Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 SIBS: Formannafundur og ráðstef na um atvinnumál öryrkja ÞRIÐJUDAGINN 29. sept. sl. hélt stjórn SÍBS formannafund <>g ráðstefnu um atvinnumál ör- yrkja á Hótel Esju í Reykjavík. Mættir voru allflestir formenn deiida sambandsins eða fulltrúar þeirra auk starfsmanna og trún- aðarmanna SÍBS og fyrirtækja þess. A ráðstefnunni voru haldin erindi um atvinnumál öryrkja og Rafmagnstæki og fegrun Brezkur sérfræðingur heldur fyrirlestur STÖRF snyrtifræðinga hér á landi hafa aukist að mun á undan- förnum árum. Má eflaust þakka það almennari áhuga ba-ði karla og kvenna á líkamsrækt og vcrnd- un heilsu sinnar. t Féiagi is- lenskra snyrtifræðinga eru rúm- lega 230 félagar, að visu ekki allir í starfi. Margar nýjungar er að finna í þessari starfsgrein, og félagar í Fé- lagi íslenskra snyrtifræðinga fylgj- ast vel með því sem er að gerast í rannsóknum og almennum fram- förum á sínu sviði. Um þessa helgi er gestur félags- ins Kenneth Morris og eiginkona hans. Morris er efnafræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í efna- fræði snyrtivara. Hann er skóla- stjóri og einn eigenda London Institute of Beauty Culture, gjald- keri alþjóðasamtaka snyrtifræð- inga og formaður fræðslunefndar breska snyrtifræðingafélagsins. Á sunnudaginn kl. 14 heldur Kenneth Morris fyrirlestur í Áft- hagasal Hótel Sögu. Fjallar hann þar um tvö málefni, notkun ýmissa rafmagnstækja í fegrunarmeðferð- um og hina efnafræðilegu samsetn- ingu og notagildi snyrtivara, m.a. um virk efni í þeim, sýrustig og lausnir. INNLENT vinnuhæfni þeirra sem nú ganga atvinnulausir. Formannafundurinn fjallaði að- allega um skipulagsmál sam- bandsins, aðstoð þess við aldraða brjóstholssjúklinga og á hvern hátt verði best staðið að auknum hollustuháttum á vinnustöðum, svo sem með auknum mengunar- vörnum lofts og frekari takmark- anir gerðar gegn reykingum á vinnustöðum. Lögð var áhersla á að menntun og starfsendurhæfing væri efld og einkum með tilliti til þjálfunar í þjónustugreinum, en ekki nær ein- göngu með tilliti til iðju og iðnað- ar eins og verið hefur til þessa. Þá var lögð á það rík áhersla að vinnumarkaðurinn lagaði sig að þörfum vinnuþegans í ríkara mæli en hingað til. Rætt var um það að lungnasjúkdómar tengdir atvinnu fara vaxandi í iðnvæddum ríkjum, þess vegna nauðsyn að fylgjast betur með hollustuháttum á vinnustað. Talið var nauðsynlegt að starfsemi vinnumiðlunar væri efld, ennfremur að meiri rækt væri lögð við fræðslu um störf í þjóðfélaginu í skólum landsins og ráðgjöf varðandi starfsval, þannig að hver vinnuþegi sé í starfi við hæfi. Þá lagði fundurinn áherslu á aukin samráð stjórnvalda við ör- yrkjaféiögin og samþykkti að skora á stjórnvöld að breyta lög- um um alm.tryggingar á þann veg að fulltrúi tilnefndur af öryrkja- bandalaginu eigi sæti í Trygginga- ráði. „Trúin og þjóðfélagið“ Sr. Heimir Steinsson í Laugarneskirkju STARF bræðrafélags Laugarnes- sóknar hefst að þessu sinni mið- vikudagskvöldið 14. október kl. 20.30 með almennri samkomu. sem félagið gengst fyrir í Laugarnes- kirkju. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Heimir Steinsson, rektor lýðháskól- ans í Skálholti og nefnir hann er- indi sitt „Trúin og þjóðfélagið". Að erindinu loknu gefst mönnum Marella, fyrsta sérverzlunin með hvítt postulín OPNUÐ hefur verið að Laugavegi 41 ný verslun, Marella, með svokallaða „hvitu línuna“ í postulíni. Hvítt postulín hefur átt miklum vinsældum að fagna um alla Evrópu undanfarið og má segja að hvíti tískuliturinn í ár hafi aukið vinsældir þessarar vöru um allan helming. Postulínið er allt eldfast. Eigendur verslunarinnar eru Elín Nóadóttir og Margrét Kjartansdóttir og hafa þær fengið einkaumboð fyrir hið þekkta franska merki „Pillivuyt", sem þær flytja inn milliliðalaust beint frá verksmiðjunni. Auk hvíta postulínsins mun Marella einnig selja belgísk glös á hagstæðu verði í fjölbreyttu úrvali. (Fréttatilky nninK) Alþýðusamband Islands: Samþykkt skipan 72 manna samn- inganefndar kostur á að beina fyrirspurnum til sr. Heimis og ræða áfram efni er- indis hans eins og tími vinnst til. Síðar í vetur verða önnur for- vitnileg efni á dagskrá bræðrafé- lagsins: „Trúin og jólahaldið" á fundi 2. desember, föstudaginn 12. febrúar mun Esra Pétursson, geð- læknir, flytja erindið „Áhrif trúar á geðheilsu manna" á almennri sam- komu, og 21. apríl mun sr. Karl Sigurbjörnsson sækja félagið heim með myndasýningu og erindi um „Táknmál trúarinnar". Fyrsti fundur 20. október nk. 54 MANNA nefnd ASÍ samþykkti á fundi sínum þ. 6. okt. sl. skipan 72 manna samninganefndar sam- bandsins í komandi kjarasamning- um. Þá var einnig samþykkt að fyrsti fundur samninganefndar- innar skuli haldinn 20. október nk. Samninganefndin skal skipuð á eftirfarandi hátt, samkvæmt fréttatilkynningu frá ASÍ: „Miðstjórn (15 manns) ásamt þeim formönnum landssambanda (2) og svæðasambanda (6) sem ekki eiga sæti í miðstjórn. Auk þess skipi landssamböndin fulltrúa sem hér segir: Verkamannasamband ís- lands 14, Landssamband íslenskra verslunarmanna 10, Sjómannasam- band íslands 4, Landssamband iðn- verkafólks 4, Samband bygginga- manna 2, Málm- og skipasmiðasam- band íslands 2, Rafiðnaðarsamband Islands 2, Landssamband vörubif- reiðastjóra 2 og miðstjórn ASÍ skipi 7 fulltrúa vegna félaga með beina aðild. Þá skipi Iðnnemasamband Is- lands 2 fulltrúa." smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Collie hvolpur til sölu. Uppl. í sima 92-6615, eftir kl. 20.00. Eikarboröstofuhúsgögn og lítiö sófasett til sýnis og sölu aö Smáragötu 9, laugardag frá 2 til 4 e.h. húsnæöi í boöi <> -a-ZL-/——J Kelfavík Glæsilegt einbýlíshús á 2 hæö- um, meö tvöföldum bílskúr. Mögulegt aö taka ódýra eign uppí söluverö. Á neöri hæö er litil 2ja herb. ibúö. Verö 1.600.000. 140 fm efri hæö við Suöurgötu. sér inngangur. Ekkert áhvilandi. Verö 550 þús. Vogar 108 fm neöri hæö ásamt 35 fm bílskúr. Verö 450 þús. 117 fm neöri hæö ásamt 60 fm bilskúr. Verö 490 þús. Skipti á ibúö i Hafnarfiröi möguleg. Komum á staðinn og verðmetum Eignamiölun Suöurnesja, Hafn- argötu 57. Sími 92-3868. húsnæöi óskast Óska eftir 2ja—3ja herb. íbúö til lelgu í Reykjavik, ekki í úthverfum né kjallara. Allra helst sólríka meö svölum, en þaö er nú varla aö sú ósk rætist. Vil borga nokkra mánuöi fyrirfram. Ragnhildur Briem Ólafsdóttir. Sími 12825. 3—4 herb. íbúð óskast til leigu frá 24. október til 15. júní. Edda Björnsdóttir, sími 25306. Sjúkraþjálfari óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúö í leigu helst sem næst Borgarspít- alanum. Fyrirframgreiösla. Upp- lýsingar i síma 40323 og 22750. 18 ára frönsk stúlka óskar eftir vinnu á islandi, frá nóv. eða des. helzt sem au pair. Talar ensku. Mlss Walérie Audren, 30 Parc Hayo, St. Avé 56000 Vannes, France. Setningarvél óskast Óska eftir aö kaup < tölvusetn- ingarvél, trausta og einfalda Greiöist fljótt. Tilboö vinsamleg- ast sendist auglýsingadeild Morgunblaösins merkt: .Setn- ingarvél — 7692". Vegabréfasafnari Einkaaöili óskar eftir ógildu ís- lenzku vegabréfi. Andreas Spitzner, Kortensbusch 50, D-5600 Wuppertal 11, West-Germany. Fiðlukennsla Fiölukennari vill taka aö sér kennslu í einkatímum. Upplýs- ingar á kvöldin í síma 20872. Helgafell 598110102 VI—5. Gimli 5981 10127=2. IOOF 7=16310107EG.H. Heim- sókn. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. Elím Grettisgötu 62, Rvk. Á morgun sunnudag veröur sunnudagaskóli kl. 14.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. Athugiö breyttan samkomutíma. Verið velkomin. Félag kaþólskra leik- manna heldur fund í Stigahlíö 63 næst- komandi mánudag, 12. október kl. 20.30. Gunnar F. Guö- mundsson segir frá þáttum úr kirkjusögu íslands. Allir velkomnir. Stjórn FKL. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 11.10. kl. 13 Seljadalur — Hafrahlíð, létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Verð 40 kr. fritt f. börn m. full- orönum. Fariö frá BSl vestan- veröu. Útivist. Heimatrúboðið Óðins- götu 6A Almenn samkoma á morgun sunnudag kl. 20.30. Allir velkomnir. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Oagsferöir sunnudaginn 11. okt. 1. Kl. 10.30. Móskaröshnjúkar — Trana — Svínaskarð. Ekið upp aö Hrafnhólum, gengiö þaöan á fjöllin og síöan yfir Svinaskarö og niöur í Kjós. Far- arstjóri: Tryggvi Halldórsson. Verð kr. 80 gr. v/bílinn. 2. Kl. 13.00 Kjósaskarö — Þóru- foss — Pokafoss Ekiö um Kjósaskarö gengiö niður meö Laxá og fossarnir skoðaöir. Fararstjóri: Hjálmar Guömundsson. Verö kr. 80 gr. v/bílinn. Feröirnar eru farnar frá Umferö- armiöstööinni að austanveröu. Feröafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.