, þannig að þau verði eftirsóknarverðir sam- komustaðir fyrir fólk á öllum aldri. Þannig geta farið saman félagslegar samvistir manna og útivist." Umhverfiskönnun Landverndar Haukur Ilaístað, framkvæmd- astjóri Landverndar, skýrði í sínu erindi frá umhverfiskönnun, sem Landvernd lét gera sumarið 1978 og 1979, í þeim tilgangi að afla upplýs- inga um ástand umhverfismála á nokkrum þéttbýlisstöðum og sýndi myndir máli sínu til stuðnings. Beindist könnunin sérstaklega að sorphreinsun og ráðstöfun sorps, frárennsli, umhverfi atvinnufyrir- tækja og meðhöndlun úrgangs frá þeim, umgengni í tengslum við búfjárhald, almenna umgengni í íbúðahverfum og á opnum svæðum, vatnsból og brotajárn. Virtust þeir staðir, sem kannaðir voru, illa á vegi staddir í umhverfismálum, þótt ým- islegt hefði áunnist. Eyðingu sorps er víðast hvar mjög ábótavant. Af 16 stöðum reyndist staðarval óheppilegt á 10, en sæmi- legt á 6 stöðum. Og aðferðir þannig að opnir haugar eru á 9 stöðum, brennt í ofni á 5 stöðum, á einum stað ekið í fjöru og brennt á opnum haug á 1 stað. A 10 stöðum er ógirt svæði, fokgirðing á 6 og eftirlit lítið á 11 stöðum, sæmilegt á 4 og gott á einum stað. Um fjöruna segir Haukur m.a. að sennilega megi fullyrða að algeng- asta umhverfisröskun í tengslum við þéttbýli sé í fjörunni. Muni hann ekki eftir að hafa séð ómengaða fjöru í neinum bæ eða kauptúni á Islandi. Þá leiddi könnun Land- verndar í ljós að umhverfi verkstæða og vinnslustöðva, svo sem fiskvinnsl- ustöðva, sláturhúsa, bifreiða og véla- verkstæða er víða mjög vanhirt og alls konar drasl er látið grotna niður ár frá ári, ónýt verkfæri, járnarusl og lífrænn úrgangur, sem augljós- lega eigi einnig stóran þátt í að spilla fjörunni. Þá sagði hann tómst- undabúskap eða búfjárhald hafa skapað veruleg umhverfisvandamál og áberandi hversu litlar kröfur séu gerðar til húsakosts varðandi útlit og viðhald, þannig að yfirleitt eru þetta kofaræksni, harla ólík þeim húsum, sem mannfólk hefur afnot af. Ástand þessara kofa og umgengni í nágrenni þeirra er víða svo mikið ábótavaht að mengun stafar af. Á nokkrum stöðum eru þó hafin skipu- legri vinnubrögð, aðallega í upp- byggingu hesthúsahverfa, en í sauðfjárbúskap er ástandið alls staðar slæmt. Einnig er gróðurland í nágrenni þéttbýlis yfirleitt illa farið af ofbeit og áberandi að sveitar- stjórnir treysta sér ekki til að takast á við vandann, og halda að sér höndum. Hvað opin svæði snertir kvað Haukur ástand mála mjög breytilegt eftir stöðum. Sumir staðir búa að gamalli ræktun garða og trjáa, og nefndi hann þar Borgarnes, aðrir eru rétt að taka fyrstu handtökin. En enn sem komið er, væri varla hægt að tala um skipulag á opnum svæðum, nema helst á íþróttaleikvöllum. Koðja samtonjídra útivistarsva'ða Einar E. Sæmundsen, landslags- arkitekt fjallaði um markmið og skipulagningu útivistarsvæða í þétt- býli. Sagði m.a.: „Hugmyndafræði skipuleggjenda, sem um útivistarmál þéttbýlis fjalla, er skýr. Við getum nefnt hana keðju samtengdra útivistarsvæða. Keðjan hefst við húsvegg íbúðarinnar á lóð íbúðarhússins. Lóðin tengist síðan leik- og útivistarsvæðum hverfisins. Nágrannahverfin eru síðan nokkur saman um stærri leikvanga og útiv- istarsvæði. Ef landslag og aðrar aðstæður gefa tilefni til, má gera ráð fyrir, að innan þéttbýlisins sé hægt að komast fótgangandi, hjólandi og jafnvel ríðandi milli borgar- eða bæjarhluta í samfelldu opnu svæði. Þessi landslagssvæði eða höfuð- drættir keðjunnar tengjast síðan náttúrunni utan byggðarinnar. Keðjan er tengd saman með örugg- um og vel gerðum stígum." Einar tók dæmi frá Reykjavík, þar sem dalirnir eru snar þáttur í útivistarkeðju borgarinnar, nefndi Laugardal, Fossvogsdal og Elliðaár- dal, en þessir dalir tengjast við Elliðavatn, Heiðmörk, sem nú er jaðar Bláfjallafólkvangsins og hann er aftur orðinn hluti af stærri heild, Reykjanesfólkvangi. Margar spurn- ingar vakna þegar á allt þetta er minnst, sagði Einar, t.d. hvort skynsamlegt sé að æða með þessi svæði um allar jarðir og hvort þessi svæði séu ekki alltof stor og nær að nýta þau á arðsamari hátt. Eg kann ekki betra svar við þeim efasemdum en að menn skoði aðstæður betur og kynni sér þá starfsemi sem nú þegar fer fram á þeim svæðum.sem rætt er um. I því sambandi má nefna starf íþróttafélaga, hestamannafélaga, veiðifélaga o.fl. Þó ýmsir vilji kalla þetta séráhugasvið útilífs, þá meg- um við ekki gleyma því að sú aðstaða sem til er orðin vegna þessara þarfa eykur líkur á að fleiri komist að og ný tækifæri opnist. Má þar nefna skíðalandið í Bláfjöllum, en vegur þangað og önnur aðstaða á svæðinu kemur að góðu gagni náttúruskoð- endum og þeim sem gönguferða vilja njóta. Og Einar vék að gildi opnu svæðanna, sagði m.a.: „I Reykjavík standa menn frammi fyrir vanda- máli. Þennan vanda ber að leysa á þann hátt að afkomendur okkar geti sagt að við höfum einnig tekið tillit til þarfa þeirra. Þeir sem á eftir okkur koma, eru ekki nein óþekkt eða ókunn stærð, heldur eru það börn okkar og barnabörn, þannnig að okkur varðar mikið um frahiþróun þessa máls." Og hann sagði: „Framtíð opinna svæða með skipulagi er ekki tryggð, en hins vegar er ljóst að gildi svæðanna eykst með tímanum, sér- staklega ef eitthvað hefur verið gert við þau. Loks talaði Húnbogi Þorsteinss- on, sveitarstjóri í Borgarnesi um umhverfismál í kauptúnahreppi, og gerði grein fyrir þeim þáttum sem mest hafa verið til umfjöllunar í hjá sveitarstjórn hans, vatnsöflun, frá- rennsli og sorphreinsun, en vék síðan að umhverfismálum í þrengri merkingu og útivist. Sagði m.a.: „Borgarnes er nú orðið vel sett hvað landrými snertir. Á fimmta ára- tugnum keypti hreppurinn jörðina Hamar. Þetta er landmikil jörð, sem liggur skammt fyrir ofan Borgarnes. Fyrir nokkrum árum voru keyptir tæpir 300 ha. úr landi prestsetursins Borgar og spildur úr löndum Kár- astaða og Bjargs, en allt eru þetta jarðir sem liggja að Borgarnesi. Tilgangurinn með þessum kaupum hefur verið tvíþættur, að tryggja land fyrir aukna byggð og skapa mikið svigrúm til útivistar. I aðal- skipulagi Borgarness er gert ráð fyrir miklu af útivistarsvæðum, enda má segja að landslagi sé þannig háttað að það bjóði upp á slíkt.“ Sagði Húnbogi að á undanförnum árum hefði verið unnið að því á skipulagsbundin hátt að ganga frá opnum svæðum og veitt til þess ákveðnu fjármagni árlega. Þetta hefði verið gert í samráði við landslagsarkitekta. Kemur fé beint úr sveitarsjóði og tveimur sjóðum á vegum sveitarfélagsins. Menning- arsjóður Borgar- ness fær árlega 1% af útsvarstekj- um hreppsins og hefur á stofnskrá sinni að verja fé til umhverfismála og Listasafn Borgarness fær sömu prósentu af útsvarstekjum og má m.a. verja fé til að koma upp listaverkum utanhúss. „Okkur í Borgarnesi hefur reynst vel að virkja frjáls félagasamtök í sam- bandi við skógrækt,“ sagði Húnbogi. „Gott dæmi um þetta er það átak sem gert var í fyrra á „ári trésins." Þá gróðursettu 12 félagasamtök um 13 þúsund trjáplöntur í bæjarland- inu. Ætlunin er að þessi félaga- samtök sjái síðan áfram um hirð- ingu þessara svæða. Á ráðstefnunni var síðdegis gerð grein fyrir umræðum í hópum og urðu nokkrar almennar umræður um þá. 123 S. . Sigurvegararnir. Logi Einarsson og Gunnlaugur Rögnvaidsson á fullri ferð. „Rally Speciar-. Sigruðu í sinni fyrstu keppni Datsuninn þeirra Birgis Bragasonar og Birgis Halldórssonar. Ljónmynd Mbl. Gunnlauffur. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur gekkst fyrir „Rally special“ um helgina á Reykjavík- urflugvelli við Hótel Loftleiðir. Sigurvegarar urðu þeir Gunn- laugur Rögnvaldsson og Logi Einarsson á Escort 1300 og má geta þess til gamans, að þetta er fyrsta keppni þeirra félaga. og sagði Gunnlaugur i samtali við Mbl., að þeir hefðu ekki verið ákveðnir að taka þátt fyrr en á siðustu stundu. þar sem bíll þeirra félaga var í meðhöndlun og breytingu fram á siðustu stundu. Það kom ennfremur fram hjá Gunnlaugi, að Escortinn þeirra var sá bíll í keppninni, sem minnsta vélina hafði. í öðru sæti urðu þeir Birgir Bragason og Birgir Halldórsson, en þeir óku á Datsun 160. í þriðja sæti urðu Ágúst og Magnús Haraldsson, en þeir óku á átta strokka Chevrolet Chevelle. Ellefu keppendur hófu keppn- ina, en aðeins sjö luku henni. Fjórir hættu keppni eftir að hafa gert of margar vitleysur og sáu ekki fram á annað en tap. * Lögfræðingafélag Islands: Gunnar G. Schram endurkjörinn formaður FYRIR nokkru var haldinn aðal- fundur Lögfræðingafélags Is- lands. Á starfsárinu voru haldnir sjö umræðufundir á vegum félags- ins um ýmis lögfræðileg efni, sem ofarlega eru á dagskrá í þjóðfélag- inu. Meðal þeirra var sérstakt málþing um eignarrétt og eign- arnám sem fram fór sl. haust í Skíðaskálanum í Hveradölum. Sóttu þingið um það bil 100 lögfræðingar. Félagið gefur út Tímarit lögfræðinga og er ritstjóri þess Þór Vilhjálmsson hæstarétt- ardómari. Út komu fjögur hefti tímaritsins á árinu. Stjórn félagsins var endurkjör- in á aðalfundi. Hana skipa: Gunn- ar G. Schram prófessor, formaður, Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. varaformaður, Friðgeir Björnsson borgardómari, ritari, Pétur Haf- stein stjórnarráðsfulltrúi, gjald- keri, Ingibjörg Rafnar lögfr., Skarphéðinn Þórisson hrl. og Logi Guðbrandsson hrl. Utsölumarkaður að Laugavegi 21 Fjölbreytt úrval af kjólum á 125 kr. Pils á 90 kr. Barnakjólar á 100 kr. Minni stæröir á 80 kr. Vetrarkápur á 300 kr. Síðir jakkar á 230 kr. Einnig á kr. 130. Peysur á 90 kr. Blússur á 80 kr. FÓLK í SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR Hér er tækifæri til að vinna sér inn aukapen- ing. Við viljum komast í samband við allskonarfólk til að komafram i sjónvarpsauglýsingum. Ef þú hefur áhuga, skalt þií senda okkur nafn og heimilisfang ásamt Ijósmynd. HSÝN hf., kvikmyndagerð, Pósthólf 887. Lágmúla 5. SÝN 121 Reykjavik. Þrýstimælar Allar stæröir og geröir ■LlIJv SðtuiirOaiiuigjiyr Vesturgötu 16, sími 13280 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma tii íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM Arnarfell ......... 26/3 Arnarfell .......... 9/4 Arnarfell ......... 22/4 Arnarfell .......... 6/5 ANTWERPEN Arnarfell .......... 8/4 Arnarfell ......... 23/4 Arnarfell .......... 7/5 GOOLE Arnarfell .......... 6/4 Arnarfell ......... 20/4 Arnarfell ...........4/5 LARVÍK Hvassafell ........ 30/3 Hvassafell ......... 13/4 Hvassafell ........ 27/4 Hvassafell ......... 11/5 GAUTABORG Hvassafell ........ 31/3 Hvassafell ......... 14/4 Hvassafell ........ 28/4 Hvassafell ......... 12/5 KAUPMANNAHÖFN Hvassatell ......... 1/4 Hvassafell ......... 15/4 Hvassafell ........ 29/4 Hvassafell ......... 13/5 SVENDBORG Svanur ............. 1/4 Hvassafell ......... 2/4 Skip ............... 7/4 Hvassafell ......... 16/4 Hvassafell ........ 30/4 Hvassafell ......... 14/5 HELSINGFORS: Dísarfell .......... 15/4 Dísarfell .......... 16/5 HAMBORG Dísarfell .......... 11/4 GLOUCESTER, MASS Skaftafell ......... 10/4 Skaftafell ......... 9/5 HALIFAX, KANADA Skaftafell ......... 13/4 „Skip“ ca.......... 15/4 Skaftafell .........12/5 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.