Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Fræösluerindi á vegum Kaupþings hf. — 1. hluti: Hagkyæmustu fjárfestingar — og ávöxtunarmöguleikar einstaklinga — eftir dr. Pétur H. Blöndal stœrðfræðing Venjulegt heimili fær peninga til ráðstöfunar með tekjum af vinnu heimilisfólks utan heimil- is og einnig koma til tekjur af sparnaði (vextir, arður, leiga o.s.frv.). Þessum tekjum ráðstaf- ar heimilið til greiðslu á sköttum (tekjuskattur, fasteignagjöld, eignaskattur), sem eru þvingað- ar, til framfærslu (neyslu) og til sparnaðar (innlagt á bankabók, kaup á spariskírteinum, afborg- un af íbúð o.s.frv.). Þessir tveir síðustu liðir eru frjálsir en þó með þeim takmörkunum að menn geta ekki skorið niður framfærslukostnað heimilisins nema að vissu marki. Hvar það mark liggur er aftur á móti hin stóra spurning. Ráöstöfun tekna Eins og ég gat um hér á und- an, eru greiðslur skatta þvingað- ar, þ.e. menn geta ekki ráðið hversu mikla skatta þeir greiða (nema þeir gleymi drengskapn- um). En geta menn sparað? Það er algengt að menn segi: Ég á bara enga peninga afgangs um mánaðamót, allt kaupið er rokið út í veður og vind. Ég get ómögu- lega sparað. En er þetta rétt? Jafnvel við ákvörðun um það, hvort menn kaupa vísitölubrauð eða hin dýrari (og betri) brauð, smjörlíki eða smjör, ýsu eða lúðu, tínast til margir litlir tík- allar, sem samanlagt geta numið hundruðum eða þúsundum á mánuði. Svo er það bensínið og ferðirnar í Bláfjöll (50 km) og skíðaútbúnaðurinn, snjósleðinn, vídeóið og sumarleyfisferðin svo eitthvað sé nefnt. Hér getur sparnaðurinn verið umtalsverð- ur. íslendingar eru, sem betur fer, velflestir vel í stakk búnir til þess að spara. Spurningin er bara um vilja til að fresta neyslu og festa fé (fjárfesta). Hvað er fjárfesting? Þessari spurningu er ekki auð- svarað. Kaup á handklæði er ör- ugglega ekki fjárfesting en hvað um bíl eða íbúð? Það liggur í orðinu fjárfesting, að féð er fest um nokkurn tíma. Því er innlögn á venjulega bankabók ekki fjár- festing. Oðru máli gæti gegnt um bundnar bankabækur. Og kaup á spariskírteinum og veðskuldabréfum er vafalaust fjárfesting. Vegna þess hve af- skriftartími bíla er stuttur (10 ár) er í hæsta lagi hægt að flokka bílakaup undir skamm- tíma fjárfestingu. íbúðakaup eru aftur á móti greinilega fjárfest- ing til langtíma. Fjárfesting, hvers vegna? Hvað veldur því, að menn spara og njóta ekki lífsins eins og það er kallað. 1. Öryggisþörf: Menn vilja geta mætt ýmsum áföllum vegna dauða, örorku, elli, slysa og óhappa ýmiskonar og treysta þá gætilega á þær tryggingar, sem velferðarþjóðfélagið býður upp á. 2. Sjálfstæði: Það er augljóst, að maður, sem ætíð er blankur um mánaðamót og því gjörsam- lega háður því að missa ekki vinnuna, er ekki eins sjálfstæður og sá, sem á sem svarar tekjum hálfs árs í handraðanum. 3. Njóta lífsins seinna: Sumir menn vilja vinna og spara á meðan þeir hafa gaman af því og hvíla sig og njóta svo lífsins seinna. 4. Annir: Aðrir geta vegna anna ekki komið sínum tekjum í lóg. 5. Arfur eða bætur: Fólk, sem erfir stórar upphæðir eða fær stórar bætur, sem það verður að lifa lengi á. Það fólk verður að festa sina peninga um sinn, það verður að fjárfesta. 6. Staða: Að lokum má svo ekki gleyma því, að maður sem á mikinn sparnað er ekki litinn sama auga og ef hann ætti ekki neitt. Þessi hvati til sparnaðar er eflaust mörgum mikilvægur. Fjárfesting, hvernig? 1. Dreifing áhættu: Sagt er að gyðingar hafi þá gullnu reglu að dreifa fjárfestingum sínum á marga þætti og vera þannig bún- ir undir skakkaföll af ýmsu tagi. Þessi regla gildir ekki bara fyrir gyðinga, hún er augljós og algild. Þessa gullnu reglu í fjárfesting- um brjóta flestir Islendingar gróflega. Þeir setja margir al- Dr. Pétur Blöndal eigu sína í íbúðarhúsnæði og eru þannig mjög viðkvæmir fyrir al- kalískemmdum, jarðskjálftum og ásælni ríkisvaldsins, sem með sköttum getur lækkað verðmæti eignanna. Dreifing áhættu er meginatriði góðrar fjárfest- ingar. 2. Binditíminn: Binditímann þurfa menn að athuga þegar þeir festa fé sitt, þ.e. hversu lengi féð er fast. Maður sem ætlar að kaupa húsnæði eftir 5 ár, kaupir ekki skuldabréf til tíu ára, nema hann búist við að losna við þau án þess að tapa eftir 5 ár. Einnig er ekki ráðlegt fyrir sjötugan mann að binda sitt fé til 30 ára, ef hann ætlar að nota það sem tryggingu í ellinni. 3. Umsjón fjárfestingar: Menn verða að huga að þeirri vinnu, sem fjárfestingin hefur í för með sér. Leiguhúsnæði t.d. krefst þess að sifellt sé verið að innheimta leigu, sjá um viðhald, borga skatta og finna leigjendur. Spariskírteini krefjast þess eins að menn muni eftir síðasta gjalddaga. 4. Arðsemi: Arðsemin skiptir ekki svo litlu máli, sér í lagi þeg- ar til lengri tíma er litið. A með- fylgjandi töflu sjást áhrif raun- vaxta á þróun verðmæta. En raunvextir er vöxtur fjármagns umfram verðbólgu. 5. Seljanleiki: Hversu létt er að losa það fé sem fest hefur ver- ið? (Seljanleiki). Hér kemur til mat á því, hvort auðvelt muni reynast að selja t.d. stórt einbýl- ishús eftir tíu ár. 6. Fjárfestingargreining: Að síðustu þarf sá, sem ætlar að fjárfesta að kanna í hvernig ein- ingum hann getur fjárfest. Sá sem borðar ýsu í dag í staðinn fyrir lúðu og sparar við það kr. 15, getur ekki vænst þess að kaupa fyrir það íbúðarhúsnæði. En strax og hann er búinn að spara kr. 300 getur hann farið að huga að kaupum á minnstu ein- ingum spariskírteina. Seljan- leikinn fer einnig eftir eininga- stærðinni þannig að minni ein- ingar eru yfirleitt auðveldari í sölu. Tafla 1. Kaunvextir Áhrif vaxta (arðs) á fjárfestingu: (Tvöföldun verðmætis) Tvöloldunartími Verðmæti 100 kr. 1% 70 ár eftir 10 ár: 110 kr. 2% 35 ár 122 kr. 3% 23 ár 134 kr. 5% 14 ár 163 kr. 8% 9 ár 216 kr. 11% ?ár 284 kr. 14% 5 ár 371 kr. 1% árlegir vextir frá kristsburði (1982 ár) gera úr 1 silfurpeningi 367.25l.(HK» silfurpeninga. 11 Alan SonUg kemur annað árið í röð á bridgehátfð. Bridgehátíö í lok janúar: Bandaríkja- menn, Færey- ingar og Danir meðal þátttakenda ALAN Sontag, einn þekktasti bridgespilari vestan hafs, verður meðal þátttakenda á bridgehátíð sem haldin verður um mánaðamót- in á Hótel Loftleiðum. Stefnt er að því að alls Uki sex eriend bridge- pör, þátt í hátíðinni. ein sveit frá N-Ameríku, önnur frá Danmörku, en auk þess par frá Færeyjum og eitt til viðbóUr frá Danmörku. Al- an Sontag kom á bridgehátíð i fyrra, en hann er einn hinna frægu Dallas-Asa. Heildarverðlaun á mótinu veröa 8.000 dalir eða sem næst 144.00 kr. Mótið hefst 28. janúar og stendur í fjóra daga. Að hátíðinni standa Bridge- samband íslands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir. Há- tíðin hefst kl. 19.30, föstudaginn 28. janúar, með stórmóti í tvímenningi. I því móti spila 44 pör. Mótið heldur áfram á laug- ardag og er áformað, að því ljúki fyrir kvöldið. Stórmót Flugleiða, sem er sveitakeppni, hefst kl. 13 á sunnudag með undankeppni, sem spiluð verður um daginn og kvöldið. Fjórar sveitir úr undan-1 keppninni komast í úrslita- keppnina, sem spiluð verður á mánudaginn. Hátíðinni lýkur á mánudagskvöld með verðlauna- afhendingu. | Jólamarkaðirnir setja mikinn svip á bæina fyrir jólin og eru þeir fjölsóttir jafnt af ungum sem öldnum. kvöld eða á jóladag. Svo þekkist líka að borða jóla- geddu, sem er vatnafiskur. Ekki get ég lýst ágæti hans, því að ég hef aldei bragðað hann og því síður hef ég lagt út í að matreiða hann. Aftur á móti steiki ég gæs um hver jól, sem er herramannsmat- ur. En jóladagsmaturinn á mínu heimili er ævinlega ís- lenzkt hangikjöt, annars væru ekki almennileg jól í mínum augum! Það er haldið upp á aðfanga- dagskvöld á sama hátt og á íslandi. Þetta kvöld fyllast allar kirkjur, þótt þær standi hálftómar á öðrum tímum ársins. Samt held ég, að kirkjusókn sé yfirleitt ívið meiri hér en á Islandi — og sækja kaþólskir frekar kirkju en mótmælendur. Fyrstu guðsþjónustur eru haldnar kl. 4 á aðfangadag, síðan kl. 6 og miðnæturmessur eru víða haldnar. Þær eru sagðar vera sérstaklega hátíðlegar. — Þetta kvöld er hátíð fjöl- skyldunnar og barnanna, það er borðaður hátíðismatur, skipzt er á gjöfum, börnin fá sælgæti eins og þau geta í sig látið — alveg eins og á ís- landi. Jóladagana sjálfa eru fjölskylduboðin í algleym- ingi; fólk fer úr einu matar- og eða kaffiboði i annað, og er ekki laust við magakveisu og aukakíló hjá sumum, þeg- ar allt er afstaðið. Þrátt fyrir allar gamlar hefðir og það, að jólin eru hátíð friðar- ins og næsthelgasta hátíð kristinna manna (páskarnir eru taldir heilagasta og mik- ilvægasta hátíðin), þá er það hér eins og víðast hvar um Vesturlönd, að jólin eru fyrst og fremst orðin verzlunar- hátíð. Mér ofbýður nú alveg, þegar fyrstu jólavörurnar og jólaskreytingarnar koma í verzlanir siðari hluta októ- ber. En mér finnst það alltaf fallegur siður að gleðja ætt- ingja sína og vini með gjöf- um, svo fremi sem hjarta fylgi gerðum, og ekki er um sýndarmennsku að ræða eða einskæny „skyldugjafir". En ég hallast nú frekar að því, að það sé sjaldgæfara en hitt, að vilja eingöngu gleðja viðtak- endur gjafanna. Síðustu ár hefur það komizt tölu- vert í tízku að vera að heiman um jólin. Það er orðið mjög algengt, að ekki sé unnið á milli jóla og nýárs, og nota því margir tækifærið til að fara í ferðalög. Sóldýrkendur fjölmenna á Kanaríeyjar, og einnig eru skíðastaðirnir í Suður-Þýzkalandi, Austur- ríki og Sviss afar vinsælir. En ég er nú svo gamaldags, að mér finnst alltaf jóla- legast að vera heima hjá mér yfir jólin — eða þá á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.