Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 3 Flugleiðir auglýsa eftir flugfreyjum: Hátt í fimm hundr uð sótt um starf „VIÐ fengum hátt í fimm hundruð umsóknir, sem er mun meira en við höfðum reiknað með,“ sagði Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir viðbrögðum við auglýsingu félagsins cftir flugfreyj- um og flugþjónum til tímabundinna afleysingastarfa á komandi sumri. „Af þessum umsóknum eru hátt á fjögur hundruð nýjar, en síðan eru 70—80 umsóknir frá fólki, sem hefur verið hjá okkur áður,“ sagði Már Gunnarsson. Aðspurður sagði Már Gunnars- son, að töluverður fjöldi karl- manna hefði nú sótt um, reyndar hlutfallslega fleiri en nokkru sinni áður. „Svo virðist sem starfið höfði meira til karlmanna nú en það gerði áður“. Már Gunnarsson sagði aðspurð- ur, að aðeins brot af þessum fjölda yrði ráðinn. „Það hefur ekki verið endanlega ákveðið hversu margt fólk við ráðum, en við erum kannski að tala um ráðningu á tí- unda hverjum þeim, sem sótti um, eða 40—50 manns," sagði Már Gunnarsson. Lögreglumenn fóru umsvifalaust um borð ásamt tollþjónum eftir að menn- irnir höfðu verið teknir með góss á Kalkofnsvegi. Mynd Mbi. Júlíus Á þessari mynd má sjá brúna yfir Litlu-Laxá, við veginn að Auðsholti sem stendur á eystri bakka Hvítár. Til hægri sést móta fyrir bænum í Auðsholti, en algengt er að bærinn einangrist i vetrarflóðum. Ljósm. Sig.Sigm. Hafrannsóknarstofnunin: Otíð undanfarið hefur haml- að síldar- og loðnuleit Teknir med fíkniefni, áfengi og tóbak: Voru í annarri ferð með góss úr skipinu ÞUNGHLAÐIN bifreið á Kalkofn.v vegi vakti athygli lögreglumanna að- faranótt mánudagsins og grennsluð- ust þeir fyrir um hverju það sætti. í Ijós kom að skipverjar á m/s Mar voru að flytja smygl úr skipinu í land. Skipverjar voru tveir ásamt fyrrum skipsfélaga sínum. Voru þeir í sinni annarri ferð, en skipið var að koma frá Alsír. Þeir voru teknir með áfengi, tóbak og fíkniefni. Þegar ljóst var að þeir voru að flytja smygl úr skipinu, var um- svifalaust settur öflugur vörður um m/s Mar og var gerð víðtæk leit í skipinu, meðal annars leitaði fíkniefnahundur lögreglunnar. Ekki fannst mikið til viðbótar — á milli 2 og 3 grömm af fíkniefnum. Hins vegar fannst áfengi við hús- leit á heimili þeirra. Alls fundust 165 grömm af mar- ijúana, 75 grömm af hassi og lít- ilræði af amfetamíni. Þá fundust 10 flöskur af áfengi og 140 flöskur af bjór og um 1200 vindlingar, auk smáræðis af kjöti. Einn skipverj- anna hefur viðurkennt að vera eigandi fíkniefnanna. BÆÐI síldar- og loðnurannsóknir hafa gengið illa hér við land undan- farnar vikur vegna ótiðar og gæfta- leysis, að því er fiskifræðingarnir Jakob Jakobsson og Hjálmar Vil- hjálmsson tjáðu blaðamanni Morg- unblaðsins í símtali um Nesradió. Jakob hefur að undanfornu verið í leiðangri með hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, og Hjálmar á Bjarna Sæmundssyni, en árangur beggja leiðangranna hefur verið lít- ill. „Við fundum nokkra sild við Eyj- ar i upphafi leiðangursins," sagði Jakob, „en við gátum ekki lokið við að mæla það, enda vita allir lands- menn hvernig veðrið hefur verið að undanfornu. Þá höfum við verið á Austfjörðum og fundið dálítla síld hér í Berufirði og Reyðarfirði, og erum búnir að mæla það. Þær mæl- ingar sýna fyrst og fremst að þar er á ferðinni þriggja og fjögurra ára síld, en það eru einmitt árgangar sem okkur vantaði upplýsingar um. Við höfum hins vegar fundið lítið af stórsíld, af þeim stofni sem veiðarn- ar hafa byggst á hingað til, svona átta ára síld, og ennþá eldri. Ungsíld höfum við því fundið en lítið af stór- síld, en mikilvægt er fyrir framtíð- arspá að vita hvað er að bætast við stofninn. Síðar er veðráttan breytist verður svo væntanlega mælt við Suð- urland, en mælingar þurfa að fara fram i blíðuveðri, annars eru þær gagnslitlar. Enn þá vantar því dálítið á að hægt sé að segja nokkuð um veiðar næsta haust, enda enn nokk- ur tími til stefnu.“ Hjálmar Vilhjálmsson tók mjög í sama streng og Jakob varðandi ótíð- ina, en þá lá Bjarni Sæmundsson í vari við Langanes. „Það er búin að vera ótið síðan við fórum,“ sagði Vilhjálmur, „og þvi getum við lítið sagt enn sem komið er. Við höfum þó orðið varir við loðnu hér fyrir utan. Við verðum hér áfram við Austfirði og Norðausturland, og Árni Friðriksson bætist í hópinn, þannig að við verðum að vona að betur fari að gefa til rannsókna," sagði Hjálm- ar að lokum. Fimm ára dreng- ur fyrir bíl FIMM ára drengur varð fyrir bif- reið í Arnarhrauni í Hafnarfirði laust eftir klukkan 18 á mánudag. Hann var að leik við götuna og hljóp fyrirvaralaust út á götun milli tveggja kyrrstæðra bifreiða. Meiðsli hans munu ekki alvarleg en þó var óttast að hann hefði lærbrotnað. Bestu bílakaupin í dag! Mazda 929 Station SuperDeLuxe árg. 1983 Innifalinn búnaður: Rafstýrðir útispeglar beggja vegna • Quarts klukka • Stokk- ur milli framsæta með geymsluhólfi • Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • Barnaöryggislæsingar • Halogenframljós • Litað gler í rúðum • 4 hraða miðstöð • Niðurfellanlegrt aftursæti í tvennu lagi • Hæðarstilling á ökumannssæti og fjölmargt fleira. Verð aðeins kr. 218.900 gengisskr. 10. 1. '83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Bestu bílakaupin ídag! Mazda929 Hardtop Limited árg.1983 Innifallnn búnaður: Veltistýri • Rafdrifnar rúður og hurðarlæsingar • Vatns- sprautur á aðalljós • „Cruise control" • Mælaborð með snertirofum • Utispeglar beggja vegna • Aðvörunartölva • Quarts klukka • Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi • Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • Halo- genframljós • Litað gler í rúðum • Innfelld rúllubelti á fram og aftursætum • Hæðarstilling á ökumannssæti og fjölmargt fleira. Verð aðeins kr. 242.800 gengisskr. 10. 1. '83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.