Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 15 þúsundir borgarbúa njóta útivist- ar allan ársins hring. En um leið og hugað er að þörf- um þess fólks, sem eyða vill tóm- stundum sínum í útivist og íþrótt- ir, þá má ekki gleyma hinum er kjósa að nota tíma sinn til annars. Æskulýðsmiðstöðvar þurfa að vera til í öllum hverfum borgar- innar, þar sem saman fari skipu- lagt starf af hálfu æskulýðsráðs og fjölmargra félaga og samtaka sem starfandi eru í Reykavík. Þar sem því verður við komið sýnist eðlilegra að félög fólksins sjálfs sjái um þessa starfsemi, en borg- aryfirvöld hjálpi til þar sem þau eru ekki til staðar. Hestamennska í Víðidal, lax- veiðar í Elliðaánum, íþróttir á keppnisvöllum, trimm hins al- menna borgarbúa, skátastarfið, siglingar í Nauthólsvík, starfsemi félaga og klúbba: Allt er þetta heilbrigð starfsemi sem borgin á að leggja rækt við, ekki endilega stjórna en styðja eftir aðstæðum hverju sinni, auk fjölmargra þátta sem ekki voru taldir upp. Vita- skuld eiga borgarbúar sjálfir að ráða því hvað þeir gera við frítíma sinn, en það er hlutverk borgaryf- irvalda og félaga þeirra sem í borginni starfa, að sjá til þess að fólki á öllum aldri standi annað til boða en Hallærisplanið þegar vinnutíma lýkur eða skólar eru úti. Langtímalán til húsbyggjenda Húsnæðismál hafa mjög verið til umræðu að undanförnu, eink- um vegna þess mikla skorts sem er á húsnæði í Reykjavík, og vegna hinna merkilegu yfirlýsinga Sig- urjóns Péturssonar forseta borg- arstjórnar, að hið opinbera eigi að ráðstafa því húsnæði, sem talið verði of stórt fyrir eigendur þess. Þegar hefur mikið verið rætt um þessar hugmyndir Sigurjóns og Alþýðubandalagsins, og er ljóst að sjálfstæðismenn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að kommisarar kerfisins geri upptækar eigur fólks, er það hefur unnið fyrir í sveita síns andlitis, oft á langri starfsævi. A næstu árum verða borgaryf- irvöld í Reykjavík að sjá til þess, að í borginni verði nægilegt fram- boð lóða, þannig að allir þeir er byggja vilja og hafa til þess að- stæður, fái að reisa sér framtíð- arheimili innan borgarlandsins. Ekki virðist út í hött, að ætlast til þess að slíku markmiði verði náð á næstu fjórum til átta árum, en þar eru þó ýmis vandamál í veginum. Stærst er auðvitað það, að núver- andi borgarstjórnarmeirihluti hefur svo gjörsamlega klúðrað skipulagsmálum Reykjavíkur, að langan tíma mun taka að lagfæra þau mistök sem þar hafa verið gerð. Engin framtíðarstefna hefur verið mótuð, hlaupið úr einu í ann- að, og reynt að sefa óþolinmæði fólks með því að þétta með vafa- sömum hætti byggðina í borginni. Þar kann að verða um óbætanlegt tjón að ræða, verði ekki þegar í stað gripið í taumana. Úrræðaleysi núverandi borgar- stjórnarmeirihluta í þessum málaflokki kemur gleggst í ljós með samanburði á fjölda úthlut- aðra lóða á síðasta áratug. Árið 1971 var til dæmis uthlutað lóðum fyrir 1017 íbúðir í borginni, en í ar, 1981, hefur verið úthlutað 466 íbúðalóðum. Árið 1970 var úthlut- að 739 lóðum, en 1980 aðeins 545. Allan áratuginn hefur aldrei verið úthlutað jafn fáum lóðum og 1979, fyrsta heila valdaár vinstri meiri- hlutans, er aðeins var úthlutað 156 lóðum. Afturför hefur orðið í þess- um málum eins og öðrum í Reykjavík á yfirstandandi kjör- tímabili, eins og glöggt sést á þessari töflu: Ár. Fjöldi úthlutaðra lóða: 1970 ....................... 739 1971 ...................... 1017 1972 1306 1973 ....................... 903 1974 ....................... 756 1975 ....................... 292 1976 ....................... 714 1977 ....................... 217 1978 ....................... 508 1979 ....................... 156 1980 ....................... 545 1981 ....................... 466 Hér verður greinilega að taka til hendinni, gífurlegur skortur er á lóðum í Reykjavík, og takist að anna eftirspurn mun þess ekki verða langt að bíða að húsnæð- isskortur verði úr sögunni. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að setja það á oddinn að stóraukið verði framboð á lóðum á næstu árum, jafnvel þótt þar sé um að ræða ófremdarástand eftir fjög- urra ára vinstri stjórn í borginni. Um leið þarf að taka til endur- skoðunar og athugunar ýmis fleiri atriði húsnæðismála. Til dæmis þarf að úthluta í auknum mæli til verktaka, lóðum þar sem byggð verði hús fyrir aldraða, þar sem þeir búi í eigin húsnæði, en geti jafnframt sótt ýmsa félagslega þjónustu og félagsskap til sameig- inlegrar miðstöðvar. Slíkar mið- stöðvar gætu bæði verið í eigu borgarinnar, eða þá í eigu þeirra einstaklinga er íbúðir í slíkum húsum eiga. Reykjavíkurborg þarf einnig að hafa frumkvæði að því að lán til húsbyggjenda verði aukin á næstu árum, enda það svo að alls ekki er erfitt að koma á því fyrirkomulagi að húsbyggjendur geti fengið allt að 90% af kostnaði við íbúðar- byggingar lánið til langs tíma. Er- lendir aöilar eru meira en fúsir til að lána hingað fé, en til þess að svo geti orðið þurfa sjálfstæðis- menn á Alþingi og í borgarstjórn að stuðla að breytingum á núver- andi löggjöf um slík lán. Auðvelt er fyrir islenska banka að taka er- lend lán, sem síðan mætti endur- lána til íslenskra húsbyggjenda. Verði það leyft, er þess ekki langt að bíða að húsbyggjendur geti greitt niður hús sín og íbúðir með jöfnum afborgunum í tuttugu til þrjátíu ár. Þar með væri íslensk- um húsbyggjendum gert kleift að eignast eigið húsnæði á auðveldari hátt en nú er, en áratugareynsla af slíku er fyrir hendi í öllum nágrannalöndum okkar. Fjölmargt annað mætti nefna af þessu tagi, og ekki leikur á því vafi að nauðsynlegt er að breyta ýmsu í núverandi fyrirkomulagi húsnæðismála í Reykjavík, sem og raunar á landinu öllu. Hvað mælir til dæmis gegn því að þeim er búa í leiguíbúðum Reykjavíkurborgar, verði gefinn kostur á að kaupa þær íbúðir? Hvers vegna ekki að stuðla að ódýrari byggingum með því að auka fjölbreytnina og val- kostina með lóðaúthlutunum, til dæmis með byggingu lítilla íbúða fyrir aldraða og unga, íbúðir þar sem eldhús er sameiginlegt í nokkrum íbúðum, raðhúsum með sameiginlegum þvottahúsum og bílageymslum, og svo mætti áfram telja. Möguleikarnir virðast ótæmandi, og hér á borgin að auð- velda fólki að byggja og búa eins og það sjálft kýs, í stað þess að torvelda fólki að koma sér þaki yfir höfuðið. Breytinga er þörf. Hér hefur að framan verið stikl- að á nokkrum atriðum er snerta daglegt líf tugþúsunda Reykvík- inga, og stjórn sameiginlegra hagsmunamála þeirra. Öllum þessum málaflokkum verða ekki gerð skil í einni blaðagrein. Þó má það öllum ljóst vera, að nýr upp- gangstími Reykjavíkur mun ekki renna upp fyrr en núverandi borg- arstjórnarmeirihluta hefur verið steypt. Nauðsynlegt er að á ný taki við samhentur og styrkur meirihluti sjálfstæðismanna. Breytinga er þörf, um það verður ekki deilt. Á næstu vikum og mánuðum munu Reykvíkingar verða vitni að margháttuðu sjónarspili meiri- hlutans, þar sem reynt verður að telja fólki trú um að allt sé í himna lagi, og stjórn höfuðborgar- innar sé í góðum höndum. Dag- heimili munu verða vígð, og heilsugæslustöðvar opnaðar, götur malbikaðar, og loforð um lóða- úthlutun gefin. Það er svo sem allt gott og blessað, en áhorfendum að sjón- leiknum mun vafalaust fýsa að skjóta nokkrum spurningum til leikendanna úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki. Spurningarnar gætu sumar verið eitthvað á þessa leið: Skatt- heimta hefur verið aukin á síðustu árum. Hvar má sjá þess merki að hið aukna fé hafi nýst borginni til aukinna framkvæmda? Er ástæða til að ætla að samkomulagið verði betra á næsta kjörtímabili en ver- ið hefur? Er ástæða til að ætla að fleiri lóðum verði úthlutað' á næsta kjörtímbaili en verið hefur, verði ekki skipt um stjórn á borg- inni? Hvar á að byggja næst? Er einhver trygging fyrir því að hús- næði fólks verði ekki tekið leigu- eða eignarnámi, styrki Alþýðu- bandalagið enn stöðu sína í næstu kosningum? — Kemur ef til vill næst að því að yfirborgarstjórinn segi fólki að aka um í minni bílum, eða að hafa ódýrari mat á borð- um? Þannig spurninga er fólk að spyrja sjálft sig og hvað annað þessa dagana, og spurningarnar kalla flestar á enn fleiri spurn- ingar. Svarið er í rauninni aðeins eitt: Sjálfstæðismenn verða að vinna borgina á ný í kosningunum í vor. osmos í liöi Cosmos leika margir af þekkt- ustu leikmönnum Evrópu, Brasilíu og Bandaríkjanna. ! - C0SM0S Sterkasta knattspyrnuliö Bandaríkjanna í áraraðir leika gegn Valsmönnum, sem hafa fengið til liðs við sig stjörnuna frægu George Best leika í vgftv ellesst búningum ÚTtLÍF á Laugardalsvelli í dag kl. 14.00 FLUGLEIÐIR t HAPPDRÆTTI Aðgöngumiöar gilda sem happdrættismiðar og vinningurinn er helgarferð meö ftugleið- um til New York á heimaleik Cosmos, uppi- hald og gisting í heimsborginni New York. Verö aögöngumiöa er kr. 20 fyrir börn, kr. 60 stæði og kr. 80 stúka. Glæsibæ, sími 82922. T A irfoti Amtmannsstíg 1, sími 13303. HTTTrni SP.ORT FORSALA HEFST A LAUGARDALSVELLIKL 10 í DAG. Látið Kodak filmurnar með myndunum af Cosmos og Best i framköllun hjá HANS petersen hf Hafnarstræti 16 Laugavegi 30 Munið lokahófið aö Hótel Borg, í kvöld. Sjá nánar auglýsingu á bls. 32. Heiöursgesíir á leiknum verða Albert Guö- mundsson, alþing- ismaöur og Sigurð- ur Helgason, for- stjóri Flugleiða. iVALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.