Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLl 1983 Skeyti Skáksambands íslands eftir fund í sovézka sendiráðinu: FIDE fari að reglum um val keppnisstaða SKÁKSAMBAND íslands sendi Al- þjóda skáksambandinu, FIDE, skeyti í gær þar sem þess var farið á leit að FIDE fari að reglum um val á keppnisstöðum fyrir áskorendaein- vígin í skák, sem eru undanfari heimsmeistaraeinvígisins, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Gunnari Gunnarssyni, forseta Skáksambands íslands, í gær. Var skeytið sent eftir fund Gunnars með fulltrúa sovéska sendiráðsins í gær. Atvik máls eru þau að þrjú lönd sendu inn tilboð til að halda áskorendaeinvígi þeirra Kortsnojs og Kasparovs, Bandaríkin, Spánn og Holland, og urðu Bandaríkin fyrir valinu. Sagði Gunnar að samkvæmt reglum FIDE ættu keppendur að raða þeim löndum í röð, sem tilboð hafa gert, eftir óskum sínum um keppnisstaði og hefðu þeir báðir, Kortsnoj og Kasparov, sett Bandaríkin síðast á Eldur í feitarpotti MorgunblaAið/Júlfus. ELDUR kviknaði í feitarpotti í íbúð við Kleppsveg um hálf fimmleytið í gærdag. Búið var að slökkva eldinn að mestu af íbúa i íbúðinni og lögreglu þegar slökkviliðið kom á staöinn, en mikill reykur var ennþá í íbúð og stigagangi og notaði slökkviliðið reykblásara til að blása reyknum út. Miklar skemmdir urðu i eldhúsi af eldi og reyk og einnig urðu reykskemmdir á öðrum hlutum íbúðarinnar. Þá komst reykur í stigagang. Halldór Asgrfmsson, sjávarútvegsráðherra: Vonast eftir svipuðum hvalveiðum á næsta ári VONAST er til að hvalveiðar fslend- inga geti verið með svipuðum hætti á næsta ári og þær hafa verið í ár, þrátt fyrir að tilhneiging sé til þess að draga enn meira úr hvalveiðum en gert hefur verið og þrátt fyrir niðurstöður vísindamanna, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá Halldóri Ásgríms- syni sjávarútvegsráðherra í gær, en hann er staddur á þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir í Brighton á Englandi. Undirnefnd sérfræðinga hefur lagt til, að íslendingum verði heimiluð veiði á 191 langreyði á næsta ári, en vísindanefndin hefur lagt til að kvótinn verði 151 dýr, en kvótinn í ár er 167 dýr. „Vísindanefndin hefur lagt til að veiðin á langreyði verði minni á næsta ári en í ár, en við getum ekki fallist á það og teljum það ekki vera vísindalega niðurstöðu," sagði Halldór. Togarinn launa- og TOGAHI Hraðfrystihúss Patreksfjarð- ar hf„ Sigurey SI 71, liggur enn bund- inn við bryggju á Patreksfirði og óvíst er hvenær hann fer til veiða. Togarinn kom til hafnar á Patreksfirði á mánu- dagsmorgun úr góðri veiði með 140—150 tonn af þorski. Hann komst ekki strax út aftur vegna þess að olfa fékkst ekki afgreidd á hann, en núna er sú staða komin upp að sjómennirnir neita að fara aftur til veiða, þó olía fáist á skipið, nema þeir fái fyrst greidd þau laun sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Starfsfólk í frystihúsi fyrirtækis- ins fékk laun þau sem það átti inni hjá fyrirtækinu greidd snemma í gærmorgun. Fólkið hafði lýst því yf- ir að það hæfi ekki vinnu fyrr en launin fengjust greidd. í dag er út- borgunardagur launa fyrir vinnu í síðustu viku og er starfsfólkið ugg- andi um hvort það fái launin greidd á réttum tíma. Verði launin ekki stopp vegna oiíuskulda Vinna komst loks í eðlilegt horf f Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar í gærmorgun eftir að starfsfóikið hafði fengið laun sín greidd. Morminbim«i«/HBJ. greidd í dag, má búast við hörðum tali við Mbl. á þriðjudag að ef launin aðgerðum starfsfólksins. Högni í dag yrðu ekki greidd út á réttum Halldórsson, trúnaðarmaður starfs- tíma þá gengi starfsfólkið út af fólks Hraðfrystihússins, sagði í við- vinnustað. lista, en báðir völdu Holland í fyrsta sæti og síðan Spán. FIDE ákvað síðan að taka ekki til greina óskir keppenda, að sögn Gunnars. Var hann kallaður í sov- éska sendiráðið í Reykjavík í gær og síðan sendi hann út skeyti til FIDE að þeirra beiðni, þar sem undirstrikað var að ölium reglum yrði framfylgt um þetta efni, þ.e. að tekið væri tillit til óska kepp- enda. Þrír stjórnarmenn af sjö í Skáksambandinu héldu fund um þetta efni áður en skeytið var sent út og sagði Gunnar að samstaða hefði verið í stjórninni um þessi viðbrögð. Gunnar sagði að til stæði að halda alþjóðlegt mót hér á landi og ætluðu menn að óska eftir því við Sovétmenn að þeir sendu hingað tvo keppendur og tækju jafnframt á móti tveimur kepp- endum á móti. „Þannig að við vilj- um gjarnan hafa gott samstarf við þessa skákþjóð og fannst okkur það eðlilegt að senda út tiltölulega hlutlaust skeyti," sagði Gunnar Gunnarsson. Ragnhildur Briem Ólafsdóttir Lést eftir umferðar- slys KONAN sem varð fyrir bíl á horni Ármúla og Síðu- múla síðastliðinn fimmtu- dag lést á Borgarspítalan- um í fyrrinótt og hafði leg- ið á gjörgæslu allan tím- ann. Konan hét Ragnhildur Briem Ólafsdóttir, fædd 8. mars 1913 á Fáskrúðsfirði og var því rúmlega sjötug þegar hún lést. Hún lærði hattasaum í Danmörku og kenndi handíð við ýmsa skóla í Reykjavík.___ Ríkið tekur 415 milljóna króna lán í New York UNDIRRITAÐUR hefur verið samn- ingur í New York um lán til íslenzka ríkisins að fjárhæð 15 milljónir doll- ara, sem er jafnvirði um 415 millj- óna íslenzkra króna, að því er segir í fréttatilkynningu fjármálaráðu- neytisins. Lánið er í formi skuldabréfa- útgáfu og hafa bréfin verið seld beint til nokkurra lífeyrissjóða og tryggingarfélaga í Bandaríkjun- um. Lánið er veitt til tæplega 10 ára, en það er afborgunarlaust fyrstu fimm árin. Vextir eru 12,85% að meðaltali. Lánsféð mun renna til opin- berra framkvæmda í samræmi við gildandi lánsfjárlög. Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Mbl., að lánsfé þetta yrði ekki notað til neinna afmarkaðra verkefna. Það kæmi inn í útgjaldaliðin almennt og væri í samræmi við eldri láns- fjárlög og því í raun ekki á vegum núverandi ríkisstjórnar. Lánssamninginn undirritaði Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans, en Seðla- bankinn annaðist undirbúning lántökunnar. Kristján Karlsson Almenna bókafélagið: Ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson „MÁLIN eru ekki komin á það stig hjá okkur að hægt sé að gefa upp allar þær bækur sem við reiknum með að gefa út í haust og fyrir jól, en það er þó Ijóst, að út kemur Ijóðabók eftir Kristján Karlsson og úrval af Ijóðum eftir Heiðrek Guðmundsson, sem Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari hefur valið,“ sagði Eiríkur Hreinn Finnbogason hjá Almenna bókafélag- inu er hann var inntur eftir því hvað kæmi út af bókum hjá þeim á hausti komanda. Eiríkur sagði að einnig lægi ljóst fyrir að út kæmi skáldsa Agnar Þórðarson, sem t á gostím ritum neimsDOKmenntann ið yrði út í þeim flokki an af verkum Shakespears i Helga Hálfdanarsonar. Aðspurður sagði Eiríkur að h ið yrði áfram að gefa út Don kóta í þýðingu Guðbergs Bergss ar, en þegar eru komin út fjö bindi af átta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.