Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 19 Úr grafisku myndinni Syrin frá Canada. hefðum en nálgast viðfangsefnið á nýstárlegan hátt. Miðvikudaginn 12. ágúst kl. 20.00—22.00 að Kjarvalsstöðum verður fjallað um „Form og stíl“, hina ýmsu tjáningarmöguleika sem grafíska kvikmyndaformið býður upp á og sýndar nýlegar kvikmyndir. Umræður verða á eftir sýningum. Myndirnar sem sýndar verða eru: Genetics: Einföld mynd unnin með pappír en meðhöndluð í „optical printer" svo að úr verður sérstæð útgáfa á þróunarsögunni. Ecosystem: Verk unnið með þan- þol miðilsins í huga. Tækni og stílbrögðum er beytt á mismun- andi hátt í stuttum myndskeiðum. Illuminations: Athyglisverð til- raun með samspil ljóss og skugga sem byggir á nýstárlegri meðferð hefðbundins tækjabúnaðar til tjáningar á persónulegri hug- mynd. Chapter 21: Sérstæð meðferð á tímahugtakinu til að mynda tíma og rúm. Þessi mynd er einnig grundvölluð á nýstáriegri notkun hefðbundins tækjabúnaðar. Mindscape: Kvikmynd unnin í eitt af elstu formum grafísku kvik- myndarinnar; tæki sem saman- stendur af þúsundum svartra prjóna á hvítum grunni sem mynda sveigjanlega tjáningar- fleti. The Thieving Magpie: Fögur saga unnin með vaxi og brúðum til að auka hreyfimöguleikana. Renaissance: Þrívíddarmynd sem byggii' á umsköpun lifandi mynd- ar í grafík. Street Musique: Heillandi og persónulegur teiknimáti er ein- kenni þessarar myndar sem grundvallast á einföldum og al- gengum stílbrögðum. The Metamorphosis of Mr.Samsa: Sandur notaður til að skapa lif- andi myndir með beina frásögn í huga. Rjómaís í Kína á þrettándu öld Pekinit. 8. ágúst. AP. KÍNVERSKA blaðið Quangming skýrir frá þvi i dag, að Kinverjar hafi fyrstir framleitt rjómais og hafi Marco Polo tekið uppskriftina með sér til Evrópu. Segir blaðið Kinverja hafa fram- leitt rjómaís á þrettándu öld eftir Kristhurð. en uppskriftin hafi ver- ið leyndarmál innan konungshirð- arinnar þar tii á sextándu öld. Kublai Khan keisari, sem var uppi 1260 til 1295, hafi bannað framleiðslu rjómaíss utan hallar- garðanna, en hins vegar gaf hann sjálfur Marco Polo uppskriftina, og afhenti Polo ítölskum ráðamönnum uppskriftina. Rjómaíssuppskrift- inni var einnig haldið leyndri við ítölsku konungshirðina, þar til að ítalskur konungur skýrði frönsku hirðinni frá leyndardómnum árið 1500, en fljótlega eftir að Frakkar lærðu að framleiða rjómaís, „lak“ leyndarmálið út, og uppskriftin gekk manna á milli. Blaðið segir, að rjómaís hafi fyrst verið auglýstur í bandarísku blaði árið 1777 og að fljótlega upp úr því, hafi rjómaís verið framleiddur í flestum löndum heims. Blaðið segir ennfremur, að Kínverjar álíti vel flestir að rjómaís hafi verið fundinn upp í útlöndum. Númeraplata týndist af bát Þessi númeraplata týndist af bát, sem er í geymslu tollgæzlunnar við Sunda- höfn. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að koma númeraplötunni til svæðis- varðar eða tollgæzlumanna á staðnum. ÞITT EIGIÐ RAFMAGN Nú er rétti tíminn skammdegið er skammt undan Getum útvegað allt frá 50 - 750 kw. rafstöðvar með stuttum fyrirvara. Sumarauki • Vellíðan • Anægja • Skemmtun • Hvíld • Leikur upp. r» A * LYFTING_ Borg sem býður eitthvaö fyrir alla Snögg ferð föstudag 18. sept. til 23. sept. Beint flug. Sér ferð á sérverði. Einstakt tækifæri fyrir einstaklinga félags- og starfshópa. Hafið samband strax. Við skipuleggjum ánægjudaga algjörlega að yðar óskum. Golfunnendur. Sér ferð sömu daga. Afbragös hótel og golfvellir. ÞAÐ BESTA ER ÁVALLT ÖDÝRAST URVAL við Austurvöll s. 26900 PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.