Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Bamatrúin á sterkar rætur í mér... Eðvarð lítur út fyrir að vera eldri en hann er. Hann er hár vexti, dökkur yfirlitum og með mikið hrokkið hár. Hann er hress í fasi, öruggur í framkomu — og ákveðinn þegar hann talar. Hann útskrifaðist í vor sem stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og er nýfluttur til Reykjavíkur frá Hellissandi, en þar hefur hann búið frá fæðingu. Ég spurði Eðvarð fyrst hvenær hann fór að skrifa sögur. „Ég held að það sé erfitt að tímasetja það nákvæmlega," svar- aði hann. „Ætli ég hafi ekki verið í 8 ára bekk. Þá skrifaði ég stuttar sögur sem kennari minn las upp fyrir bekkinn og það hvatti mig mikið. Ég held að ég geti fullyrt að þá hafi ég ákveðið að skrifa bækur í framtíðinni — og stefndi að því allar götur síðan. Fyrstu smásög- urnar mínar sem birtust á prenti voru í Óskastundinni hjá Nínu Björk í Þjóðviljanum en þá var ég 12 ára.“ Enginn er „fæddur“ rithöfundur Nú er sagt að sumir séu „fædd- „Eddi (t.v.) étur eyrnakonfekt með herbergisfélaga sinum, Bjarna. og kennara sinum. Tryggva V. Líndal. greinarhöf- undinum (t.h.) i M.E. sl. vetur, er hann brýst i „Gegnum bernsku- múrinn“. Með Eðvarð Ingólfssyni „Gegnum bemskumúrinn44 Fyrir síðustu jól kom út unglingaskáldsagan „Gegnum bernskumúrinn“. Bókin fjallar um efni sem lítið hefur verið skrifað um hér á landi, þ.e. unglinga, líf þeirra og stöðu í samfélaginu. Ilöfundurinn, Eðvarð Ingólfsson, var nítján ára gamall og vakti bókin ekki síst minni athygli fyrir það. Ritdómar í blöðunum um þessa bók skiptust í tvennt; annars vegar þá sem hældu henni á hvert reipi og töldu að hér væri um athyglisvert verk að ræða — og hins vegar þá sem „rifu bókina niður“. Tvímælalaust var „Gegnum bernskumúrinn“ umdeildasta bókin í síðasta jólabókaflóði og voru miklar ritdeilur um hana, sérstaklega í lesendabréfum dag- blaðanna. En hvaða áhrif ætli öll þessi skrif hafi haft á ungan mann, sem er að hefja rithöfundaferil sinn og móta sína bókmenntastefnu? Efldu þau hann eða drógu niður? Höfðu þau kannski engin áhrif á hann? Blaðamaður fór á stúfana og hafði upp á höfundinum, Eðvarði Ingólfssyni, og átti við hann spjall um þessi mál. Einnig fáum við að kynnast lífsskoðunum hans og viðhorfum til ýmissa mála. ir“ rithöfundar. Ert þú einn af þeim? „Nei — einfaldlega af því að ég held að enginn fæðist rithöfundur, tónlistarmaður, málari eða slíkt. Menn geta fæðst með vissa eigin- leika, mikil ósköp — en ég held að umhverfið ráði algjörlega úrslit- um um það hvað verður úr manni. Ég hef aldrei getað skilið þegar menn halda því fram, að sumir erfi bókstaflega hæfileika forfeðra sinna og þá eftir líffræðilegum leiðum. Tjáningin er ein af mikil- vægari hvötum mannskepnunnar og hún getur birst á svo ýmsum sviðum. Kannski ég hefði lagt fyrir mig listmálun, teiknun, eða leikaralist, ef ég hefði verið hvatt- ur til þess nógu snemma. Þá hefði ég ef til vill ekki farið út í bókasmíðar, allavegana ekki í bráð, því það krefst mikillar þjálfunar með penna." Því má bæta við í framhaldi af þessu, að fyrir utan bókina „Gegn- um bernskumúrinn" hefur Eðvarð skrifað framhaldssögu fyrir dag- blaðið Tímann sem birtist vetur- inn 1979—80. Einnig hefur hann flutt eftir sig sögu í útvarp síðasta vetur og í haust kemur hún út í bók hjá Æskunni og nefnist „Hnefaréttur". Snæfellsjökull er mitt stolt Nú hefur þú búið „undir Jökli“ (í nágrenni Snæfellsjökuls) frá því að þú fæddist og þar til nýlega. Hefurðu orðið var við þessa dul- mögnuðu strauma sem leggja frá jöklinum? Eðvarð glotti út í annað: „Ég held að ég svari því játandi. Snæfellsjökull hefur alltaf verið stolt mitt of mér hefur alltaf fundist vera eitthvað spennandi við hann. Hann er með fegurri eldfjöllum sem fyrirfinnast á jörð- inni og þegar maður hefur svona fallegt umhverfi í kringum sig, svona seiðandi náttúru frá skap- arans hendi, þá sýgur maður alveg ótrúlegan kraft í sig. Fögur nátt- úra göfgar manninn — alveg tvímælalaust, ef hann er móttæki- legur fyrir henni. Að þessu leyti verð ég að viðurkenna þessa dul- mögnuðu strauma." Sæki kyrrð og ró í náttúruna Þú skrifaðir nýlega grein í Lesbók Morgunblaðins um áhrif náttúrunnar á manninn. Ert þú mikið náttúrubarn? „Já, ég hef alltaf verið afskap- lega mikið fyrir útilegur og há- lendisferðir. Það er hægt að sækja svo mikla kyrrð og ró í náttúruna. Sumarið sem ég fermdist gekk ég hringinn í kringum Snæfellsjökul, sem er rúmlega 35 kílómetra löng leið og mjög erfið í göngu. Ég var þá ásamt tveimur vinum mínum og tók gangan rúmlega 15 klukku- stundir. Við vorum algjörlega þrotnir af kröftum þegar við komum í tjaldið okkar aftur undir morgun — enda ætluðum við að ganga þetta á sem skemmstum tíma. En það sem ég upplifði í þessari stórbrotnu og tignarlegu náttúru, hefur haft mikil áhrif á mig síðan. Það var sérstök tilfinn- ing að vera við rætur Snæfellsjök- uls þessa björtu júnínótt og virða fyrir sér landslagið, sem tengt er svo mörgum þjóðsögum, sem mað- ur hefur lesið. En þegar sólin kom upp að morgni var frábært að fylgjast með hvernig allt lífríkið lifnaði við að nýju, fuglar fóru á stjá og allt í þeim dúr. Maður var orðinn dauðþreyttur eftir langa göngu, en þarna endurnýjaðist maður hreinlega. Ég er viss um að andlegum sjúkdómum myndi fækka og fólk verða heilbrigðara og hraustara í stórborgunum, ef það leitaði krafts til nátúrunnar. Það á að minnka allt pilluát og reka fólk út í sveit — leyfa því að komast í snertingu við lífríkið. UnKlingar eru misskildir Hvernig bar það að að þú fórst að skrifa bók um unglinga í nútíma þjóðfélagi? „Ég hef áður nefnt það, að ég var 8 ára gamall þegar ég ákvað að verða rithöfundur þegar ég yrði stærri. Og þegar ég var 17 ára, skrifaði ég fyrstu löngu söguna mína, en það er sú sem kemur út í haust. Ástæðan fyrir því að hún kom ekki út á undan „bernsku- múrnum“ var sú að ég ákvað fyrst að bjóða hana til flutnings í útvarpi og leið eitt ár frá því að hún var samþykkt og þar til hún var flutt sem framhaldssaga. Á meðan var afráðið að „bernsku- múrinn" kæmi úr í fyrrahaust. Tildrög þess að ég ákvað að skrifa um unglinga í nútíma samfélagi eru þau, að fáir rithöf- undar hafa tekið fyrir þetta efni og sjálfur var ég unglingur og fannst þetta spennandi viðfangs- efni. Ég vildi reyna að útskýra af hverju þetta „unglingavandamál", eins og svo er nefnt, væri tilkomið. Mér finnst unglingar hafa verið misskildir, sérstaklega þegar blaðamenn hafa verið að skrifa um þetta „unglingavandamál". Ábyrgð uppalenda og samfélags- ins er ekki lítil í því hvað þessum málum viðkemur. Ég hafði gengið með bókina í maganum í 3—4 ár af því að mig vantaði bæði mennt- un og meiri þroska til að ráðast í þessa bókarsmíð." Var erfitt að fá söguna útgefna? „Nei, það voru engin vandkvæði með það. Ég talaði við Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóra Æskunnar, þegar ég byrjaði að skrifa söguna og spurði hann til gamans, hvort Æskan kæmi kannski til með að hafa áhuga á efni hennar, með útgáfu í huga. Kristján tók vel í það og sagði mér að hafa samband við sig þegar ég lyki henni. Ég skrifaði söguna á nokkrum helgum, í frítíma mínum frá menntaskólanum, og dundaði síðan við að vélrita hana og lagfæra i nokkra mánuði. Síðan sendi ég Kristjáni handritið og það liðu ekki nema örfáir dagar þar til hann hringdi í mig og sagðist hafa áhuga á að gefa hana út með haustinu — sem og varð. Og vissulega varð ég glaður. Bernskudraumurinn minn hafði ræst.“ Ég tel brýna þörí á að benda á skaða áfengisins í “Gegn um bernskumúrinn" tekurðu upp hanskann fyrir þá unglinga sem ekki drekka áfengi. Ertu mikið á móti áfengisneyslu? Eðvarði vafðist tunga um tönn, en sagði síðan: „Ég tel að ungt fólk sé það hraust og heilbrigt, að það þurfi allra síst af öllum aldurs- hópum að neyta áfengis til að lyfta sér upp frá hversdagsleikan- um. Að umgangast áfengi á réttan hátt er vandmeðfarinn hlutur og ekki öllum gefinn. Vísinda- mönnum hefur aldrei tekist að sanna af hverju alkóhólisminn verður til, en telja þó að hann eigi dýpri rætur að rekja en í flöskuna sjálfa — m.a. vegna persónuleika- truflana í sálarlífinu. Vegna þessa tel ég brýna þörf á að benda á þá hættu sem getur stafað af áfeng- isneyslu. Þó bendi ég á, að í bók minni gef ég það aldrei í skyn að enginn eigi að drekka áfengi. Það verður hver einstaklingur að gera upp við sig, en ég tel að það væri farsælast fyrir einstaklingana sjálfa og þjóðina, ef menn gætu verið án þeirrar áhættu sem fylgir áfengisnotkun." Skrifaðir þú bókina út frá eigin reynslu? „Að mörgu leyti hlýt ég að hafa gert það. íslenskt þjóðfélag er lítið og margt af því sem maður hefur séð, kemur fram í bókinni. Mínar lífsskoðanir endurspeglast mikið í gegnum aðalsöguhetjuna. Atburð- arásin er vissulega uppspuni en ég trúi að hún éigi sér hliðstæður í dag og sé alltaf að gerast. Aðal- söguhetjan, Birgir, á móður sem er alkóhólisti og ég fann hjá mér mikla hvöt til að reyna að gera grein fyrir því hvernig unglingur einangrast og líður fyrir áfengis- neyslu á sínu heimili. Það er sá þáttur sem alltof lítið hefur verið rætt um þegar fjallað er um áfengisvandamálið. Aðstandendur vilja nefnilega oft gleymast." Þekkir þú áfengisvandamálið af eigin raun? „Já, það geri ég. Þeir eru ófáir þeir Islendingar sem ekki hafa kynnst þessu vandamáli. Fólk nátengt mér hefur átt við það að stríða, eins og svo margir aðrir." Var ánægður með dómana Nú fékkst þú mikil skrif um bókina í blöðunum. Höfðu þau einhver áhrif á þig? „Ég held að svo sé alltaf þegar menn gefa út sína fyrstu bók, að þeir bíða spenntir eftir umsögnum í blöðum. Éftir á að hyggja, get ég vel við unað við þá dóma, sem bókin fékk. Ekki bara það sem bókmenntagagnrýnendur sögðu, heldur skipti mig miklu meira hvað vinir og vandamenn sögðu. Ég get ekki neitað því að það sló mig svolítið og gerði mig ringlað- an, þegar skrifin voru sem mest í Dagblaðinu. Ég var lengi að finna veginn aftur og það var ekki fyrr en í vor, sem ég endurheimti ró mína til að halda áfram skrifum. Dómarnir breyttu engu í mínum lífsskoðunum og ég er ekki frá því að þeir dómar sem voru neikvæðir, hafi tvíeflt mig. Einu sinni hélt ég að það væri alltaf spennandi og gaman þegar bækur höfunda vektu athygli, en ég get sagt það með sanni að þessi skrif fóru verulega í taugarnar á mér á tímabili. Og ennþá er ég að rekast á umfjallanir í blöðum — síðast í Tímanum í júlí.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.