Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 31
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 39 fræðingur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, því næst í stjórnarráðinu í 7 ár. Undanfarna tvo áratugi var hann við sjómennsku á togurum, stundum sem stýrimaður. Það kom á daginn að með mæðrum okkar var forn vinátta, frá því að Oddný var hjúkrunar- kona á Kleppi. Meðan þau feðgin Oddný og Helgi héldu heimili saman, kom ég oft til þeirra á Bollagötu 8. Hafði ég gaman af að spjalla við Oddnýju og sagði hún mér margt um gamla daga. Hún bar mikla umhyggju fyrir Helga og taldi m.a. að vonbrigði hans í ástamálum á viðkvæmasta skeiði, hefðu valdið því að hann bast ekki neinni konu. Samt varð Helga ætíð vel til kvenna og hann kunni að meta dýrar guðaveigar og má segja að hann hafi framan af ævi sinni ótrauður gengið breiða veg- inn með reisn og metið sætleika lífsins og hverfulleika, en á seinni- hluta ævi sinnar nálgaðist lífs- máti hans meinlæti, þannig bar hann ekki vín að munni sér síð- ustu 6—7 ár ævinnar. Mun mannraun, sem hann gekk í gegn- um með sannri hetjulund hafa átt sinn þátt í þessu breytta lífsvið- horfi hans. Það er og skoðun mín að fyrr- greind vonbrigði Helga út af ásta- málum hafi haft dýpri áhrif á þann tilfinningamann sem hann var, en vinir hans áttuðu sig á. Auðvitað hefði hann fyrirgefið. í minni vitund voru í fari Helga hin sundurleitustu tilbrigði mannlegrar skapgerðar, hann var félagslyndur og hefði sómt sér vel sem stórbóndi í sveit, hann var einfari, sem hefði getað tekið á sig eldraunir útilegumanns og hann hefði verið glæsilegt yfirvald, en samt er það vafalítið að sjórinn var sá vettvangur sem hentaði hinni staðföstu lund sem í honum bjó. Þetta ógnar náttúruafl, sem enginn skilur betur en sá sem hef- ur komist í langvarandi kynni við það — líkt og gamli maðurinn í skáldsögðu Hemingways. Innilok- un við skrifstofustörf hentaði ekki skapgerð eins og Helga Helga- sonar. Það er samdóma álit flestra þeirra ef ekki allra, sem með hon- um störfuðu á sjónum, að Helgi hefði gert best í því að fara fyrr til sjós, því fáir stóðu honum þar á sporði. Banamein Helga Helgasonar var krabbamein og hann vissi að hverju stefndi áður en hann fékk að vita að hann ætti skammt eftir ólifað. Tók hann þeirri vitneskju með dæmafárri hugarró. Vinátta okkar Helga var órjúf- andi og hafin yfir allt dægurþras og hégóma. Það leið ekki svo dag- ur, að ég liti ekki inn til hans á Landspítalanum, væri ég í borg- inni. Hjúkrunarkona ein, sem sinnti Helga hvað mest, sagði við mig einn daginn, að það hlyti að vera raunalegt að sjá á bak einum góðvini á fætur öðrum fyrir aldur fram, með svona stuttu millibili. Fyrir tæpu ári háði vinur minn Guðmundur Þórðarson læknir helstríð sitt á sama stað en hann lést úr krabbameini sl. vor. Þessir tveir menn voru líkir um margt, mannkostamenn, sem miðluðu gleði og trú á tilveruna í kringum sig, en báru raun sína í hljóði — ólíkt mér, sem hættir til að bera tilfinningar mínar utan á mér. Þessi sama hjúkrunarkona dáð- ist mjög að hetjulund Helga og því hvernig hann vildi láta sem minnst fyrir sér hafa og næstum baðst afsökunar á því að hann skyldi gera ónæði vegna veikinda sinna, þegar t.d. kvöl hans varð hvað óbærilegust og áhrif deyfi- lyfjanna þverrandi. Leikmaður hefur lítt vit á slík- um lyfjum sem morfíni. Mig grun- ar að vegna þess óorðs, sem á þess háttar lyfjum liggur í vitund al- mennings, hafi það einnig áhrif á undirvitund þeirra sem yfir þeim ráða og því séu þau spöruð um of þegar síst skyldi. Síðasta daginn sem ég sá Helga vakandi, daginn fyrir andlátið, sagði hann við mig: „Það er í fyrsta sinn í dag, að ég gat ekki rakað mig sjálfur, nú fer þetta að styttast, ég er feginn því að ég skyldi afbiðja allar þær lækn- ingar, er gátu tafið sjúkdóminn, auðvitað hefði ég viljað lifa eðli- legu lífi áfram og alltaf er lífsvon- in mikil, en slíkar aðgerðir hefðu aðeins orðið til þess að lengja kvöl Eiginmaður minn, faðir og stjúpfaöir, ATLI ARNASON, múrari, Reynigrund 27, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 1.30. Sigríöur Þ. Ottesen, Kristín Atladóttir, Þuríður Baxter, Þorlókur Baxter. t Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, FRIÐJÓNS GUÐBJÖRNSSONAR, Grettisgötu 63. Gunnvör Gísladóttir, Jórunn Friójónsdóttir, Thor Thors, Gísli Jens Friöjónsson, Hafdis Alexandersdóttir, Jón S. Friöjónsson, Margrét Krístjánsdóttir, Friöjón B. Friöjónsson, Svana Runólfsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaöur minn, sonur, tengdasonur, bróöir og mágur, REIDAR G. ALBERTSSON, kennari, Álfheimum 36, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 14. apríl, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Samband íslenskra kristniboösfélaga, Amt- mannsstíg 2b. Oddrún Jónasdóttir Uri, Borghild Albertsson, Halldis Uri, Dagný G. Albertsson, Birgir G. Albertsson, Evlalia K. Guömundsdóttir. mína, engum til ánægju." Þetta sagði hann af sinni miklu sálarró. Helgi Helgason kveður þetta til- verustig sem einn flekklausasti maður, og best gerði sem ég hef kynnst, hann axlaði byrðar sínar sjálfur og reyndi ekki að koma þeim á aðra. Tómleiki og harmur fyllti huga minn, er ég heyrði um andlát hans, en auðvitað var hvíld, þó hún væri að öðru leyti ótímabær mildasta lausnin, það verður ætíð söknuður að honum kveðinn meðal bræðra hans, mágkvenna, vina og ættmenna — og ég votta þeim virðingu mína. Kunningjakonu okkar Helga dreymdi fyrir all löngu að hún sæi fagurt fley liggja við stjóra á lognbjartri vík og snúast um fest- ar fyrir undiröldu. Skyndilega tók báturinn að sökkva og þegar stefnið stóð eitt upp úr sjónum, rétt áður en báturinn hvarf í djúp- ið, sá hún á kinnung hans nafnið Helgi Helgason. Við vissum bæði löngu áður en Helgi veiktist að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Ég sagði Helga frá draumi þessum um daginn upp á spítala. Hann sagði: „Þetta er fagur draumur á sinn hátt og merkilegur hvað mig snertir, skrítið að hugsa til þess ef einhver tilgangur er í þessu öllu sarnan." Þegar ég heimsótti Helga sagði hann oft með sínum glettna glampa í augum, „segðu einhverja hneykslissögu úr bæjarlífinu" og hló við. Það var um morguninn 1. apríl sl. að Helgi sigldi lífsfleyi sínu inn í árroða byrjandi dags yfir sjólín- una milli lífs og dauða. Mér varð hugsað til þess hvað það væri táknrænt — þessi maður tók líf- inu eins og á að taka því eða hvað, af æðruleysi þess sem tekur því líkt og væri það aðeins aprílgabb en samt af einurð og festu. Slíkur var maðurinn Helgi Helgason að mínu áliti. Hann vildi sem minnst gera úr öllu og forðast vandræði en kveðja í kyrrþey. Gunnlaugur Þórðarson + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför PÁLÍNU jónsdóttur, Grund, Eyjafiröi. Snæbjörn Sigurösson, börn, tengdabörn og barnabörn. ÞORBERGUR GUDMUNDSSON, Egilsgötu 12, Reykjavík, veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 14. apríl kl. 15.00. Börn, tengdabörn, systir og aðrir aðstandendur. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hiýhug viö andlát og útför HELGA TRYGGVASONAR, bókbandsmeistara, Langholtsvegi 206, Reykjavík. Ingigeröur Einarsdóttir og aörir aöstandendur. Lokað í dag vegna jaröarfarar GAUTA HANNESSONAR, Flóamarkaöur, Sambands dýraverndunarfélaga íslands, Hafnarstræti 17, kjallara. IDÉ-HURÐIN Massívar furuhurðir Ljósar og dökkar — íslensk staöalmál 60, 70, 80 cm. Afhending oftast sam- dægurs, gullfalleg smíöi. Lægsta veröið. Ýmsar fulningahuröir ásamt úrvali af sléttum huröum. Vönduð vara við vægu verði Bústofn Aöalstræti 9. Sími 17215. Iðnbúd 6, Garöabæ. Sími 45670.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.