Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 13 Gagngert unnið að upp- byggingu Pólýf ónkórsins Kórinn heldur í söngferðalag til Spánar næsta sumar PÓLÝFÓNKÓRINN á 25 ára starfsafmæli á næsta ári og af þvi tilefni er ráðgert að halda i söngferðalag til Spánar. Ráð- gert hafði verið að fara í ferðalagið nú i sumar en heppi- legra þótti að fresta förinni til næsta árs. Hér verður um að ræða eina viðamestu söngför kórsins til þessa, en nú eru um 140 manns starfandi i kórnum. A blaðamannafundi, sem haldinn var fyrir stuttu til þess að kynna starfsemi kórsins á næstu misserum, kom fram að um þessar mundir væri sendi- nefnd um tuttugu kórfélaga stödd á Spáni til þess að ganga frá samningum um konserthaid- ið á næsta ári og kanna allar aðstæður. Kórnum, ásamt hljómsveit býðst að halda hljómleika í nokkrum kirkjum og hljómleikasölum á Suður- Spáni í júní og júlí næsta sumar, en auk þess hefur honum verið boðið að koma fram á mikilli tónlistarhátíð í Granada, en slík hátíð er haldin í júlímánuði ár hvert. Hljómleikarnir, sem Pólý- fónkórinn mun halda á Spáni næsta sumar eru haldnir fyrir tilstuðlan ferða- og mennta- málaráðuneytis Spánar og í tengslum við þá kann að verða efnt til almennrar íslandskynn- ingar. Borgirnar, sem sendi- nefndin mun heimsækja, eru Sevilla, Cordova, Granada, Mal- aga, Torremolinos og Marbella. Ennfremur kom fram á blaðamannafundinum að þótt lítið hafi rætzt úr málefnum kórsins hvað snertir opinbera fyrirgreiðslu, væri gagngert unnið að uppbyggingu hans með markvissri þjálfun, en mikil endurnýjun hefur átt sér stað á söngfólki hans síðustu tvö ár. Söngkonan Eugenia Ratti, sem hélt námskeið með kórnum í byrjun starfsárs í fyrra, er væntanleg aftur til að þjálfa raddir kórsins í byrjun október. Auk þess rekur Pólýfónkórinn eigin söngskóla fyrir nýja um- sækjendur og aðra. Mörg verkefni eru nú fram- undan hjá Pólýfónkórnum, sem undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar hefur frumflutt mörg merk kórverk hér á landi, þar á meðal Mattheusarpassíu Bachs árið 1972. í ráði er að flytja hana að nýju, eftir tíu ára hlé, á 25 ára afmæli kórsins á næsta starfsári, en tveir bland- aðir kórar munu taka þátt í flutningnum ásamt barnakór. Listahátíðarnefnd hefur nú leitað til Pólýfónkórsins í fyrsta sinn um þátttöku í listahátíð 1982 og óskað eftir að hann frumflytji stóra íslenzka tón- smíð, sem lengi hefur legið óhreyfð og beðið flutnings. Það mál er enn á frumstigi og töldu forráðamenn kórsins ekki rétt að fram kæmi hvaða tónverk hér væri um að ræða að svo stöddu. Veður víða um heim Akureyri 8 skýjaó Amsterdam 21 heióskírt Aþena 35 heióskirt Barcelona 18 rigning Berlin 18 skýjaó BrUssel 17 skýjað Chícago 31 heióskirt Feneyjar 22 þokumóóa Frankfurt 23 skýjaó Færeyjar 9 hálfskýjaó Genf 21 heióskírt Helsinki 18 skýjaó Hong Kong 29 skýjað Jerúsalem 23 heióskírt Jóhannesarborg 17 heiöskírt Kairó 33 heiðskírt Kaupmannahötn 17 skýjaö Las Palmas 24 lóttskýjaó Lissabon 29 heióskírt London 16 skýjað Los Angeles 33 heióskirt Madrid 27 heióskirt Malaga 24 lótt Mallorka 24 skýjaó Mexícoborg 23 heiðskírt Miami 32 skýjað Moskva 32 heióskírt Nýja Dehlí 37 skýjaó New York 26 skýjaó Osló 20 skýjað París 21 rigning Reykjavík 13 lóttskýjað Rtó de Janeiro 28 heiðskirt Rómaborg 24 heióskírt San Francisco 17 heióskírt Stokkhólmur 18 skýjaó Sydney 16 heiðskírt Tel Aviv 28 heíóskirt Tókýó 25 skýjað Vancouver 20 skýjaó Vínarborg 16 rigning með Flugleíðum Ferðir: í sumar, á hverjum föstudegi frá 3/7 til 28/8. Verð: 2305 krónur, - sérfargjald. Heimferð: Frá Amsterdam eða Luxemborg. Skilmálar: Pöntun, bókun í heimferð og greiðsla þarf að fara fram samtímis. Ef farþegar forfallast fá þeir endurgreitt hálft fargjaldið. FLUGLEIÐIR Traust fólkhjá góóu félagi Sértilboð tii þeirra sem búa úti á landi: í tengslum við ferðina 3. júlí veita Flugleiðir 50% afslátt af fargjöld- um á innanlandsleiðum til Reykjavíkur. Kynnið ykkur ferðamöguleika í Evrópu í sambandi við Amsterdam hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.