Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 27 íslandsmótið í borðtennis: Ásta varð þrefald- ur íslandsmeistari íslandsmótið í borðtennis var haldið í Laugardalshöll- inni 8. og 10. apríl. Skráðir þátttakendur voru 98 frá 9 félögum og héraðssambönd- um. l>ann 8. apríl var keppt til úrslita í tveim flokkum, annars voru allir úrslitaleik- irnir þann 10. apríl. Miklar breytingar urðu á titilhöfum á þessu móti, undanfarin ár hafa flestir titlarnir verið varðir, en í þetta sinn var að- eins einn titill varinn, í tvenndarkeppni. Úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Stefán Konráðsson Víkingi 2. Gunnar Finnbjörnss. Erninum 3. Hilmar Konráðsson Víkingi 4. Tómas Guðjónsson KR Stefán sigraði Gunnar í úrslita- leiknum 21—19, 21—9 og 22—20. í fyrstu lotunni var mikil barátta, en Stefán sigraði 21—19. í annarri lotu sigraði Stefán örugglega og hafði náð góðri forystu í þeirri þriðju, 14—7. Gunnar gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn, 16—16, en Stefán var sterkari á síðustu boltunum og tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn, en Gunnar varð í öðru sæti, þriðja árið í röð á Islandsmóti. Tómas Guðjónsson, sem hefur verið meistari siðustu 4 ár, tapaði fyrir Stefáni í undankeppninni 3—1. Tómas og Hilmar Konráðs- son léku um 3. sætið og sigraði Hilmar 25—23, 17—21, 14—21, 21-12 og 21-12. Meistaraflokkur kvenna: 1. Ásta M. Urbancic Erninum 2. Ragnhildur Sigurðard. UMSB 3. Kristín Njálsdóttir UMSB 4. Hafdís Ásgeirsdóttir KR Urslitaleikur þeirra Ástu og Ragnhildar er líklega með þeim lengstu, sem um getur á íslands- móti, en hann tók tæpa 2 klukku- tíma. Ragnhildur sigraði nokkuð örugglega í fyrstu lotunni, 21—16. í þeirri næstu hafði Ásta náð for- ystu, 18—13, en Ragnhildur gafst ekki upp og komst yfir, 20—18. Ásta skoraði svo næstu fjögur stig og sigraði því í lotunni 22—20. I þriðju lotunni sigraði Ásta svo ör- ugglega 21—16 og Ragnhildur í þeirri fjórðu 21—15. Ásta hafði svo yfir alla oddalotuna og hafði náð 7 stiga forskoti, 15—8, en Ragnhildur jafnaði, 15—15. Ásta komst svo í 19—15 og 20—16 og sigraði svo 21—18 og vann þar með sigur í leiknum. Ragnhildur hefur verið íslandsmeistari síð- ustu 4 ár og hefur ekki tapað móti hér á landi síðan 1978. I leik um 3. sætið sigraði Kristín Hafdísi ör- ugglega 21—14, 21—5 og 21—13. 1. flokkur karla: 1. Örn Franzson KR 2. Bergur Konráðsson Víkingi 3. Kristján Viðar Haraldsson HSÞ 4. Kristinn Már Emilsson KR Örn sigraði Berg í úrslitaleikn- um 23—21 og 21—14. Bergur stóð sig vel á þessu móti og kom á óvart, því aðeins eru liðnir tveir mánuðir, síðan hann vann sér rétt til þátttöku í 1. flokki. Það sama má segja um Kristján Viðar, sem sigraði Kristin í leik um 3. sætið 21—12 og 22—20. En Örn var vel að sigrinum kominn í þessum flokki, hann sýndi góða leiki. I. Ilokkur kvcnna: 1. Rannveig Harðardóttir UMSB 2. Elísabet Ólafsdóttir Erninum 3. Gróa Sigurðardóttir KR 4. Elín Eva Grímsdóttir Erninum Elísabet sigraði í fyrstu lotunni í úrslitaleiknum 21—14, og Rann- veig í þeirri næstu 21—12. í odda- lotunni var mikil barátta, og var staðan jöfn, 15—15. Rannveig var sterkari á endasprettinum og sigr- aði 21 — 15. Gróa sigraði svo Elínu Evu í spennandi leik um 3. sætið 21-18 og 21-19. 2. flokkur karla: 1. Sigurbjörn Bragason KR 2. Ómar Ingvarsson UMFK 3. Árni Siemsen Erninum 4. Bjarni Bjarnason Víkingi Sigurbjörn kom nokkuð á óvart í þessum flokki, hann sigraði Ómar í spennandi leik 21—17, 13—21 og 21—17. Mikil barátta var í leiknum um 3. sætið á milli Árna og Bjarna, og sigraði Árni 21-18, 20-22 og 21-18. Tviliðaleikur karla: 1. Stefán Konráðss./ Hilmar Konráðss. Víkingi 2. Gunnar Finnþjörnsson/ Jónas Kristjánsson Erninum 3. Hjálmtýr Hafsteinsson/ Tómas Guðjónsson KR 4. Hjálmar Aðalsteinsson KR/ Kristján Jónasson Vík. Stefán og Hilmar sigruðu ör- ugglega í úrslitaleiknum 21—17, 21—18 og 21—15, og voru áberandi betra parið. Þeir munu því varð- veita hinn glæsilega tvíliðaleiks- bikar frá Philips næsta árið. Hjálmtýr og Tómas, sem hafa sigrað í þessum flokki undanfarin 4 ár, töpuðu 3—1 fyrir Stefáni og Hilmari í undanúrslitum. Þeir sigruðu svo þá Hjálmar og Krist- ján í leik um 3. sætið 18—21, 21-12, 21-15 og 21-13. Tvíliðaleikur kvenna: 1. Ásta M. Urbancic Erninum/ Hafdís Ásgeirsdóttir KR 2. Ragnhildur Sigurðardóttir/ Kristín Njálsdóttir UMSB 3. Erna Sigurðardóttir/ Rannveig Harðardóttir UMSB 4. Arna Sif Kærnested/ Helga Hallgrímsdóttir Vík. Þær Ragnhildur og Kristín, sem hafa sigrað í tvíliðaleiknum síð- ustu 3 ár, urðu að láta sér annað sætið nægja í þetta sinn eftir tap í æsispennandi úrslitaleik. Þær Ásta og Hafdís unnu öruggan sig- ur í fyrstu lotunni, 21 — 14, en Ragnhildur og Kristín þá næstu, 21—12, Ásta og Hafdís þá þriðju 21— 16. í fjóðru lotunni höfðu Ragnhildur og Kristín forystu, 19— 16, en Ásta og Hafdís jöfnuðu 20— 20. Það dugði þó ekki til, því borgfirsku stúlkurnar skoruðu síðustu tvö stigin og sigruðu 22— 20. I oddalotunni voru hins vegar Ásta og Hafdís yfir, 19—16, en Ragnhildur og Kristín jöfnuðu, 20—20. Ásta og Hafdís skoruðu síðustu stigin og tryggðu sér sigur 22—20. Erna og Rannveig unnu þær Örnu og Helgu örugglega og lentu í þriðja sæti (21—7, 21—10 og 21—13). Tvenndarkeppni: 1. Ásta M. Urbancic Erninum/ Tómas Guðjónss. KR, 5 vinn. 2. Kristín Njálsd. UMSB/ Bjarni Kristjánss. UMFK, 4 vinn. 3. Erna Sigurðard. UMSB/ Jóhannes Hauksson KR, 2 vinn. Ásta og Tómas sigruðu nokkuð örugglega í tvenndarkeppninni og vörðu titil sinn frá því í fyrra. Þau unnu Kristínu og Bjarna 21—18, 18-21, 21-16 og 21-12. Erna og Jóhannes hrepptu 3. sætið með 2 vinninga úr 5 leikjum, þau höfðu hagstæðara hlutfall á milli unn- inna og tapaðra lota en Hilmar Konráðsson og Arna Sif Kærn- ested Vík. og Tómas Sölvason og Hafdís Ásgeirsd. KR, sem einnig höfðu 2 vinninga að loknum leikj- unum 5. • Stefán Konráðsson varð íslandsmeistari í einliðaleik karla. Stöðvaði sig- urgöngu Tómasar Guðjónssonar úr KR. • Ásta Urbancic vann þrefalt á íslandsmótinu og lék vel. Ajax stefnir á nytt markamet ÞEGAR 6 umferðum er ólokið í hol- lensku deildarkeppninni i knatt- spyrnu stefnir allt i harða baráttu Ajax og PSV Kindhoven, sem bæði unnu stóra sigra um helgina. Ajax bætti fjórum mörkum i safnið og stefnir félagið að nýju markameti í 1. deild, en keppnistímabilið 1966- ’67 skoraði liðið 122 mörk. Ajax hef- ur þegar skorað 104 mörk og með sama áframhaldi fær metið að fjúka. Johan (’ruyff stýrir hinu unga liði Ajax snilldarlega, hann skoraði ekki á laugardaginn, en lagði upp öll mörkin fjögur sem þeir Peter Boeve, Sören Lerby og Wim Kieft (2) skor- uðu. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Haarlem — Nec Nijmegen 4—0 AZ ’67 Alkmaar — Feyenoord 1—0 Roda JC — Willem 2. fr. FC Utrecht — Pec Zwolle 3—0 GAE Deventer — FC Tvente 0—0 PSV — De Graafchap 4—0 Nac Breda — Ajax 0—4 Sparta — Den Haag 2—1 FC Groningen — Maastricht 3—0 Sigur PSV gegn botnliðinu var ekki eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna, De Graafchap lék mikinn sóknarleik og var heima: liðið heppið í fyrri hálfleiknum. í síðari hálfleik var Jurrie nokkrum Koolhof skipt inn á hjá PSV og lét hann tækifærið sér ekki úr greip- um ganga, heldur skoraði á skömmum tíma 3 mörk. Þar með var mótstaðan brotin á bak aftur og Jan Poortvliet bætti fjórða markinu við áður en yfir lauk. Kees Kist skoraði sigurmarkið fyrir Alkmaar gegn Feyenoord í lélegum leik, þar sem óeirðir á áhorfendapöllunum stálu senunni. Ajax og PSV eru jöfn að stigum, hafa bæði 45 stig, en markatala Ajax er miklu betri. Alkmaar hef- ur 40 stig, Utrecht og Feyenoord 34 stig hvort félag. Bayern í úrslit bikarkeppninnar LEIKIÐ var í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn. Bayern Munchen sigr- aði Bochum 2—1 á útivelli og leikur til úrslita gegn Niirnberg, sem sigr- aði Hamburger SV mjög óvænt 2—0 i hinum leik undanúrslitanna. Ásgeir Sigurvinsson sat á bekknum hjá Bayern að þessu sinni, kom ekki inn á. Karl-Heinz Rummenigge skoraði fyrir Bayern í fyrri hálfleik, en Boch- um jafnaði í síðari hálfleik. Sigur- markið skoraði Paul Breitner nokkru fyrir leikslok, sendi vita- spyrnu þá rétta boðleið í netið. Að- eins einn leikur fór fram í deildar- keppninni, Bayer Leverkusen tapaði I—3 á heimavelli fyrir Werder Bremen. Verkfallið fór út um þúfur á Spáni STÉTTARFÉLAG spænskra at- vinnuknattspyrnumanna skellti verkfalli á félögin í 1. deild um helg- ina, bæði vegna vangoldinna launa og til þess að hefja aðgerðir gegn skattayfirvöldum þar í landi sem herjað hafa grimmilega á knatt- spyrnumenn. Én allt fór út um þúfur og útkoman bendir til þess að um- rætt stéttarfélag standi á hálfgerð- um brauðfótum. Aðeins tvö félög, Real Madrid og Zaragoza, tefldu fram áhugamönnum og tvö önnur fé- lög, Valencia og Castellon stilltu upp blöndu af atvinnumönnum og áhugamönnum. Urslit leikja urðu sem hér segir: Las Palmas — Cadiz 2—0 Gijon — Betis 1—0 Castellon — Real Madrid 1—2 Barcelona — Atl. Bilbao 2—2 Santander — Osasuna 0—3 Real Sociedad — Espanol 2—1 Atl. Madrid — Valencia 2—1 Sevilla — Zaragoza 5—0 Hercules — Valladolid 0—2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.