Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 HLJÓÐVARP MANUDAG KL. 11. Dr. Gunnlaugur Þórðarson segir f rá Póllandsf erð „ÉG segi frá því hvernig afstaða mín til dvalar varn- arliðsins hér og Nato hefur breyzt frá því að Keflavík- ursamningurinn var gerð- ur. Það sem réði mestu um þetta voru kynni mín af tveimur pólskum lögfræð- ingum í París er ég var þar við nám og síðar ýmsar ferðir mínar til Póllands. Þar hef ég kynnst ýmsu fólki lauslega sem ég hef tekiö tali á götum og þar sem tækifæri gafst til. Fann maður eitt sem var áberandi en það var andúð- in á Sovétríkjunum og óttinn við þau. Einnig hvað Pólverjar hörmuðu það að tilheyra ekki vestur- Evrópu en að vera á áhrifa- svæði Sovétríkjanna. Þá fjalla ég einnig um það hvernig Sovétríkin eru hægt en að yfirlögðu ráði t.d. að uppræta eistneskt þjóðerni og það er skoðun mín að meðan þetta ógnarveldi er austur í Kreml að þá er full ástæða fyrir okkur að hafa her hér á landi til þess að við hljótum ekki sama hlut- skipti og eistneska þjóðin," sagði Gunnlaugur Þórðar- son að lokum. Susannah York og Ralph Bates í hlutverkum sínum í myndinni „Annað tækifæri". SJONVARP KL. 21.30 Nýtt samtímaleikrit „Annað tækifæri" nefnist nýr breskur myndaflokkur i sex þátt- um sem hefur Köngu sína i kvöld. Sagan greinir frá hjónum á fertugsaldri og eru þau að skilja. Konan trúlofaðist ung og byrjaði að búa áður en hún hafði tækifæri á að afla sér mikillar menntunar og lendir í miklum erfiðleikum þegar hún síðar reynir að verða sér úti um atvinnu. Þess má geta hér að Susannah York sem fer með aðalhlutverkið í þessum myndaflokki lék i mynd- inni „Heiður herdeildarinnar" sem sýnd var í sjónvarpinu sl. vor. SJONVARP KL. 18.45 SUNNUDAG Skemmti- leg og falleg mynd um flugdreka „Flugdrekar“ nefnist bresk mynd sem sýnd verður í kvöld kl. 18.45. Fjallar hún jafnt um tæknilega uppbyggingu þeirra, sögulegu hliðina og flugdreka sem tómstunda- gaman. Fjallar hún um hvernig þeir eru byggðir, hvað þarf til smíði þeirra og hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til þess að þeir fljúgi og síðan hvernig þeir fljúga. Þá eru sýndar myndir af flug- drekum víðs vegar að úr heiminum, litlum flug- drekum á stærð við flugur og síðan mjög stórum sem notaðir eru til að lyfta þungum hlutum. SJONVARP KL. 21.15 MÁNUDAG Amors- örvar „Amorsörvar“ nefnist breskur gamanleikur sem sýndur verður annað kvöld. Að sögn Dóru Hafsteinsdóttur, sem þýðir myndina, greinir hún frá heimspekiprófessor, sem er fyrir löngu uppþornaður, og stelputrippi sem hittast í lest og takast með þeim ágæt kynni þrátt fyrir ólíkan aldur og líferni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.