Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 Frá Jerúsalemferðinni í nóvember 1977. Sadat ok Be^in Sadat ok Gadd- aíi Libýuleið- toKÍ. Myndin er tekin árið 1973, meðan enn var að kalla kyrrt milli þeirra. Sadat með harnaharni sínu Sherif, en hann fæddist 20. nóvember 1977 þegar afinn var í Jerúsalemferð sinni. Sadat sýndi kjark ok IflB sjálfsta-ði er hann laHr* veitti skjól dauðvona I reyndist honum eini vinurinn undir lokin. Myndin er af Sadat með Reza syni keisar- ans eftir útförina. ■pMjHB/ sJi ÞEGAR ANWAR Sadat tók við af Nasser í september lok 1970, töldu flestir, að þar væri aðeins um bráða- birgðalausn að ræða og Aly Sabry forsætisráðherra myndi annað tveggja verða hinn sterki maður stjórnar- innar ellegar Sabry myndi búa svo um hnútana, að hann yrði sjálfur frambjóðandi í forsetakosningunum: en svo varð ekki, Sadat varð frambjóðandi í kosningunum og fékk um 90,4% atkvæða. Aly Sabry var forsætisráðherra enn um hríð. Stiklað á stjór í fyrstu kepptust egypskir ráða- menn við að lýsa því yfir, að þeir myndu framfylgja í einu og öllu stefnu Nassers. Kosygin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sem hafði komið til að vera við útför Nass- ers, var áfram í Kairó í nokkra daga og sat á stöðugum fundum með forystumönnum. Sovétmenn höfðu komið vel undir sig fótunum í Egyptalandi í stjórnartíð Nass- ers og þótti áreiðanlega mikið liggja við, að þar yrði engin breyt- ing á. Vitað var, að Aly Sabry var hlynntur Sovétstjórninni og hafði stutt Nasser dyggilega í að treysta samstarf við hana. Sadat hafði ekki setið við stjórnvölinn nema skamman tíma, þegar til tíðinda dró. Hann hafði fallizt á, að stofnað yrði sam- bandsríki Libýu, Egyptalands og Súdan, en þessi sambandsríkja- stofnun mæltist misjafnlega fyrir. Súdan hætti síðar við aðild, en Sýrland kom til skjalanna í stað- inn. Tillögur að stjórnarskrá fyrir nýja ríkið, ásamt með áætlun Sad- ats um opnun Súezskurðar, leiddi til alvarlegra deilna innan stjórn- arinnar og var ekkert aðhafst í málinu fram eftir vetri. Þann 13. maí 1971 var komið upp um sam- særi gegn Sadat, hann brá við skjótt, lét handtaka fjölda manns, rak Aly Sabry og fleiri ráðherra, sem voru honum andsnúnir og hafði þar með treyst sig í sessi í bili. Hann efndi síðan til kosninga um nýja stjórnarskrá fyrir Egyptaland, hina fyrstu síðan byltingin var gerð í landinu 1952 og Farúk kóngi velt úr sessi. Allt árið 1971 gaf Sadat öðru hverju út yfirlýsingar um að Eg- yptar væru staðráðnir i að fara í stríð við Israela — en ekki fyrr en stundin væri komin. Egyptar gerðu þetta ár og hin næstu mikið átak í að kynna málstað sinn á Vesturlöndum, einkum eftir dipló- matiskum leiðum og voru þar fyrstu vísbendingarnar um það aukna samstarf sem Sadat vildi augljóslega taka upp við vestræn ríki. Það verður að teljast meiri háttar afrek hjá Sadat hve honum tókst t.d. að bæta sambúðina við Vestur Þjóðverja á tiltölulega skömmum tíma. í septembermán- uði brutust út hernaðarátök við Súez, hin fyrstu síðan vopnahléi hafði verið komið á árinu áður. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að Gunnar Jarring færi enn á stúf- ana. Innan stjórnarinnar var ágrein- ingur um afstöðuna til Sovétríkj- anna sem kom æ skýrar í ljós. Eg- yptaland var orðið mjög háð Sov- étríkjunum, hernaðarlega og efna- hagslega. Sovétmenn hétu þeim áframhaldandi aðstoð, en Sadat taldi þá ekki standa við orð sín og vopn og hergögn voru úrelt og af- greidd seint. Til úrslita dregur í samskiptum Egypta og Sovétmanna Sá atburður, sem mesta athygli vakti þetta ár, var þegar þolin- mæði Sadats þraut snögglega og hann vísaði án nokkurra umsvifa fimmtán þúsund sovézkum hern- aðarráðgjöfum úr Iandi. Þetta varð vitanlega til að sambúðin við Sovétríkin kólnaði heldur betur en ekki varð um sinn nein umtalsverð breyting á afstöðu Egypta til Vesturlanda, umfram það sem að- eins var hafið. En smátt og smátt hóf Sadat að beina sjónum sínum og þjóðarinnar til vesturs og m.a. jukust samskipti við Frakka. Sov- étmenn reyndu eftir megni að missa ekki fótfestuna í Egypta- landi, þrátt fyrir gjörð Sadats og var reynt að breiða yfir sundur lyndið með því að senda forsætis- ráðherra Egyptalands í heimsókn til Sovétríkjanna. Ósamkomulag varð milli Sadats og háttsettra foringja innan hersins og virðist sem það hafi verið sprottið að meginhluta af því að herforingj- unum mislíkaði neikvæð viðhorf Sadats til Sovétstjórnarinnar. Innanlandsóeiröir 1973 Sadat hafði vissulega í ýmis horn á líta. Ólga var innanlands, fátækt landsmanna og eymd var víða óskapleg og raddir urðu há- værari um að fráleitt væri, að Eg- yptaland verði svo miklum hluta þjóðartekna til hermála samtímis því að stór hluti þjóðarinnar hefði hvorki í sig né á. Lögðu ýmsir til að málið yrði leyst með því að Eg- yptar réðust á Israel og brytu það á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Ófarirnar frá 1967 virtust gleymd- ar. Stúdentar létu að sér kveða og allt þetta var túlkað sem gremja með það þrátefli sem var í stöð- unni gagnavart ísrael — þ.e. hvorki stríð né friður. Sadat sætti ámæli fyrir aðgerð- arleysi og fór nú að koma upp á yfirborðið ótti margra við of náin samskipti við Libyu, þar sem menn álitu að Gaddafi væri að seilast til of mikilla valda í sam- bandsríkinu. Upp úr áramótum 1973 blossuðu upp óeirðir víðs veg- ar um landið og í marz tók Sadat um hríð einnig við starfi forsæt- isráðherra. Hann lagði tafarlaust fram tillögur um hvernig skyldi brugðist við ókyrrðinni í landinu og voru þær samþykktar í þinginu, en þó var stjórnin gagnrýnd fyrir að framfylgja ekki til hlítar síð- ustu fimm ára áætlun. Samskiptin við Libýu Þegar hér er komið sögu voru samskipti Egyptalands og Libýu enn í sæmilegu standi. Nú hafði verið ákveðin full sameining land- anna, að vísu í áföngum. Sá fyrsti átti að taka gildi 1. september 1973. Gaddafi Libýuleiðtogi hafði sýnu meiri áhuga á þessu máli en Sadat, sem tregðaðist við. í júlí skipulagði Gaddafi fjöldagöngu 40 þúsund Libýumanna í Kairó til að þrýsta á um framkvæmd áfanga- áætlunarinnar. Sadat reiddist mjög, lét leysa upp gönguna og sagði að æsingur og tilfinningahiti væri ekki réttur grundvöllur fyrir sameiningu ríkja. Þó var gerður samningur í ágúst, en síðan fátt til að fylgja honum eftir. Sam- skipti ríkjanna hafa allar götur síðan farið hríðversnandi. Gaddafi hafði uppi sérdeilis harða gagn- rýni á herstjórn Egypta á fyrstu dögum októberstríðsins og þegar hryðjuverkamenn réðust að her- skóla fyrir utan Kairó lék sterkur grunur á að Libýa hefði jafnvel ætlað að fremja valdarán í land- inu. Sadat gekk svo langt að kalla Gaddafi sjúkan mann. Þá hafði Libýu-foringinn verið með eilífar yfirlýsingar út og suður sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.