Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 + Eiginkona mín, UNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Suðurhólum 2. andaöist aðfaranótt 14. apríl í Landspítalanum. Fyrir mína hönd, barna minna, tengdabarna og barnabarna. Bjargmundur Jónsson. Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, ÞURÍÐUR GUDMUNDSDÓTTIR, Hverfisgötu 82, lést þann 14. apríl í Landspítalanum. Jón Guðvarósson, börn og tengdabörn. Faöir minn, GUÐBRANDUR GUÐBRANDSSON, Dalbraut 27, fyrrum bóndi aö Prestsbakka, Síðu, andaöist í Landspítalanum 13. apríl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. apríl kl. 16.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Hallgríms- kirkju og Krabbameinsfélag Islands. Ingólfur Guöbrandsson. + Elskuleg móöir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Akranesi, veröur jarösungin frá Akraneskirkju laugardaginn 18. apríl kl. 13.30. Gísli Jónsson, Maríus Arthursson, Eyjólfur Arthursson, Jóna Arthursdóttir, Geröa Cougan Arthursdóttir, Fanney Arthursdóttir. + Útför móöur okkar og tengdamóöur, SIGRÍÐAR JÓNASDÓTTUR frá ísafirði, fer fram frá ísafjaröarkirkju þriöjudaginn 21. apríl kl. 14.00. Júlíus Helgason, Katrín Arndal, Ása Helgadóttir, Jóna Helgadóttir, Hreiöar G. Viborg, Jónas Helgason, Sigríður Guðmundsdóttir, Þórarinn Helgason, Þóra R. Siguröardóttir, Erlingur Helgason, Þórunn Beinteinsdóttir, Sverrir Helgason, Jóhanna Jónsdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir, OLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR, Ijósmóðir, hefur veriö jarösett og fór útförin fram í kyrrþey aö hennar ósk. Um leið og viö þökkum sýnda samúö, viljum viö færa sérstakar þakkir læknum, hjúkrunarliöi og ööru starfsfólki Borgarspítala og Hafnarbúöa sem önnuöust hana af mikilli nærfærni. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja. Hjördís Siguröardóttir, Sigurjón Einarsson, Bragi Sigurösson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Kristján Sigurösson, Oddný Helgadóttir, Arngrímur Sigurösson, Ellen Sverrisdóttir. Jóna Ágústa Sigurðar dóttir — Minning Fædd 1. janúar 1897. Dáin 9. janúar 1981. Jóna Ágústa fæddist á Gemlu- fjalli í Dýrafirði á nýársdag árið 1897. Foreldrar hennar voru þau hjónin Elísabet Kristjánsdóttir og Sigurður Finnbogason. Á Gemlu- fjalli elst Jóna upp í góðri og ástúölegri umönnun foreldra sinna uns hún er 10 ára gömul að hún flyst frá foreldrum sínum til Lokinhamra í Arnarfirði og ræður sig til vistar og náms hjá hjónun- um Gísla Guðmundssyni og Guð- nýju Hagalín. Tólf ára gömul verður hún fyrir þeirri óhamingju að missa föður sinn og dvelst þess vegna lengur í Lokinhömrum en upphaflega stóð til. Þarna fékk hún þá lágmarksmenntun sem fáanleg var til sveita í þá daga. Frá Lokinhömrum fer hún svo sem vinnukona til Ólafs Krist- jánssonar og konu hans, Sigríðar, sem bjuggu á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal. Þar er hún í vinnumennsku í eitt og hálft til tvö ár, en fer þá sem ráðskona til Jónasar Sigurðssonar bónda á Neðri-Björgum í Lokinhamradal. Er þá Jóna orðin 18 ára. Um þessar mundir kynnist hún mannsefni sínu Jóhannesi And- réssyni frá Bessastöðum í Dýra- firði, og gekk að eiga hann á jóladag árið 1917. Á Neðri- Björgum fæðist þeim fyrsta barn- ið, Sigríður Magnúsína 31.08. ’18. Ekki vildu ungu hjónin vera lengi í vinnumennskunni og hefja því fljótlega búskap á Rana í Hvammi í Dýrafirði og búa þar nokkur ár. Þar fæðist þeim börnin Markúsína Andrea 06.06 ’21 og Kristján Vigfús 06.10. '22. Haustið 1923 flytja þau búferlum að Bessa- stöðum í Dýrafirði og hefja bú- skap á föðurleifð Jóhannesar. Bessastaðajörðin var lítil og rýr og til að drýgja heimilistekjurnar stundaði Jóhannes sjósókn. Hann + Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, KRISTÓFERS ÞÓRARINS GUÐJÓNSSONAR, frá Oddstööum, Vestmannaeyjum, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. apríl kl. 10.30 f.h. Guölaugur Kriatófersson, Unnur Björnsdóttir, Freyja Kristófersdóttir, Jóhann Fr. Hannesaon, Guörún Kristófersdóttir, Guöjón Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför sonar míns og bróöur okkar, ÓSKARS ÞÓRS ÓSKARSSONAR, Asvallagötu 57, er lést í Borgarspítalanum 8. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. apríl kl. 13.30. ^ Óskar Árnason, Maria Óskarsdóttir, Gunnar Óskarsson. + Maöurinn minn og sonur okkar, oiinuiiMniiR hpi m siriirjónsson húsasmióur, Eyjabakka 8, veröur jarösunginn frá Fossvogsklrkju, þriöjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Þeim, er vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Anna M. Ólafsdóttir, Sigurjón Jörundsson, Steinunn Björg Hinriksdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlét og útför, LILJU GUDMUNDSDÓTTUR, SKÚLAGÖTU 80, Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans fyrir góöa umönnun. Alfreð R. Jónsson, Sigríöur Kristinsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Magnús Sveinbjörnsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Oddur Guöbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, FILIPPUSAR GUNNLAUGSSONAR, Hagamel 29, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. apríl nk. klukkan 15.00. Blóm og kransar eru afbeönir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra njóta þess. Sigríóur Gissurardóttir, Haukur Filippusson, Hrefna Filippusdóttir, Höróur Filippusson. + Hjartanlega þökkum viö samúö og vinarhug viö andlát og útför KARÓLÍNU ÁRNADÓTTUR, Böömóósstööum. Guóbjörn Guömundsson, Ólaffa Guðmundsdóttir, Aðalheiöur Guömundsdóttir, Kristrún Guömundsdóttir, Sigríöur Guömundsdóttir, Valgeröur Guömundsdóttir, Lilja Guömundsdóttir, Fjóla Guömundsdóttir, Njóll Guömundsson, Ragnheiöur Guómundsdóttir, Árni Guðmundsson, Herdis Guðmundsdóttir, Höróur Guömundsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför föður okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARS ALBERTS SIGURÐSSONAR, bifreiöastjóra, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. apríl kl. 3. Synir, tengdadætur og barnabórn. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu, sem okkur var auösýnd við andlát og jaröarför GEORGS JÓNSSONAR. Einnig þökkum viö starfsfólki á deild 6-A á Borgarspítala og Geisladeild Landspítala fyrir góða umönnun í veikindum hans. Anna Georgsdóttir, Gunnar Már Pótursson, Kjartan Georgssoh, Sigríóur Pétursdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir, Þóróur Adolfsson, barnabörn og systkini. var orðlagður dugnaðarforkur og því mjög eftirsóttur á bæði skútur og togara, hann var því oft langdvölum að heiman. Heima fyrir gekk Jóna í öll búverk jafnt inni sem úti og innti hún jafnan þau verk vel og samviskusamlega af hendi þó erfið væru. Á Bessa- stöðum fæðast þeim börnin Árelía 20.11 ’23 og Gunnar 06.03 ’25. Árið 1930 bregða þau hjónin búi og flytjast til Flateyrar við Ön- undarfjörð. Þar var næga vinnu að fá fyrir duglegt fólk, enda gat þá Jóhannes einnig verið meira heima en áður. Sumarið 1939 fæðist þeim síðasta barnið, Ingi- björg Elísabet, og voru börnin þá orðin sex að tölu. Á Flateyri bjuggu þau svo fram á elliár, og síðustu árin í skjóli sonar síns Kristjáns og konu hans Sigríðar. En er heilsu þeirra var mjög farið að hraka, flytjast þau suður og búa hjá börnum sínum syðra. Síðustu ævidaga sína var Jóhann- es á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og lést þar hinn 3. desem- ber 1979. Jóna átti þó eftir að fara til Flateyrar aftur, en þar dvaldi hún á eliiheimilinu um nokkurt skeið, en kom svo aftur suður og var hjá Markúsínu dóttur sinni uns hún lést á Landspítalanum hinn 9. janúar síðastliðinn. Jóna var skynsöm og vel gefin alþýðukona og allir sem tii hennar komu fengu góðar móttökur og viðurgjörning eins og kostur var á. Hún kunni margar skrýtlur og skemmtilegar sögur og sagði jafn- an frá þeim á mjög skemmtilegan, leikrænan hátt. Hún var einnig mjög söngelsk og kunni mikið af vísum og kvæðum, sem mörg hver eru ekki skráð en lifað hafa á vörum manna. Einnig söng hún og æfði með kirkjukórnum á Flateyri í fjöldamörg ár. Þegar ég sem þetta skrifa var barn, sóttist ég mikið eftir að vera hjá Jónu ömmu og vildi helst fara bæði í páska- og sumarfrí til ömmu og afa á Flateyri, því hjá þeim þótti mér bæði gaman og gott að vera. Jóna lifði fábrotnu lífi án allra lystisemda. Hún var trúuð kona og guðrækin og bar umgengni hennar hvort heldur var við fjölskylduna, vini eða vandalausa, öll mjög Ijósan vott um kristilegan mann- kærleik hennar. Svo að lokum þegar ég kveð hana ömmu mína vildi ég að fleiri lifðu í anda þeirrar vísu, sem hún kenndi mér þegar ég var barn, og lýsir hún vel þeim hug sem hún bar til fólks og þó sérstaklega þeirra sem minna máttu sín. -Ilvar Kem þú hittir fátækan á fúrnum veiti, Ker honum |(ott en Kræt hann eixi. Guá mun launa á efsta deid.* E.A. Jónsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem hirtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasfð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.