Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 18 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggúr Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakið. Kaupmáttur og ráðherrasósíalismi að er komið kosningahljóð í Þjóðviljann. Ráðherrasósí- alisminn, sem sett hefur svip á blaðið liðin misseri, víkur nú fyrir „kaupverndartali", að vísu holu og innantómu. Þeir, sem gengu til liðs við Al- þýðubandalagið 1978, er það flaggaði slagorðunum „kosn- ingar eru kjarabarátta", „samn- ingana í gildi" og „burt með kaupránsstjórnina“, eru nú reynslunni ríkari. Annáll Alþýðubandalagsins í verðbótaskerðingu launa er langur orðinn og lærdómsríkur. Þeir vóru naumast setztir í ráðherrastólana, forystumenn Alþýðubandalagsins, er fyrsta verðbótaskerðingin reið yfir, í desember 1978. Síðan stóðu þeir að Ólafslögum, er lögfestu slíka skerðingu reglubundið. Sú lög- gjöf skerti verðbætur launa þrí- vegis 1979, fjórum sinnum 1980, einu sinni 1981 og fjórum sinn- um 1982. Ekki þótti Alþýðu- bandalaginu nóg að gert með kaupskerðingum Ólafslaga. Það stóð því að bráðabirgðalögum er skertu , verðbætur frekar en Ólafslög fela í sér bæði í marz 1981 og í desember 1982. Alþýðubandalagið hefur stað- ið 13 sinnum að verðbótaskerð- ingu launa frá því að félagi Svavar og fylgisveinar settust í ráðherrastóla 1978. Samtals nema þessar skerðingar 50%. Þannig vóru „samningar settir í gildi" og „kosningar gerðar að kjarabaráttu"! Morgunblaðið deilir ekki á viðleitni til þess að draga úr sjálfvirkum skrúfugangi kaup- gjalds og verðlags. Það gagnrýn- ir hinsvegar að stanzlaust krukk vinstri stjórna í kjarasamninga, allar götur frá 1978, var ekki lið- ur í heildstæðum verðbólgu- hömlum og hafði því ekki árang- ur sem til stóð. Blaðið fordæmir og þann tvískinnung sem fram kemur annarsvegar í ólöglegu verkfalli og útflutningsbanni á sjávarafurðir þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar stóð að mun hóflegri íhlutun í kjara- samninga á sinni tíð en hinsveg- ar í keðjuskerðingum Alþýðu- bandalagsins á verðbótum launa 1978-1982. Hófleg verðbóta- íhlutun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var þó liður í margþættum verðbólguhömlum, er náðu verðbólguvexti úr 54% niður í 26% á miðju ári 1977. Verðbólgan stefnir hinsvegar nú, að öllu óbreyttu, í meiri hæðir en nokkru sinni. Afrekaskrá Alþýðubandalags- ins á kaupmáttarvettvangi er ekki tæmd. Það stóð fyrir 2% hækkun söluskatts og 6% hækk- un vörugjalds 1979, auk skatt- hækkana í benzínverði. Það stóð einnig að álagningu orkujöfnun- argjalds sem er í raun 1,5% nýr söluskattur. Ennfremur að toll- afgreiðslugjaldi. Allt eru þetta verðþyngjandi skattar, sem tal- ið hafa verðlag upp en ekki niður — og hafa ekki drýgt ráðstöfunartekjur fólks. Á sama tíma hafa tekjuskattar og stór- aukizt. Þegar Alþýðubandalagið set- ur nú upp á ný „kaupverndar- svipinn" frá 1978, í tilefni kosn- inga, hljómar textinn í leiðurum Þjóðviljans eins og öfugmæla- vísur. Alþýðubandalagið er og verður dæmigerður hentistefnu- flokkur þar sem ráðherrasósíal- isminn blívur en tröll hafa hags- muni alþýðu. Strætó og skuldastefnan Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur, sem eldað hafa grátt silfur um nýjan vísi- tölugrundvöll og málefni ÍSAL, hafa á ný fundið flöt til faðm- laga: gagnrýni á hækkun far- gjalda SVR. í þeirra augum skiptir það engu máli að leitazt er við að draga úr verulegum hallarekstri þessa almennings- fyrirtækis. Þeir hafa sín úrræði, vinstri flokkarnir, sem sett hafa svip á stjórnsýslu margra stofn- ana, að slá erlend lán til að borga hallareksturinn og velta skuldasúpunni yfir á framtíð- ina! í þvílíkri stjórnvizku finna framsóknarmenn og kommún- istar hvorir aðra. í verðþróun, eins og fylgt hef- ur vinstri stjórnsýslu í þjóðfé- laginu undanfarin ár, er hyggi- legra að hækka fargjöld í byrjun árs og reyna að halda þeim stöð- ugum út árið en að efna þegar í upphafi til aukins hallarekstrar og þeirrar fjármagnsstöðu fyrir- tækisins er kallar á kollsteypur verðhækkana síðar á árinu og reynist farþegum mun kostnað- arsamari þegar heildardæmið er gert upp. Með þerrri leið sem nú er valin verður verðhækkun fargjalda strætisvagnanna á heilu ári mun minni en ella hefði orðið. Ábyrgðina á dýrtíðarþróun í landinu er hinsvegar að finna í stjórnarráðinu, þar sem stefnu- vitar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks vísa verð- bólguveginn. Prófkjör sjálfstæðismanna á Vesturlandi: Ingu Jónu í öruggt sæti - eftir Sigþór Sig- urðsson, fgrrv. for- mann kjördæmisráðs Sjálfstœðisflokksins á Vesturlandi PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna á Vesturlandi fer fram dagana 15. og 16. janúar næstkomandi. Annar maður á núverandi lista, Jósep Þorgeirsson, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér. Ljóst er því, aö með óbreyttum styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu sest að minnsta kosti einn nýr þingmaður þaðan inn á alþingi eft- ir næstu kosningar. Framboðslisti hefur verið birtur. Ég veit af eigin reynslu, að allir sem bjóða sig fram í þessu prófkjöri eru mætustu menn, eftir að hafa starfað með þeim um árabil, bæði gegnum sveitarstjórn og flokksstarf í kjördæminu. Ég vil samt ekki láta hjá líða að minnast sér- staklega á einn frambjóðanda, þar sem ég ætla að kjör hans skipti bæði kjördæmið og flokk- inn meira máli en menn kannski átta sig á í hita leiksins. Ég hygg, að það geti skipt sköpum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, að hann svari kalli tímans varðandi eðlilega endurnýjun í þingliði flokksins. Hann verður að nýta krafta, þekkingu og hug- sjónaeld ungs fólks. Á tímum jafnréttis og kvennaframboða er það beinlínis óskastaða fyrir Inga Jóna stjórnmálaflokk að geta teflt fram í kosningum ungum menntuðum og glæsilegum full- trúa, með víðtæka pólitíska reynslu og skilning á atvinnulíf- inu, sem þar að auki er kona. Inga Jóna er efni í mikilhæfan stjórnmálamann og er raunar orðin það nú þegar, þótt hún starfi utan alþingis. Hún er fædd og uppalin á Akranesi og gjörþekkir málefni útgerðar og sjávarútvegs. Hún er viðskipta- fræðingur að mennt, skrifaði kandidatsritgerð um skipasmíð- ar og starfaði hjá skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts með námi og að því loknu. Hún Sigþór Sigurðsson kenndi við Fjölbrautaskóla Akraness frá árjnu 1979 til 1981, en hefur síðan þá verið annar af tveimur framkvæmdastjórum Sjálfstæðisflokksins. Inga Jóna hefur starfað mikið að félagsmálum, til dæmis með skátahreyfingunni. Hún hefur verið varamaður í bæjarstjórn Akraness síðan 1974 og var vara- formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna í fjögur ár. Mér finnst ástæða til að óska sjálfstæðismönnum á Vestur- landi til hamingju með slíkan frambjóðanda og hvet þá ein- dregið til að tryggja Ingu Jónu öruggt sæti. Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur nk. sunnudag - eftir Atla Heimi Sveinsson Nú fer dýrðartimi í hönd hjá Kammersveit Reykjavíkur rétt einu sinni. Það er ekki venja mín að skrifa gagnrýni, allra síst fyrirfram, en ég get ekki látið hjá líða að vekja athygli á efnisskránni: Kammersin- fónía Arnolds Schönberg op. 9 verð- ur flutt í fyrsta sinn á íslandi. Kammersveitin hefur um margt sérstöðu í okkar tónlistarlífi. Mér dettur ekki í hug að hæla félögum hennar fyrir dugnað eða óeigin- gjarnt, fórnfúst starf, eins og gagnrýnendur gera þegar af litlu er að taka, heldur eingöngu fyrir listræn gæði í flutningi, sem er það eina sem gildir og blívur í músík. Á Listahátíð flutti Kamm- ersveitin Pétur í tunglinu eftir Schönberg undir stjórn Paul Zuk- ofskys ásamt Rut Magnússon. Ég hef heyrt þetta verk ótal sinnum, en aldrei eins vel og þá. Allt fór saman: Snilld flytjenda, trúnaður við verkið og listrænt innsæi. Pét- ur í tunglinu er eitt merkasta tón- verk þessarar aldar, og Kammer- sinfónían er það einnig. Schönberg var óvanalega frjór á þessum ár- um. Verkið var samið árið 1906 og frumflutt næsta ár í Vínarborg. Við höfum lýsingar Anton Web- erns á því þegar Schönberg kom úr sveitinni í bæinn með verkið tilbúið — þvílík áhrif það hafði á nemendur hans. Við vitum líka um hrifningu Gustav Mahlers þegar það var frumflutt, þegar hann var að munnhöggvast við músikaftur- haldið sem er óendanlegt eins og eilífðinipg heimskan. Það er alltaf gaman*að fara til Ameríku, en skemmtilegust var förin með Kól- umbusi í fyrsta sinn, og skemmti- legasta hnattsiglingin var með Magellan. Kammersinfónían var líkt og Pétur í tunglinu könnunar- ferð um ónumið land í músik í fyrsta sinn. Það verður líka gaman að hlusta á Sköpun heimsins eftir Daríus Milhaud, þann sprellfjöruga og af- kastamikla Frakka, sem stundum kompóneraði í mörgum tónteg- undum samtímis. í Sköpun heims- ins blandast djass og svokölluð æðri tónlist saman í fyrsta sinn, eða þar um bil. Og svo er meistari Lutoslavski sjötugur á þessu ári. Hann er óumdeilanlega eitt besta tónskáld okkar tíma. Allur tónlistarheim- urinn keppist alls staðar við að hylla hann, en enginn virðist hafa munað eftir honum á íslandi nema Kammersveitin. En ég hlakka mest til að hlusta á Kammersinfóníuna. Hún er samin fyrir fimmtán hljóðfæra- leikara, þ.e.a.s. einleikara. Hver einstök rödd er jafnerfið ein- leikskonsert. Það er erfitt að stjórna svona verki, en hér er Paul Zukofsky óviðjafnanlegur snill- ingur. Undir hans stjórn hafa hljóðfæraleikarar sýnt árangur á heimsmælikvarða. Varðskipið Týr flutti um 100 Vestfirðinga til Reykjavíkur VARÐSKIPIÐ Týr kom í fyrradag með rúmlega 100 manns af sunnan- verðum Vestfjörðum til Reykjavík- ur. Var þar um að ræða fólk, sem árangurslaust hafði beðið flugs fyrir vestan frá því fyrir áramót. Týr hóf að safna saman fólki síðdegis daginn áður og tók fólk allt frá Flateyri og suður úr. Að sögn Benedikts Guðmundssonar hjá Landhelgisgæzlunni gekk ferðin mjög vel þrátt fyrir 10 til 11 vindstig á þessum slóðum með- an á ferðinni stóð. Sagði hann að fólkið hefði verið ánægt með ferðina og þjónustu Gæzlunnar og hefðu Gæzlunni borizt þakkir frá nokkrum þeirra. Benedikt sagði ennfremur, að fremur al- gengt væri að Gæzlan aðstoðaði fólk, sem hvorki kæmist leiðar sinnar á landi eða í lofti, og þetta fólk hefði verið búið að bíða flug- fars frá því fyrir áramót. Ekki var útlit fyrir flug og því aðstoð- aði Gæzlan fólkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.