Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 17
MORGUfíBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 17 Aleiðinni niður að strond Miðjarðarhafsins um yfir- ráðasvæði Saad Haddads. majórs, gæslusvæði Nígeríumanna, Senesalmanna og Fijimanna með stuttum kynnum af PLO voru veífirnir jafnvel verri en út frá Beirut. Var einkennilegt að sjá þéttsetna ameriska KÍæsivagna og virðulega Mercedes Benza sniglast á milli hvarfanna i malhikinu. í ýmsum bæjum mátti sjá styrjaid- arrústir en alls staðar var fólk á ferli. í Naqoura sögðust þeir eiga von á árás, þegar Arabarnir lok- uðu verslunum sinum i báru- járnsskúrunum við veginn með- fram girðingunni umhverfis höfuð- stöðvar SÞ. Italir fljúga þyriunum, sem sendar eru frá hersjúkrahúsinu i Naqoura eftir særðum og sjúkum SÞ-hermönnum á gæslusvæðunum. Þyriurnar eru vinsæl skotmörk hinna striðandi afla, tii dæmis er með öllu hætt að fljúga þeim til borgarinnar Tyrus. Stundum er skotið á þyrlurnar, þegar þær flytja mektarmenn á milli Beirut og Naqoura. t þann mund, sem við vorum að ganga til fundar við Ödegaard ofursta, hittum við Halldór Hilm- arsson, loftskeytamann frá ís- landi, sem starfar í þjónustusveit- um SÞ og var að koma úr viðgerð- arleiðangri. Annar tslendingur, Trausti Þorláksson bifvélavirki, starfar einnig i þjónustusveitun- um. Gráhærði maðurinn fremst á myndinni er Ödegaard ofursti. Menn voru léttklæddir í Miðjarðar- hafssólinni. Mikill munur er á hita og veðurlagi við ströndina og uppi i fjöllunum. Kostnaði við starfsemi gæslu- sveitanna á samkvæmt meginregl- um Sameinuðu þjóðanna að skipta á milli aðildarlanda SÞ. t raun lendir hann þó einkum á þeim þjóðum, sem senda lið til friðar- starfa. Ýmis riki eins og til dæmis Sovétrikin neita alfarið að leggja fram fé til gæslustarfsins. stað til Norbatt ekki seinna en klukkan þrjú síðdegis, því að þangað urðum við að ná fyrir myrkur. Við vildum fá tækifæri til að ræða við einhvern af yfirforingjunum og þá helst Ödegaard, ofursta í norska hernum, sem var næstráðandi undir Callaghan, undirhershöfðingja. Skyndilega streymdu borðalagðir menn í áttina til okkar. Fundinum var lokið. Við hittum Ödegaard ofursta í skrifstofu hans og ég spurði hvað hann teldi SÞ þurfa að halda þessari starfsemi lengi áfram, hvort allt hefði tekist eins og ætlað var og hvað tæki við, ef gæslusveitirnar færu á brott? — Of sterkt væri að orði kveðið, ef ég héldi því fram, að UNIFIL hefði að öllu leyti getað sinnt þeim skyldum, sem á gæslusveitunum hvíla, sagði Ödegaard. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að hér á þessum slóðum stöndum við frammi fyrir vandamáli, sem rekja má til grundvallarágreiningsins milli ísraelsmanna og Araha og tengist alhliða lausn á deilunum í Mið-Austurlöndum. — Það eru margar ástæður fyrir því, að erfitt er fyrir UNIFIL að tryggja fullt öryggi hér í landa- mærahéruðunum. Oft er ekki gott að átta sig á því við hvern er að sakast, þegar friðurinn er rofinn. I liði beggja eru margir smákóngar, sem vilja sýna mátt sinn. Hitt er ljóst, að UNIFIL hefur tekist að koma í veg fyrir stórátök. Þess vegna höldum við því fram, að gæslusveitirnar hafi haft úrslitagildi til að tryggja frið í Mið-Austurlöndum. Værum við ekki hér, gætu smáskærur milli helstu deiluaðilanna auðveidlega magnast stig af stigi og þróast í allsherjar- stríð. — Kndanleg lausn finnst ekki nema til komi pólitískur vilji. Það er okkar hlutverk að skapa þær for- sendur, sem gera stjórnmálamönn- unum kleift að leita varanlegrar lausnar. I því skyni er ekki aðeins nauðsynlegt að halda uppi eftirliti með hermönnum heldur þarf einnig að huga að lífskjörum almennings og gera fólki lífið bærilegt á þessu stríðshrjáða svæði. Við viljum því, að mannúðarstarf á vegum Samein- uðu þjóðanna verði aukið. Ráðagerð- ir eru uppi um aukið starf Barna- hjálpar SÞ og undir handarjaðri gæslusveitanna hafa aðstæður al- mennra borgara verið bættar, meðal annars með rafvæðingu og vatns- lögnum. Við höfum einnig stuðlað að menntun skólabarna auk þess sem almenningur leitar mjög mikið til sjúkrastöðva UNIFIL. — Því miður er engin lausn á vanda Líbanon í augsýn. Sumir vilja, að gæslusveitir SÞ láti til sín taka um landið allt. Við höfum ekki ákvörðunarvald um það, hermenn- irnir, en við leggjum á það áherslu að hafa gott samband við alla aðila, bæði í Líbanon og Israel. Samkvæmt umboði okkar eigum við að stuðla að því, að her Líbanon geti tekið við gæslu á okkar svæðum og að því er unnið eins og kostur er. Fundurinn var stuttur með Öde- gaard en af orðum hans má ráða að með sveitunum í Suður-Líbanon eru Sameinuðu þjóðirnar með hervaldi að leitast við að gegna því hlutverki, sem er þungamiðjan í stofnskrá þeirra; að gæta friðar. í Líbanon er það gert með fótgönguliðum. Fyrst eftir að friðurinn hefur verið tryggð- ur, er unnt að huga að öðrum frumþörfum mannsins. Orð hans minna okkur á það, að Sameinuðu þjóðirnar eru að sínu leyti hernaðar- bandalag. Stofnskrá þeirra viður- kennir, að hervald er nauðsynlegt til að varðveita frið. Við þurftum ekki að aka í Land Rover aftur til Norbatt, því að við hittum Heggestad ofursta, yfirmann norsku sveitanna í Naqoura. Hann var kominn frá Noregi og hafði verið á foringjafundinum. Hann ók í Chevrolet Cherokee og bauð okkur far með sér. Ekki fórum við um Týrus á heimleiðinni, beygðum út af strandveginum sunnan við borgina og fórum skógargötu og síðan sem leið liggur um yfirráðasvæði Hadd- ads rétt norðan við landamæri Israels. Síðar var okkur sagt, að yfirleitt væri sú leið ekki farin. Hvers vegna ekki? — Það eru oft jarðsprengjur á veginum. FLEYGUR MILLI STRÍÐANDI FLOKKA Lýst er skipan norsku sveitanna, aöferöunum sem þær beita viö gæsiustörfin, aöbúnaöi og einstökum þáttum í starfi þeirra. Auk þess er fariö nokkrum orðum um slöngur, sporödreka og hundraöfætlur. Ályktun 47da ársþings Félags íslenskra iðnrekenda: Uppbygging krefst stöðugs efnahagslífs og frjálsræðis i viðskiptum ÁRSÞING Félags islenskra iðn- rekenda vekur athygli á, að uppbygging atvinnuveganna krefst stöðugs efnahagslifs og stjórnarfars, auk frjálsræðis i viðskiptum. Iðnþróun og atvinnuuppbygging verður mest og best hraðað með almennum atvinnuörvandi aðgerðum. er hvetja fyrirtæki til að þróa þá framleiðslu, sem fyrir er og koma nýjum hugmyndum i fram- kvæmd. Slíkar aðgerðir munu fljótt örva framleiðslu og skapa þau nýju atvinnutækifæri, sem er forsenda áframhaldandi velmeg- unar i landinu. Meginskilyrði slíkrar atvinnu- uppbyggingar telur ársþingið vera eftirfarandi: 1. Að almenn efna- hagsstefna á hverjum tíma geri ráð fyrir eðlilegum hagnaði af atvinnurekstri. 2. Eiginfjármynd- un í atvinnurekstri verði örvuð með því að gera hlutafé jafnsett skattalega og annað sparifé. 3. Nú þegar verði hafinn undirbúningur að upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts og sérstaks tímabund- ins vörugjalds. 4. Aðstöðugjald og launaskattur verði afnumin. 5. Allur atvinnurekstur greiði sömu skatta án tillits til félagsforms. 6. Fyrirtækjum verði leyft að stofna skattfrjálsan fjárfestingasjóð er varðveittur verði í fyrirtækjunum sjálfum og nemi allt að 20% af hagnaði. 7. Iðnlánasjóðsgjald iðn- fyrirtækja verði afnumið. Sam- tímis verði Iðnlánasjóði heimilað að afla fjármagns á innlendum markaði og erlendis til starfsemi sinnar milliliðalaust. 8. Öll að- flutningsgjöld af aðföngum verði felld niður nú þegar. 9. Verðlagn- ing iðnaðarvara verði tafarlaust gefin frjáls. 10. Gengi krónunnar verði ávallt skráð með hliðsjón af hagsmunum allra samkeppnisat- vinnuveganna. 11. Söluskatti og verðjöfnunargjaldi verði aflétt af raforku til samkeppnisiðnaðar. Hinar hefðbundnu mótbárur stjórnvalda um að þær leiðir séu ófærar, sem valda tekjutapi ríkis- ins um sinn, telur ársþing FÍI ófyrirgefanlega skammsýni. Öll rök hníga að því, að slíkar aðgerð- ir myndu á skömmum tíma auka tekjur ríkissjóðs verulega, vegna nýrra atvinnutækifæra, aukinnar framleiðslu og bættrar framleiðni. Það er því augljóst, að vilji er allt sem þarf til að hefja þá iðnþróun, sem íslenska þjóðin hefur beðið eftir í 11 ár og 18 daga eða frá því að aðlögun að fríverslun hófst. Laddi á nýrri plötu HINN kunni grínisti og skemmti- kraftur, Laddi. hefur nú ýtt sinni fyrstu sólóplötu úr vör og er hér um að ræða tveggja laga plötu. Á framhliðinni er lag eftir Ástral- ina J. Dolce og McKenzie við texta eftir Ladda. 1 islenska búningnum nefnist lagið „Skammastu þín svo“ og bregður Laddi sér í gervi Eiríks Fjalar. sem margir landsmenn kannast við úr áramótaþætti sjón- varpsins. Á bakhliðinni er frum- samið lag og texti eftir Ladda sem syngur hlutverk „Stór pönk- arans“. Hljóðfæraleik önnuðust þeir Ásgeir Óskarsson, trommur, Tóm- as Tómasson, bassi, Þorgeir Ást- valdsson, harmonikka og Gunnar Þórðarson, gítar, mandólín og ýmis önnur hljóðfæri. Hljóðritun fór fram í Hljóðrita. Upptökumað- ur var Gunnar Smári Helgason og Gunnar Þórðarson annaðist upp- tökustjórn og útsetningar. Frið- þjófur Helgason annaðist mynda- töku, Ernst Backmann sá um hönnun og Prisma sá um filmu- vinnu og prentun. Platan er press- uð hjá Alfa hf. í Hafnarfirði. Gunnar Þórðarson og Laddi eru nú að störfum í Hljóðrita og eru þeir að vinna efni á stóra plötu með Ladda sem koma mun út með vorinu. íslandsdeild Amnesty: Fræðslufundur um Austur-Afríku ÍSLANDSDEILD mannréttinda- samtakanna Amnesty Interna- tional heldur fræðslufund um Austur-Afríku í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut i kvöld klukkan 20.30. Þátttakendur í umræðum verða Baldur Óskarsson skrifstofustjóri, séra Bernharður Guðmundsson, Björn Þorsteinsson starfsmaður aðstoðar íslands við þróunarlönd- in og Ingunn Sturlaugsdóttir læknir. Umræðum stýrir Friðrik Páll Jónsson fréttamaður. Athygli fjölmiðla hefur undan- farin ár beinst að ríkjum í Aust- ur-Afríku vegna styrjalda, ógnar- stjórna, flóttamanna og hung- ursneyðar. Mörg þessara ríkja eiga við svipuð vandamál að etja en hafa valið ólíkar leiðir til þróunar. Um þessi atriði verður fjallað á fundi Amnesty og eink- um tekin fyrir þrjú lönd, Eþíópía, Kenya og Tansanía. Séra Bern- harður hefur dvalist við störf í Eþíópíu, Ingunn í Kenya og Bald- ur í Tansaníu. Þá hefur Aðstoð Islands við þróunarlöndin tekið þátt í norrænum þróunarverkefn- um í þessum heimshluta, Kenya og Tansaníu, og stuðlað að því að íslendingar réðust þar til starfa. Þetta er i annað sinn sem íslandsdeild Amnesty Interna- tional heldur fund um tiltekinn heimshluta. Fyrr í vetur var fundur um Miðausturlönd. Með kynningarfundum af þessu tagi er leitast við að fara út fyrir þröngan ramma stopulla frétta í fjölmiðl- um og kynna undirstöðuatriði sem jafnan er ekki getið. — Aðgangur er öllum heimill. (FréttatilkynninK frá lA)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.