Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 Glettur Kristins Reyrs Eftir Ævar R. Kvaran kristinn Reyr: Vogsósaglettur. Bundið mál. Bókaútgáfan l’jóðsaga. Keykjavík. Kristinn Reyr er enginn víðvan- ingur meðal íslenskra rithöfunda. Það eru nú liðin fjörutíu ár síðan fyrsta bók hans kom út. Þegar í upphafi kvað hann við nokkuð annan tón en algengast var og hef- ur hann verið öðrum ólíkur um margt alla tíð síðan. Það er ekki óalgengt að ýmsar og mismunandi hliðar listar sæki að sama höf- undi. Mismunandi listgreinar. Ber það í senn vott um næmi á sviðum lista, sem stundum hefur valdið mörgum listamanninum miklum vangaveltum í vali. Kristinn er hins vegar gerður með þeim hætti, að hispursleysi er eitt af einkenn- um hans. Hann hefur því ekki lát- ið sér nægja að búa yfir áhuga á ýmsum listgreinum, heldur komið verkum sínum á framfæri og kennir þar margra grasa. Kristinn hefur þannig auk Ijóðlistar fengist við tónsmíðar og hafa þær einnig verið útgefnar. Þá hefur hann einnig skrifað leikrit, bæði fyrir svið og útvarp. Og enn er ónefnd myndlistin, en í henni hefur hann verið iðinn og einlægur, eins og í Ijóðlistinni. Það sem einkennir Kristin sem listamann er fyrst og fremst einlægnin og heiðarleiki. Ilann er alltaf sjálfum sér trúr og er það mannkostur hvað sem lærðir menn kunna að segja um verk hans á þessum ýmsu sviðum lista. Eitt annað einkennir hann líka, sem ekki gætir ailtof mikið í íslenskum bókmenntum, en það er kímnin, sem svo iðulega litar verk hans á skemmtilegan hátt, þótt djúp og skyggn alvara liggi iðu- lega á bak við. Eins og flestir Islendingar hefur Kristinn alla tíð haft yndi af þjóð- legum fróðleik, enda við það alinn upp. I þessari bók, sem hér um ræðir, er þjóðsagan viðkvæðið í kveðskap hans. Söguhetjan er persóna sem allir íslendingar hafa lengi haft miklar mætur á: séra Eiríkur á Vogsósum. Sá sem þetta hripar verður að viðurkenna, þótt hann unni íslenskum þjóðsögum, þá hafa galdramenn aldrei ve. ið í þeim flokki söguhetja, ser. hann hefur haft mestar mæturá. Mynd- irnar af þeim, eins og þeim er brugðið upp í þjóðságunum okkar, eru ekki beint fallegar. Oft eru þetta eigingjarnir menn, sem reyna að beita. kunnáttu sinni sjálfum sér tfl ávinnings og láta sig engu skipta þær þjáningar sem þeir valda öðrum með gjörningum sínum. Þetta virðast því oft hafa verið hinir verstu menn, fúlir og fjandsamlegir meðbræðrum sín- um, margir hverjir. En að þessu leyti er séra Eiríkur á Vogsósum einmitt undantekning. Sögurnar af honum bera þvert á móti með sér að hann beitir jafnan kunn- áttu sinni öðrum (og að vísu sjálf- um sér stundum) til bjargar í vanda. Hann verður því eins konar baráttumaður hins góða gegn hinu illa í veröldinni. Það er því erfitt að komast hjá því að hafa samúð með þessum snjalla galdramanni í þeim átökum. Þjóðsagan lætur Kristinn Keyr hann líka alloft fást við sendi- menn árans sjálfs og eyðileggja ráðagerðir þeirra öðrum til ills. Og það sem gerir þessar frásagnir svo sérstaklega læsilegar og skemmtilegar er einmitt kímnin, sem svo lítið ber á í íslenskum bókmenntum, jafnt þjóðsögum sem öðrum. Það er því ekkert undarlegt þótt Kristni verði þessi fræga þjóð- sagnapersóna kær. Og hann velur nokkrar sögur af honum sem hann tengir víða mjög skemmtilega saman og segir þær í bundnu máli. En þareð bragarhátturinn er jafn forneskjulegur og efnið fer þetta sérstaklega vel saman. Þetta er Ijómandi lipurlega kveðið og gefur þessum sögum nýtt gildi. Maður gæti jafnvel ímyndað sér að með þessum hætti hafi þær upphaflega verið sagðar, þótt maður viti bet- ur. Hér er því mjög vel haldið á skemmtilegu efni og öllu gerð hin ágætustu skil. Kristinn skiptir bókinni í sjö glettur eftir efni. Til þess að les- endur þessara orða geti gert sér nokkra hugmynd um með hverjum hætti Kristinn heldur á þessu efni, skal hér aðeins brugðið upp dæmi úr Fyrstu glettum: lllt var hórlent aldarfar eftir .sextán hundruð váleg teikn og veðurfar veslings þjóðin sundruð. Kykti kóngs og réttarfar reyndist fæstum hlífíð kukl sem normalt kvennafar kostaði menn lífið. Knn mun getið Kiríks þess sem á þeim myrku döjjum hófst ojf vann sér heiðurssess i helstu galdrasögum. ^anurneóð 36777 AUCLÝSINGASTOFA MYNDAMÖTA HF Metsöhiblad á hverjum degi! . . . fimmtu hverja rollu bóndinn sker. Launin hækka, en því sem umfram er mun aftur skilað 1. september. Nú er ég aftur seztur við ritvélina og farinn að velta fyrir mér vísnaleik. Sennilega er góða veðr- inu um að kenna, — þegar sólin skín heitast fyllast menn bjartsýni. En auðna verður að ráða, hvert framhaldið verður. Svo kitlar það mig, að ég hef fundið, að margur hefur lesið þessa þætti. Fyrir inngangsorð þykir mér viðeigandi að hafa þessa gömlu stöku, sem mig hálfminnir að hafa séð eignaða Guðmundi skólaskáldi. Lausavísur liðugar, litlar, nettar, sniðugar, auka gleði allsstaðar, eins og heimasæturnar. Hér á árum áður kom oft fyrir, að skáld og hagyrðingar á Akureyri hittust og kváðust á. Mörg þessara kvölda urðu eftirminnileg og hafa ýmsar stökur, sem þar voru ortar, orðið land- fleygar. í lok stríðsins eða um það bil bauð Heið- rekur Guðmundsson heim til sín þrem snilling- um, Steingrími Baldvinssyni í Nesi, Kristjáni frá Djúpalæk og Agli Jónassyni á Húsavík. í lok þess vísnaleiks sem þar var leikinn, orti Heiðrekur erindi, þar sem hann gaf þátttakendunum ein- kunn fyrir frammistöðuna. Sjálfan sig kallaði hann ádeiluskáld, en bók hans, Arfur öreigans, var þá nýútkomin. Einhvern tíma á þessum árum orti hann þessa stöku um mann, fátækan og beiskan í garð þeirra efnameiri. Eitthvert atvik hafði hent, sem sýndi, að honum var svipað farið sjálfum, þegar kom að hans eigin pyngju. Stakan getur vel borið yfirskriftina „eftir efnum og ástæðum". Hugir snúast, hopa vinir, hafa flúið sína trú. Efnum búinn eins og hinir okkur kúga mundir þú. Það var sem sagt komið annað hljóð í strokk- inn. Heiðreki mislikaði við ritdómara: Lengi mun á landi hér lifa skáld í æðra veldi þegar duft og aska er orðinn sá sem dóminn felldi. Steingrím í Nesi kallar Heiðrekur „bjartsýn- isskáld frá rómantískum stað“. Það er vel við hæfi að rifja upp eina stöku Steingríms frá ynd- isstundum hans við Laxá: Þegar stríkkar stangartaumur stöngin svignar, hjólið malar. Þýtur um æðar þungur straumur, þanin taug við laxinn hjalar. Kristján frá Djúpalæk var „bölsýnisskáld" á þessum árum. Mér er minnisstæð vísa, sem birt- ist í Muninn 1939: Einn í hugans óbyggðum auðnir lífs ég kanna. Það er jafnan þögult um þrautir skógarmanna. Kristján hefur sagt mér, að Sigurður skóla- meistari hafi tekið sig tali og sagt: „Þér eruð skáld, Kristján. Þér eruð skáld. Það er jafnan þögult um þrautir skógarmanna. Svona yrkja engir nema skáld." Þetta varð Kristjáni að sjálf- sögðu mikil uppörvun á þeim tíma. Egill Jónasson var svo skáld gleðinnar. Um þetta leyti tíðkaðist það mjög, að einstakir kaup- staðir tefldu símskák og gjarna var það, að skáld og hagyrðingar voru kvaddir til að senda stökur milli leikja. Þegar þeir áttust við Húsvíkingar og Eskfirðingar orti Egiil: Þið eruð hreint að hníga á höfuðin einskis virði eins og þið væruð allir frá Eskimóafirði. Eftir þennan formála kemur svo erindi Heið- reks, sem hann kvað að áliðnu kvöldinu góða: Adeiluskáld, sem beiskju í bikar lætur, bjartsýnisskáld frá rómantískum stað, bölsýnisskáld, sem gæfuleysið grætur, gleðinnar skáld, sem skopast mönnum að fundust í kvöld, en fátt af ljóðum snjöllum fengu þau ort, en mörg var heimska sögð. Þó væri hægt að gera úr þeim öllum eitt lítið skáld, ef saman væru lögð. Hinar síðustu vikur hefur athyglin mjög beinst að kjarasamningum og þykir niðurstaðan ljós vottur þess, hvernig ástandið er orðið í þessu iandi. Móri kvað: Er verkalýðshreyfingin reynslunni ríkari? Er raungildi kaupmáttar skerðing á verðgildi? Er austfjarðaþokan í hausnum á Hjörleifi og huggunin vináttutengslin frá Sovéti? Síðari hlutinn skýrir sig sjálfur. Um næstu stöku Móra er það að segja, að þau úrræði þykja nú helzt koma til greina í málefnum sauðfjár- bænda að skera fjárstofninn niður um 20%. Yfir- skriftin gæti vel verið sauðkindur: Fólkið veit, að fjarar undan sér. Fimmtu hverju rollu bóndinn sker. Launin hækka, — en því sem umfram er mun aftur skilað 1. september. Kristján frá Djúpalæk kastaði þessum fyrri hluta fram eitt skáldakvöldið fyrrum á Akureyri: Himinn blánar öðrum yfir, alltaf gránar minn. Og Heiðrekur Guðmundsson botnaði: Annan smánar allt sem lifir, eltir lánið hinn. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.