Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 31 — , fclk f fréttum Slæm » tíð^ hjá Nixon Nixon meðan allt lék i lyndi + Nixon á ekki sjö dagana sæla, eftir að hann var flæmdur úr Hvíta húsinu hér um árið þegar vegur rannsóknarblaðamanna var hvað mestur. Það nýjasta sem heyrst hefur snertir hann þó ekki sjálfan, heldur nafn hans og þá ímynd sem hann skapaði sér með löndum sínum. í San Clement-fylkinu í Kaliforníu settu þeir eitt sinn á fót safn eitt mikið, The Nixon Museum, og kostuðu miklu til, og vildu gefa sem heillegasta mynd af forsetatíð Nixons. Nú berast þær fregnir hins vegar að safnið verði að loka vegna lítillar aðsóknar: eigendurnir bjuggust við þúsundum á degi hverjum, en meðaltalið er rétt um 40 manns daglega, og stórt tap er á fyrirtækinu ... Ingrid leikur Goldu + Ingrid Bergman er kona komin um sjötugt, en það er engan bilbug að finna á kellingu. Hún er enn að leika. Nýjasta hlutverkið er í mynd um Goldu Meir, fyrrum forsætisráðherra ísraels, sem er látin fyrir nokkrum árum. Myndin sem hér fylgir sýnir Ingrid sem Goldu á stjórnarfundi þegar Yom-Kippur stóð sem hæst. + Christina Onassis er kona óhamingjusöm í einkalífi og á að baki sér misheppnuð hjónabönd og alls konar mis- lukkuð sambönd. Hún er rík- asta kona heims, en peningar segja nú lítið þegar hamingj- an á í hlut. Christina er þó léttlynd inn við beinið og ný- verið gripu ljósmyndarar hana glóðvolga á skemmti- stað, þar sem hún lék við hvern sinn fingur, brosti í all- ar áttir, dansaði eins og ung stelpa, og sagði brandara ... wm w m a hiöqa? Það er alltaf eitthvað aö gerast í Manhattan. Þaö er kannske þess vegna sem straumurinn liggur til Manhattan. Nema það sé vegna þess aö Kópavogsbúum, Breiðhyltingum, Garöbæingum og Hafnfiröingum finnist algjör óþarfi aö fara langt yfir skammt þegar „sletta á úr klaufunum “. Eða eins og Hafnfiröingurinn sagöi i Mogganum fyrir rúmri viku: „ Viö leitum ekki ullar i geitahúsi". Reykvíkingar vita svo sem lika aö þaö er lítiö sem ekkert lengra fyrir flesta þeirra aö skreppa til Manhattan, heldur en til annarra skemmtistaöa á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Þeir vita líka aö Herb Reed og Platters heiöruöu gesti Manhattan meö nærveru sinni í gærkvöldi. Og í kvöld mæta sjálfir... Nei, viö segjum ekki meira. Við vitum aö þú vilt veröa hissa. P.s. Sýniö hinum heimsfrægu gestum, ykkur og okkur þá virðingu að mæta snyrtilega klædd. P.P.s. Húsiö opnar kl. 19.00. Frá hljómleikunum í Fíladelfíu Engin uppgjöf í Rollingum + The Rolling Stones mun vera með lífseigustu rokkhljómsveitum sem sögur fara af, og kannski sú besta. Þeir tóku sér samt nokkurra mánaða hvíld, en eru komnir fram á sjónarsviðið aftur og héldu nýverið tónleika í Fíladelfíu-ríki í Bandaríkjunum. Þeir hljómleikar eiga að vera upphafið að geysimikilli hljóm- leikaferð um 40 ríki Bandaríkjanna. Hljómsveit þessi á sér dygga áhangendur, mestan part ungt fólk en líka fólk komið á miðjan aldur, en Rollingarnir eru flestir um fertugt og sumir komnir á fimmtugsaldurinn. Þeir léku fyrir fullu húsi á John F. Kennedy-leikvanginum við mikil öskur og skræki og langt klapp. Lögreglan átti ekki í teljandi brösum með múginn, en handtók samt nokkra eiturlyfjasjúklinga. Lögreglumenn eru ekki bjartsýnir, þó múgurinn hafi setið á sér í þetta sinn: — Þetta eru aðeins fyrstu hljómleikarnir, sögðu þeir þungbúnir á svip. — Ég fíla þá sko í botn þessa stráka, sagði 29 ára gamall Baltimore-búi, en hann er meðlimur í hópi manna sem fylgir Rollingunum eftir á hljómleikaferðalögum og hefur gert síðan 1966. Svo lét hann fylgja útlistanir á því af hverju hann „fílaði þá sko í botn“, hann kæmist léttilega í samband við þá þar sem þeir hoppuðu sem ákafast á sviðinu og rækju upp stríðsöskur ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.