Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 19 Skákskóli Friðriks Ólafssonar stofnaður: „Viljum miðla af reynslu okkar og þekkinguu - segir Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák „Stofnun skákskola hefur lengi venð a döfinni, um áratuga skeid hafa menn rætt um nauðsyn þess að koma á skákskóla hér á landi. Nú höfum við nokkrir skákmenn ákveðið að stofna skákskóla. Ásamt mér eru það Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, Helgi Ólafsson, alþjóölegur meistari, Jón L. Árnason, alþjóðlegur meistari, og Margeir Pétursson, alþjóðlegur meistari, og munum við skipta með okkur verkum og sjá um alla kennslu," sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari i skák á fundi með blaöamönnum í gær þegar hann tilkynnti stofnun „Skákskóla Friðriks Olafssonar". „Við viljum reyna að ná til sem flestra. Á Islandi eru marg- ir efnilegir skákmenn. Skákin virðist okkur í blóð borin, það hefur sýnt sig í gegn um aldirn- ar. En ég held að menn geti verið sammála um, að árangur hafi ekki verið eins og efni hafa stað- ið til. Við viljum með framtaki okkar ekki bara leiðbeina skák- mönnum, sem hafa lært mann- ganginn heldur einnig þeim, sem lengra eru komnir; þeim sem vilja gefa sig að skákinni. Því skiptum við skólanum í flokka, byrjendaflokk, framhaldsflokk 1 og framhaldsflokk 2. Skólinn mun beita sér fyrir eftirfarandi verkefnum; 6—12 vikna námskeiðum, 3—7 daga námskeiðum, sem miðast við þarfir taflfélaga úti á landi og fjölteflum og fyrirlestrum, sem ekki þurfa að taka meira en eina kvöldstund. Skólanum verður skipt í flokka. Byrjendaflokkur er ætl- aður þeim sem lítið kunna fyrir utan mannganginn og vilja auka þekkingu sína. Við kennslu verð- ur stuðst við skákbækur sem komið hafa út á ísienzku auk til- leggs frá kennurum. Framhalds- flokkur 1 er ætlaður þeim sem þegar hafa tileinkað sér grund- vallaratriði manntaflins. Lögð verður áherzla á alla þætti skák- arinnar, byrjanir, miðtaflið og auk þess endataflið. Kennslu- Helgi Olafsson, Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Jón L. Árnason á blaðamannafundi í gær þegar þeir skýrðu frá hugmyndum sínum um skákskóla. N1.vn<l 'lbl Kri*tj»n. gögn verða að meginhluta til á íslenzku og erlendar bækur og tímarit. Framhaldsflokkur 2 miðast við þá, sem náð hafa nokkrum þroska á sviði skákarinnar; eru með 1700 Elostig eða meira. Far- ið verður ofan í saumana á byrj- unum og þá einkum þeim sem ofarlega eru á baugi á hverjum tíma. Miðtöfl og endatöfl verða krufin til merjar. Við fylgjumst með þvi sem er að gerast í skákheiminum, kynnum nýjung- ar, nýjar byrjanir og auk þess skákmót sem haldin eru. Þessu munum við miðla til nemenda. Kennslugögn munu því saman- standa af erlendum blöðum og tímritum, nýjum mótsblöðum og bókum og fleiru. Við munum reyna að hafa skólann eins lifandi og skemmti- legan og kostur er. Gert er ráð fyrir að nemendur, eins og í hverjum öðrum skóla, búi sig undir skáktima með því að lesa sér til um ákveðið efni hverju sinni og komi því vel búnir undir tíma. Við munum reyna að byggja upp skákmennt á skipulegan hátt meðal unglinga og þeirra sem eldri eru. Eg held sérstak- lega, að efnilegir skákmenn mundu hafa gott að tilsögn frá sér reyndari skákmönnum. Það hefur verið svo að íslenzkir skákmenn hafa þurft að læra af sjálfum sér, og með lestri bóka. Skákþjálfarar hafa engir verið. Með þessu teljum við að hægt sé að þroska hæfileika ungra skákmanna fyrr. Við höfum reynslu, þekkingu og kunnáttu. Höfum telft á skákmótum um allan heim og við viljum að aðrir fái að njóta þessarar reynslu. Þetta fyrst og fremst vakir fyrir okkur; að efla skáklíf á íslandi. Það má segja að þetta sé hug- sjónastarf," sagði Friðrik Ólafsson. Djúpivogur: Deila milli kanadískra verkamanna og framkvæmdastjórn Búlandstinds hf. DEILUR hafa að undanförnu orðið milli framkvæmda- stjóra hraðfrystihúss Búlandstinds hf. á Djúpavogi og nokkurra kanadískra stúlkna er þar hafa starfað. Hafa dcilurnar snúist um það hvort staðið hafi verið við samn- inga er gerðir voru við Kanadamennina áður en þeir komu hingað, og hvort aðbúnaður á hótelinu þar sem þau bjuggu geti talist viðunandi. Alls komu hingað til lands 17 Kan- adamenn, og hafa fjórir þeirra, allt stúlkur, nú hætt. Þrjár eru í Reykjavík, en hin fjórða hefur fengið vinnu á Flateyri. Þau voru ráðin hingað til lands fyrir milligöngu Garðars Garðarssonar, ræðismanns íslands í Kanada, en flestir Kanadamannanna eru Vestur-íslendingar. Alþýðusamband íslands hefur blandast i málið. Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASÍ, lét hafa eftir sér í útvarpi að Ijóst væri að Búlandstindur hefði ekki staðið við gerða samninga. Þessu mótmælti Gunnlaugur Yngvarsson, framkvæmdastióri Bú- iandstinds, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, hefur beðist afsökunar á ummælum blaðafulltrúans. Það hefur svo aftur leitt til þess, að Haukur Már hefur sagt upp störfum hjá Alþýöusambandinu eins og Mbl. hefur þegar skýrt frá. — Arnmundur Barhmann, lögmaður, hefur mál Kanadamannanna nú til athugunar, og mun væntanlega skýrast næstu daga, hvert framhald málsins verður. Hér á eftir verða rakin sjónarmið þriggja Kanadamann- anna, og framkvæmdastjóra Búlandstinds. Höfum staðið við alla samn- inga og vel það - segir Gunnlaugur Ingvarsson framkvæmda- stjóri Búlandstinds „ÞAÐ er leiðinlegt að þetta skyldi fara svona, i fyrsta lagi að fólkið skuli hafa sagt það sem eftir því hef- ur verið haft, og í öðru lagi hvernig sumir fjölmiðlar hafa tekið á þessu," sagði Gunnlaugur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi, i samtali við blaöamann Morgunblaðsins, er hann var spurður um málið. „Stúlkurnar þrjár sem hér um ræðir," sagði Gunnlaugur, „hættu hér sitt í hvoru lagi, en áfram störfuðu 14 Kanadamenn og 1 ís- lenskur ríkisborgari, sem komu um leið og þær. Er stúlkurnar þrjár hættu báru þær fyrir sig ósætti innan hópsins, og raunar höfðum við tekið eftir því að svo virtist sem þær féllu ekki inn í félags- skapinn. Þær kvörtuðu ekki við okkur vegna aðbúnaðar né vegna vinnunnar, og ekki höfðu þær held- ur samband við trúnaðarmenn verkalýðsfélagsins vegna þessa máls. Það er svo ekki fyrr en blaðafulltrúi Alþýðusambandsins, Haukur Már Haraldsson, blandast í málið, að það blæs út. Hann hafði hins vegar ekki fyrir því að tala við okkur, hann ræddi ekki við verka- lýðsfélagið hér, og hann talaði ekki við þá starfsmenn sem héldu áfram vinnu sinni hér. Þess í stað fer hann í útvarpið með ásakanir á fyrirtækið, sem vitaskuld er alvar- legt mál. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur beðið mig per- sónulega og fyrirtækið afsökunar á þessum vinnubrögðum blaðafull- trúans, sem hann segir ekki sam- rýmast vinnubrögðum ASÍ. Varðandi aðbúnað verkafólksins, þá er það staðreynd, að hann er mun betri en almennt gerist með erlent verkafólk hér á landi. Þau búa á hótelinu, tvö saman í herbergi. Hótelið er mjög vistlegt, teppalagt, gott eldhús er þau hafa til afnota, matsalur og setustofa, þar sem er litasjónvarp, jólatré var sett upp fyrir jólin og blóm eru í gluggum. Fjögur snyrtiherbergi eru á hótelinu, en að vísu aðeins eitt bað. Þess vegna var þeim þeg- ar bent á að nota sér aðstöðuna sem er fyrir hendi á vinnustað. Varðandi gjaldeyrisyfirfærslu og atvinnuleysi er það að segja, að Búlandstindur fékk hópatvinnu- leyfi fyrir allt að tuttugu og fjór- um kanadískum ríkisborgurum. Læknisskoðun átti síðan að fara fram hér, en ekki var unnt að ann- ast röntgenmyndatöku vegna berklaprófunar, svo það var látið bíða þar til hópurinn fór til Reykjavíkur, og fór í myndatöku á Borgarspítalanum. Niðurstöður úr því lágu þess vegna ekki fyrir fyrr en núna rétt fyrir jólin. Þetta kom þó alls ekki í veg fyrir að starfs- fólkið fengi gjaldeyrisyfirfærslu, hið eina var að ég þurfti að skrifa uppá hana fyrir þau. Það gerði ég og Landsbankinn hér veitti okkur alla umbeðna þjónustu vegna þessa. Mergurinn málsins er sá að við höfum staðið við alla samninga og öll loforð sem gefin voru fyrirfram, bæði um laun og annað. Það hlýtur líka að vera okkur ánægjuefni fyrst þetta kom upp, að allir frá Kanada sem eftir eru, hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau séu hér ánægð og að staðið hafi verið við það sem samið var um. Það höfum við gert og vel það. Ég veit ekki hvað hefur komið stúlkunum til að segja þetta sem haft hefur verið eftir þeim. Verið getur að það skipti einhverju, að þetta eru Vestur-íslendingar, sem ef til vill hafa haft í huga sér einhverjar glanshugmyndir um Island, sem svo ekki stóðust. Hér er á ferðinni fólk sem hefur búið við góð lífs- kjör, þótt sum þeirra hafi lengi verið atvinnulaus. Hér koma þau svo í erfitt veður og erfiða vinnu, og landið ef til vill ekki verið eins spennandi og „ömmusögurnar" hafa gefið til kynna. Það gæti verið skýringin, ég veit það ekki. Ég vil svo að lokum segja það, að við höfum verið ánægð með það fólk frá Kanada sem hér hefur unnið, og eru stúlkurnar þrjár þar ekki undanskildar, þær unnu hér vel sín störf. Þá erum við einnig mjög ánægðir með milligöngu ís- lenska ræðismannsins í Winnipeg, þetta hefur allt gengið vel, og því leiðinlegra að þetta mál skuli hafa komið upp,“ sagði Gunnlaugur. Hótelid var raf- magns- og hita- laust allt að 20 klst. í einu - segja þrjár kanadísku stúlknanna í yfirlýsingu MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá þremur kanadísku stúlknanna, þar sem þær rekja viðskiptin við Búlandstind eins og þau horfa við frá þeirra sjónarmiöi. Stúlkurnar eru Kim Orvis, Norma Thomas og Sandra Nelson, og hafa þær allar hætt störfum hjá Bú- landstindi eins og annars staðar kemur fram. Stúlkurnar segjast hafa verið á fundi í lok ágúst á heimili Garð- ars Garðarssonar í Kanada, þar sem saman voru komin 16 af þeim 17 sem voru á leið til starfa á íslandi, hjá Búlandstindi. Þar hafi þeim verið sagt að kaup þeirra yrði sem svarar 4,50 til 5,00 Kanadadollurum á tímann. Fyrir næturvinnu yrði greitt hærra kaup. Þeim hafi verið sagt að verðbólguþróunin myndi ekki hafa áhrif á þær. í ljós hafi komið að þeim hafi verið greiddar 43 krónur á tímann, eða 3,30 Kan- adadollarar. — Þær segjast hafa fengið þær upplýsingar að þau yrðu skattlögð hærra en íslend- ingar, en m.vndu fá mest af því endurgreitt er þau færu af landi brott. Þeim hafi verið sagt að þau gætu fengið hærra kaup eftir bón- uskerfi, en ekki verið sagt að það væri innifalið í kaupinu 4,50 til 5,00 dollarar. Enn hafi þeim verið lofað að Búlandstindur myndi annast útvegum atvinnuleyfis, en hinn 4. janúar hafi það enn ekki sést. Sex úr hópi Kanadamann- anna hafi farið í brjóströntgen- myndatökur í Reykjavík vegna at- vinnuleyfisins, í eigin tíma og á eigin kostnað, og hafi þeir sjálfir þurft að greiða fargjaldið. Kim Orvis og Norma Thomas segja að Garðar Garðarsson hafi sagt þeim í símtali að eldhús hót- elsins væri skipt niður í einingar, og hefði hvert herbergi sína eld- unaraðstöðu. Einnig að sturta fylgdi hverju herbergi. — Þetta hafi reynst fals eitt, því eldhúsið hafi aðeins verið eitt á hótelinu og þar hafi aðeins verið ein sturta fyrir þau tuttugu sem þar bjuggu. Þá segja þær að það séu helber ósannindi að þær hafi farið frá Djúpavogi af félagslegum ástæð- um. Þær hafi farið vegna þess að ekki hafi verið staðið við gerða samninga, og vegna aðbúnaðar- ins. Hótelið hafi í sjálfu sér verið ágætt, en ekki þó þegar þar bjuggu að staðaldri tuttugu manns. Langtímum saman hafi það verið rafmagns- og hitalaust, ekki sjaldnar en tvisvar í viku, jafnvel allt að tuttugu klukku- stundum í einu. — Þegar svo loks hafi.komið hiti og heitt vatn hafi sumt fólkið þurft að bíða dögum saman eftir því að þvo föt sín og komast í sturtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.