Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981 29 —— VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS flv1 UJn/ 'U II að guðir í fornum þjóðsögum hafi verið geimfarar frá öðrum hnöttum (því heldur Erich von Dániken fram), að Uri Geller hafi beygt skeiðar með hugarorku (því trúa margir enn), að Bandaríkjamaður- inn Norman Bloom sé Kristur endurkominn (það segir hann sjálf- ur) eða að Guð hafi skapað stein- gervinga í því skyni að reyna á trúarstyrk manna (svo kenndu Gosse-feðgar) og þannig mætti áfram telja. Hvernig eigum við að fara að því að afsanna þessar kenningar? Er nægilegt að benda á að Geller, von Dániken og Bloom hafi verið af- hjúpaðir fyrir svik og blekkingar? Kenningar þeirra standast slíkan mótbyr, eins og lesendur hljóta að átta sig á við umhugsun. Þær verða aldrei hraktar vegna þess að í eðli sínu eru þær óhrekjanlegar. Einmitt það einkenni þeirra greinir þær frá alvarlegri kenningum — vísinda- kenningum — sem verða að lúta því skilyrði að vera hrekjanlegar í ljósi nýrrar þekkingar á staðreyndum. Hvað er það annars sem Ólafur telur að geti afsannað kenningar um FFH? Hvað mundi sannfæra hann um að sögurnar um FFH væru hugarburður einn? Þessu verður hann að svara skýrt og skorinort því hér er augljóslega komið að kjarna málsins. Rangíærslur og misskilningur Ástæða er til að fara nokkrum orðum um fjögur önnur atriði í bréfi Ólafs þar sem gætir rangfærslna og misskilnings. 1. Það er rangt, sem Ólafur staðhæfir, að Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þóðanna, hafi lagt til að stofnuð yrði alþjóð- leg rannsóknarnefnd um FFH innan samtakanna. Hið rétta er að full- trúar FFH-safnaða hafa hreyft þessari hugmynd við Waldheim og þar eð hann er maður háttvís hlýddi hann á boðskap sendinefndar FFH-sinna í stað þess að vísa henni á dyr, sem margir hefðu gert í hans sporum. Sagan um frumkvæði Waldheims að FFH-rannsóknum er tilbúningur einn. (Um þetta mál má fræðast af grein James Oberg: „UFOs at the UN“ í marshefti tímaritsins Omni 1979.) 2. Það er ekki rétt að Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafi skip- að geimferðastofnuninni NASA að hefja rannsókn á sögum um fljúg- andi furðuhluti. Fyrirspurn um þetta efni kom frá forsetaskrifstof- unni en NASA vísaði hugmyndinni á bug sem hreinni fjarstæðu. (Um þetta má lesa í grein Philip J. Klass: „NASA, the White House, and UFOs“ í vor/sumarhefti tímaritsins The Skeptical Inquircr 1978, bls. 72-81.) Rannsóknir í Sovétríkjunum 3. Engar heimildir eru fyrir þeirri ingu Björns Jónssonar: „í hluta sem nefnist Kanar á Bretlandi er kafli sem nefnist Kanahersetan í Englandi. Nokkurrar ónákvæmni gætir hjá þýðandanum, Birni Jónssyni, m.a. með því að tala jafnhliða um Bretland og England. Betur fer á því að velja annað hvort orðið ...“ Þetta þykir mér skrýtin speki. Bretland er nefni- lega alls ekki það sama og Eng- land, og sýnist mér þýðandi ein- mitt kunna góð skil á því hvort við er átt í hvert sinn. Til dæmis er rétt að segja að London sé í Englandi, en alveg fráleitt að Glasgow sé það. Yrðu heimamenn sjálfsagt æfir, ef þeir heyrðu slíkt. Enginn mundi aftur á móti hafa á móti því að Glasgow sé í Bretlandi — hvað þá í Skotlandi. Þetta sýnir einmitt að þýðandinn kann skil á þessu tvennu, en gagnrýnandinn ekki. Bretland nær yfir Bretlandseyjar allar, en Eng- land er hluti þeirra. fullyrðingu Ólafs að rannsóknir á FFH séu „á mjög háu stigi“ í Sovétríkjunum. Hann bætir því að vísu við að Vesturlandabúar „hafi lítinn aðgang að niðurstöðum þeirra" rannsókna. Hvaðan kemur Ólafi þá vitneskjan? Auðvitað eru þetta staðlausir stafir: ýkjusögur sem sagðar eru í því skyni að hræða stjórnvöld á Vesturlöndum til að veita opinberu fjármagni í „rannsóknir" gervivís- indanna. Það er hins vegar rétt að í Sovétríkjunum er mikill áhugi á gervivísindum og hindurvitni þríf- ast þar afskaplega vel. í því viðfangi má minna á múgæsinguna í kring- um „undralækninn" Dschunu, sem fjölmiðlar á Vesturlöndum, þ.á m. á íslandi, hafa gert sér mikinn mat úr. Rannsóknarnefnd sovéskra lækna fékk hana til að ganga undir próf og hún féll á því: reyndist enga yfirnáttúrulega hæfileika hafa. (Frá rannsókninni á Dschunu var greint i vikublaði rússneskra menntamanna Litcraturanaja Gaseta, svo sem lesa má í Der Spiegel nr. 17, 20. apríl 1981.) Fljúgandi furðuhlutir í bresku lávarðadeildinni 4. Frásögn Ólafs af umræðum um FFH í bresku lávarðadeildinni í janúar 1978 er villandi. Frumkvæði að umræðunni þar átti jarlinn af Clancarty, sem heimtaði að breska stjórnin hæfi þegar í stað rannsókn á FFH. Undirtektir voru dræmar enda nýtur jarlinn engrar virðingar í lávarðadeildinni. Hann er þekktari í Bretlandi undir nafninu Brinsely Le Poer Trench og er einn helsti forvígismaður FFH-safnaða þar í landi. Síðasta bók hans ber titilinn Secret of the Ages en þar er því haldið fram að verur frá öðrum hnöttum hafi komið sér upp bæki- stöð neðanjarðar á norðurpóínum og stjórni þaðan ferðum um heims- byggð alla! ímyndunarafl of; efasemdir Ég vil að lokum láta þá skoðun mína í ljós að margir þeirra sem fallið hafa í gryfju gervivísinda hafi til að bera nauðsynlega eiginleika vísindamanns: áhuga og ímyndun- arafl. Hvort tveggja verður að koma til svo framfarir geti orðið í vísind- um. En ef vísindi eiga að vera annað en ævintýralegar tilgátur studdar lausum eða engum rökum verður agalaus hugsun að víkja fyrir rök- legri hugsun og trúgirni fyrir efa- semdum." Stutt bréf og með nafni Velvakandi þakkar tilskrifin. En vill áminna bréfritara um að láta fullt nafn fylgja. Þótt óskað sé eftir því að ekki verði birt fullt nafn, verður Velvakandi að þekkja það. Annars er ekki hægt að birta skrifin. Þá vill Velvakandi biðja bréf- ritara um að setja skoðanir sínar fram í stuttu máli. Af augljósum ástæðum er ekki hægt í dálkum með afmarkað rými að leggja helminginn eða meira undir eitt bréf, hvað þá þegar mörg löng bréf fjalla um sama efni. Dálkarnir eru ætlaðir margvíslegu efni og ættu að geta gefið fólki tækifæri til að koma skoðunum og athugasemdum á framfæri. En því miður geta ritgerðir ekki átt þar heima. Verður Velvakandi hér eftir að áskilja sér rétt til að stytta, birta kafla úr bréfum eða láta þau liggja. Þessir hringdu . . Ætifíflar Tvær konur hringdu vegna pistils Þórðar Valdimarssonar um ætifíflana hér í dálkunum sl. miðvikudag. Önnur konan sagð- ist hafa notað blöðin og væru þau mjög bætiefnarík, en blómin hefði hún aðeins lítillega notað. Kvað hún fólk gera alltof lítið að því að nota þau næringarefni, sem það hefði í hlaðvarpanum hjá sér. Ef þau kæmu í snyrti- legum umbúðum erlendis frá væri gleypt við þeim. Hin konan kvaðst aldrei fyrr hafa heyrt þess getið, að fífill væri ætijurt. En fyrst svo væri, hefði hún mikinn áhuga á að fá að vita hvernig með hann ætti að fara. Á að þurrka blöðin, eins og t.d. blóðberg? Hvaða hluti blómsins er notaður? Hvað um suðu á fíflatei? — Gaman og gagnlegt væri að fá það upplýst. Glæfraakstur o.fl. Önnur umræddra kvenna sagðist vilja taka undir það, sem sagt væri um „glæfraaksturinn" í öðru bréfi í Velvakanda sama dag. Spurði hún, hver stæði eiginlega fyrir þeim innflutn- ingi, og hvort það væri þetta, sem hafa ætti fyrir unglingun- um hér og fá þá til að reyna. Hún kvaðst einnig sammála því, sem sagt var um framkomu gagnvart forsetaembættnu. Eng- in sérstök hefð hefði enn skapast hér, en þar ætti að stuðla að látlausri en virðulegri fram- komu. Reykinjíabann Húsmóðir, sem þolir ekki reykingar í rútubílum eins og margir aðrir, hringdi. Kvaðst hún vilja þakka mjög góða grein í Velvakanda, „Banna þarf reyk- ingar í áætlunarbílum". Hún spyr það fólk, sem reykir þar sem það er bannað, hvort það kunni ekki að lesa, eða þekkir það ekki reykingabannmerki? SIGGA V/GGA fi AiLVE&AN Rýmingarsala Fatamarkaður Kven- og barnafatnaöur. Síöbuxur á 50,-. Kápur — jakkar 50,- Peysur — blússur 50,-. Bolir 20,-. Bikini dömu 50,- og margt fleira á sama lága veröinu. Ath. ekkert dýrara en 50,-. Opiö 1—6 Fatamarkaðurinn Frakkastíg 12. Mikon i merki fagmannsins EM, FM, FEog F-3 myndavélar. NIKON linsur, flösh og fylgihlutir. Góð greiðslukjör! Landsins mesta úrval af Ijósmyndavörum td: 35 geröir myndavéla, 50 gerðir af linsum, 35 gerðir af töskum, 85 gerðir af filterum og um 100 gerðir af filmum — eitthvað fyrir alla! Verslið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SlMI 85811 i Verslið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVlK: TýH. L|ósmyndaþjónustan. H Bókabúð Jónasar Rotabæ, Rama s.f. Breiðholti, Holtasport Breiðhotti. KðPAVOGUR: Veda Hamraborg, Kaupgarður. MOSFELLSSVEIT: Snei HAFNARFJÖRÐUR: Myndahúsið. SELFOSS: Kaut. Arnesinga, Fossne SAUÐARKRÖKUR: Ljósm.st. Stetáns Pedersen. DALVfK: Ýlir. AKUREYRI: Filmuhúsið. SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Aldan. ESKIFJÖRÐUR: Pöntunart. Eskfirðlnga. ’X <á> 'Qú 611'öZ £kK/ MOT/JQ ‘öVOUA VlQ VlAm^ONA, 1)06611 vM/l'N ‘bmióA vmm ípmNí vw w\oj MÖN SláWkÍóA AV /\9 5161Í hom 'tivt ^Tladi ad 6W4 í 06 m álW' L\W vyft/K 06 VtCLr W40T \\ANAÍ r-ií ■ ,, <§> KWnrr m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.