Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981 atvinna - - atvinna — atvinna — atvinna — atvinna - - atvinna Hvammstangi Umboösmaður óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hvamms- tanga. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 1379 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. Fóstra óskast á skóladagheimilið Völvukot viö Völvufell, frá og meö 1. sept. Einnig óskast fólk til afleysinga á sama stað. Uppl. í síma 77270. Lyfjafræðingar Óskum að ráða lyfjafræöing til starfa. Upplýsingar í síma 25933 á venjulegum skrifstofutíma. Þess utan í 43355. Farmasía hf., Brautarholti 2. Verkstjori — fiskverkun Við leitum að manni til að taka að sér umsjón á alhliða fiskverkun. Matsmannsréttindi á sem flestar greinar fiskverkunar væru æski- leg, en ekki skilyrði. Framtíöarvinna og gott kaup. Þeir sem hafa áhuga sendið umsókn til augl.deild Mbl. merkt: „Traust — 1925“ fyrir 1. júlí. Rafmagnsfræði Kennara í rafmagnsfræði vantar aö Vélskóla íslands skólaárið 1981 — 1982. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 23766. Vélskóli íslands. Mosfellssveit Umboðsmaður óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Reykja- byggð í Mosfellssveit. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 66808 eða hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. pJumrgiiwiMaMlí Bæjarritari Starf bæjarritara Bolungarvíkurkaupstaöar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 15. júlí n.k. Umsóknir þar sem getið skal menntunar og fyrra starfs, sendist undirrituðum sem gefur nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn í Bolungarvík Saumakonur Óskum að ráöa saumakonur helzt vanar. Upplýsingar gefur verkstjóri, ekki í síma. Skipholti 37. Kennarar Kennara vantar aö grunnskóla, Stóru-Voga- skóla Vogum Vatnsleysustrandarhreppi. Æskilegar kennslugreinar íþróttir og tungumál. Húsnæði fyrir hendi. Uppl. veita, skólastjóri Hreinn Ásgrímsson sími 92-6600 og form. skólanefndar Jón Guðnason sími 92-6607. Lögfræðingur Ráðuneytið óskar eftir að ráða löglæröan fulltrúa til að annast útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráöuneytið, 24. júní 1981. Eftirtaldar stöður eru lausar til um- sóknar við Heilsu- verndarstöð Reykja- víkur Stöður hjúkrunarfræöinga við heimahjúkrun og heilsugæslu í skólum. Heilsuverndarnám æskilegt. Staða sjúkraliða viö heimahjúkrun, til afleys- inga. Staöa Ijósmóöur viö mæöradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Staöa deildarstjóra viö áfengisvarnadeild. Æskileg er háskólamenntun, helst á félags- vísinda- eða hjúkrunarsviði. Staöa félagsráðgjafa viö áfengisvarnadeild. Staöa ritara. Góð íslenzku- og vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Reynsla við tölvu- vinnslu æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 22400. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, v/Baróns- stíg, og skal skila umsóknum þangaö eigi síðar en 3. júlí nk. Heilbrigöisráö Reykja víkurborgar. Valur Sólmundarson trésmiður Minning Fæddur 2G. febrúar 1909. Dáinn 12. júní 1981. Valur Sólmundsson trésmiður er í dag kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskapellu. Hans er gott að minnast. Valur Sólmundsson fæddist í Reykjavík hinn 26. febrúar árið 1909. Foreldrar hans voru hjónin Sólmundur Kristjánsson húsa- smiður og kona hans Guðrún Teitsdóttir. Bræður Vals voru þeir Kristján, sem lengi vann hjá Morgunblaðinu, nú látinn, og Jón- as, húsgagnasmíðameistari. Valur lærði trésmíði hjá föður sínum, Sólmundi, en vann lengst af með bróður sínum, Jónasi, eða í yfir fjörutíu ár. Smíðastofa Jónasar Sólmundssonar er landsþekkt fyrir vandvirkni og listrænt hand- bragð. Þau vinnubrögð hæfðu Vali, enda mótar og hver maður sitt umhverfi. Árið 1943 kvæntist Valur eftir- lifandi konu sinni, Sesselju Ás- mundsdóttur. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, að Bjargarstíg 6, en Valur reisti þeim hús að Mela- braut 65, Seltjarnarnesi og bjuggu þau þar frá árinu 1946. Þau eignuðust þrjú börn, Sólrúnu, fædd 1944, gift Ingimar Guð- mundssyni og eiga þau þrjú börn; Helgu, fædd 1946, gift undirrituð- um og eiga þau þrjú börn; og Sigurð, sem býr með Guðbjörgu Haraldsdóttur og eiga þau eitt barn. Þannig er æviferill Vals Sól- mundssonar, tengdaföður míns, þegar hann er ritaður í fáum orðum á blað, ævi manns sem var rótfastur í starfi og einkalífi og lét lítið yfir sér tilsýndar. Hann var ekki að velkjast í starfi eða streitast í flutningum, en vann að sínu og undi við sitt. Slíkir menn eru máttarviðir. Hann kunni ekki að berja bumbur fyrir sjálfum sér og vel unnið verk skipti meira máli en hvað fyrir það fékkst. Handtak hans var traust og hjart- að hlýtt, þótt hann kynni í fyrstu að virðast fáskiptinn. Valur var vel lesinn, unnandi góðra bók- mennta og menntaður af sjálfum sér. Þannig minnist ég þess, er við fórum hans fyrstu utanlandsferð fyrir nokkrum árum, að Valur hafði það gott vald á erlendum málum, að ætla mátti að hann hefði dvalist langdvölum erlendis. Því hafði ekki verið flíkað frekar en öðru. Og aðstoð hans kom oftast óumbeðin; hann sá og vissi. Það hefði ekki verið Vali Sól- mundssyni að skapi að hlaða hann lofi, enda hefi ég ekki gert það. Honum hefði heldur ekki verið að skapi stór saknaðarorð, því vel vissi hann að eitt sinn skal hver deyja og bar þó fráfall hans skjótt að. Því þakka ég aðeins við leiðarlok alít það, sem hann var mér og minni fjölskylu. Þórir Jensen Síðustu sýn- ingar á Gusti FÖSTUDAGINN 26. júní og sunnu- daginn 28. júní verða siðustu sýn- ingarnar á rússneska söngleiknum Gusti. sem Mark Rozovskí samdi eftir sögu Tolstojs. Bessi Bjarnason leikur gæðinginn Gust, en leikurinn lýsir lífshlaupi hans. Aðrir í aðalhlutverkum eru Arnar Jónsson, Edda Þórarinsdóttir, Árni Tryggvason, Flosi Ólafsson, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arn- finnsson og Sigurður Skúlason. Lokasýningin á Gusti þann 28. júní er jafnframt síðasta sýning leikársins í Þjóðleikhúsinu. Mánudagsmynd- irnar í sumarfrí IIÁSKÓLABÍÓ hefur ákveðið að fella nióur sýningar á mánu- dagsmyndunum f júli og ágúst vegna sumarleyfa. Þessi ráðstöfun er ekki hugsuð til að fækka sýningum á mánudags- myndum, því ætlunin er að sýna jafnmargar mánudagsmyndir yfir árið, en færri sýningar á hverri mynd. Lokað í dag vegna jarðarfarar GUNNARS SÖRENSEN útvarpsvirkjameistara. Radíóstofan hf. Þórsgötu 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.