Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 17 fMikill og KÓOur vin- skapur tókst með Sad: at og Ezer Weizmann, íyrrv. varnarmálaráð- Íherra ísraels. Weiz- mann sajíði af sér embætti vegna þess honum fannst Begin sýna Sadat ósveigjan- leika í samningavið- 4 ræðunum. Sadat með Assad Sýrlandsforscta og Khaled konungi Saudi Arabíu Myndin er tekin 1976. Sadat og Jihan kona hans ásamt Jimmy Carter og Rosalynn konu hans. Sfldat bjó við gott heimilislif, dáði konu sína mjög og sagður giiður faðir biirnum sínum. Sadat hitti Goldu Meir í Jerúsalem 1977. Golda Meir sagði í samtali við Mbl. að henni hefði fallið ma*ta vel við Sadat og hefði sagt við hann í kveðjuskyni, að hún vonaði að hún fengi að lifa að friður yrði með þjóðum þeirra. Svo varð þó ekki, því að hún lézt 4 mánuðum áður en friðarsamningar voru gerðir. narárum Anwar Sadats > beindust gegn Egyptum og í Libýu voru Egyptar ofsóttir. Aðrir Arabaleiðtogar reyndu að koma á sáttum milli þeirra, en allt kom - fyrir ekki. Auk þess var nú Ga ddafi farinn að halla sér að Sovét- mönnum, sem sendu honum vopn og hergögn. Þarf ekki að orðlengja meira um fjandskap þeirra, en benda má á að nú upp á síðkastið hafa Libýumenn og Sýrlendingar orðið undur hændir hvor að öðr- um. Assad, Sýrlandsforseti var í heimsókn í Libýu fyrir fáeinum vikum og gáfu þeir út hvassyrtar yfirlýsingar um að nauðsynlegt væri að brjóta „svikarann Sadat“ á bak aftur. Yom Kippur-stríðið og eftirleikurinn Frá sex daga stríðinu 1967 og fram til 1973 lýsti Sadat og aðrir egypskir ráðamenn því margsinn- is yfir, eins og fram hefur komið, að styrjöld við ísraela væri óhjákvæmileg. En þegar hersveit- ir Egypta réðust yfir Súezskurð- inn þann 6. október 1973 kom það ísraelum gersamlega í opna skjöldu, svo undarlegt sem það má nú teljast. Allt sumarið hafði Sad- at undirbúið þessa leifturárás og gert hernaðaráætlun í samráði við Assad Sýrlansdforseta. Það er vissulega með ólíkindum, að leyni- þjónusta ísraela skyldi ekki fá pata af þessum áformum. Fyrir Sadat varð þessi styrjöld mikill móralskur sigur. Fyrstu daga stríðsins vegnaði Egyptum ótrú- lega vel og Israelar hopuðu hvar- vetna. Um allan heim fylgdust menn þrumu lostnir með fram- vindu stríðsins, hinn ósigrandi her Israela var sem í molum og gekk hvorki né rak fyrr en Bandaríkja- menn komu til sögunnar og fannst mörgum, sem þeir brygðu ekki jafn snarlega við og hefði mátt ætla. Sameinuðu þjóðirnar tóku síðan málið í sínar hendur og aðskilnað- ur herja var hafinn. Eftir styrjöldina 1973 urðu straumhvörf í flestu tilliti í Eg- yptalandi. Það má deila um, hver sigraði — en sjálfsvirðing Egypta var endurheimt og það var Sadat sem færði þeim hana. Nokkru síðar lét Sadat lausa úr haldi fjölda pólitískra fanga og gaf þeim upp sakir, létti á ritskoð- un og í apríl 1974 guldu 99,95% jáyrði við nýrri efnahagsáætlun Sadats, þar sem gert var ráð fyrir stórfelldum félagslegum umbót- um, aukinni erlendri fjárfestingu, takmörkuð voru afskipti lögregl- unnar af borgurum o.fl. Eitt af því sem einnig fylgdi í kjölfar októberstríðsins voru bætt samskipti við Bandaríkin. Stjórn- málasambandi var komið á milli ríkjanna í nóvember 1973 og Henry Kissinger þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Sadat kynntust og urðu mestu mátar. Frumkvæði Bandaríkja- manna í herjaaðskilnaðinum var yfirleitt vel tekið í Egyptalandi, samtímis því að Bandaríkjamenn urðu sér meira meðvitaðir um hversu háðir þeir voru olíu frá Arabalöndunum. Nixon Banda- ríkjaforseti kom í heimsókn til Kairó og þar með var brotið blað í samskiptum Egyptalands og Bandaríkjanna. Innanríkismálin efst á baugi Eftir fyrstu átta mánuðina 1975 þegar Kissinger hafði verið á skutluferðalagi sínu í Miðaustur- löndum og fengist ísraela til að fallast á að fara frá nokkrum mik- ilvægum stöðum, var það mál út- kljáð að sinní og Sadat tók að snúa sér meira að innanríkismálum landsins. Efnahagurinn var bág- borinn sem fyrr og þegar Sadat lagði fram fjárhagsáætlun stjórn- ar sinnar í janúar 1977 þar sem var gert ráð fyrir að m.a. yrði dregið úr niðurgreiðslum og þar með myndi verð á nauðsynjavör- um hækka, frestað var fram- kvæmd laga sem gerði ráð fyrir félagslegum úrbótum og fleira í þeim dúr, var efnt til mótmæla í Kairó og víðar. Sadat gerði sé grein fyrir alvöru málsins og hann svaraði eins og fyrr og síðar, með hörku; lög voru sett þar sem hörð viðurlög voru við því sem flokkazt gat undir óþægð við stjórnina. í júnímánuði það sama ár taldi forsetinn, að komin væri það mikil kyrrð á, að hann gæti farið að skoða stöðu pólitískra flokka í landinu, sem hafði mjög verið skert. Fcrðin til Jerúsalem Sá atburður sem hæst ber á öll- um valdaferli Sadats er auðvitað ferð hans til Jerúsalem. Sú ferð átti sér ótrúlega skamman að- draganda og skal hann lauslega rakinn. Vorið 1977 höfðu verið kosningar í ísrael og Likud- bandalagið undir forystu Menach- em Begins komst til valda, eftir 29 ára stjórn Verkamannaflokksins. Sadát mun hafa velt því fyrir sér áður að fara til Jerúsalem, en hann áleit Yitzak Rabin ekki sterkan forsætisráðherra og Yigal Allon, sem tók við framyfir kosn- ingarnar eftir að Rabin varð að segja af sér, var aðeins til bráða- birgða. Sadat beið átekta. Hann þekkti feril Begins og mat það hve heilsteyptur og greindur hann var, þótt hann gerði sér vissulega grein fyrir öfgum hans og ósveigjan- leika. Síðla sumars fór Sadat í heimsóknir til ýmissa Arabaríkja, sem var út af fyrir sig ekki í frá- sögur færandi, en í þessum ferðum mun hann hafa viðrað hugmynd sína við þá og voru undirtektir alls staðar hinar verstu. í byrjun nóv- ember flutti Sadat ræðu í egypska þinginu um friðarhorfur í Mið- austurlöndum. „Ég er reiðubúinn að fara hvert á land sem er — jafnvel í Knesset, ef það má verða til framdráttar friði í þessum heimshluta," sagði hann. Orðum Sadats var tekið á ýmsa vegu, flestir töldu þetta innantómt snakk. En Begin lagði við hlustir. Hann sendi tafarlaust boð eftir diplómatiskum leiðum til Sadats um að koma og nokkrum dögum síðar var það afráðið. Þetta vakti meiri undrun um allan heim en frá megi segja og ofboðslega heift í Arabalöndunum. En hótanir Araba lét Sadat ekki á sig fá. Hann fór til Jerúsalem og flutti skelegga tölu í Knesset, afdrátt- arlaus var hann og einlægur og heimurinn stóð bókstaflega á önd- inni yfir dirfsku hans og kjarki. Óþarft er að rekja gang mála síðan. Þetta var upphaf langra og strangra viðræðna sem lyktaði með gerð friðarsamnings í marz 1979, þótt mörg mál einkum þau eru snertu Palestínumenn og framtíðarstöðu þeirra væru óljós. Palestínumenn voru hinir verstu og töldu Sadat ekki hafa neitt um- boð til að tala sínu máli. Ekki er nokkur efi á því að Sadat gerði mjög ákveðnar tilraunir til að fá Begin til að fallast á að Palestínu- menn og Jórdanir tækju þátt í við- ræðunum, en allt kom fyrir ekki. Egyptar fengu hins vegar veruleg landssvæði sem ísraelar höfðu tekið í sex daga stríðinu, en engu að síður er það mat margra að Sadat hafi gefið meira en hann fékk. Að margra dómi hefðu ísraelar getað stutt Sadat betur með því að sýna meiri sveigjanleika og framan af var allmikil stirfni í samskiptum hans og Begins forsætisráðherra. Smátt og smátt tókst vinskapur með þeim og nú nýlega höfðu þeir rætt saman í Alexandriu og ísra- elar lagt fram hugmyndir sem Sadat fannst hafa í sér ýmsa kosti, þótt Palestínumenn gagn- rýndu þessar hugmyndir eins og annað sem frá ísraelum kom. Hvernig er Egyptaland nú Spyrja má að lokum í hverju stjórn Sadats hafi orðið ágengt í innanlandsmálum. Fátækt og skortur herjar víða, en samt hefur margt verið gert á síðustu árum, sem til framfara horfir. Félags- legar úrbætur hafa verið gerðar og ýmis konar tryggingabætur leiddar í lög, þótt þær þyki kannski ekki beysnar á mæli- kvarða velferðarríkisins, í þeim er 4>ó lögð áhezla á að styðja aldraða og sjúka. Skólaskylda er alger og er nú reynt að fylgjast með því að foreldrar víkist ekki undan því að senda börn sín í skóla. Staða kon- unnar hefur breyzt stórlega til batnaðar og þakka Egyptar það ekki sízt baráttu forsetafrúarinn- ar, Jihan Sadats. Stúlkur eru nú alls staðar við störf og um helm- ingur allra háskólanema er kvenkyns. Heilbrigðisþjónusta hefur verið bætt, átak gert í rækt- un lands og áróður hafinn fyrir því að laða ferðamenn til landsins. Anwar Sadat var fyrst of fremst kjarkmikill maður og gáfaður, laginn stjórnandi þótt hann væri stundum óbilgjarn og einráður. Hann var snöggur að taka ávarðanir, ef honum bauð svo við að horfa, og lét ekki uppskátt um það út á við, ef gagnrýni and- stæðinga hans gekk nærri honum. Hann var mælskur og tilfinn- ingaríkur og svaraði oft gagnrýni með því, að hann stæði engum skil á gjörðum sínum utan almættinu og eigin samvizku. Sú aðdáun og frægð sem sópaðist að honum síð- ustu árin sló ekki glýju í augu hans. Hann var ekki aðeins friðar- ins maður. Hann var fyrst og fremst maður, sem unni þjóð sinni og vildi veg hennar sem mestan og beztan. Jóhanna Kristjónsdóttir tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.