Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 231. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líbýumenn varpa sprengjum á Súdan TúnLs, Khartoum, Kairó, 15. október. AP. MIRGHANI, utanríkisráðherra Súd- an, sagði í dag, að Líbýumenn héldu áfrarn uppteknum hætti og vörpuðu sprengjum á landamæraþorp í vest- urhluta Súdan. íbúar þorpanna hefðu engin tök á að verjast þessum árásum, þar sem þeir væru óvopnað- ir, en yfirvöld hefðu þó í hyggju að spyrna fótum við þessum aðgerðum. Spáð að sala AWACS-véla nái fram U ashington, 15. október. Al*. HERMALANEFND Öldunga deildar Bandaríkjaþings mælti í dag með 10 atkvæðum gegn Timm með sölu AWACS-flugvéla og annarra hergagna til Saudi- Arabíu. Búist var við þessari niðurstöðu nefndarinnar, sem er aðeins ráðgefandi. Howard H. Baker, leiðtogi meirihluta Öldungadeildarinn- ar, spáði því í dag, að Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, mundi nægja sá frestur sem hann hefur til að tryggja sér þann meirihluta í deildinni sem nauðsynlegur er til að áform hans um sölu AWACS- flugvélanna til Saudi-Arabíu nái fram að ganga. Að sögn áreiðanlegra heimilda ríkir mikil spenna á landamærum Súdan og Chads, en líbýskar flugvélar, sem aðsetur hafa í Chad, hafa undanfarna tvo mán- uði varpað sprengjum og gert árásir á þorp í vesturhluta Súdan. Stjórn Gaafars Nimeiri forseta hefur margsinnis kvartað undan árásum Líbýamanna við Samein- uðu þjóðirnar. I dag var frá því skýrt, að Súdanir hefðu farið þess á leit við Arababandalagið, að það reyndi að miðla málum í deilu Súdana og Líbýumanna. Arásir Líbýumanna hafa fyrst og fremst verið á svæði þar sem nú eigast við uppreisnarmenn undir forystu Hissene Habre, fyrrum varnar- málaráðherra Chad, og sveitir stuðningsmanna Goukouni Ou- eddei, forseta Chads, sem Líbýu- menn hafa stutt. Súdanir hafa stutt sveitir Habres m.a. með vopnum Ghazala, varnarmálaráðherra Egyptalands, staðfesti í dag, að egypskir ráðgjafar hefðu verið sendir til Súdan til að þjálfa súd- anska hermenn og færa þeim vopn. Hins vegar vísaði ráðherr- ann á bug fregnum um að sveitir hermanna hefðu verið sendar til Súdan. Elias Canetti hlýtur bókmenntaverðlaunin Stokkhólmi, 15. október. AP. TILKYNNT var í dag, að Elias Can- etti hefði verið veitt bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. Hann skrifar á þýsku og er oft líkt við tékkneska rithöfundinn Franz Kafka. Canetti er fæddur í Búlgaríu en hefur eytt mestum hluta ævinnar í Bretlandi. Hann er 76 ára. Canetti fór í felur þegar hann frétti af verðlaununum en ætlar þó sjálfur að taka við þeim í Stokkhólmi 10. desember. Hann hefur lengi verið velkunnur bók- menntamönnum í Mið-Evrópu en er síður þekktir annars staðar og sagði talsmaður verðlaunanefnd- arinnar það eina ástæðu þess að hann varð fyrir vali nefndarinnar í ár. í greinagerð nefndarinnar sagði að ritverk Canettis „bæru með sér víðsýni, hugmyndaflug og listræn- an kraft". Honum var líkt við Dostoyevsky og aðra rithöfunda sem hófu ritferil sinn í Vín snemma á 20. öldinni eins og Kafka, Robert Musil og Arthur Köstler. Canetti hefur skrifað meirihátt- ar skáldsögu, nokkur leikrit, endurminningar, ferðapistla og ritgerðir. Sjá frétt á bls. 15 Símamynd — AP. Hosni Mubarak ræðir við ekkju Sadats, fyrrum forseta Egyptalands, eftir að Mubarak sór embættiseið sem fjórði forseti Egyptalands. Gafaar Nimeiri, forseti Súdan, er lengst til vinstri á myndinni og forsetaekkjunni á vinstri hönd eru Dr. Sufi Abu Taleb og Camal Sadat, sonur forsetans fyrrverandi. Linnulaust eftirlit yfír Egyptalandi Kairó, 15. október. AP. BANDARÍSKAR AWACS-eftirlitsflugvélar hófu eftirlitsstörf í egypskri loft- helgi í dag um leið og þær komu til Egyptalands eftir beint flug frá Tinker flugstöðinni í Oklahoma. Talsverð leynd hvflir yfir flugi flugvélanna, en þó er búist við að þær muni einkum fylgjast með landamærum Egyptalands til vesturs og suðurs. Lýst var yfir hættuástandi á landamærunum við Líbýu. Stjórn Hosni Mubaraks forseta, sór í dag embættiseiða, og fyrsta verk forsetans var að ákveða dauðarefsingu fyrir sérhvern þann er verður sekur fundinn um ólöglegan vopnaburð. Embættismenn í ísrael sögðu í dag, að yfirvöld þar í landi hefðu ekkert við þá ákvörðun banda- rískra yfirvalda að athuga, að senda AWACS-flugvélar til eftir- lits yfir Egyptalandi. Sögðu emb- ættismennirnir tilvist flugvélanna styrkja varnir Egypta, en þeim er fyrst og fremst ætlað að fylgjast með umsvifum líbýskra hersveita við landamæri Egyptalands og Súdan. Bandarískar áhafnir eru að öllu leyti á flugvélunum. Eru þær linnulaust á lofti, tíu klukku- stundir í senn. Leonid Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna, hvatti Mubarak til þess í dag að leggja sitt af mörkum til að bæta sambúð ríkjanna, sem versn- aði eftir morðið á Sadat. Skiptar skoðanir eru um það innan Arababandaiagsins hvort Egyptar eigi þangað afturkvæmt eftir morðið á Sadat. Innanríkis- ráðherra Saudi-Arabíu lét í ljós vonir um, að einangrun Egypta í röðum Araba yrði senn lokið, en varaforsætisráðherra Sýrlands sagði hins vegar í dag, að ekkert rúm væri fyrir Egypta í röðum Araba nema bylting yrði í Egypta- landi og stjórnin færi frá. Þótt Sadat hefði verið tekinn af lífi fyrir gjörðir sínar, sæti stjórn hans áfram að völdum óbreytt. Harðnandi afstaða pólska kommúnistaflokksins: V erkalýðsforingi rekinn úr flokknum Varsjá, 15. október. AP. BOGDAN Lis, einn af þremur helztu leidtogum Samstöðu, var í dag rekinn úr Kommúnistaflokki Póllands vegna starfa sinna í þágu óháðu verkalýðsfélaganna, og þykir þetta vísbending um harðnandi afstöðu flokksins í garð Samstöðu. Einnig er litið á brottvikninguna sem viðvörun til kommúnista innan óháðu verkalýðsfélaganna að velja á milli flokksins eða Samstöðu, en áætlað er að af þremur milljónum félaga í flokknum heyri ein milljón jafnframt til óháðu verkalýðsfélögunum. I tilkynningu um brottvikn- og Samstöðu frá þingi samtak- ingu Lis sagði að hann hefði hagað sér í ósamræmi við sam- þykktir og reglur flokksins og gefið yfirlýsingar er væru and- stæðar stefnu flokksins í grundvallaratriðum. Viðræðunefndir Samstöðu og stjórnvalda ræddust við í dag um leiðir út úr matvælaskorti Pólverja, og var þar um að ræða fyrstu viðræður stjórnarinnar anna í Gdansk á dögunum. Wal- esa tók ekki þátt í viðræðunum þar sem hann er á ferðalagi í Frakkiandi, en tilgangur við- ræðnanna virtist vera að draga úr spennu sem er í landinu vegna matvælaskorts. Á morgun kemur miðstjórn Kommúnistaflokksins saman og verður þar líklega tekin afstaða til samþykkta þings Samstöðu um aðgerðir í efnahagsmálum og félagsmálum. Um 12.000 verkakonur voru í setuverkfalli í klæðaverksmiðj- um í Zyrardow í dag, þriðja dag- inn í röð. Kom einnig til mót- mælaaðgerða víðs vegar annars staðar í landinu vegna matvæla- skortsins í landinu. Samstaða skýrði frá því í dag, að tekin yrði um það ákvörðun næstkomandi fimmtudag, hvort efna skuli til mótmælaverkfalla um land allt ef viðræður við stjórnvöld um aðgerðir til að bæta úr matvælaskortinum hafa engan ávöxt borið fyrir þann tíma. Spá sigri Korchnois Mcranó, 15. októbcr. AP. SJÖTTA einvígisskák Karpovs og Korchnois fór í bið eftir 41 leik, og halda sérfræðingar því fram, að allt stefni í fyrsta sigur Korchnois í ein- víginu um heimsmeistaratitilinn. „Mér sýnist Korchnoi ætla að vinna þessa skák,“ sagði stór- meistarinn og sovézki útlaginn Lev Alburt, og bandaríski stór- meistarinn Lubomir Kavalek tók í sama streng. Korchnoi er peði undir, en staða drottningar hans, biskups og hróks á kóngsvæng Karpovs gefur honum góða sóknarmöguleika. Þótti sérfræðingum öflug tafl- mennska Korchnoi koma á óvart, en þeir höfðu búist við að hann tefldi til jafnteflis með svörtu mönnunum. Karpov, sem stýrir hvítu mönn- unum, þótti verða á mikil yfirsjón í 40. leik, en þá átti hann kost á að ógna sterku mönnum Korchnois á kóngsvængnum með riddara sín- um. Sjá nánar skákskýringar á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.