Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 — segir Ragnar Arnalds um skertar fjárveitingar til Byggðasjóðs „Það hefur verið svo mörg und- anfarin ár, að framlög til fjárfest- ingasjóða hafa ekki verið í fullu samræmi við það sem upphaflegu lögin gerðu ráð fyrir. Þetta gildir bæði um Byggðasjóð, Stofnlána- deild landbúnaðarins, Fiskveiða- sjóð, Iðnlánasjóð og raunar allar stofnlánasjóði. Fjárveitingar hafa verið takmarkaðar til allra þess- ara sjóða með sérlögum eða sér- ákvæðum í lánsfjárlögum. Þetta hefur verið ein mikilvirkasta leið- in til þess að koma fram óhjá- kvæmilegum sparnaði í fjárlög- um,“ sagði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra, er Mbl. spurði hann hvers vegna framlag ríkisins til Byggðasjóðs næmi ekki 2% af út- gjaldalið fjárlaga, eins og lög segja til um, en Mbl. skýrði nýver- ið frá því að framlagið er nú minna að raungildi en verið hefur Viðræðunefnd Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins; varpsins á Alþingi sagði hann: „Þau hafa á undanförnum árum ekki verið afgreidd fyrr en á vormánuðum og menn hafa að sjálfsögðu haft vaxandi áhyggjur af miklum erlendum lántökum, einkum til orkumálanna, og bera nú hæst lántökur til Landsvirkj- unar. Við erum því að reyna að halda þessum lántökum niðri eins og kostur er.“ Viðræðunefndin um málefni Keldna og Keldnaholts að störfum. Fri vinstri: Árni Gunnarsson, Vilhjálmur Lúðvíks- son, Markús Örn Antonsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Pétursson, Þórður Þorbjarnarson og V ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Framlög ekki í samræmi við upphafleg lög Samkomulag um málefiii allt frá 1972. Ragnar sagði það mikinn mis- skilning að ekki væri farið að lög- um þó framlag ríkisins væri minna en 2%. Hann sagði: „Mönnum finnst kannski að það séu bara ein lög sem gilda, það er þau lög sem upphaflega ákveða greiðslur, og telja það síðan ekki lög þegar upphaflegu lögunum er breytt. Síðari breytingar breyta ósköp einfaldlega fyrri lögum og þetta er ekkert annað en viðleitni af okkar hálfu til að tryggja jafn- vægi í fjárlagadæminu og í ríkis- fjármálum." Ragnar sagði aðspurður í lokin, að lánsfjárlagafrumvarpið væri enn til meðferðar. Það hefði verið aðalumfjöllunarefnið á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun, einnig á fundi í síðustu viku. Aðspurður um hvenær vænta mætti frum- Keldna og Keldnaholts Viðræðunefnd Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins sem síðan í nóvember s.l. hefur unnið að gerð samkomulags milli ríkissjóðs og borgar- innar um málefni Keldna og Keldnaholts, makaskipti á löndum og stöðu ianda og stofnana rikisins í aðalskipulagi Reykjavíkur lauk störfum i gær og sendi sameiginlegt álit í formi samnings til umbjóðenda sinna, Davíðs Oddssonar borgarstjóra, og Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa, hefur Ingv- ar Gíslason, menntamálaráð- herra, sýnt mikinn velvilja og skilning við að flýta fyrir niður- stöðu í þessu máli, sem skiptir vís- inda- og menntastofnanir þjóðar- innar miklu og snertir framtíð- arbyggð Reykjavíkur. Nefndarmenn sögðu að á þessu stigi væri ekki unnt að greina frá efni samkomulagsins, það væri nú í höndum borgarstjóra og mennta- málaráðherra og yrði kynning á einstökum efnisþáttum að bíða undirskriftar þeirra. Mál þetta 'hefur verið lengi í deiglunni en hinn 8. nóvember 1982 skipaði Ingvar Gíslason þá Árna Gunnarsson, deildarstjóra, Guðmund Magnússon, háskóla- rektor, Guðmund Pétursson. for- stöðumann á Keldum, og Vilhjálm Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins í nefnd til viðræðna við þá borgarfulltrúa Markús Örn Antonsson, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og borgarverk- fræðing, Þórð Þorbjarnarson. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði, að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og vinsamlegar og það væri skoðun nefndarinnar, að samkomulagið muni stuðla að far- sælli þróun borgarsamfélagsins, Háskóla íslands og rannsókna- stofnananna að Keldum og í Dómkirkjan í Edinborg: Leifí Breiðfjörð falið verkefni til minningar um skáldið Robert Burns BLAÐIÐ The Scotsman í Edinborg skýrði svo frá í fyrradag, að Leifi Breiðfjörð glerlistarmanni hefði verið falið að gera steindan glugga í St. Giles-dómkirkjuna í Edinborg, sem er höfuðkirkja Skotlands. Það eru annars vegar alþjóðleg samtök; „The International Federation of Burns Societies“, þ.e. félag sem vinnur að því að halda á loft minningu skozka þjóðskáldsins Robert Burns um allan heim, og hins vegar kirkjuráð St. Giles, sem valið hafa Leif Breiðfjörð til verksins. Upphaflega fór fram opin al- þjóðleg samkeppni á árinu 1980 um þennan minningarglugga, en öllum tillögum sem um hann bárust, var hafnað. Þá var tekin sú ákvörðun að skrifa 9 glerlist- armönnum frá Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi og þeir beðnir um upplýsingar og mynd- ir af eigin verkum. Úr þessum hópi var Leifur Breiðfjörð feng- inn til þess að gera tillögu að minningarglugganum. Fór Leif- ur síðan út til Edinborgar í fyrravor til þess að kynna ser aðstæður og vann svo um sumar- ið að tillögu sinni að glugganum. Tillaga þessi var svo samþykkt í júlí sl. Stefnt er að því, að þessi gluggi verði settur upp eftir þrjú ár. Næsti áfangi Leifs í gerð gluggans er að stækka fyrir- mynd hans upp í fulla stærð. Síðan fer listamaðurinn til Eng- lands til þess'að velja glerið, en glugginn verður unninn þar í landi. Mun Leifur fylgjast með gerð verksins. Glugginn er um 10 metra hár og 5 metra breiður. Efni glermyndar Leifs tengist hugsjónum skáldsins. Þannig tengist neðsti hluti myndarinnar náttúrunni sem umhverfi mannsins, miðhlutinn er byggð- ur á bræðralagshugmynd Burns og efsti hlutinn er táknrænn fyrir lífsgleðina. Leifur Breiðfjörð fer til Edin- borgar í febrúar nk., en þar verð- ur hann prófdómari við stein- glerdeild Listaháskólans í Edin- borg. Steindi glugginn, sem fyrir er í St. Giles, er frá 1881 og verður hann tekinn niður svo hægt sé að koma minningarglugganum fyr- ir. St. Giles-dómkirkjan í Fdinborg. Það er stóri glugginn á framhlið kirkj- unnar, sem Leifur Breiðfjörð mun gera glermyndina í. Keldnaholti og þar með þjóðarinn- ar í heild. 7 skip selja erlendis í vikunni NÚ ER fyrirhugað að alls 7 skip selji afla sinn erlendis t þessari viku. Þar af seldu tvö í gær og fyrradag, annað í Englandi og hitt í Þýzkalandi. Af hinum fimm er fyrirhugað að fjögur selji i Þýzkalandi. A mánudag seldi Ingólfur GK 43,3 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.049.500 krónur og meðalverð 24,23. í gær seldi Snæfugl SU 101,7 lestir í Bremerhaven. Heild- arverð var 1.660.900 krónur og meðalverð 16,32. Það skal tekið fram, að skipið fékk gott verð fyrir karfa, en lakara fyrir aðrar tegundir, en aflinn var nokkuð blandaður. Skákþing Reykjavíkur; Elvar í efsta sæti ELVAR Guðmundsson hefur forustu að loknum 7 umferðum á Skákþingi Reykjavíkur. Hann vann alþjóðlega meistarann Hauk Angantýsson í 7. umferð og vakti viðureign þeirra mikla athygli. í 2.—3. sæti eru Haukur Angantýsson og Dan Hans- son með 6 vinninga. Með 5 vinninga eru: Þröstur Einarsson, Sveinn Kristinsson, Halldór G. Einarsson, Óskar Bjarnason, Hrannar Jónsson og Guðlaug Þorsteinsdóttir. Mótið er opið og er teflt eftir Monrad-kerfi. Attunda umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 19.30. ö INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.