Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 5 Eru þeir að fá 'ann ■? Smár lax í Miðfjarðará LAXVEIÐIN í Miðfjarðará hefur gengið sæmilega að undanförnu, en útlendingar hófu veiðar í ánni sl. sunnudag. Nú eru komnir á land um 280 laxar, en flestir þeirra eru fremur smáir og var stærsti laxinn sem veiðst hefur aðeins 15 pund að þyngd. Útlendingarnir veiða aðeins á flugu og eru skæðustu flugurnar gulur og rauður Frances, og einnig hefur Collie Dog gefið nokkra veiði. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu við ána í gær er ekki mikill fiskur genginn i ána og lítið sést stökkva af laxi, en menn vona að úr rætist. Best veiði það sem af er hefur verið í Vestur- ánni, en einnig hefur Núpsá gefið sæmilegan afla, en Austurá er lak- ari. Sæmilegt í Vatnsdalsá Svipaða sögu er að segja frá Vatnsdalsá, en þar hefur veiðin gengið sæmilega, en fiskurinn tekur heldur illa, samkvæmt upplýsing- um Mbl. Um 230 laxar höfðu veiðst í ánni þegar blaðið hafði samband við veiðihúsið þar í gær, en það er ívið betri veiði en í fyrra. Nokkuð mikið vatn hefur verið í ánni að undanförnu, en fer minnk- andi, þannig að aðstæður fara held- ur skánandi. Nú eru útlendingar að veiðum í Vatnsdalsá. Skæðasta flugan það sem af er í Vatnsdalsá er Hairy Mary, sem ekki er að undra, því samkvæmt heimildum Mbl. nota veiðimenn lítið annað. Þó nefur Night Hawk gefið einhvern afla. Netaför GREINT var frá netameiddum löx- um úr Laxá í Aðaldal með myndum í Mbl. í gær og eins og þar kom fram voru ýsunet á Skjálfandaflóa grunuð um að valda meiðslum lax- anna. Laxveiði er bönnuð hér á landi í söltu vatni, en sem kunnugt er er netaveiði leyfð í mörgum jök- ulvötnum, t.d. Hvítá í Borgarfirði, en að sögn netabænda hefur veiði þeirra í sumar verið einhver sú mesta í mörg ár, enda hefur lax- gengd í Borgarfjarðarárnar verið gífurleg í sumar. Laxar sleppa úr netum neta- bænda við Hvítá ekki síður en ýsu- netum norðanlands og er oft ljót sjón að sjá slíka fiska. Mbl. hefur frétt að stundum hafi borið óvenju- lega mikið á netameiddum laxi. Nokkrir stangaveiðistaðir eru í Hvítá, við vatnamót hennar og bergvatnsánna, svo sem Straum- arnir, Svarthöfði og fleiri. Stundum veiðist vel á þessum slóðum, eink- um er göngur koma og stoppa dá- litla stund á ármótunum áður en þær halda ferð sinni áfram. Á ein- um af veiðistöðum þessum hittu fé- lagar nokkrir vel á eigi alls fyrir löngu og fengu 12 laxa á frekar stuttum tíma. 10 þessara laxa voru meira og minna rifnir af netum og sá stærsti, 14 punda lax, hreinlega eins og hann hefði verið húðstrýkt- ur með gaddasvipu. Laxveiði í Laxi í Kjós. SEtylMARKA TIMAMOT Nær allir tölvuframleiðendur setja nafn sitt á einkatölvur (personal com- puters). Sá sem býður tölvu þarf hinsvegar að hafa meira fram að færa en nafnið eitt og töluvert meira en tækið sjálft. í stað þess að hanna eina tölvu er hentaði sem flestum, án þess að mæta sérþörfum hvers og eins, hefur Digital framleitt 3 tegundir af einka- tölvum. Hver og ein þeirra getur annast fjölmörg verkefni s.s. textavinnslu, bók- hald eða áætlanagerð og mjög auðvelt er að tengja þær saman í net eða nota sem útstöðvar á stærri tölvur. Kynning á þessum nýju einkatölvum verður á Hótel Loftleiðum (Kristal- sal) fimmtudaginn 21. júlí frá kl. 12-21. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ, TÖLVUDEILD HÓLMASLÓÐ 4, ÖRFIRISEY. S. 24120 Allgott í Víðidalsá Veiðin í Víðidalsá gengur allvel, samkvæmt upplýsingum Mbl., en nú eru komnir á land um 280 laxar þar, og hefur veiðin verið að glæð- ast að undanförnu. Fiskurinn það sem af er veiðitímabilinu hefur ver- ið mjög vænn, en stærsti fiskurinn sem komið hefur á land vó 19 pund, en mikið hefur veiðst af laxi af stærðinni 12—15 pund. Skæðustu flugurnar í Víðidalsá eru nokkrar, en þó engin ein afger- andi. í þeirra hópi má nefna Pate Diablo (Black Labrador), og Black Sheep. í gær voru heldur slæmar veiði- aðstæður við Víðidalsá, áin mikil og gruggug og lítið hafði veiðst þá um daginn. Líf í Selá „ÞETTA hefur verið að lagast svo- lítið og veiðimenn við ána hafa séð talsvert líf upp á síðkastið," sagði Þorsteinn Þorgeirsson á Ytri Nýp- um í gær, aðspurður um laxveiðina í Selá í Vopnafirði, en þar má heita að ördeyða hafi verið 2—3 síðustu sumrin. Veiðin hófst um mánaðamótin og að sögn Þorsteins gekk afar illa fram til 10. júlí, áin var þá köld, vatnsmikil og skoluð. „Síðan hefur gengið betur og komnir eru á land tæplega 40 laxar. Veitt hefur verið á fjórar stangir, en framvegis verða þær sex,“ bætti Þorsteinn við. Stærsti laxinn til þessa vó 14 pund, en meðalþunginn hefur verið miklu lægri, mest af laxinum er smátt. Lítill áhugi á Hofsá VEIÐI hófst ekki í Hofsá fyrr en þann tíunda þessa mánaðar og hef- ur áin til þessa aldrei verið fullskip- uð veiðimönnum. Hafa iðulega ver- ið 2—3 stangir að veiðum af sex leyfilegum og í gærmorgun til- kynnti sig enginn í veiðihúsið við Teig. Dagana tíu frá því að veiðin hófst hafa veiðst 12 laxar og hafa þeir fengist jafnt og þétt síðan að veiðin byrjaði. Eins og í Selá, er laxinn smár, þeir stærstu 8 pund, að sögn Bjargar Sverrisdóttur í veiðihúsinu við Teig. Ljósm. Gunnar Þór Gíslnson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.