Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 29 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Utgefandi mlrlafrife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuói innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakió. Vilja Reykvíkingar áfram vinstri stjórn? Spurningunni hér að ofan munu kjósendur svara 22. maí næstkom- andi, þegar gengið verður til bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Sumum hefur þótt kosningabaráttan fara hægt af stað, þeim mun snarpari verður hún vafalaust nú síðustu vikurnar fyrir kjördag. Eins og jafnan er tekist á um málefni og menn. Flokkarnir setja vélar sínar af stað. Flokksvélunum verður ekki síst beint að því fylgi, sem kallað er fljótandi, það er þeim kjósendum, er líta ekki alfarið á sig sem stuðn- ingsmenn eins og sama flokksins heldur flytja sig um set á milli kosn- inga. Úrslit kosninga síðan 1970 benda til þess, að heldur fjölgi í þessum hópi kjósenda en fækki. Engin einhlít skýring er á því, hvað ræður ákvörðunum hans, en margt bendir til, að leiftursókn í fjölmiðlum ráði miklu um það, hvar krossinn lendir í kjörklefanum. I dreifiblaði, sem kommúnistar hafa sent inn á hvert heimili í Reykja- vík, er komist svo að orði: „Við viljum áfram vinstri stjórn í Reykjavík. Sért þú sömu skoðunar, þá styður þú Alþýðubandalagið. Sterkt Alþýðu- bandalag er forsenda vinstri stjórnar." Hér er ekki töluð nein tæpi- tunga, forsenda þess, að Alþýðubandalagið taki þátt í nýrri vinstri stjórn í Reykjavík, er, að það verði „sterkt" að kosningunum loknum. Það er greinilegt, að alþýðubandalagsmenn vilja, að kosningarnar í vor verði einvígi milli sjálfstæðismanna og sín. Kommúnistar gera þá kröfu til framsóknarmanna og krata, samstarfsmanna sinna í vinstri stjórn- inni í Reykjavík, að þeir hugsi fyrst um meirihlutann og þar með sterka stöðu Alþýðubandalagsins en líti síðan í eigin barm. Hvað sem öðru iíður, er augljóst, að kommúnistar munu ekki fá meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Hins vegar ganga þeir út frá því sem vísu, að borgarfulltrúar framsóknarmanna og krata muni í einu og öllu lúta vilja Alþýðubandalagsins fyrir kosningar og að þeim loknum og byggja í því efni á undirgefni þessara sömu borgarfulltrúa frá því sumarið 1978. Málflutningur efstu manna á listum Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins í Reykjavík gefur til kynna, að þeir uni því bara bærilega að vera húskarlar hjá Alþýðubandalaginu. Kristján Benediktsson, efsti maður framsóknar, kyngir öllu, sem kommar vilja. Hinn gamalreyndi forystumaður Alþýðuflokksins í borgarstjórninni, Björgvin Guðmunds- son, dró sig í hlé eftir að hann hafði verið skipaður forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur fyrir náð Alþýðubandalagsins og arftaki hans í efsta sætinu hjá krötum, Sigurður E. Guðmundsson, er staðráðinn í að starfa áfram með kommúnistum til varnar því, að „grímulaus öfgaöfl" Sjálfstæðisflokksins, eins og hann kallaði frambjóðendur flokksins, myndi meirihluta í borgarstjórninni. Það kjörtímabil, sem nú er að líða hefur einkennst af því í borgar- stjórn Reykjavíkur, að það hefur tekið kommúnista mismunandi langan tíma að láta „samstarfsflokkana" samþykkja það, sem þeir hafa heimt- að, hafi það ekki tekist kenna kommunístar öðrum um glundroðann, ekki síst embættismönnum borgarinnar. Á fundum borgarstjórnar hef- ur það verið áberandi í hve niðurlægjandi tón alþýðubandalagsmenn tala til „samstarfsmannanna" — þar virðist Sigurður G. Tómasson fara með skipunarvaldið fyrir kommúnista, en það var einmitt hann, sem hinn 6. febrúar sl. lýsti krötum og framsóknarmönnum með þessum orðum í Þjóðviljagrein: „... þá er hollt fyrir íhaldið að muna að flökku- hundum gengur gjarnan illa að binda trúss sitt við nýjan húsbónda og dugir víst ekki magurt bein í þann kjaft ef hann á að koma að gagni." Það er einmitt þessi tónn, sem kemur fram í fyrrgreindu dreifiblaði Alþýðubandalagsins: Ef við alþýðubandalagsmenn verðum ekki sterkir — verður engin vinstri stjórn, þá geta „flökkuhundarnir" fengið magurt bein annars staðar. Það yrði svo sannarlega furðulegt, ef hinn stóri hópur óráðinna kjós- enda í Reykjavík veldi þann kost að Ijá hrokagikkunum í Alþýðubanda- laginu atkvæði sitt eða veita þeim stuðning, sem eiga þá „hugsjón" eina að gegna áfram hlutverki húskarla Alþýðubandalagsins. Ýmsum kann að sýnast kvennalistinn þrautalendingin, en það segir vissulega sína sögu um hann, að forvígismaður Kommúnistasamtakanna, sem eru vinstra megin við Alþýðubandalagið, hefur í blaðagrein mælt með því, að menn ljái kvennalistanum lið. Er ekki vafi á því, að margir vinstri- sinnar líta á listann, sem æskilegt fjórða hjól undir kerru vinstri valds- mannanna í höfuðborginni. Af þessu stutta yfirliti má sjá, að valið er í raun auðvelt, ef kjósendur vilja ekki áfram vinstri stjórn í Reykjavík: Þeir hljóta að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sitt. Vinstri flokkarnir bjóða upp á gamalkunn andlit, fulltrúa flokksvélanna, án þess þó að slá því föstu, hver verði borgarstjóri að kosningum loknum — það bein er of matarmikið. Sjálfstæðisflokkurinn sækir fram undir forystu nýrra manna, er byggja á traustum grunni og vilja standa ábyrgir gerða sinna frammi fyrir kjósendum sjálfum, en ekki fela sig á bak við embættismenn, þegar það þykir henta. Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru menn ekki aðeins að hafna vinstri stjórn og veita Alþýðubandalaginu verðuga ráðningu — þeir eru einnig að kjósa sér fulltrúa, sem líta svo á, að þeir beri aðeins skyldur gagnvart borgarbúum, kjósendunum, en ekki flokksklíkum, sem ráða ráðum sínum á bak við luktar dyr og þola síst af öllu, að þær séu kallaðar til ábyrgðar. Hafrannsóknastofnun: Siglflrdingar vilja fá Hafþór leigðan Endurnýja þarf Arna Friðriksson og Dröfn I*ORMÓÐUR rammi hf. í Siglufirði hefur farið þess á leit við sjávarút- vegsráðuneytið að fá rannsóknarsk- ipið Hafþór leigt til togveiða á naest- unni, en ekki er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnunin geri Hafþór út nema í fimm mánuði á árinu. Af- staða til þessarar beiðni Siglfirðinga hefur ekki verið tekin enn, en stjórnendur Hafrannsóknastofnun- arinnar eru nú að kanna málið. Þá hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveð- ið að skipa nefnd til að athuga hvort núverandi samsetning hafrann- sóknaskipa sé æskileg, en bráðlega þarf að fara að huga að endurnýjun elstu skipanna, Árna Friörikssonar og Drafnar. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar væri séð fram á þörfina á að endurnýja Árna Friðriksson og Dröfn, en bæði skipin væru orðin nokkuð gömul. Því hefði verið ákveðið að láta gera úttekt á hver yrði best samsetning hafrann- sóknaskipa. Rætt væri um að nauðsynlegt væri að stofnunin byggi yfir kraftmeira skipi en Bjarna Sæmundssyni. Hafþór væri það að vísu, en ekki vist að hann uppfyllti öll skilyrði, sem sett væru um slíkt skip. Þá þyrfti ennfremur nýtt og heppilegt skip til að taka við af Dröfn, til að sinna rannsóknum á rækju og hörpudiski. Dröfn hefði reynst vel á margan hátt, en alls ekki nógu vel við könnun á úthafsrækju. Þá sagði Jón, að Siglfirðingar hefðu óskað eftir því að fá Hafþór leigðan þann tíma, sem skipið væri ekki gert út af Hafrann- sóknastofnun, en áætlaður út- haldstími Hafþórs á vegum stofn- unarinnar væru aðeins 5 mánuðir. Hafrannsóknastofnunin ætti nú fjögur skip og það væri dýrt að láta þau liggja stóran hluta árs- Hráefnisskortur hefur háð frystihúsunum í Siglufirði að und- anförnu og atvinnuástand þar því ótryggt. Mun vera ætlunin hjá Þormóði ramma hf. að leigja Haf- þór þann tíma, sem mest hætta er á hráefnisskorti, að því er Morg- unblaðinu var tjáð. Rokk í Reykjavík: Bönnuð innan 14 ára vegna um- fjöllunar um sniff unglinga ÁHORFENDUM innan 14 ára aldurs verður meinaður aðgangur að kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, sem frumsýnd var í Reykjavík fyrir nokkrum dögum, samkvæmt ákvörðun kvikmyndaeftirlitsins. Mynd- in fjallar sem kunnugt er um grósku í rokktónlistarlífí í Reykjavík síðustu misseri, þar sem fjöldamargar rokkhljómsveitir hafa sprottið upp. Hulda Valtýsdóttir, einn kvikmyndaeftirlitsmanna, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að ástæða þess að ákveðið hefði verið að banna myndina innan 14 ára, væri einkum umfjöllun um svonefnt „sniff" unglinga í myndinni. Þrjú viðtöl væru í myndinni við 14 ára dreng, rokkara, þar sem hann meðal annars lýsi nákvæmlega hvernig unnt sé að ná í „sniff- efni“, og hvernig áhrif af þeim séu. „Umfjöllunin er á þann veg að vekur hlátur áhorf- enda,“ sagði Hulda, „en hér er á ferðinni alvarlegra mál en svo, að hægt sé að hafa það í flimtingum eða gera að því grín. Mér finnst þetta líkt því sem fólk stæði og hlægi að drukknandi barni," sagði Hulda. „Meðal unglinga á aldr- inum 12 til 14 ára er viss „áhættuhópur" í þessu tilliti. Kvikmyndaeftirlitið starfar samkvæmt ákvæðum í barna- verndarlögum, töldum við ástæðu til að meina þessum aldurshópi aðgang að mynd- inni. Þetta var gert að vand- lega yfirveguðu ráði, og voru allir kvikmyndaeftirlitsmenn sammála í málinu. Fleira í myndinni orkar einnig tvímæl- is að mínum dómi, svo sem um- fjöilun um hassneyslu, en fyrr- nefnd viðtöl við hinn 14 ára dreng vógu þyngst og hefðu þau tvö atriði ekki verið í myndinni, þ.e. um sniffið og hassið, hefði ekki komið til ald- urstakmarkana," sagði Hulda að lokum. Ólafur Skúlason, dómprófastur, Leifur Breiðfjörð og Ásbjörn Björnsson, formaður sóknarnefndar, við gler- myndina sem vígð var á páskadag. (Ljó»m. Kmílía.) Gluggaskreyting vígð í Bústaðakirkju á páskadag Á PÁSKADAG var vígð gler- mynd eftir Leif Breiðfjörð í Bústaðakirkju. Glermynd þessi er fyrsti hluti af sex sem Leifur mun gera samkvæmt samkomulagi við sóknarnefnd kirkjunnar, og koma myndirnar til með að þekja um 56 m2 af gleri og mynda raunverulega altaris- töflu í sex stærstu gluggunum í kór kirkjunnar. Viðræður milli sóknar- nefndarinnar og listamanns- ins fóru fyrst fram fyrir um fjórum árum, en í vetur var ein tillaga hans samþykkt af sóknarnefndinni og ákveðið að fyrsti hluti verksins yrði tilbúinn fyrir páska, annar hlutinn verður væntanlega vígður næstu jól, sá þriðji um þar næstu páska og svo koll af kolli þar til verkið er fullgert. Olafur Skúlason, dómpró- fastur, sagði í spjalli við Mbl. að á vegum kirkjunnar hefði verið myndaður gluggasjóð- ur og færi það eftir stuðningi velunnara kirkjunnar hvort tækist að halda þeirri áætlun sem sett hefur verið. Hús fyrir 1000 bíla í miðborginni mun ekki auka umferðarþungann segir Davíö Oddsson borgarfulltrúi „Við sjálfstæðismenn fluttum til- lögu um það í borgarstjórn hinn 5. nóvember sl. að skipuð yrði nefnd til að gera tillögur um úrlausn bíla- stæöavandans í miðborg Reykjavík- ur, en á það var ekki hlustað og tillögunni vísað frá með 8 atkv. framsóknarmanna, alþýðuflokks- manna og alþýðubandalagsmanna gegn 7 atkvæðum sjálfstæðis- manna," sagði Davíð Oddsson borg- arfulltrúi í samtali við Morgunblað- ið. Talsverðar umræður hafa að und- anförnu orðið um bílastæðamál i miðbænum, ekki sist eftir ráðstefnu Verslunarráðs um miðborgina. Davíð Oddsson sagði, að tillaga sjálfstæðismanna hafi gert ráð fyrir fimm manna nefnd er skipuð væri hafnarstjóra, forstöðumanni borgarskipulags, manni frá um- ferðarnefnd og tveimur tilnefnd- um af borgarráði. Skyldi nefndin skila áliti fyrir síðustu áramót. „En þetta fékkst ekki samþykkt, og enn hefur ekkert verið gert til lausnar þessum vanda," sagði Davíð. Davíð sagði að tillaga borgar- fulltrúa sjálfstæðismanna hefði ekki falið í sér beinar tillögur til úrlausnar, en þó hefði verið bent á að unnt væri að reisa bílastæða- hús fyrir 1000 til 1500 bíla með- fram Tryggvagötu. Það kallaði að vísu á aukningu aðflutningsleiða að miðborginni, en þess ætti ekki að þurfa fyrir fyrstu 1000 stæðin, þau myndu fyrst og fremst leysa þann vanda sem þegar er fyrir hendi. 500 stæði til viðbótar myndu hins vegar taka til fram- tíðarinnar og mæta aukinni þörf. Nú væri gert ráð fyrir því að um 1000 stæði skorti í miðborginni, og mikill hluti umferðarinnar væru bílar í hringakstri í leit að stæð- um. Hús með 1000 stæðum fyrir þessa bíla myndi því ekki auka umferðarþungann. Davíð sagði að ekki hefði verið gert ráð fyrir að borgin byggði þetta hús, það gætu allt eins verið þeir aðilar er hagsmuna ættu að gæta. Lögmæt prestskosn- ing í Ólafsfirði Atkvæði voru talin í gærmorgun á biskupsskrifstofu í prestskosning- um, sem fram fóru í Olafsfírði hinn 4. apríl síðastliðinn. Þar var einn í kjöri, séra Hannes Örn Blandon settur sóknarprestur. Hlaut hann lögmæta kosningu. Á kjörskrá voru 731, þar af kusu 530 eða 73,5%. Séra Hannes Örn hlaut 526 atkvæði, og 4 seðlar voru auðir. Sauðárkrókur: Dr. Kristján Eld- járn flytur erindi Sauðárkróki, 13. apríl. DR. KRISTJÁN Eldjárn flytur er- indi í Safnahúsi Skagfirðinga, fimmtudaginn 15. apríl næstkom- andi klukkan 21.00. Erindið nefnir dr. Kristján „Sumardvöl á Græn- landi fyrir 45 árum“. Með erindinu sýnir dr. Kristján skyggnur. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- Mattheusarpassían Tónlist Jón Ásgeirsson í umræðum á Alþingi nú fyrir skemmstu taldi einn ágætur þing- maður það undarlegt að starfsemi heillar sinfóníuhljómsveitar gæti átt sér stað um áratuga skeið án lagaheimildar. Þingmaðurinn var í þessum orðum sínum að fjalla um einn þýðingarmesta möndulás ís- lenskrar menningar, þann að menn- ingin blómstrar fyrir þann þrótt þess efnis sem hún er vafin úr og lifir í þeirri þörf sem listin er manninum. Listin er ekki eyðsla og sóun. Listin er skapandi afl sem brýtur sér leið til markmiða stærri hversdagsleikanum, upphefur manninn í trú á verðmæti æðri frumþörfum hans, svo mikilsverð- um að án þeirra yrði lífið næsta tilgangslítið þrátt fyrir velsæld og ytri glæsiieika. Johann Sebastian Bach fór ekki að lögum, heldur braut hann viðjar þeirra og fyrir þá sök skóp hann verk er allar stundir síðan hefur miklað manninn, gert hann stóran í lítillæti sínu gagn- vart voninni, trúnni og kærleikan- um, sem heimurinn í dag þarfnast svo mjög að kall hans nálgast neyð- aróp. Hvað er það sem dregur nú- tímamanninn til að hlusta á Mattheusarpassíuna tvö hundruð fimmtíu þremur árum eftir að verkið var. fyrst flutt? Það er fyrir mikilleik þess og listfegurð og að bæði flytjendur og hlustendur stækka við upplifun þess verks, sem enn er mest verka mannsins. Það tekur nærri fjóra klukkutíma að flytja allt verkið og með rétt mátulegu kaffihléi, stóð flutningur þess frá því kl. 2 e.h. til 7 um kvöld- ið eða nærri því og fyrir undirritað- an var þetta aðeins stundarkorn, rétt eins og segir í kvæðinu Undir bláum sólarsali. Ingólfur Guð- brandsson, stjórnandi þessa flutn- ings, leitaði fanga víða og sparaði hvergi til svo flutningur verksins yrði sem mestur og glæsilegastur. Umhverfis kórinn hans, Pólýfón- Elísibfl Sigríður Kll. Krlingsdóllir Maenúwlóltir anum Alfred Lessing, söngvurunum Michael Goldthorpe, Ian Caddy, Simon Waughan og íslenskum söngvurum, Elísabetu Erlingsdótt- ur, Sigríði Ellu Magnúsdóttur og efnilegum söngvurum eins og Kristni Sigmundssyni, Unu Elef- sen, Margréti Pálmadóttur og Ás- dísi Gísladóttur. v Þessum stóra hópi ágætra tón- listarmanna stýrði Ingólfur Guð- brandsson til fangbragða við erfitt og krefjandi tónverk meistara Bach, með þeim árangri að telja verður þessa tónleika timamót í sögu tónleikahalds á íslandi og l»n Alfred < '»ddy I A'ssing kórinn, hafði hann skipað Barnakór Öldutúnsskóla, Egils Friðleifsson- ar, Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð sem Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar, tveimur kammerhljóm- sveitum, þar sem saman sátu efni- legir tónlistarnemendur og bestu tónlistarmenn þjóðarinnar, undir handleiðslu Rutar Ingólfsdóttur og Þórhalls Birgissonar, ásamt erlend- um tónlistarmönnum, gambaleikar- tónleikana í heild mikinn listasigur fyrir fullhugann, bardagamanninn og listamanninn Ingólf Guð- brandsson. Kórarnir þrír voru mjög góðir, þó sá hljómgleypir, sem Há- skólabíó er, hafi gert barnakórnum erfitt fyrir. Það er ekki tilviljun að jafnræði var með Pólýfónkórnum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Stjórnendur kóranna eru snillingar Ingólfur Guóbrand.sson Kristinn Simon Sigmundsson Wau^han í faginu og gaf samvinna þeirra tónleikunum sérstæðan en sam- virkan blæ. Islensku söngvararnir gerðu sínu góð skil, bæði Elísabet Erlingsdóttir og Sigríður Ella Magnúsdóttir. Kristinn Sigmunds- son er í mikilli framför, enda í námi hjá okkar frábæra söngvara Guð- mundi Jónssyni. Una Elefsen og Margrét Pálmadóttir eru í söng- námi en um Ásdísi Gísladóttur veit undirritaður ekki annað, en að hún kom mjög á óvart í sínu litla hlut- verki. Simon Vaughan söng þrjú hlutverk, Pílatus, Pétur og æðsta prestinn og gerði mjög vel, með skýrum framburði ogsterkri innlif- un. Hlutverk Jesú söng Ian Caddy frábærlega vel en sá sem söng, „sá og sigraði" var Mirhael Goldthorpe. Hann söng það erfiða hlutverk guð- spjallamannsins af glæsibrag. Ilreint frábær söngvari. Undirleikur, bæði „continue" og hljómsveitar- innar, var góður, svo og einleiks- atriði einstakra hljóðfæraleikara, en sérstaklega þó einleikur Alfred læssing á viola da gamba. Að lokum þetta: Ingólfur Guðbrandsson hefur með þessum tónleikum unnið mark- verrtan listasigur, sem ekki verður með neinu móti haldið fram, að átt hefði sér stað hvort sem er ein- hvern tíma, fyrir tilstilli einhvers annars manns. Það má vera að mörgum þyki Ingólfur of til- ætlunarsamur og óaðgætinn í orðavali, en er ekki rétt að íhuga þátt Pólýfónkórsins í söngsögu okkar íslend- inga og læra að meta þann kraft og áræði, sem einkennt hefur starf Ingólfs, landnámsntanns í nútímakórsöng, og skilja að sá kraftur getur ekki fengið útrás án þess að svefn- genglar vakni upp við að ekki er farið að „hirðsiðum". Það, sem skiptir máli, er, að með starfi sínu í tónlist hefur Ingólfur stækkað okkur íslendinga og jafnvel þá sem hann fyrir ógætni sakir kastar hnútum að. Michaol <*oldlh«rp<‘ og hvítir mávar Koníak Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson íslcnsk kvikmvnd gcrð fyrir sjónvarpið: Hyggð á hugmynd Agnars Þórðarsonar. U'ikstjóri: llclgi Skúlason. Ilöfundur handrits: Páll Stcingrímsson. Kvikmyndun: l’áll Stcingrímsson. Illjóðsctning: Ernst Kettler. Klipping: Ernst Kcttlcr. Tónlist: Askcll Másson. Kramlciðandi Kvik s/f '81. Ég held að flestir séu sammála um að breskættuð sjónvarpsleik- rit beri af. Þar fer venjulega sam- an kunnáttusamleg kvikmynda- taka og leikur mótaður innan gróinnar shakespírskrar hefðar. Flest ef ekki öll íslensk sjón- varpsleikrit hafa hingað til föln- að í samanburði við leikrit BBC og ITV. En undur og stórmerki gerast enn á landi voru, nýjasta íslenska sjónvarpsmyndin SESS- ELJA er á engan hátt síðri — tæknilega — meðal bresku sjón- varpsleikriti. Næstum hvert augnablik myndarinnar ber vott fagmennsku. Fannst mér á stundum er ég leit SESSELJU ég horfa á hina frábæru auglýsingu frá Hafskip þar sem drifhvítir máfar skera heiðbláan himin. Raunar er einkenni SESSELJU birta og heiðríkja. Sama hvort Páll Steingrímsson beinir mynd- auganu að sel í safírbláum vogi eða frönsku koníaki að velkjast um í tandurhreinu kristalsglasi, allt er jafn skínandi og fágað, eig- inlega of fágað. Ég held nefnilega að Agnar Þórðarson hafi ætlað sér með þeirri hugmynd er sjón- varpsmyndin SESSELJA byggir á að vekja hugboð um einhvers- konar ógn, um myrk óumflýjan- leg örlög. Þorsteinn Gunnarsson og Helga Bachmann í aðalhlut- verkum SESSELJU voru hinsveg- ar líkt og ósnert af hinum myrka þræði í hugsun textans. Það var engu líkara en fólkið væri í sumarfríi. Minnist ég vart jafn eðlilegs, frjálslegs og óþvingaðs leikmáta og hjá Þorsteini og þó sérstaklega Helgu í þessari sjón- varpskvikmynd. Hvílíkur regin- munur á frammistöðu þessa at- vinnufólks og hinna sem sperra sig frítt fyrir framan kvikmynda- tökuvélar. læikstjórinn Helgi Skúlason á vafalaust mikinn þátt í eðlilegum og óþvinguðum leikmáta þeirra skötuhjúa en eins og áður sagði skorti einhvern kraft í túlkunina til að tjá til fulls hið ógnvænlega í textanum eða er máski púðrið dálítið blautt í texta Agnars Þórðarsonar og því ógerningur fyrir hina re.vndu leikara að tendra logann? Ekki veit ég það, en hitt veit ég að kvikmyndataka Páls Steingrímssonar, klipping, og hljóðsetning Ernst Kettler (nema í fyrri hluta myndarinnar þegar brimið yfirgnæfir næstum samtölin) er hvorttveggja fyrsta flokks. Er gleðilegt til þess að vita að íslenska sjónvarpið eigi þess kost að leita til slíkra fag- manna þegar lítið liggur við. Um tónlist Áskels Mássonar vil ég ekki dæma en hefði persónulega valið stef úr verkum Jóns Leifs til að undirstrika þá undiröldu sem textinn átti víst að vekja. Annars held ég að þurft hefði snilling til að ná fram eftirminnilegri stemmningu með jafn veikri hugmynd og kvikmyndin SESS- EIJA byggir á. Ég hélt að fag- mönnum væri ljóst að texti Agn- ars Þórðarsonar hentar fremur f.vrir hljóðvarp en sjónvarp. ■ • 1«» »• • *• ««■«••• ••»••■•■«■-» • « •« ■ • • • »• •» • • •»• » »•• • • • ««É ■ m m m ••»■«•«►••«»•••■•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.