Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 48
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Liverpool stendur með pálmann í höndunum eftir frækna sigra — fjör hins vegar heldur betur að færast í botnslaginn Liverpool stendur stórvel aö vígi gagnvart hclstu keppinautum sínum í kapphlaupinu aó Englandsmeistaratitlinum eftir leikjaörtröó síöustu dag- anna. A dagskrá Liverpool voru tveir afar erfióir leikir á pappírnum, útileikir gegn Manchester-lióunum. Fyrst gegn IJnited á Old Trafford og síðan gegn ('ity á ('ity Ground. Og Liverpool gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina. Mikill harningur á Old Trafford þar sem Bruce Grobbelaar í marki Liverpool varði snilldarlega vítaspyrnu frá Frank Stapleton snemma í síðari hálfleik og síðan enn stórkostlegar þrumuskot Steve Coppell af stuttu færi á siðustu mínútu leiksins. Craig Johnstone skoraði sigurmark Liverpool um miðjan síðari hálfleik. Síðan sótti „Pollurinn" Man. City heim á laugardaginn og er skemmst frá að segja, að liðið sýndi meistaratakta, gersigraði City 5—0 og hefði sá sigur hæglega getað orðið mun stærri miðaö við gang leiksins. 2—0 í hálfleik, þrumufleygur fyrst frá Sammy Lee beint úr aukaspyrnu og síðan viti frá Phil Neal. Tvö mörk á sömu mínútunni frá Craig Johnstone og Alan Kennedy sökktu City með manni og mús, en Ian Kush bætti fimmta markinu við áður en yfir lauk. Annars skulum við renna yfir leiki hátíðanna í þeirri röð sem þeir fóru fram og byrja á miðvikudagskvöldinu 7. apríl. Garth Crooks skoraði tvívegis gegn Arsenal og Tottenham á enn all góða möguleika á því að hreppa titilinn. Man. Utd. — Liverpool 0—1 Sunderland — Ipswich 1—1 Aður er getið um sigur Liver- pool á Old Trafford, en Ipswich, einn helsti keppinautur liðsins, mátti þakka fyrir eitt stig gegn failkandídötunum í Sunderland. Pickering skoraði fyrir Sunder- land, en Alan Brazil jafnaði met- in. Laugardagur, 10. apríl, I. deild: Birmingham — Leeds 0—1 Brighton — Arsenal 2—1 Everton — Man. Utd. 3—3 Man. City — Liverpool 0—5 Middlesbr. — N. County 3—0 N. Forest — Wolverhampt. 0—1 Southampton — Aston Villa 0—3 Stoke — Sunderland 0—1 Tottenham — Ipswich 1—0 WBA — Coventry 1—2 West Ham — Swansea 1 — 1 Mikilvægur leikur var á White Hart Lane, þar sem Tottenham sigraði Ipswich með eina marki leiksins. Glenn Hoddle skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir ieikslok, en fyrr í leiknum braut Ray Clemence gróflega á Alan Brazil innan vítateigs, en varði síðan meistaralega vítaspyrnu Johns Wark sem kom í kjölfarið. Tapið rýrði verulega möguleika Ipswich, en staða Tottenham er eftir atvikum góð. Hinum toppliðunum gekk ekki nægilega vel, Southampton fékk stórskell á heimavelli og Swansea og Man. Utd náðu aðeins jafntefl- um. Southampton átti aldrei möguleika gegn Villa, sem sýndi snefil af þeim töktum sem færðu liðinu titilinn á síðasta keppnis- tímabili. Liðið fékk líka óskabyrj- un í síðari hálfleik er Chris Nich- oll skoraði sjálfsmark, en hann var árum saman lykilmaður hjá Villa áður en hann gekk til liðs við Southampton. Markið kom í byrj- un síðari hálfleiks og skömmu síð- ar bætti Ken McNaught öðru marki við. Yfirburðir Villa voru miklir og Tony Morley skoraði þriðja markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Mikið fjör var í leik Everton og Man. Utd. Þrívegis náði United forystu, en hin annars sterka vörn liðsins brast jafn oft og Everton náði að jafna hverju sinni. 1—1 í hálfleik, Steve Coppell skoraði fyrir United, en Graeme Sharpe jafnaði. Mikið markaregn var síð- an fyrri hluta síðari hálfleiks, Coppell skoraði aftur fyrir United, Mick Lyons jafnaði, en Ashley Grimes færði Manchester-liðinu forystu rétt einu sinni. Lokaorðið í leiknum átti síðan Adrian Heath og bæði liðin fengu færi til að krækja í sigurmarkið áður en yfir lauk. Swansea hafði forystu gegn West Ham allt fram til lokasek- úndu leiksins, er Paul Goddard jafnaði með umdeildu marki, en það var mál manna að hann hefði stjakað illilega við markverði Swansea. En dómarinn sá ekkert athugunarvert, var reyndar illa staðsettur að sögn fréttaskeyta. Robbie James skoraði mark Swansea, afar glæsilegt mark af 30 metra færi. Middlesbrough vann óvæntan stórsigur gegn Notts County og vissulega á liðið möguleika á því að bjarga sér frá falli þó það kosti stórátök. 17 ára piltur, Darren Wood, skoraði fyrsta markið með þrumuskoti af 25 metra færi á 43. mínútu. í síðari hálfleik bættu þeir Joe Bolton og Ian Bailey mörkum við. Aðeins 10.000 manns urðu vitni að þessum stærsta sigri Boro á keppnistímabilinu. Nágrannaliðið Sunderland berst einnig um hæl og hnakka, sigraði Stoke á útivelli og á liðið nú sömu möguleika og Boro á því að bjarga sér. Það var léleg knattspyrna sem boðið var upp á á Victoriu-leik- vanginum, en það var Mick Buckl- ey sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikhlé, nýtti þá vel ljót mis- tök í vörn Stoke. Það hallaði hins vegar undan fæti hjá Birmingham, sem fékk Leeds í heimsókn, en Leeds er í síst minni fallhættu og því verra en ella að tapa fyrir liðinu. Peter Barnes lék með Leeds að nýju og það var fyrirgjöf frá honum sem Paul Hart skallaði í netið á 56. mínútu. Coventry bætti stöðu sína í deildinni með fyrsta útisigri sín- um í óratíma. Garry Thompson skoraði fyrir Coventry með skalla á 2. mínútu, en Steve McKenzie jafnaði á 45. mínútu með fallegu skoti af 25 metra færi. Coventry var betri aðilinn í síðari hálfleik og rétt fyrir leikslok brunaði Steve Whitton í gegn um vörn WBA og skoraði sigurmarkið. WBA hefur sogast í fallbaráttuna og staða liðsins batnaði ekki við þennan ósigur. Brighton vann sinn fyrsta sigur gegn Arsenal síðan liðið kom upp í 1. deild, er liðin mættust á Goldstone-vellinum. Brian Talbot náði forystunni fyrir Arsenal með þrumuskoti frá vítateigslínu, en Andy Ritchie jafnaði i síðari hálf- leik. Sigurmarkið skoraði Mick Robinson 8 mínútum fyrir leiks- lok. Þá vakti sigur Wolverhampton gegn Forest talsverða athygli. Sá sigur var verðskuldaður og virðast Úlfarnir vera að skríða saman. Andy Gray kom inn á sem vara- maður og skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Hann var óheppinn að skora ekki fleiri mörk, Peter Shilton stóð í veginum. 2.deild: Barnsley 0 — Derby 0 Bolton 2 (Henry, Reid) — Wrex- ham 0 Cambridge 1 (Reilley) — Luton 1 (Turner) Cardiff 2 (Bennett, Kitchen) — Orient 1 (Foster) Chelsea 2 (Droy, Lee) — QPR 1 (Gregory) Newcastle 0 — Leicester 0 Norwich 5 (O’Neil, Deehan 3, Jack) — Charlton 0 Rotherham 2 (Seasman, Fern) — Grimsby 2 (Whymark, Ford) Shrewsbury 0 — Sheffield W. 1 (Bannister) Hér koma svo úrslit þeirra leikja í 1. deild sem fram fóru á mánudaginn, 12. apríl. Arsenal — Tottenham 1—3 STAÐAN 1. DEILD STAÐAN eftir leikina á mánu- daginn: I.ivcrpool 33 2« 6 7 65 26 66 Ipswich Town 33 19 4 10 58 43 61 Swansea C'ily 34 IK 6 10 49 39 60 Manchcsicr l’ld. 34 1». II 7 47 26 59 -Southampton 35 17 8 10 60 52 59 Tollcnham 30 17 6 7 51 29 57 Arsenal 35 15 10 10 34 32 55 Wesl llam 34 13 13 8 55 42 52 Manchester (’ily 35 13 II II 45 43 50 Nollincham For. 34 13 II 10 35 37 50 Hrighlon 35 12 13 10 38 39 49 Kverlon 34 12 12 10 44 41 48 Aslon Villa 34 12 10 12 47 45 46 NoILs ('ounty 34 II 7 16 49 54 40 Wesl Hromwich 32 8 11 13 37 41 35 Covenlry 34 9 8 17 40 54 35 Wolverhamlpon 36 9 8 19 26 54 35 Stoke 33 9 6 18 35 51 33 lx*eds 32 8 9 15 24 43 33 Hirmingham 34 7 II 16 41 52 32 Sunderland 34 7 9 18 24 45 30 Middlcsbroough 33 5 12 16 26 42 27 2. DEILD l.uion 34 20 10 4 66 33 70 Walford 35 18 10 7 59 36 64 Sheffield Wed. 36 18 8 10 48 40 62 Holhcrham 36 17 5 14 52 44 56 Newcaslle. 36 16 8 12 43 35 56 Hlackhurn 36 15 10 11 40 32 55 (iueen’s l*ark K. 35 16 6 13 46 33 54 Harnsley 35 15 8 12 51 37 53 Norwich 35 16 5 14 49 46 53 l/cicesler 32 14 10 8 44 33 52 ( helsea 35 15 7 13 51 48 52 (Hdham 35 12 13 10 41 41 49 ( harllon 35 12 10 13 45 54 46 Derby 35 10 10 15 45 59 40 Kolton 36 II 6 19 32 47 39 ( amhridge 35 10 8 17 38 47 38 Wrexham 34 10 8 16 33 44 38 ( ardiff 34 11 5 18 37 49 38 Shrewshury 34 8 12 14 29 44 36 ( rysial l'alacc 33 9 8 16 24 36 35 (frimshy 33 7 : 12 14 39 53 33 Orienl 33 8 7 18 26 47 31 Aston Villa — Brighton 3—0 Man. Utd. - WBA 1-0 N. County — N. Forest 1—2 Sunderland — Birmingham 2—0 Wolverhampton — Man. City 4—1 Kraftur botnliðanna Sunder- land og Wolverhampton vakti mestu athyglina og greinilegt að leikmenn beggja liða hafa ekki lagt upp laupana. Úlfarnir hrein- lega tættu Man. City í sig, einkum í fyrri hálfleiknum og stóð þá ekki steinn yfir steini hjá Manchester- mönnum, sem mættu til leiks glóðvolgir frá rassskellingunni gegn Liverpool á laugardeginum. Andy Gray, Wayne Clarke, Mel Eaves og Ken Hibbitt skoruðu fyrir Wolverhampton í fyrri hálf- leiknum, en leikurinn jafnaðist títillega í þeim síðari og þá tókst Bobby McDonald að laga stöðuna aðeins með þokkalegasta marki. Hinn kornungi Colin West var hetja Sunderland, en hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Birming- ham, það fyrra á 28. mínútu og það síðara á 44. mínútu. Staða Birmingham er nú uggvænleg og raunar einnig staða Sunderland. En munurinn er sá, að Sunderland fékk 7 stig af 9 mögulegum úr páskaieikjum sínum og virðist vera á uppleið. Birmingham hins vegar á niðurleið, einmitt á þeim tíma sem slíkt getur orðið dýr- keypt. Stórleikur var á Highbury þar sem erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mættust. Mike Hazz- ard skoraði snemma leiks fyrir Tottenham, en John Hawley jafn- aði fyrir Arsenal snemma í síðari hálfleik. Ricardo Villa lék í stöðu Osvaldo Ardiles sem er nú staddur í Argentínu. Áhorfendur bauluðu mjög á hann í tilefni Falklands- eyjadeilunnar, en Villa lét það lít- ið á sig fá, lagði upp tvö mörk sem Garth Crooks sá um að reka smiðshöggin á. Man. Utd vann loks sigur, en framherjar liðsins voru ekki á skotskónum frekar en áður nú eft- ir áramót. Það var Kevin Moran sem skoraði sigurmarkið á 64. mínútu og United skaust í fjórða sætið á sama tíma og WBA hrap- aði enn neðar í botnsvelginn. Un- ited hefur trúlega tapað of mörg- um stigum til að hreppa titilinn að þessu sinni, en reikna má með lið- inu í eitt af UEFA-sætunum. Nágrannaliðin frá Nottingham, Forest og County, áttust við á Meadow Lane, heimavelli County, og hefndi Forest fyrir tapið á heimavelli sínum í fyrri leik lið- anna í vetur. Gamla kempan Ian Bowyer náði forystunni fyrir For- est, en Trevor Christie jafnaði. Sigurmarkið skoraði táningurinn Calvin Plummer í síðari hálfleik. Loks í 1. deild. Aston Villa hélt sínu nýfengna striki og gersigraði Brighton auðveldlega á heima- velli. Liðið fékk óskabyrjun er Dave Geddis skoraði strax á 3. mínútu. Geddis skoraði aftur síðar og Alan Evans bætti þriðja mark- inu við. 2. deild: Blackburn 0 — Bolton 2 (Thomp- son 2) Cr. Palace 0 — Chelsea 1 (Walker) Derby 3 (Skivington, Wilson, Buckley) — Rotherham 1 (Seas- man) Luton 2 (Stein, Jennings) — Nor- wich 0 Orient 0 — Cambridge 0 QPR 0 - Watford 0 Sheffield W. 2 (Shelton, Pearson) — Newcastle 1 (Barton) Wrexham 1 (Carrodus) — Shrewsbury 0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.