Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 28 Ólöf Guðmundsdóttir Akranesi - Minning Fædd 30. desember 1894 Dáin 18. janúar 1983 Amma okkar, Ólöf Guðmunds- dóttir, er dáin. Hún fæddist að Gelti í Súgandafirði 30. desember 1894, og var því 89 ára gömul. Hún átti að baki langan og oft strang- an dag. Hún vissi það öðrum betur að: „það að starfa, það er að lifa lengi." Við sættum okkur við það sem orðið er, og reynum að skilja þau rök lífsins, „að í sömu andrá er einn að fæðast, og annar að deyja". Að sífellt eru vinir að heilsast og kveðjast. Við höfum svo margs að minn- ast frá samveru okkar með ömmu, og hugir okkar eru fullir þakklæt- is. Hún auðgaði líf okkar, gaf okkur von og gleði. Hún studdi okkur og styrkti í sorg og erfið- leikum, þegar faðir okkar dó. Hún kenndi okkur og leyfði okkur að njóta sinnar eigin lífsreynslu. „Að láta yl liðinna gleðistund, verma og bæta.“ Hún gaf okkur allt, sem góð kona gefur. „Góð kona er gufli betri." Góð móðir, góð amma, leggur grundvöll að gæfu barna sinna. Þannig var amma. Við þökkum það, að við fengum að njóta hennar svo lengi. Þökkum þá ástúð og hlýju, sem hún umvafði okkur og móður okkar alla tíð. Við söknum ömmu okkar, sætið henn- ar er nú autt og enginn kemur í hennar stað. Hún kvaddi lífið með sömu hógværð og hún hafði lifað því. Megi dyggð hennar og tryggð verða okkur öllum fyrirmynd. Guð blessi ömmu. „Minningar hreinni en fonn á fjallatindum, fa*ra mér yl, frá horfnum gledilindum, fejjurstu Keisla dýrra drauma minna. drengskap oj» vorhug — arf til harna þinna.“ A.S. (Krída) —- (l*aA mælti mín móðir) Lóa, Ingi og Ásta í dag er til moldar borin frá Akraneskirkju tengdamóðir mín Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir. Ólöf var fædd 30. desember 1894 að Gelti í Súgandafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ólafsdóttir og Guðmundur Ás- grímsson. Þann 20. mars 1913 gift- ist hún Sigurði E. Hallbjörnssyni útgerðarmanni og skipstjóra. Þau bjuggu á Suðureyri sín fyrstu búskaparár. Árið 1927 flytja þau til Akraness, þar sem Sigurður rak útgerð og verzlun þar til hann lézt 3. júlí 1946. Þau eignuðust 12 börn af þeim lifa nú 8 móður sína. Þegar ég nú minnist tengdamóður minnar með þessum fáu línum er mér efst í huga þegar ég sem ung- ur maður kom inn á hennar heim- ili, hvað hún var hlý í öllu sínu viðmóti, þessarar hlýju hefi ég ávallt notið í þau rúm 50 ár sem síðan eru liðin, þannig hygg ég að hún hafi verið við þá sem hún um- gekkst á sinni löngu lífsleið. Allt hennar starf var unnið inn- an heimilisins, af hógværð og lít- illæti, en þegar Sigurður fellur frá fer hún að starfa utan þess, en hélt þó áfram heimili með syni sínum, Þórði, sem reyndist henni mjög vei. En seinustu árin var hún á Dvalarheimilinu Höfða, við góða umönnum starfsfólksins þar, sem hér skulu færðar þakkir fyrir. Hvenær sem gesti bar að garði Ólafar, en þeir voru margir, veitti hún af rausn og myndarskap. Alla tíð fannst mér að Ólöf væri af lífi og sál þátttakandi í því erf- iða starfi sem hennar maður þurfti að leysa af hendi, ekki síst á þeirra fyrstu búskaparárum þegar hann varð að sækja sjo suður í Sandgerði eins og þá tíðkaðist, og alltaf var hennar hugsun við hann og börnin sín bundin. Seinast þegar okkar fundum bar saman sagði ég við hana, „við sjá- umst bráðum aftur," og hún svar- aði, ,já það gerum við“ en af því varð nú ekki, en svona er lífið, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Nú þegar leiðir skilja er ég henni þakklátur fyrir þau ár sem leiðir okkar lágu saman, ekki síst vil ég þakka fyrir þann lífsföru- naut sem ég sótti á þitt heimili. Að iokum kveðjum við þig svo Ólöf mín ásamt börnum okkar, mökum þeirra og barnabörnum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Tengdasonur í dag fer fram frá Akranes- kirkju útför Ólafar Guðmunds- dóttur, ekkju Sigurðar heitins Hallbjarnarsonar, útgerðarmanns á Akranesi. Ólöf var fædd að Gelti í Súg- andafirði 30. des. 1894. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ás- grímsson, sem í daglegu tali var nefndur „Guðmundur ríki“, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Ólöf ólst upp að Gelti með foreldr- um sínum, uns þau brugðu búi og fluttu til kauptúnsins við fjörðinn, Suðureyrar. Árið 1913, hinn 20. mars, giftist hún Sigurði Eðvarð Hallbjarnarsyni, skipstjóra og út- gerðarmanni, og bjuggu þau á Suðureyri, þar til vorið 1927, er þau fluttu til Akraness. Þau Ólöf og Sigurður eignuðust 12 börn. Sex þeirra fæddust á Súg- andafirði og sex á Akranesi. Tvö þeirra létust í æsku, en tveir synir létust í blóma lífsins. Það voru Magnús, er lést 1946, og Ólafur er lést 1964. Þessir bræður létu báðir eftir sig fjölskyldu. Nú þegar Ólöf kveður eru átta barnanna á lífi, en þau eru: Sigrún, ekkja Andrésar Níelssonar, bóksala. Hún býr á Akranesi. Guðrún, gift Arnóri Sveinbjörnssyni verslunarmanni. Búsett í Reykjavík. Guðmundur, vistmaður á Kópavogshæli. Þórð- ur, ókvæntur, starfsmaður hjá DAS, Reykjavík. Leifur, rafvirkja- meistari, kvæntur Maríu Guðna- dóttur. Búsett í Reykjavík. Karl, kaupmaður, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur. Búsett Akranesi. Agnes, ekkja Trausta Ingvarsson- ar, bifreiðastjóra. Búsett á Akra- nesi. Rafn, framkvæmdastjóri DAS, Reykjavík, kvæntur Rann- veigu Þóroddsdóttur. Búsett í Hafnarfirði. Þegar Sigurður og Ólöf fluttu til Akraness, keyptu þau hús það er hét Tunga, (nú Bárugata 20) og voru þau og börnin kennd við það hús, eins og títt var í þá daga. Sigurður maður Ólafar, var harð- duglegur maður. Fyrir vestan hafði hann gert út og stundað sjó af miklu kappi. Hann var fæddur á Hóli í Bíldudal 28. júlí 1887. Þegar hann kom hingað til Akraness fannst honum að mörgu leyti rýmra um sig, en fyrir vestan. Hann gerðist fljót- lega virkur þátttakandi í atvinnu- lífinu á nýja staðnum. Byggði fiskverkunarhús, hafði fiskreiti og byggði síðar hrað- frystihús og eykúr þátttöku sína í útgerð. Sigurður lést fyrir aldur fram, mitt í annríkinu, hinn 4. júlí 1946. Hann var einn af þeim fram- sýnu athafnamönnum, sem lagði sitt af mörkum í þann grunn framfara og uppbyggingar, sem Akranes byggir á í dag. En Sigurður stóð ekki einn. Bak við hann stóð eiginkonan. Hún vann sinn langa vinnudag á barnmörgu heimilinu, með sinni rómuðu hógværð. Hún stjórnaði heimili sínu án hávaða og stórra orða. Þá voru ekki dagheimilin eða leikskólarnir til þess að létta húsmóðurinni störfin á barnmörgum heimilum. Þá voru ekki heimilistækin, sem við teljum sjálfsögð í dag, til þess að létta heimilisstörfin. Nei, allt var unnið uppá gamla mátann. Þegar slíkt er rifjað upp má velta því fyrir sér hvað þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við allar þær mæður, sem líkt og Ólöf, hafa séð um og alið upp stóran barnahóp og skilað þjóðfélaginu þannig hinum nytsömustu þegnum. Ég tel vafa- samt að okkar nútíma neysluþjóð- félag kunni að meta það eða þakka sem skyldi. Á mínum æskuárum var ég vel kunnugur Tunguheimil- inu. Þar var ég heimagangur vegna sérstakrar vináttu, sem var á milli okkar Ólafs heitins, sonar þeirra hjóna. Ég dáðist alltaf að hinu rólega yfirbragði Ólafar, og ekkert virtist raska ró hennar. Hún var alltaf eins. Eftir að Sigurður heitinn dó, og börnin voru flogin úr hreiðrinu, hélt hún heimili með Þórði syni sínum. Þau mæðgin voru mjög samrýnd. Fyrir þrem árum fór hún á dvalarheimilið Höfða, hér á Akranesi. Þar undi hún hag sínum vel. Hún var mjög þakklát starfs- fólki heimilisins, og lét vel af öll- um aðbúnaði þar. Ólöf var heilsu- góð alla ævi, þrátt fyrir mikla vinnu og vökur á sínu stóra heim- ili. Hún fékk hægt andlát að morgni 18. janúar sl. Ég votta börnum hennar öllum, svo og fjölmennum niðjahópi, samúð mína. Við trúum því öll að slík kona sem Ólöf fái góðar mót- tökur á hinni ókunnu strönd. Blessuð sé minning Ólafar í Tungu. Valdimar Indriðason Hún amma er dáin. í amstri og önn hversdagsleikans er okkur tjáð að amma hafi sofnað í morg- un hinsta sinni. Einhvern veginn fór dagurinn öðruvísi en ætlað var, og minningarnar um ömmu stóðu manni fyrir hugskotssjón- um. Dugmikil kona hefur gengið veginn til enda og safnast til feðra sinna. Við sem eftir sitjum verð- um að beygja okkur fyrir því lögmáli að allt taki enda. Ævisól ömmu varpaði löngum skuggum í austurátt áður en hún loksins hneig hljóðlega niður fyrir sjón- deildarhringinn. Já, hún Ólöf amma var orðin háöldruð og væntanlega södd lífdaga, enda spannaði ferðasaga hennar frá rekkju til grafar tæp níutíu ár. Ekki var ferðin ætíð auðveld og oft hefur verið þröngt í búi á Gelti, en í þá gömlu daga var ekki beðið um léttari byrðar heldur sterkari bök. Þau hjónin Sigurður og Ólöf komu á legg mörgum af dugmestu börnum sem þjóðin hef- ur alið, og eiga ófáir af verðugustu fyrirrennurum framtíðarinnar ættir sínar að rekja til þeirra hjóna. Sjósókn og útgerð hefur fylgt þeirra ætt og ekki er að efa að það hefur verið örðugt hlut- skipti fyrir ömmu að vita af son- um sínum dragandi björg í bú, hvernig sem viðraði á úthafsins ólgusjó. Og Ægir tók sinn toll, enda þættu fleytur þær sem þá voru notaðar ekki burðugar í dag. Þrátt fyrir mótlæti létu þau Sig- urður og Ólöf engan bilbug á sér finna, en það hefur eflaust tekið þau sárt að bregða búi á Gelti og flytjast á mölina. Sigurður var at- hafnasamur útgerðarmaður og annálaður dugnaðarforkur. Bjó hann vel að eiga slíkan bakhjarl sem amma var. Þrátt fyrir það að Sigurður félli snemma frá lét Ólöf ekki bugast, heldur sýndi hún hversu mikil persóna bjó í henni þegar á reyndi. Hún hafði hjartað á réttum stað og aldrei brá hún skapi, alltaf sami góðlegi tónninn í röddinni. Alltaf fannst manni jafn mikil upplifun að finna hið róandi andrúmsloft sem var í kringum hana þegar við komum í heimsókn. Hún spurði ævinlega frétta á meðan hún hellti upp á kaffið með sinni stóísku ró, og brosti bara að ærslum okkar barn- anna. Þægindi nútímans og asi líðandi stundar voru henni fjar- lægt atriði. Aldamótakynslóðina hefur smám saman dagað uppi í kapphlaupinu gegnum lífið, en við sem landið eigum að erfa sitjum í skugga þeirra trjáa sem þessir forfeður okkar sáðu til og njótum ávaxtanna af þeirra starfi. Ólöf amma hefur svo sannar- lega átt sinn þátt í að marka framtíðarferil þjóðarinnar, og kveðið hafa skáld um minni manneskju. Hlýja hjartað hennar ömmu er hætt að slá og hún hefur fengið langþráða hvíld. Við minn- umst hennar ævinlega með virð- ingu og hlýju. Sigþór, Óli og Elísabet. Kristín Valentínus- dóttir - Kveðjuorð Fædd 4. maí 1908 Dáin 9. janúar 1983 Mér duttu í hug ljóðlínur, eftir ónefndan höfund, er ég frétti lát Kristínar, en þær hljóða á þessa leið: Mitt er lífið leynt og valt, ljós og skuggar vega salt. Það var reisn yfir Kristínu, höfðingslundin leyndi sér ekki. Hvorki í fasi né framkvæmdum. Hún var með stóra sál, enda reynt margt um dagana, glaðst og þjáðst í gegnum árin. Hún tileiknaði sér jákvætt mat þegar erfiðleikar steðjuðu að, en sat ekki með hend- ur í skauti og volaði yfir sjálfri sér. Sérkenni Kristínar var dugnað- ur að hvaða verki sem hún gekk, hvort heldur var við heimilisstörf- in eða önnur störf utan heimilis. Hún var víðlesin og fylgdist vel með framþróun og stökkbreyting- um, því hún lifði tímana tvenna, frá hörðum lífskjörum fólká' til allsnægta. Hún var stálminnug og mætti segja, að á fyrri árum hafi hún þekkt hvert mannsbarn í Reykjavík og lífskjör þess. Hún var mannþekkjari, fljót að lesa fólk niður í kjölinn, og var ekki allra. Sæi hún eða vissi um ein- hverja, er í naðum voru staddir, var hún fljót til að rétta fram hjálparhönd, og þá fylgdi Kristín fast eftir. Hún var aldrei auðug af veraldargóssi, það gat hún ekki orðið. Að miðla öðrum var henni miklu meira virði, og að njóta lífs- ins á andans brautum með vinum og kunningjum var hennar lífs- fylling. Kristín sigldi léttan byr í ólgusjó lífsbaráttunnar, heilsteypt og sterk. Nú hefur Kristín tekið á sig náðir, og nú ríkir þögn, því nú hefur hún sofnað hinsta svefni. Eigi að síður er hún björt og fersk í hugum okkar sem kynntumst benni, persóna sem ekki gleymist. Kristín var borin í þennan heim 4. maí 1908 í Reykjavík, foreldrar hennar voru þau hjónin Ólöf Sveinsdóttir ættuð frá Fjalli á Skeiðum og Valentínus Eyjólfs- son. Hann starfaði hjá Slökkvilið- inu í Reykjavík, og síðar sem verk- stjóri hjá Reykjavíkurbæ. Hjá þeim ólst Kristín upp, þar til hún giftist 3. ágúst 1929 Þorleifi Gísla- syni, á 25 ára afmælisdegi hans. Það fór ekki hjá því, að þau settu svip á bæjarlífið um ára bil. Þorleifur var einn af fyrstu at- vinnubifreiðastjórum á landinu. Byrjaði akstur hjá verzluninni Liverpool, síðar hjá Litlu bílastöð- inni við leigubílaakstur, og þegar stöðin var lögð niður, hóf hann akstur hjá Hreyfli, og ók þar með- an kraftar leyfðu. Þorleifur var mikill ævintýra- maður, sem kunni að koma sam- borgurunum á óvart með alls kon- ar tiltektum, og þá hló öll Reykja- vík, jafnvel allt landið og yrði ævisaga hans fest á blað, mundu margir njóta að fylgjast með lífshlaupi þessa sérstæða manns. Já, þau giftust Kristín og Þorleif- ur (Leifi á Litlubíl). Þarna fóru saman skemmtilegar persónur, þótt ólíkar væru, en sögur þeirra og skemmtilegar frásagnir munu öllum ógleymanlegar sem til heyrðu, þau töluðu ekkert tæpi- tungumál. Tepruháttur var þeim ekki að skapi, og áttu þau það til, að ganga nokkuð hvasst fram í orðavali við fólk er þjáðist af þeim kvilla, og með góðum árangri. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, sem var augasteinn foreldr- anna, og voru þau vakin og sofin yfir velferð hennar. Ólöf giftist þeim heiðursmanni, Hauki Ár- sælssyni rafvirkjameistara, og eiga þau hjón 5 drengi, sem allir eru uppkomnir. Ólöf, tengdason- urinn, og barnabörnin voru stór þáttur í lífi þeirra Kristínar og Þorleifs. Þau tóku drengina með sér í ferðalög og útilegu, og þá var hvorki byssa né veiðistöng tekin með. Þeir lærðu að hlusta á hjal lækjanna, nið fossanna, og njóta litbrigða og fegurðar nátturunnar án þess að særa hana. Þeir eru góðir íslendingar. Eins og fyrr segir var líf Krist- ínar ekki alltaf dans á rósum, og þegar eiginmaður hennar lést 1976, eftir erfiða sjúkdómslegu, gekk hún ekki heil til skógar, hafði fengið áfall og veikindi hennar ágerðust ár frá ári, þar til hún lést sunnudaginn 9. janúar sl. í veik- indum hennar voru þau Ólöf, Haukur og drengirnir vakandi yfir velferð hennar, og gerðu allt er í þeirra valdi stóð til að létta henni þennan erfiða tíma. Það eru rúm 20 ár síðan við kynntumst Kristínu og Þorleifi. það var þroskandi að eiga samleið með þessum góðu hjónum. Hug- ulsemi og hjálpfýsi þeirra, gest- risni og glaðværð. Allt þetta varð til þess að létta fjölskyldu okkar lífið. Okkur þótti öllum vænt um þau, og nú að leiðarlokum viljum við þakka þeim samfylgdina. Minningarnar um þau verða okkur ógleymanlegar. Nú, þegar ástvinir og kunningj- ar kveðja heiðurskonu, þá held ég að allir séu glaðir yfir að hafa átt slíkan vin og samferðamann, og gleðjist yfir því, að nú sé öllum hennar þrautum lokið. Aðalheiður, Þorgrímur Einarsson og börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.