Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 29 I Laufskálarétt Skagfirðingar hafa löngum verið taldir miklir hestamenn og þeir eiga margt hrossa. Frá þeim koma margir góðir gaeð- Grárri stóðhryssu vísað til vegar í Laufskálarétt. ingar og er skemmst að minnast, að af þeim sjö hestum sem kepptu á Evr- ópumótinu í Larvík í Nor- egi í lok ágúst, voru allir nema einn ættaður úr Skagafirði. Laufskálarétt í Hjalta- dal er ein hrossaflesta stóðrétt í landinu, en í hana koma stóðhross úr Hjaltadal og Viðvíkur- sveit sem rekin eru á af- rétt. Þó hefur á síðustu árum verið beitt ítölu við rekstur stóðhrossa á þessu svæði. Margir hestamenn víðsvegar að koma til þessarar réttar, bæði til að kaupa hross og skemmta sér, en í réttinni er líf og fjör eins og jafn- an í stóðréttum. Þessar svipmyndir tók Sigurður Sigmundsson í Laufskála- rétt þann 4. október. Snjófol var yfir er hrossin voru rekin til réttar, en nú er allt á kafi í snjó á þessum slóðum. Húnvctningurinn Guðmundur Valtýsson leggur sitt af mörkura er Skag firðingar draga hross sín í dilka. Fleiri á tveimur fótum en fjórum. Utvarp Reykjavík í Bombay á Indlandi SENDINGAR á efni úr íslenzka út- varpinu á stuttbylgju njóta vinsælda víða erlendis, og þá jafnt hjá íslend- ingum, sem búa ytra, og eins hjá sjómönnum. Nýlega voru hafnar sendingar á nýrri stuttbylgjutíðni og er sent út frá klukkan 18—20 á kvöldin. Pessar nýju sendingar hafa náðst mjög víða og meðal annars hafa borizt fréttir um, að sendingar útvarpsins, sem Póstur og sími ann- ast, hafi heyrzt í flugvél, sem var á flugvelli í Bombay á Indlandi. Með- an unnið var að prófunum og undir búningi fyrir þessar sendingar frétt- ist af því, að þær heyrðust í Venezú- ela. Útvarpið sendi áður út á ann- arri tíðni, en einhverra hluta vegna heyrðust þær ekki nægilega vel á stundum í nálægari löndum, en úr þvi hefur nú verið bætt. Þær sendingar heyrðust hins vegar í fjarlægum löndum eins og Astr- alíu, Nýja Sjálandi og S-Afríku. Nokkuð er um það, að útvarpið fái sendar spólur frá útvarps- áhugamönnum, sem taka þá sendingar sem þeir heyra upp á segulbönd. Eins kemur það fyrir að útvarpinu berist spólur, sem alls ekki hafa að geyma íslenzkt efni, þó svo að sendandinn hafi staðið í þeirri meiningu. HNNSKIR VATTERAÐIR KOLDAIAKKAR 6.161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.