Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 San Francisco. 7. júní. S' Iskuggsælum norð- urhlíðum Bel- mont-hæða, sunnan San Francisco, situr Hebette Theresa Murnane á svölum einbýlishúss síns og horfir yfir San Francisco-flóa, þar sem seglskútur líða áfram í kvöldblæn- um. Handan flóans í austri eru ljósin í Oakland að kvikna meðan sólin hnígur til viðar bak við Sawyer-hæðahrygg- inn í norðvestri. Yfir austurfjöllun- um teygir Djöflatind- ur (Mount Diablo) sig til himins. Hebetta Theresa Murnane. hét Hrafnhildur Valdimarsdúttir, þe^ar hún kynntist ungum íistamanni á Kirkjubæjar- klaustri. Hann býr nú i París u(í kallar sijf Erro, en hún býr i San Francisco og huKsar heim til ævintýra ok æskuáranna. Systkinin á IIornhjarKsvita áúur en ÓKæfan skall yfir. Frá Reykjavík að Ilornbjarjísvita Húmið fellur yfir. Augu He- bette verða fjarræn og með lágri þíðri röddu byrjar hún söguna af eins árs stúlku, sem fluttist með foreldrum sínum og systkinum frá Reykjavík norður að Horn- bjargsvita, árið 1931. Foreldrar hennar, Guðrún Vilhjálmsdóttir og Valdimar Stefánsson, gáfu henni nafnið Hrafnhildur, fal- legt nafn en í algjörri mótsögn við útlit þessarar gullinhærðu bláeygðu hnátu. I þrjú ár bjuggu þau í fátækt og einangrun, en hamingjusöm, sem útverðir mannlífsins á nyrsta og kaldasta byggða bóli á íslandi, í Látravík austan Horn- bjargs. Vorið 1934 stækkaði systkinahópurinn heldur betur þegar tvíburar fæddust á vita- varðarheimilinu. Sumarið leið við leik og gleði hjá bórnunum, en um haustið fengu þau öll kíghóstann. Eldri börnin lifðu af veikina, en tvíburarnir dóu báð- ir. Fáum dögum seinna varð svo móðirin bráðkvödd þar sem hún var við gegningar úti. Maður hennar fann hana þar örenda og bar hana inn, þar sem hann varð að leggja hana við hlið barna sinna tveggja sem enn voru ógrafin. Á heimilinu voru þá ekki aðrir eftir, en hann og börnin fimm. Hann setti elsta son sinn, Hörð 10 ára, til að gæta yngri systkina sinna, en lagði sjálfur á fjallið til að sækja aðstoð. I Hornvík fékk hann mann til að fara yfir í Látravík til barnanna, en sjálfur hélt hann áfram til Hesteyrar, til að sækja lækni og koma skilaboð- um um að fá líkið flutt til greftrunar. Fáum dögum síðar kom vita- skipið og sótti líkin, eftir stóð heimilisfaðirinn með börnin sín, sem horfðu skilningsvana aug- um á eftir kistu móður sinnar og systkina. Fjölskyldan bjó saman um veturinn í vitanum, en næsta Litla stúlkan frá Hornbjargsvita sem varð sumarstúlkan hans Gúnda á Klaustri Þessa mynd málaði Gúndi fyrir Hrafnhildi Valdimarsdóttur og gaf henni i afmælisgjöf. Gúndi. sem fullu nafni heitir Guð- mundur Guðmundsson, býr nú i París og hefur tekið sér lista- mannsnafnið ERRÓ. vor fluttu þau í burtu og heimilið leystist upp. Sumarið á Klaustri Árin liðu og Hrafnhildur var komin á táningsaldurinn þegar einn bróðir hennar, sem þá var orðinn kaupfélagsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, útvegaði henni sumarvinnu við hótelið þar. „Þar var þessi hái, granni, svarthærði strákur. Hann var svo sérstæður, með þessi dökku hlæjandi augu, sem heilluðu mig. Fólkið sagði að hann væri hálf skrítinn og þau kölluðu hann Gúnda. Hann átti stóran bragga, þar sem hann málaði. Hann sýndi mér myndirnar sín- ar og við fórum í langar göngu- ferðir saman. Við sátum oft við Systrastapa og hann sagði mér sögur af munkunum og nunnunum. Þá varð ég stundum hrædd við hann. Hann sagði að munkarnir og nunnurnar, þessar kristnu sálir, væru saman og þau notuðu altarið til þess. Hann var svo villtur í huganum, en pkki í verki. Hann var svo rómantískur og blíður, svo mikill „gentleman" við mig. Ég var mjög veik þetta sumar, en hann kom alltaf með blóm til mín, þegar ég var rúmföst. Seinna málaði hann mynd og gaf mér. Hann útskýrði hana fyrir mér. Hann sagði að hún væri af okkur og fólkinu á Klaustri, sem var alltaf að horfa á okkur ganga saman og af kjaftakerlingunum, sem voru að tala um okkur. Svo voru nunn- urnar og munkarnir og þjóðsag- an. Þar sem við erum að labba saman inn í hið ókomna, skrifaði hann: „Gleðilegt afmæli, Gúndi." Við hittumst eitthvað eftir þetta sumar, en það gat aldrei orðið meira. Hann hræddi mig, þótt hann væri góður og skynsamur og hann þurfti að fara út í hinn stóra heim og verða frægur og þekkja mennina. Með kaþólskri trú kom nýtt nafn Seinna kynntist ég bandarísk- um flugmanni, Edward Mur- nane. Ég giftist honum, en áður tók ég kaþólska trú, þá varð ég að láta skíra mig aftur og þessvegna heiti ég Hebette Ther- esa. Við höfum nú ferðast mikið og víða búið. Hann gerðist þyrlu- flugmaður og átti sem slíkur þátt í að fá þyrlur af bandaríska ísbrjótnum West Wind til að sýna á flugsýningu á Islandi fyrir nokkrum árum. Þá hefur hann leiðbeint Islendingum við kaup á þyrlum. Hann er nú starfsmaður bandarísku flug- málastjórnarinnar. Við skildum fyrir tveim árum. Nú bý ég ein með öðrum sona okkar, Val, og tveim hundum í húsi sem við byggðum okkur fyrir u.þ.b. tutt- ugu árum. Hér er dásamlegt að vera, en hugurinn leitar alltaf heim til íslands. Heim í sumar Ég er á heimleið núna. Hörður bróðir minn og Erla kona hans eru hérna hjá mér núna. Við ætlum saman heim, þar sem ég ætla að vera í sumar. Ég hef nóg fyrir mig að leggja hér í Bel- mont, en ef aðstæður leyfa, þá flyt ég ef til vill heim aftur. Hver veit. I fjarska blika ljósin í San Fransisco og iðandi mannlífið streymir áfram. Hér er allt til alls og lífið áhyggjulítið fyrir sæmilega efnað fólk. En römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til. _ úlfar. Olíusparnaðar- tæki frá Danmörku FÆREYINGAR hafa að und- anfbrnu notað til reynslu í skipum sínum olíusparnað- artæki frá danska fyrirtæk- inu Licanic og hefur það reynzt mjbg vel og olíunotk- un hefur minnkað um allt að 25%. Að sögn Annfinns Hansen, umboðsmanns Licanic í Fær- eyjum og á íslandi, hefur tækið verið notað bæði í dönskum og færeyskum skip- um, einkum fiskiskipum í rúmt ár með verulega góðum árangri. Tækið er notað við dieselvélar allt upp í 4.000 hestöfl og er mjög einfalt í notkun og uppsetningu. Það stýrir olíunotkun vélarinnar og á meðfylgjandi mæli er hægt að lesa olíueyðsluna á hverjum tíma og haga keyrslu vélarinnar eftir því. Verð tækisins mun nema um 25.000 króna. Olíusparnað- artækið Lican- ic, scm sparað hefur færeysk- um og dönsk- um skipum allt að 25% i olíukostnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.