Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 ‘Stuttar þingfréttir Ráðunautur í og varnarmálum Bann við ofbeldis- kvikmyndum: öryggis Fridrik Sophusson (S) mælti sl. þriðjudag fyrir þingsályktunar- tillögu, sem hann flytur ásamt Jóni Baldvin Hannihalssyni (A) og Jóhanni KinvarAssyni (F) og felur í sér stofnun sérstakts embættis ráðunauts ríkisstjórnarinnar í ör- yggis- og varnarmálum. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þess að stjórnvöld byggju að íslenzkri sér- þekkingu til að leggja sjálfstætt mat á varnar- og öryggishags- muni okkar á hverri tíð. Langar og harðar umræður upphófust í þinginu, sem snérust einkum um öryggisþáttinn í utanríkisstefnu lýðveldisins. Tillagan fékk já- kvæðar undirtektir hjá öðrum en þingmönnum Alþýðubandalags- ins. • BANN VIÐ OFBELDIS- KVIKMYNDUM Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp, unnið á vegum menntamálaráðuneytis, sem felur í sér bann við að framleiða í land- inu eða að flytja til landsins ofbeldiskvikmyndir, „þar sem sérstaklega er sótzt eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrotta- legar drápsaðferðir". • ÞÓKNUN FYRIR OPIN- BERA INNHEIMTU Friórik Sohusson og Albert Guð- mundsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, endurflytja frumvarp um þóknun fyrir lögboðna innheimtu opinberra gjalda, 3% af innheimt- um gjöldum hjá viðkomandi lögskylduðum innheimtuaðilum. • GJALDSKRÁR l> J Ö N USTISTO FN ANA Friðrik Sophusson flytur og til- lögu til þingsályktunar sem kveð- ur á um að þjónustustofnunum ríkisins verði gert skylt að senda allar tillögur um efnislegar breyt- ingar á gjaldskrám til umsagnar Neytendasamtakanna og Verzlun- arráðs íslands. • LAUN OG STARFSALDUR HREPPSTJÓRA Ríkisstjórnin flytur frumvarp, sem gerir hreppstjórum að hlíta almennum reglum um starfsald- urshámark (70 ár). Frumvarpið felur og í sér breytingu á launum þeirra, þ.e. að þau „ákveðist sem tiltekinn hundraðshluti af launa- flokki er fjármálaráðherra ákveð- ur nánar". Frumvarpið nær og til lífeyrisréttinda. Hreppstjórar, sem verða í starfi, er lögin koma til framkvæmda, mega þó gegna starfi til 30. júni 1984. • FJÁRHAGSSTAÐA LÁGLAUNAFÓLKS Eiður Guðnason (A) hefur og mælt fyrir þingsályktunartillögu þingmanna Alþýðuflokks um „sérstaka könnun á fjárhagsstöðu og afkomu láglaunafólks og líf- eyrisþega, þar sem m.a. verði sér- staklega könnuð áhrif myntbreyt- ingarinnar á hag þeirra sem lægst hafa launin". • AÐSTAÐA ÖRYRKJA Helgi Seljan og Guðrún Helga- dóttir, þingmenn Alþýðubanda- lags, flytja tillögu til þingsálykt- unar, þess efnis, að ríkisstjórnin „láti fara fram sérstaka könnun á högum og allri stöðu þeirra öryrkja sem við alvarlegasta fötl- un búa“. • ILMENITMAGN í HÚNAÞINGI Ingólfur Guðnason (F) hefur mælt fyrir tillögu til þings- ályktunar um framhaldsrann- sóknir á ilmenitmagni (titanhrá- efni) í Húnavatnssýslum, eigin- leikum þess og vinnsluhæfni. Bráðabirgðalögin komin til þingnefndar: Sjávarútvegsráðherra flytur breytingartillögu Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi breytingartillögu rík- isstjórnarinnar frá í ágústmánuði sl. um ráðstöfun gengismunar, sem fel- ur í sér eftirfarandi: „Krónur 40 milljónir renni í Stofnfjársjóð fiski- skipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði físki- skipa, samvkæmt reglum sem sjáv- arútvegsráðherra setur, að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs ís- lands og LÍÚ.“ Nýr töluliður hljóði svo: „Eftirstöðvum ásamt vöxtum skal ráðstafað skv. nánari ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins í samráði við sjávarútvegsnefndir Alþingis." Fjórða greina bráðabirgðalag- anna, sem fjallar um ráðstöfun gengismunar, fól í sér eftirtalin efnisatriði: verja átti 80 m.kr. til greiðslu óafturkræfs framlags til togara, 15 m.kr. til loðnuvinnslu- stöðva, 10 m.kr. til Fiskimálasjóðs vegna orkusparandi aðgerða í út- gerð og fiskvinnslu, 5 m.kr. í líf- eyrissjóð sjómanna, en eftirstöðv- ar, þar með taldir vextir, renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa. Tillaga ráðherra felur í sér breytingu varðandi Stofnfjársjóð og ráðstöf- un eftirstöðva. Staðfestingarfumvarp á bráða- birgðalögunum, ásamt breytingar- tillögu sjávarútvegsráðherra, vóru afgreidd til þingnefndar sl. mánu- dag. Vilmundur Gylfason (BJ) lýsti andstöðu við frumvarpið og breytingartillöguna og Guðrún Helgadóttir (Abl) taldi vart næg- ar né nógu traustvekjandi upplýs- ingar fyrirliggjandi til að byggja á afstöðu um ráðtöfun gengismunar. Sjávarútvegsráðherra sagði innborgaðan gengismun vera 123 m.kr., 20 m.kr. væru ógreiddar af SH, 5 m.kr. af SÍS, 6 m.kr. af salt- fiski, en inn í dæminu væri einnig 54 m.kr. sem takast ættu af skreið. Morgunblaðið/ Júlíus. Harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar: Skullu saman er gul ljós blikkuðu HARÐUR árekstur varð á gatnamót- um Suðurlandsbrautar og Kringlu- mýrarbrautar um klukkan hálfþrjú aðfararnótt sunnudags. Datsun- hifreið var ekið suður Kringlumýr- arbraut í veg fyrir Citroén-bifreið, scm ekið vár vestur Suðurlands- braut og skullu bifreiðirnar harka- lega saman og kastaðist ('itroén- bifreiðin á umferðarljósin og eyði- lagði þau. Þrennt var flutt í slysadeild, ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í Citroén-bifreiðinni, sem er leigubifreið og er gjörónýt og hin er stórskemmd. Miðað við að- komu má telja það mikla mildi, að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Blikkandi gul ljós voru á gatna- mótunum, til merkis um að aðal- réttur gildi en sýna beri varúð. Þetta er eitt mesta slysahorn í Reykjavík og alvarleg umferðar- slys hafa orðið þarna er gul ljós hafa blikkað. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í hópi þeirra, sem sýna verk sín. Nýlistasafnið: Sýning Listasmiðj- unnar í Arnarholti OPNUÐ hefur verið í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík sýning á verkum meðlima Listasmiðjunnar á geðdeild Borgarspítalans, Arnarholti á Kjalarnesi. Listasmiðjan hefur verið star- frækt síðan haustið 1981. Verkin á sýningunni eru flest frá í fyrra og eru öll til sölu. Verk á sýningunni eiga Adolf Bjarnason, Guðbjörg Helgadóttir, Halldór Viðarsson, Magnús V. Guðlaugsson, Ragnar Jóhannsson, Tumi Magnússon og Þorgrímur Vigfússon, en þeir Tumi og Magnús eru starfsmenn Listasmiðjunnar. Myrkir músíkdagar Tónlist Jón Ásgeirsson Myrkir músíkdagar er skammdegisframtak Tónskálda- félags Islands, þar sem megin- áhersla er lögð á flutning ís- lenskrar tónlistar. Fyrstu tón- leikar músíkdaganna voru haldnir í Laugarneskirkju sl. mánudag. Flutt voru eingöngu verk eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Flytjendur voru; Gústaf Jó- hannesson, Kolbeinn Bjarnason, Halldór Vilhelmsson og Bel Canto-kórinn, undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. Þrír meðlimir kórsins fluttu og smá strófur, þau Marta Hall- dórsdóttir, Ásta Thorsteinsen og Nicholas Hall. Tónleikarnir hóf- ust á orgelfantasíu yfir gamalt íslenskt sálmalag. Fantasían var eins konar raðverk nærri hreinu tilbrigðaverki, þar sem unnið er úr ýmsum lagbrotum þjóðlaga- stefsins, ýmist „kontra- punktískt" eða með sterkum hljóðklasatilþrifum. Síðasti hluti fantasíunnar, þar sem togstreitan er á milli kraftmik- illa hljómklasa og sterkrar til- vitnunar í þjóðlagastefið, var áhrifamesti þáttur verksins. Gústaf er góður orgelleikari, sem best kom fram í frumflutn- ingi Orgelsónötu, en það verk samdi Gunnar á nýliðnu ári. Nokkuð er mikið um endurtekn- ingar stefsins, endurtekningar sem í tónfræði kallast eftirlík- ingar, svo og fallandi hljómkeðj- ur (sekvensa), er við endurtekn- ingu missa alla spennu og trufla framvindu verksins. Annar þátt- ur sónötunnar (Grave) og All- egro furioso-þáttur síðasta kafl- ans er glæsileg tónlist og Grave- -þátturinn sérlega áhrifamikill. Halldór Vilhelmsson söng tvö sálmalög og kantötu, er höfund- ur kallar Syng nú mín sálarlúta. I sálmalögunum Yfir hverri eykt á jörð, við texta eftir Stefán frá Hvítadal og Þú, Guð míns lífs, eftir Matthías Jochumsson er einkennilega farið með áherslur ljóðanna, þar sem þær falla ekki saman við áherslur laganna. Lögin eru áheyrileg en nýtísku- legt undirspilið einhvernveginn annarrar ættar. Kolbeinn Bjarnason flutti mjög fallega tvö verk, sem Gunnar kallar 361 nóta og 55 þagnarmerki fyrir hljóðpípu og unnið er nokkuð áberandi yfir stækkaða tvíund, er gefur verkinu grísk-arabískan blæ og Hendingar fyrir einleiks- flautu, sem auk Missa piccola, síðasta verksins á tónleikunum, og orgelsónötunni var frumflutt á tónleikunum. Frumflutningur þriggja verka eru ekki lítil tíð- indi, drengilegt svar við drunga og kaldranaleik skammdegisins. I Missa piccola er stækkaða tví- undin mjög áberandi og heldur verkinu ef til vill einum of við ákveðna þungamiðju, sem í heild er mjög áheyrilegt verk. Flutn- ingur kórsins var á köflum góður og má vel spá honum góðu í framtíðinni undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. Af þeim er sungu einsöng í kórnum er rétt að geta ungrar söngkonu er heitir Marta Halldórsdóttir. Þarna er á ferðinni efni, sem hlúa verður að með bestu kennslu sem völ er á og forðast þær skemmdir sem fest gætu rætur með ótímabærri og of mikilli notkun, áður en réttur grunnur og þroski er fyrir hendi. Djúpslökun og spennulosun í fræðslumiðstöðinni Miðgarði verða haldin tvö helgarnámskeið i djúpslökun og spennulosun. Fyrra námskeiðið er 28,—30. jan. og það síðara 4.—6. feb. í námskeiðunum verður kennt djúpslökunarkerfi sovéska læknis- ins A.G. Odessky. Námskeiðin eru opin öllum sem áhuga hafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.