Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 19 Rumenar: Gram Teppi £yrir: Stigahús Skri£stofur Verslanir Bamaherbergi Stofur Ganga * DÖNSK GÆÐAVARA ÁLÁGU VERÐI AFRAFMÖGNUÐ -VATNSVARIN ★ ★ ★ TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN S1DUMÚLA23 ®86a60-88366 Svona var ástandið á bökkum Erie-vatns i Bandaríkjunum 7. apríl sl. Myndin var tekin í Port Clinton i Ohio þegar nákaldur norðanstormurinn hafði fært tré og greinar í klakabrynju. A þessum tíma í venjulegu árferði stendur nátt|úran í blóma á þessum slóðum með allt að 25 stiga hita. _ Aúsínwnynd. _ _ ■, Banna ferðir til V es tur-Þf skalands Vín, Búkarest, Berlín. 13. apríl. AP. SVO VIRÐIST sem Rúmenar hafi bannað öll ferðalög til Vestur-Þýska- lands í kjölfar þeirrar ákvörðunar vestur-þýsku stjórnarinnar að hætta að ábyrgjast lán til Austantjaldsríkja og í fréttum frá Búkarest segir, að Rúmenar muni hér eftir forðast nýjar lántökur á Vesturlöndum og ætli þess í stað að fara að „lifa á landsins gæðum“. Menn úr Hinu konunglega breska landgönguliði sjást hér við æfingar á dekki flugmóðurskipsins HMS Hermes, sem nú öslar öldur Atlantshafsins á leið sinni til Falklandseyja. AP-símamvnd. Floti Argentínumanna kominn til heimahafnar Hafnbann Breta á Falklandseyjar gengið í gildi l.ondon, 13. apríl. Al\ BRETAR HAFA lýst yfir hafnbanni á Falklandseyjar og segja 200 mílna svæði umhverfis eyjarnar hernaðarsvæði. Gekk bannið í gildi klukkan fjögur á mánudagsmorgni og hóta þeir að skjóta í kaf hvert argentínskt skip, sem vart verði við á þessum slóðum. í fréttum frá Buenos Aires segir, að argentínski flotinn sé nú allur í höfnum á meginlandinu. mönnum og Bretum þar sem í raun væri hann „útsendari breskr- ar nýheimsvaldastefnu". Bann rúmenskra stjórnvalda við ferðum til Vestur-Þýskalands tekur til venjulegra ferðalanga, útflytjenda og fólks af þýskum ættum, sem vill hverfa til ætt- ingja sinna fyrir vestan. Talið er fullvíst, að þessar aðgerðir standi í sambandi við það, að í síðasta mánuði neitaði vestur- þýska stjórnin að ábyrgjast frek- ari lántökur Rúmena hjá vest- ur-þýskum bönkum. Framkvæmdanefnd rúmenska kommúnistaflokksins ákvað sl. föstudag að framvegis yrði forð- ast að taka ný lán á Vesturlönd- um vegna vaxtaþróunarinnar þar, sem reynst hefur Rúmenum mjög þung í skauti. Um síðustu áramót skulduðu Rúmenar um 12 milljarða dollara á Vesturlönd- um. Yfirvöld í Austur-Þýskalandi sögðu í dag, að fulltrúar þeirra hefðu átt fund með leiðtogum mótmælendakirkjunnar í land- inu og er talið að vaxandi frið- arhreyfing, sem kirkjan hefur beitt sér mjög fyrir, hafi verið aðalumræðuefnið. í bréfi, sem lesið var upp í predikunarstólum kirknanna sl. sunnudag voru yf- irvöld harðlega gagnrýnd fyrir ofsóknir á hendur friðarsinnum og því fólki, sem borið hefur armborða með áletruninni „Sverðin að plógjárnum". Ágreiningur ríkis og kirkju í Austur-Þýskalandi hefur farið mjög vaxandi að undanförnu og svo virðist sem leiðtogar kirkj- unnar gerist æ ákveðnari í and- stöðu sinni við yfirvöldin. Blaðið Profil, sem gefið er út í Austurríki, sagði frá því í dag, að æ algengara væri í Ungverja- landi, að menn neituðu að gegna herþjónustu af samviskuástæð- um. Sagði blaðið, að margir þess- ara manna hefðu verið hand- teknir og nafngreindi fimm, sem lokaðir hefðu verið inni á geð- veikrahælum af þessum sökum. ' TEFPAVERSLUN FRIDRIKS BERTELSEN' Fulltrúi Argentínu hjá Samein- uðu þjóðunum bar sig upp við ör- yggisráðið sl. föstudag og sagði, að ákvörðun Breta um hernaðar- svæði umhverfis Falklandseyjar væri yfirgangur, sem neyddi Arg- entínumenn til að vísa til stofnskrár SÞ þar sem kveðið er á um rétt þjóða til sjálfsvarnar. Ekki var þó farið fram á nýja um- ræðu um málið. Herstjórnin í Argentínu réðst mjög harkalega á Efnahagsbanda- lag Evrópu sl. laugardag vegna ákvörðunar þess um að hætta öll- um viðskiptum við Argentínu- menn. Sagði, að þessar aðgerðir væru „brot á öllu siðgæði í sam- skiptum þjóða í milli“ og jafn- framt var skorað á ríki þriðja heimsins að lýsa yfir samstöðu með Argentínumönnum, sem teld- ust til þeirra. 1980 fluttu Argen- tínumenn út til EBE-landa fyrir 1,7 milljarða dollara en inn fyrir 2,2 milljarða. Nokkur hópur Falklendinga hefur skorað á bresk yfirvöld að beita sér fyrir brottflutningi alls fólks á eyjunum áður en breski flotinn verður þangað kominn, sem búist er við að verði um eða eftir næstu helgi. Bréf þessa efnis, sem allir helstu embættismenn á eyjunum undirrituðu, var afhent sl. föstudag í breska sendiráðinu í Montevideo, höfuðborg Uruguay, en þangað höfðu Argentínumenn leyft nokkrum Falklendingum að fara. Rex Hunt, fyrrverandi land- stjóri Breta á Falklandseyjum, sagði vegna þessa bréfs, að hann væri viss um að mikill meirihluti Falklendinga vildi heldur hætta lífi og limum til að losna við „Arg- ana“ eins og þeir kalla þá, fremur en að eiga það á hættu að eiga ekki afturkvæmt til átthaganna. Páll páfi II skoraði í páska- boðskap sínum á Argentínumenn og Breta að forðast blóðsúthell- ingar og setja niður deilur þjóð- anna með friði. í Prövdu, mál- gagni sovéska kommúnistaflokks- ins, kvað hins vegar við annan tón en þar var Alexander M. Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, úthrópaður fyrir að „þykjast" vilja sættir með Argentínu- beriðsaman veró og’ gæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.