Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 7 Verið miskunnsamir — og dæmið ekki. Þetta tvennt er það, sem höfuðguðspjall þessa sunnudags talar um. Þarna á milli er ákveðinn skyldleiki. Það getur verið viss miskunn- semi í því fólgin að dæma ekki. Þó þarf ekki svo að vera. Alls staðar þurfa lög og réttur að ríkja, og engum til góðs að svo sé ekki. Það eru enda ekki slík- ir dómar, sem Jesús á við með orðum sínum. Hann á við dæg- urdóma fólksins um náungann. Þeir eru æði oft miskunnar- lausir og full ástæða til að minna á orð Krists: Verið mis- kunnsamir. Það er hægt að hlýða þessu boði með ýmsu móti. Mörgum verður sjálfsagt hugsað til hjálpsemi í ein- hverju formi, hjálpsemi við þá, sem eru fátækir, svangir, sjúk- ir eða í einhverjum þvílíkum aðstæðum. Að hjálpa þeim, sem þannig er ástatt fyrir, er að sýna miskunnsemi. Það er erfitt að útskýra mis- kunnsemi með orðum. Hitt er miklu auðveldara — að gera það með dæmum. Jesús tók Samverjann miskunnsama sem dæmi og fyrirmynd. Úr okkar samtíð mundu sjálfsagt ýmsir benda á móður Theresu. Marga aðra væri hægt að nefna, þekkta mannvini. En ég man líka tvær ungar stúlkur í gagnfræðaskóla hér á landi. Þær fundu, að ein bekkjar- systra þeirra átti erfitt. Hún var að sumu leyti dálítið sér- stök og bjó við aðstæður, sem voru óvenjulegar. Skólasystkin hennar vissu það og lögðust á hana fyrir þetta. Þau stríddu henni, útilokuðu hana úr hópn- um. Börn og unglingar geta stundum verið hörð og mis- kunnarlaus. En stúlkurnar tvær, sem ég nefndi, voru ann- ars sinnis en fjöldinn. Þær tóku þessa bekkjarsystur sína að sér, gerðust vinkonur henn- ar og gáfu henni þar með það sem hana vantaði mest, — vin- áttu og kærleika. Ég held þær stöllur hafi ekki gert sér þess fulia grein, hvað þær gerðu mikið fyrir vinkonu sína. Þetta var í þeirra augum sjálfsagt, af því að þær gátu ekki hugsað sér að taka þátt í stríðni og aðkasti hinna. En þarna sýndu þær sanna miskunnsemi. Fimmta boðorðið segir: Þú skalt ekki morð fremja. Ég minni á, að það er hægt að myrða fleira en líkamann. Andleg morð og misþyrmingar þekkjast ekki síður. Hatur, grimmd og óvinátta eru þar hin sterku vopn, og ekki síst það sem ég vék að hér áðan, þegar einhver er hafður út Veríð miskunn- samir undan, þegar einhver er tekinn fyrir, finnur ekki náð fyrir augum hópsins. Slíkt gerist oftar en margan grunar. Og í þeim tilfellum er mikil þörf á miskunn. Ég tengdi saman í upphafi orðin „dæmið ekki“ og „verið miskunnsamir" og minnti á dægurdóma. Svonefnd rann- sóknarblaðamennska hefur stundum gengið einum of langt hvað þetta snertir. Þá hefur verið þannig á málum haldið, að menn hafa næstum verið sakfelldir með orðum blaðamanna og blaðasala löngu áður en dómstólar hafa sagt sitt orð, sem varð svo stundum á annan veg. Þetta hefur mörgum reynst erfitt, og ég fagna því, að úr þessu hefur mjög verið dregið. Svipað getur hent, þar sem menn gerast mjög persónu- legir í málflutningi og telja skyldu sína að draga fram í dagsljósið og gera lýðum ljóst á áhrifamikinn hátt hvaðeina, sem ber hinn minnsta vott um siðleysi, spillingu eða annað slíkt. Þetta er stundum þannig gert, að augljóst er, að það er ádeilan á manninn, sem er að- alatriðið, en ekki málefnið, sið- ferðisskyldan. Þá er ekki rétt á málum haldið. í slíkum tilfell- um þar sem ekki er um lögbrot að ræða er hægt að koma hinu góða til leiðar, leiðrétta það sem úrskeiðis hefur farið, án þess að draga meðbræður sína niður í svaðið. En þegar per- sónulegur frami á annarra kostnað er annars vegar, þá gleymist oft, að eitt sinn var sagt: Verið miskunnsamir, — dæmið ekki. Jesús sagði: Sælir eru mis- kunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Hann sagði einnig: Dæmið ekki, þá munuð þér ekki heldur verða dæmdir. Hann höfðar þarna til ábyrgð- ar okkar. Af orðum hans má ráða að sú ábyrgð sé gagnvart fieirum en mönnum. Guð kem- ur þar einnig inn í myndina. Getur það verið, að við eigum eftir að mæta aftur ýmsu af því, sem hér var gert eða sagt? Getur verið, að við vildum þá mikið til vinna, að það hefði aldrei gjört eða sagt verið? íhugum það. Hugleiðum þá einnig hitt, hve mikið miskunnsemin ger- ir, bæði fyrir þá sem fram- kvæma og hina sem njóta. Líf Jesú Krists sjálfs birtir hugtakið miskunnsemi eins og í hnotskurn. Reynslan sýnir einnig, að þar sem miskunn- semi ásamt hógværð í dómum fá að einkenna mannlífið, þar er það auðugast að blessun. Spurningin er hins vegar, hvort við viljum hafa fyrir því að lúta höfði í auðmýkt til að hljóta þá blessun. En sú spurn- ing er líka um mannlega ham- ingju framtíðarinnar. Raðhús í vesturborginni MlllilMllM WM Glæsilegt raöhús á 2 hæöum, m. innb. bílskúr, á besta staö í vesturborginni. Selst tokhelt innan, en glerjaö og meö járni á þaki. Stærö íbúöar 150—185 fm. Verö 1,6—1,7 millj. Teikningar á skrifstofunni. Uppl. gefur Huginn Fasteignamiölun, Templarasundi 3. Símar 25722 og 15522. Óskar Mikaelsson löggiltur fasteignasali í Kuupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Veröbréíamarkaður Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 4. JÚLÍ 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1970 1970 1. flokkur 2. flokkur 7.570,84 1971 1. flokkur 6.680,62 1972 1. flokkur 5.791,71 1972 2. flokkur 4.908,51 1973 1. flokkur A 3.569,19 1973 2. flokkur 3.288,08 1974 1. flokkur 2.269,59 1975 1. flokkur 1.862,92 1975 2. flokkur 1.403,33 1976 1. flokkur 1.329,87 1976 2. flokkur 1.065,60 1977 1. flokkur 988,56 1977 2. flokkur 825,49 1978 1. flokkur 670.27 1978 2. flokkur 527,39 1979 1. flokkur 444,59 1979 2. flokkur 343,65 1980 1. flokkur 255,41 1980 2. flokkur 200,72 1981 1. flokkur 172,46 1981 2. flokkur 128,08 Meðalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verdtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) verötr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2’/j% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/4% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7'/j% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁty* ölugengi RÍKISSJÓÐS Pr. kr. 100.- B — 1973 2.715,42 C — 1973 2.309,24 D — 1974 1.958,25 E — 1974 1.339,56 F — 1974 1.339,56 G — 1975 888,58 H — 1976 846,63 I — 1976 644,18 J — 1977 599,43 1. fl. — 1981 119,55 TÖKUM OFANSKRÁD VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verðbréfamai kaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaðarbankahúsinu Simi 28566 73í(amat/:a?utinn líttisqötu 12-18 Honda Prelude 1981 Gullsanz, eklnn 11 þús., sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp, topplúga, overdrive. Verö 150 þús. Saab 900 Turbo 1982 Svartur, ekinn 3 þús., aflstýri, út- varp, segulband. Verö tilboö. Daihatsu Charade 1981 Silfurgrár, ekinn 3 þús. Verð 90 þús. Honda Accord EX 1980 Silfurgrár, ekinn 29 þús., sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp, snjó- og sumardekk. Verö 120 þús. Toyota Corolla 1981 Vínrauöur, ekinn 14 þús., útvarp. Verö 95 þús. BMW 320 1982 Hvítur, ekinn 9 þús., útvarp, seg- ulband, brúnt gler, upphækkaö- ur. Verö 200 þús. Volvo 244 GL 1979 Gullsanz, ekinn 38 þús., aflstýri, útvarp. Verö 140 þús. Renault 20 TS 1979 Koksgrár, ekinn 34 þús., aflstýri, útvarp, rafmagn í huröum og rúöum. Fallegur bíll. Verö 140 þús. Citroén GSA 1982 Ljósdrapp, ekinn 6 þús. Verö 125 þús. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.