Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Brunaverðir berjast við eldsvoða sem varð af völdum 25 sprengja sem komið var fyrir í vegi sem verið er að stækka og liggur milli San Salvador og flugvallar borgarinnar. Sundurlyndi í E1 Salvador STAÐA valdamesta manns Kl Salvador, Jose Guillermo Garcia landvarna- ráðherra, hefur veikzt eftir uppreisn yfirmanns stjórnarhersins í norðurhér- aðinu ('abanas, Sigifredo Orhoa l’erez undirofursta, þess manns sem mest- um árangri hefur náð í viðureigninni við skæruliða. Ochoa neitaði að hlýða skipun Garcia um að taka við starfi hermálafulltrúa í Uruguay fyrr en Garcia segði af sér ráðherraembætti. Nú hefur Orhoa samþykkt að fara úr landi og verður líklega sendur til Bandaríkjanna, þar sem hann verður við nám í eitt ár í Varnarráði Ameríkuríkja. Málalokin eru talin töluverður sigur fyrir hann, því að hann sleppur við refsingu og fær eftirsótta stöðu. Uppreisn Ochoa var alvarleg- asta ógnunin við yfirstjórn hersins síðan Carlos Humberto Romero hershöfðingja var steypt 1979. Garcia er eini ráðherra ríkis- stjórnar sem þá var mynduð sem enn er við völd. Ungir liðsforingjar vildu binda endi á kúgun Humb- erto Romero og fengu Garcia í lið með sér því þeir vildu að háttsett- ur maður stjórnaði landvarnaráðu- neytinu. Vinstrisinnar sökuðu Garcia um spillingu og sögðu að hann hefði verið viðriðinn kúgun- arstefnu fyrri ríkisstjórna, en það var borið til baka. Leiðtogi bylt- ingarmanna, Adolfo Arnoldo Maj- ano ofursti, sem nú er í útlegð, sagði seinna að Garcia hefði virzt „upplýstari" en aðrir liðsforingjar á hans aldri. Garcia náði undirtökunum í valdabaráttunni og skipaði vini sína í mikilvæg embætti, þeirra á meðal Eugenio Vides Casanova, sem varð yfirmaður Þjóðvarðliðs- ins. í janúar 1980 sögðu allir borg- aralegir ráðherrar af sér, sumpart vegna þess að Garcia vildi ekki hætta störfum. Fyrir tveimur ár- um sögðu ráðherrar kristilegra demókrata eftir margra mánaða starfsemi „dauðasveita" að ti|- gangslaust væri að halda áfram störfum ef Garcia og bandamenn hans héldu yfirráðum sínum yfir hernum. En staða Garcia styrktist þegar stjórn Ronald Reagans komst til valda og þegar sigur virt- ist hafa náðst gegn skæruliðum í janúar 1981. Hann var andstæð- ingur Roberto d’Aubuisson majórs og hægrisinnaðra stuðningsmanna hans og smátt og smátt kom hann fram í hlutverki hófsams leiðtoga, sem Bandaríkjamenn gátu sætt sig við. Bandaríkjamenn töldu Garcia hæfa vel í hlutverk leiðtoga ríkis- stjórnar miðjumanna, sem berðist bæði gegn vinstri skæruliðum og róttækum hægrimönnum sem hafa undirtökin í efnahagslífinu. Garcia varð fánaberi stefnu Bandaríkja- manna og hafði forgöngu um kosn- ingarnar í marz í fyrra og myndun „fjölræðisstjórnar" í apríl þrátt fyrir sigur hægrimanna í kosning- unum. Fyrir atbeina hans tókst að bjarga jarðaskiptingaráætiun úr ógöngum í júní. Garcia hefur vitað að áframhaldandi aðstoð Banda- ríkjamanna er undir því komin að ástandið í mannréttindamálum landsins verði bætt og umbótum haldið áfram í félags- og efna- hagsmálum, m.a. með jarðaskipt- Garcia: veik staða. Ochoa: í útlegð. ingu. Hann hefur notið vaxandi trausts Bandaríkjamanna vegna afstöðu sinnar og þar sem honum tókst að fá hófsaman leiðtoga, Al- varo Magana, kjörinn forseta til bráðabirgða. En Garcia hefur jafn- framt sætt vaxandi gagnrýni fyrir stjórn sína á stríðsrekstrinum, sem hefur setið á hakanum. Lengi var einn helzti kostur Garcia að dómi Bandaríkjamanna sá að hann hafði haldið 30.000 manna her landsins sameinuðum í baráttunni gegn skæruliðum. En þrátt fyrir loforð Garcia um „harð- ar aðgerðir" hefur herinn ekki get- að bundið endi á stríðið með úrslitasókn. Herinn hefur skort hæfni, aðgerðir hans hafa verið illa samræmdar, fjárskortur hefur háð honum og sameinuð stjórn- málasamtök standa ekki á bak við hann. Yfirmenn hersins virðast ráðþrota og hafa enga heildaráætl- un, sem bandarískir ráðgjafar telja nauðsynlegt, og yfirmenn herstjórnarumdæma, sem eru talsvert sjálfstæðir, mundu varla fylgja slíkri áætlun. Yfirmennirnir eru staðnaðir og hafa sniðgengið tilraunir bandarískra ráðunauta til að innleiða nýtízku baráttuað- ferðir. Stjórnarhermenn eru taldir fimm sinnum fleiri en skæruliðar, sem eru nógu margir til að valda erfiðleikum, en tæpast nógu marg- ir til að ná landinu á sitt vald. Þeg- ar hlé varð á bardögum í október sagði Garcia að skæruliðar væru í „dauðateygjunum", en skömmu síðar hófst þriggja mánaða sókn skæruliða, sem felldu eða særðu rúmlega 1.000 stjórnarhermenn og tóku 500 vopn herfangi. Bandarísk- ir ráðunautar hvöttu herinn til að leggja áherzlu á að verja uppskeru og vegi í stað þess að reyna að ná aftur bæjum af skæruliðum. Þegar 21 bær var fallinn var aðgerða krafizt, nokkur þúsund hermenn voru sendir á vettvang og skæru- liðar flæmdir burtu. Setulið var ekki skilið eftir í sumum bæjum og skæruliðar geta ferðazt að vild um stærri svæði en áður í norðurhlut- anum. Oánægjan með Garcia hefur aukizt stöðugt og bitnað á barátt- unni gegn skæruliðum. Andstæð- ingar Garcia í hernum og hægri- menn segja að tilraunir hans og stuðningsmanna hans til að full- nægja óskum Bandaríkjamanna hafi lamað getu þeirra til að halda skæruliðahreyfingunni í skefjum og stríðinu hljóti að ljúka með ósigri. Hingað til hefur Garcia get- að kveðið niður óánægjuraddir með því að færa menn til í emb- ættum og þannig ætlaði hann að afgreiða Ochira, sem er náinn vin- ur Roberto d’Aubuisson majórs, nú forseta stjórnlagaþingsins. Völd Garcia komust fyrst í hættu með uppreisn Ochira, sem naut samúðar og stuðnings félaga í hernum, jafnvel yfirmanna, allra 1.200 hermanna sinna, flestra íbúa höfuðstaðar Cabanas og stjórn- málaflokka í héraðinu. Þar hafa skæruliðar ekki verið á ferli síðan { júní og almannavarnasveitir smá- bænda verið myndaðar. Uppreisn- in var vantraustsyfirlýsing á Garcia, sem Ochoa sakaði um spill- ingu og kallaði „lítinn Hitler" og „einræðisherra". Enginn lýsti yíir stuðningi við Garcia, sem neyðist líklega til að segja af sér bráðlega, og endurskipulagning verður lík- lega gerð á yfirstjórn hersins. í næsta mánuði hefur Garcia verið 30 ár í hernum og á þá að setjast í helgan stein. Fjórir koma til greina í stöðu Garcia: Vides Casanova hershöfð- ingi, yfirmaður Þjóðvarðliðsins, Rafael Flores Lima ofursti, forseti herráðsins, Adolfo Blandon ofursti, yfirmaður 1. fótgönguliðs- herfylkisins, og Juan Bustillo, yfir- maður flughersins. Bustillo studdi Ochoa og Blandon líklega líka, en Vides Casanova styður Garcia. Bandarískir liðsforingjar hafa mikið álit á öllum þessum mönnum, en stjórnmálahugmyndir þeirra munu vekja litla hrifningu frjálslyndra þingmanna í Banda- ríkjunum. Málið hefur valdið Bandaríkja- mönnum vandkvæðum, einkum vegna þess að í þessum mánuði þarf stjórn Reagans að sýna Þjóð- þinginu fram á að nógu mikið hafi miðað áfram í mannréttindamál- um til þess að réttlætanlegt sé að halda áfram að veita landinu efna- hagsaðstoð (það þarf hún að gera á sex mánaða fresti). Samþykkt var 25 milljón dollara aðstoð í síðasta mánuði í stað 60 milljón dollara eins og Reagan fór fram á og upp- hæðin þykir svo lág að litlar líkur séu á því að hægt verði að binda endi á uppreisnina á þessu ári. Bandaríkjastjórn virðist kvíða því sem í vændum er í E1 Salvador á þessu ári. Lína langsokkur Leiklist Ólafur M. Jóhannesson LÍNA LANGSOKKUR Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Tónlist: Georg Riedel. Lýsing: Páll Ragnarsson. Hljómsveitarstjóri: Magnús Kjart- ansson. Dansahöfundur: Olafía Bjarnleifs- dóttir. Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leikstjóri: Sigmundur Örn Arngríms- son. „Ekkert eðlilegt barn treður í sig heilli tertu í kaffiboði." Þessa setn- ingu er að finna í bréfi frá einum lesenda Astrid Lindgren, hins óhemjuvinsæla sænska barnabók- arhöfundar sem hefir skapað Línu langsokk. Auðvitað er lesandinn að lýsa Línu blessaðri sem ekki aðeins hámar í sig heila tertu í kaffiboði heldur smyr henni framan í við- stadda ef svo ber undir. Lína kann nefnilega enga mannasiði enda býr hún ein og yfirgefin á Sjónarhóli með Herra Níels — litlu apakvik- indi og hestinum sínum sem hún jafnhattar auðveldlega. Pabbi Línu er á ferð og flugi um heimsins höf en mamman í himnaríki svo stelpan verður að treysta á eigin mátt. í þeirri Línu sem nú birtist á fjöl- um Þjóðleikhússins er lögð áhersla á hið óhefta náttúrubarn sem nær að þroskast og blómstra við fyrr- greindar aðstæður. Þetta næst meðal annars með því að ýkja sið- prúða og háttvísa framkomu „hinna" barnanna í sýningunni. Þannig eru Tommi, sem Júlíus Brjánsson leikur, og Anna, sem Edda Björgvinsdóttir fæst við, hin mestu ljós. Er því líkast sem þau sitji allan tímann fyrir framan ljósmyndara og bíði þess að hann smelli af. Það er vel að leikstjórinn Sigmundur Örn Arngrímsson skuli hafa valið þessa leið að persónulýs- ingu Línu langsokks. Vinsældir Línu held ég nefnilega að byggist mjög á því hve ólík hún er í hátt venjulegum siðuðum börnum. Flest börn verða að lúta hinum ströngu lögmálum borgaralegs samfélags og því hlýtur að vera mikill léttir fyrir þau að sjá ljóslifandi þá Línu sem ef til vill spriklar stöðugt innra með þeim. Hitt er svo aftur annað mál að þó Lína sprikli og sparki allan tímann — fulltrúm þess borgaralega sam- félags sem sýnt er í leikritinu til sárrar mæðu — þá er ekki nauð- synlegt að grípa til dansatriða í Broadway-stíl til að lífga uppá svið- ið. Ef leikstjórinn hefði dregið nokkuð úr dansmenntinni á sviðinu en látið nægja ýkta fjörlega fram- komu Línu sem Sigrún Edda Björnsdóttir hafði fullkomlega á valdi sínu — er ég viss um að leik- ritið hefði náð sterkari tökum á áhorfendum í það minnsta sterkari tökum á þeim er þessar línur ritar. Mér finnst nefnilega þessi óhóflegi vitleysisgangur og dansspark bera vitni um mjög undarlegt viðhorf til barna eins og þau skilji ekki nema ærsl og apakattahátt. Börnin hafa nefnilega mun næmara taugakerfi en hinir fullorðnu og óþarfi að gefa sér að þau kunni ekki að meta neitt nema léttmeti. Hér er ekki átt við að ekki megi sprella fyrir framan börn heldur það, að þegar sprellið er orðið að marklausum dansatrið- um í Broadway-stíl þá ber það þess merki að leikstjórinn hafi gefist upp við að láta Línu bera uppi sýn- inguna með sínum kátiegu tilburð- um. Lína er þá ekki lengur sú töfra- persóna sem hún varð í höndum Astrid Lindgren — hún er miklu fremur dansari í ónefndum söng- leik. Annars virtist framangreint stílbrot ekki hafa nokkur áhrif á börnin sem voru á frumsýningunni. Þau virtust skemmta sér prýðilega yfir öllum ærslunum í dansfólkinu jafnt og Línu. Þá virtist hin fagra en fremur einfalda sviðsmynd Guð- rúnar Svövu Svavarsdóttur magn- ast upp í huga þeirra, í það minnsta ræddi tveggja ára sonur minn mik- ið um „húsið hennar Línu“ þegar heim var komið. Þetta hús virtist umskapast í töfrahöll í huga hans meðan pabbinn sat og hlustaði á lýsinguna með kollinn fullan af marklaus'um aðfinnsiuorðum úr safni gagnrýnandans eins og „ ... snautlegur kofi ... lítt nýtanlegur fyrir Línu sem verustaður ... lág- reistur ... tæknilega vanbúinn o.s.frv.” Ég vildi að ég hefði haft segul- band til að festa á lýsingu sonar míns á Línu langsokk. Ég held að sú lýsing sé mun marktækari en nöld- urskrif pabbans hér að framan, því það er nú einu sinni svo, að barnið er eins og stjörnuljós sem lýsir upp dimma og kalda veröldina, en Lína er barnið sjálft í sinni björtustu mynd. Mér heyrðist á ljómandi klappi barnanna að lokinni frum- sýningu Línu langsokks síðastliðinn laugardag að þau hefðu greint brot af sjálfu sér á sviðinu. Það er ekk- ert við því að gera þó einn hálffert- ugur karl í salnum hafi ekki fundið sjálfan sig í sýningunni — menn varðveita svo misjafnlega vel barn- ið í sjálfum sér. Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki Línu langsokks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.