Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 5 Stærsta verkef ni í ryðf ríu VÉLSMIÐJA Orms og Víjflundar hefur smíðað þennan sérkennilesa hlut sem myndin er af. Eirikur Ormur Víglundsson annar eigandi vélsmiðjunnar sagði i samtali við Mbl. að þetta væri smiðað fyrir Ilitaveitu Suðurnesja og yrði notað til að hita upp vatnið á Keflavíkur- fluKvelli. Hluturinn sem kalla má varma- skipti er 24 metrar á lengd og 4,20 metrar í þvermál. Hann vegur 32 tonn og af þeim eru 15—16 tonn úr ryðfríu stáli og að sögn Eiríks er þetta stærsta verkefni sem gert hefur verið með ryðfríu stáli hér á landi. Þrír svona hlutir hafa verið gerðir og er einn þeirra kominn upp í stáli Svartsengi og hinir tveir standa fyrir utan vélsmiðjuna, tilbúnir til flutnings. Kostnaðurinn við gerð eins svona varmaskiptis er tvær milljónir króna. Þessir tveir sem standa fyrir utan vélsmiðjuna verða fluttir í næsta mánuði upp í Svarts- engi eða nánar tiltekið 17. og 18. júlí. Það tók 60 tíma frá því að lagt var af stað með þann fyrsta héðan þangað til hann var kominn upp í Svartsengi. „Við buðum bara í þetta verk,“ sagði Eiríkur, „og þar sem þessi stykki þurfti að vinna innanhúss voru það aðeins við og Stálsmiðjan sem gátum boðið í þetta. Við vorum einu fyrirtækin sem höfðum nægi- legt pláss innanhúss, en þessa hluti þarf að vinna við ákveðinn hita og er mjög vandbrennt." Varði dokt- orsritgerð HINN 2. júní varði Guðni Jóhann- esson doktorsritgerð sina við Byggingarverkfræðideild Lundar- háskóla. Andmælandi af hálfu deildarinnar var prófessor Bo Adamson. Ritgerðin, sem nefnist Active Heat Capacity — Models and Parameters for the Termal Per- formance of Buildings, fjallar um einfaldanir á reiknilíkönum fyrir hitasveiflur í húsum við breyti- legar kringumstæður. Guðni Jóhannesson er fæddur 1951 í Reykjavík, sonur hjónanna Jóhannesar Guðnasonar iðnrek- anda og Aldísar Jónu Ásmunds- dóttur. Kona hans er Bryndís Sverrisdóttir fil. kand. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, fyrri- hiutaprófi í eðlisverkfræði frá HÍ 1973 og lokaprófi í sömu grein frá Lundarháskóla 1976. Frá námslok- um hefur hann unnið jöfnum höndum að kennslu og rannsóknum við Byggingaverkfræðideild skól- ans með varmafræði byggingar- hluta sem sérgrein. Sjónvarpið: Bolli Héðins- son ráðinn til afleysinga «KaKan 6e3ynpeMHaa MOHTawHan cþopMa EbiTb MomeT, H3M cneflOBano 6bi KonnpoBaTb ee.» Einn af varmaskiptunum fyrir utan vélsmiðju Orms og Viglundar. Gamla mynt- in ógild í viðskiptum UM NÆSTU mánaðamót verður gamla krónan ógild í almennum viðskiptum og ætlast til þess að hún verði úr gildi fallin manna á milli. Að sögn Sighvats Jónas- sonar hjá Seðlabankanum, verður hægt að skipta gömlu myntinni í bönkum og spari- sjóðum út þetta ár og allt það næsta, en þá yrði hún ógild fyrir fullt og allt. Ennfremur sagði Sighvat- ur að skiptingin hefði geng- ið mjög vel og afskaplega lítið væri eftir af gömlum seðlum í umferð. Dr. Guðni Jóhannesson. HÖRÐUR Vilhjálmsson, settur út- varpsstjóri í fjarveru Andrésar Björnssonar. hefur nú ráðið Bolla Héðinsson sem fréttamann hjá sjónvarpinu til afleysinga i fimm mánuði. Hörður sagði. að þrátt fyrir að Arnþrúður Karlsdóttir hefði fengið fjögur atkvæði en Bolli þrjú i útvarpsráði, teldi hann eðlilegra að ráða Bolla á grund- velli menntunar hans i fjölmiðla- fræði. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Ellert Schram, ritstjóri, sem sæti á í útvarpsráði sagði, að þetta kæmi sér ekki beinlínis á óvart því hann hefði vitað að mikil ólga hefði verið innan stofnunarinnar eftir at- kvæðagreiðsluna í útvarpsráði. „Hins vegar átti ég nú ekki von á öðru en að útvarpsstjóri myndi nú fara eftir vilja meirihluta útvarps- ráðs, en þetta er kannski í stíl við annað, sem á undan hefur gengið,“ sagði Ellert. ,,Alveg einstakt kerfi. Viö ættum etv. aö líkja eftir þvi!" Betri ending Reynslan hefur sýnt, að alúmiseraö pústkerfi endist 70% lengur við eölilegan akstur en venjulegt pústkerfi, — bæði kútar og rör. Pústkerfi fyrir alla Fjöðrin h/f framleiðir nú um 50 gerðir af hljóðkútum og mörg hundruð gerðir af púströrum — allt úr álvöröu stáli. Fjöðrin h/f hefur rúmlega 1000 mismunandi gerðir af pústkerfum á lager og í pöntun. Úrvaliö er gífurlega mikið, enda er vandfundinn sú bíltegund, sem Fjöðrin getur ekki „þaggaö niöur í“! Góð þjónusta Fjöðrin h/f er brautryöjandi í sérþjónustu viö íslenska bifreiðaeigendur. Eigin framleiösla og verkstæði tryggir góöa vöru og gæða framleiöslu. Hljóðkútar og púströr eru okkar sérgrein vanti þig tjakk, fjaörir, fjaðrabolta, hosuklemmur, skíða- boga, farangursgrind eða smáhluti í bílinn borgar sig aö ræða viö okkur. BÍLAyÖRUBUÐIN FJOÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Við getum þaggað niður í þeim flestum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.