Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Einokun Ríkisút- varpsins er að rofna Töluverðar umræður hafa orðið að undanförnu um fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins og afleiðingar þess, að hljóðvarp og sjónvarp hafa verið rekin með tapi sl. tvö ár, sem nemur um 1600 milljónum gkr. Vafalaust eru til margar skýringar á taprekstri þessarar stofnunar, en ein er sú, að þær ríkisstjórnir, sem hafa setið á þessu tímabili hafa ekki leyft eðlilegar hækkanir á afnotagjöldum. Núverandi ríkisstjórn segir að vísu, að hún hafi leyft umtalsverða hækkun á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Þess er hins vegar að gæta, að það getur skipt miklu máli, hvort ríkisstofnanir og raunar öll önnur fyrirtæki fá eðlilegar verðhækkanir strax og þeirra er þörf eða hvort þessir aðilar eru dregnir á þeim mánuðum saman. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa takmarkaðan skilning á þessu eins og dæmin sanna. Heimildir til eðlilegra verðbreytinga í óðaverðbólgu eru dregnar von úr viti. Þegar þær eru loks l^yfðar er taprekstur orðinn svo mikill, að nauðsyn er á enn meiri hækkunum en orðið hefði, ef þær hefðu verið íeyfðar strax. Óraunsæjar vinstri stjórnir halda, að þær séu að berjast á móti verðbólgu með því að leyfa ekki verðhækkanir. í raun eru þær að stuðla að enn meiri verðbólgu og vandamálum, þegar skuldasúpan hrannast upp. Fjárhagsvandi Ríkisútvarpsins er því að töluverðu leyti afleiðing af röngum ákvörðunum stjórnmálamanna og emb- ættismanna en því má heldur ekki gleyma, að önnur sjónarmið ríkja við rekstur ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja og gildir einu, hversu hæfir menn ráðast til þess að stjórna ríkisfyrir- tækjum. Þeir vita, að þeir hafa alltaf þann bakhjarl, sem ríkið sjálft er, en eigendur og stjórnendur einkafyrirtækja vita, að þeir hafa ekki aðra en sjálfa sig og samstarfsmenn sína. Viðbrögð Ríkisútvarpsins við þessum fjárhagsvanda eru að draga saman seglin og skera niður dagskrána. Það má út af fyrir sig segja, að lofsvert sé, að ríkisfyrirtækin bregðist við fjárhagsvandræðum með því að draga saman seglin. En fjárhagsvandræði, sem eru komin til vegna þess aðallega, að stjórnmálamenn og embættismenn leyfa ekki eðlilegar verð- breytingar eru hins vegar af öðrum toga en þau, sem yfirleitt leiða til samdráttar í rekstri. Svo vaknar að sjálfsögðu alltaf sú spurning, hvar eigi að skera niður og hvort hægt sé að auka tekjurnar með öðrum hætti. Það er t.d. furðulegt, að sjónvarpið hefur í raun og veru haldið auglýsingaverði sínu niðri og með því stundað óeðlilega samkeppni við dagblöðin. Hvað veldur því, að sjónvarpið er svo tregt til að verðleggja auglýsingar með eðlilegum hætti? Kjarni málsins fyrir forráðamenn Ríkisútvarpsins er hins vegar sá, að einokun sjónvarpsins, a.m.k. á myndefni, er að rofna með þeim tækniframförum, sem nú eru að ryðja sér til rúms. Óhætt er að fullyrða, að á næstu 10 árum munu myndsegulbönd og myndplötuspilarar verða almannaeign hér á landi, sem annars staðar. Þessi nýju tæki verða þau heimilistæki, sem mest verða áberandi á næstu árum. Þau gtera fólki kleift að leigja eða kaupa myndir á segulbandi eða plötu af margvíslegu tagi, bæði bíómyndir, fræðslumyndir og margvíslegt annað efni. Með þessum nýju tækjum verða eigendur sjónvarpstækja óháðir sjónvarpinu um myndefni. Fólk getur valið sjálft í stað þess að láta aðra velja fyrir sig. Einokun Ríkisútvarpsins á sjónvarpsefni mun því rofna á næstu misserum og það verður í raun að heyja harða samkeppni við þessi nýju tæki. Það hlýtur því að vera nokkurt íhugunarefni fyrir forráðamenn Ríkisútvarpsins, hvort rétta svarið við fjárhagsvandræðum þess er að skera niður dagskrárefni. Þessi nýja samkeppni hlýtur einnig að leiða til þess að sjónvarpið verður að bæta gæði þess efnis, sem það flytur. Hugmyndinni um frjálst útvarp vex einnig fylgi og æ fleirum verður ljóst, að það er orðið óeðlilegt með öllu, að ríkið hafi einkarétt á útvarpsrekstri. Það er tiltölulega ódýrt að setja upp litla útvarpsstöð og engin ástæða til annars en að leyfa einstaklingum að stunda fjölmiðlun með þessum hætti. Forráðamenn Ríkisútvarpsins þurfa að fjalla um vandamál stofnunarinnar í þessu ljósi. Einokun hennar er að rofna, samkeppnin er að harðna. Er það rétti tíminn til þess að skera niður dagskrána? Hans Kristján Árnason: Staðreyndum um ástandið kom ið skilmerkilega til skila — sagði talsmaður Solidarnosc í Varsjá I TILEFNI aí leiðara Morg- unblaðsins í gær, um ferð Hauks Más Haraldssonar til Póllands — sérstaklega staðhæfingu hans um að hin frjálsu verkalýðsfélög séu óánægð með skrif vest- rænna fjölmiðla um starf- semi þeirra, hefur Hans Kristján Árnason, sem ný- lega var á ferð í Póllandi, iátið Morgunblaðinu í té eftirfarandi upplýsingar: „Þessi staðhæfing er í algjörri mótsögn við þau svör sem ég fékk á fundi með talsmanni Solidarnosc í Varsjá þ. 28. janú- ar sl. Spurning: „Hvernig finnst Solidarnosc fréttaflutningur hinnar vestrænu pressu á at- burðunum hér í Póllandi?" Svar: „Vestrænir fjölmiðlar eru mjög samúðarfullir í okkar garð og er staðreyndum um ástandið komið vel og skilmerki- lega til skila í vestrænum fjöl- miðlum. Ef rangt er farið með staðreyndir um okkur þá er það okkur sjálfum í verkalýðsfélag- inu að kenna! Hins vegar er óspart snúið út úr staðreyndum hér af hinni opinberu fréttastofu landsins og t.d. um fjölda þeirra er taka þátt í aðgerðum okkar og verkföllum. En þetta er skiljanlegt framhald á vinnuaðferðum og hugarfari hinna opinberu fréttamiðla sem voru vanir að rangfæra allar fréttir sl. 35 ár. 99% þjóðarinnar vantreysta stjórnvöldum og trúa ekki því sem matreitt er fyrir þjóðina í fjölmiðlum landsins. Aðspurður um viðhorf til verkalýðsfélaga í öðrum löndum og samskipti við þau var svarað: „Hvað varðar samskipti við verkalýðsfélög á Vesturlöndum þá hefur Solidarnosc tekið þá stefnu að bjóða ekki sendinefnd- um frá þeim til samtakanna í Póllandi — þar sem við þekkjum ekki nógu vel til uppbyggingar þeirra og tengsla við ýmis öfl utan verkalýðshreyfingarinnar. Þegar slíkar sendinefndir koma þá tökum við kurteislega á móti þeim og veitum þeim upplýs- ingar og greiðum götu þeirra sem best við getum. Við fáum einnig heimsóknir frá verkalýðs- félögum frá t.d. öðrum Austur- Evrópulöndum en satt að segja eru þau af öðru sauðahúsi en okkar samtök." Meirihluti borgarráðs: Synjar Sókn viðræðna um 2% hækkunina — Breikkar enn launabilið á milli Sóknar og annarra starfsmanna borgarinnar, segir Magnús L. Sveinsson MEIRIHLUTI borgarráðs synj- aði á fundi sinum i gær starfsmannafélaginu Sókn um viðræður um sömu launahækkun og borgarráð hafði nýlega sam- þykkt að félagsmenn Starfs- mannafélags Reykjavikur fengju. Borgarráðsmenn Sjálf- stæðisflokksins, Albert Guð- mundsson og Magnús L. Sveins- son, töidu hins vegar að borgar- ráð gæti ekki synjað Sókn um þessar viðræður, þar sem það fæli i sér, að borgin gerði upp á milli starfsmanna borgarinnar eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir væru og gerðu þeir sérstaka bókun i því sambandi. Fyrir borgarráði lá erindi frá starfsmannafélaginu Sókn þar sem óskað var viðræðna við borg- aryfirvöld og óskað var hliðstæðr- ar hækkunar og borgarráð hafði samþykkt að aðrir borgarstarfs- menn fengju með viðbótarsamn- ingi, sem gerður var við starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar í febrúar síðastliðnum. Meirihluti borgarráðs samþykkti að hafna beiðni Sóknar um viðræður. Borg- arráðsmenn Sjálfstæðisflokksins töldu að borgarráð gæti ekki synjað Sókn um þessar viðræður um þá 2% launahækkun, sem það hafði nýlega gert við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar og lögðu því fram eftirfarandi bókun í borgarráði: „Þar sem borgarstjórn hefur nýlega breytt gildandi kjarasamn- ingi við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar, sem felur í sér að minnsta kosti 2% launahækkun til borgarstarfsmanna, teljum við að ekki sé hægt að neita starfs- mannafélaginu Sókn um viðræður um samsvarandi launahækkun, enda eru Sóknarfélagar ein lægst launaða starfsstéttin í þjónustu Reykjavíkurborgar." Meirihluti borgarráðs lagði hinsvegar fram eftirfarandi bók- un til útskýringar synjun sinni: „Nýir samningar Reykjavíkur- borgar við Sókn nú mundu vænt- anlega leiða til nýrrar samninga- gerðar við öll þau verkalýðsfélög innan ASÍ, sem Reykjavíkurborg hefur samið við. Samningar við þessi félög renna út 1. nóvember næstkomandi. Við teljum eðli- legast að í þeim samningaviðræð- um, er þá hefjast, verði fjallað um leiðréttingu á kjörum Sóknarfé- laga og þeirra annarra, sem samn- ingaviðræður þá taka til.“ í tilefni þessa hafði Morgun- blaðið samband við Magnús L. Sveinsson, borgarráðsmann Sjálf- stæðisflokksins, og sagði hann að þau sjónarmið, sem fram komu af hálfu meirihluta borgarráðs í af- greiðslu þessa máls nú, hefði meirihlutinn átt að skoða strax í upphafi, þegar samþykkt var að hækka laun allra borgarstarfs- manna innán BSRB um að minnsta kosti 2% á miðju samn- ingstímabili. „Ég tel að það sé óverjandi af borgaryfirvöldum að gera þannig upp á milli starfsstétta eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsmenn eru. Það fólk, sem hér biður um samsvarandi hækkun og borgin hefur samþykkt að veita öðrum, er með lægst launaða starfsfólki borgarinnar og breikkar enn launabilið á milli Sóknarfélaga og annarra borgarstarfsmanna. Upp- hafið að þessu má að sjálfsögðu rekja til viðaukasamnings fjár- málaráðherra við opinbera starfs- menn á miðju samningstímabili þeirra, sem fól í sér að minnsta kosti 2% launahækkun. Það er gert í kjölfar þess að ríkisstjórnin ógilti alla kjarasamninga í land- inu með bráðabirgðalögunum á gamlársdag og skerti kaupgjalds- vísitöluna um 7% þann 1. marz samkvæmt gildandi samningum. Allir hljóta að sjá hversu furðuleg þessi vinnubrögð eru af hálfu hins opinbera, að ógilda nýgerða kjara- samninga og skerða kauptaxta um 7%, en í kjölfar þess gera sömu aðiljar kjarasamning, sem færir öllum opinberum starfsmönnum að minnsta kosti 2% launahækk- un, en ætlast til þess að engir aðrir launþegar í landinu fái samsvarandi launahækkun," sagði Magnús að lokum. Grimsstaðir á Fjöllum: Iðulaus stórhrið og hestar komnir i hús GrinnwtðAum á FjölJum, 24. marz. HÉR hefur verið iðulaus stór- hrið undanfarna viku og hefur þetta verið óvenju langur harð- indakafli á mjög svo erfiðum vetri og nú i fyrsta sinn i langan tfma höfum við orðið að hýsa hesta og höfum nú ailar skepnur á fóðrum innan dyra. Samgöngur hér hefðu algjör- lega legið niðri um langa hríð hefðum við ekki haft afnot af ágætum snjóbíl, sem við förum á einu sinni í viku til aðfanga niður í Mývatnssveit. Það tókst að brjótast þangað í mjög slæmu veðri síðastliðinn föstudag, svo okkur hefur ekki enn skort mjólk eða aðrar nauðsynjavörur, enda er reynt að gæta þess að draga að sér fyrir vikuna. Veður hefur heldur lagazt í dag og vonumst við nú til að þessum harðindum fari að linna, þó að bezt sé að spá sem minnstu um það. Benedikt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.