Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 33 Sledaferð niður brattar götur Funch-a|. Gönguleiðir eru hvarvetna gerðar upp á hæstu fjöll. milljónum ára, á tertíertímabil- inu. Rakt og hlýtt loftslag og friósamur jarðvegur skópu fljótt skilyrði fyrir mikinn gróður í döl- um og upp á hæstu tinda. Loftslag er þar heilnæmt og milt. Mér skilst að meðalhiti á veturna sé 18 stig og 22 stig á sumrin og það segir sig sjálft, að það er nota- legur hiti. Ég hafði komið einu sinni áður til Madeira, í febrúar- mánuði fyrir um fimm árum. Var að vísu ekki ýkja heppin með veð- ur, en hreifst af umhverfinu og hefur alltaf landað þangað aftur. Þegar ég var þar nú í síðasta mán- uði, á Hotel Do Mar skammt frá Funchal, var ákaflega milt og hlýtt, en þó aldrei svo að nein molla yrði. Ferðamenn í leyfum sínum geta haft nóg fyrir stafni á Madeira. Fyrir nú utan að njóta veðurblíðu og svamla í sundlaugum og fara í skoðunarferðir. Það er til dæmis gamall siður að skemmta ferða- mönnum með því að draga þá á sleðum niður steypta stíga margra kílómetra leið. Tveir fílefldir karlmenn stjórna sleðunum og finnst ferðamönnum þetta góð skemmtun, þótt hún höfði ekki til mín. Skoðunarferðir um borgina með vögnum þar sem uxum er beitt fyrir er líka vinsælt uppá- tæki. Þegar ég kom hér síðast fór ég í ökuferð með Jose Fernandes á Hudson Super Six frá 1928 með undirtitlinum A1 Capone. Þetta er stórtignarlegt farartæki og málaður eins og aðrir portúgalskir leigubílar, grænn og svatur. Þetta varð mér minnisstæð ökuferð og Jose Fernandes, sem gæti verið jafngamall öldinni var málhres leiðsögumaður þótt enskukunn- átta hans — eða kunnátta mín í portúgölsku — hefði að skaðlausu mátt vera meiri. Hann þeytti hornið í síbylju og hrópaði vin- arkveðjur til vegfarenda, þar sem við mjökuðumst eftir götunum. Ég spurðist fyrir um Fernandes nú og var sagt að enn æki hann ferða- mönnum, en ekki tókst mér að hafa upp á honum og var sagt að líklega væri hann í fríi þar sem háannatíminn var ekki genginn í garð. Þá eru hannyrðir Madeira þekktar og eiga varla nokkra hliðstæðu, þar er ekki unnið í maskínum heldur handsaumaðir dúkar og vinna oft margar konur samtímis við hvern dúk. Oft eru þetta þvílík listaverk að unun er að sjá. Madeirahannyrðir eru dýr- ar en ef maður á þess kost að fylgjast með vinnunni sem er lögð í hvert stykki fyrir sig skilur mað- ur að hver smádúkur er sjálfstætt og einstakt listaverk. Um Funchal má einnig lengi reika um á björtum sólardegi. Eg skokkaði inn í bæinn og eigraði þar dagstund um þröngar götur, inn á blóma- og grænmetismark- aðinn — þótti afleitt að orkideu- tíminn var liðinn. Inn í verzlanir með fyrsta flokks varning, brá mér í vínkjallara Madeiravínsam- steypunnar og niður að höfn, þar sem litlir strákar voru að veiða smáfiska. Síðan var hægt að setj- ast niður, hressa sig á sítrónutei, ef maður er mjög skynsamur, ann- ars bjór eða léttvíni og horfa á þetta fjöruga og iðandi mannlíf. Mér finnst Madeirabúar glaðlegri og hressilegri í fasi en til að mynda Algarvebúar, sem eru þyngri á bárunni. Klæðaburður er einnig léttari. Það er undantekn- ing að sjá konur svartklæddar á Madeira, þó svo að gamlar væru og kannski ekkjur. Einn daginn fór ég í skoðunar- ferð með Pedro Ranito frá Ríkis- ferðaskrifstofunni og tveimur íðil- hressum Dönum, Palle Bodnia og Hús Kristófers Kólumbus. Hans Juul Christensen. Við keyrð- um í áttina að Eira do Serrado og gengum svo langa vegu eftir litl- um stíg, upp í mót, og blésum eins og físibelgir, þegar við komumst upp á útsýnisstaðinn. Þaðan sér til allra átta og verður varla lýst með orðum þessari ótrúlegu fölbreytni í landslaginu. Langt fyrir neðan grillti í lítið þorp. Það heitir Nunnubær og dregur nafn sitt af því að þangað flýðu nunnur frá Funchal eins og fætur toguðu, þegar sjóræningjar gerðu atlögu að Madeira. Dalurinn virðist svo lokaður, að við fyrstu sýn finnst manni sem þangað komist enginn nema fuglinn fljúgandi, en kunn- ugir þekkja leiðina og nú orðið er búið að koma öllum byggðum á eynni í vegasamband sem hefur ekki verið auðgert. Pedro benti okkur á sérfyrirbrigðið „levada", þar sem vatni er veitt í mjóum stokkum af hæstu fjallatindum og niður til strandar og var byrjað að gera þessa stokka fyrir hundrað og fimmtíu árum. Við héldum svo til Monte, fórum í grasagarð og skoðuðum kirkju hinnar heilögu guðsmóður. Við lukum ferðinni í Funchal aftur og Ranito bauð til hádegis- verðar á litlum fiskistað við höfn- ina og valdi þar ofan í okkur gómsæta fiskrétti og ljúffeng vín. Ranito hefur ekki búið lengi á Madeira. Hann er fæddur og upp- alinn í Mósambik, segir hann okkur, seinna fór hann til Portú- gal og ferðaðist um hálfan heim- inn og leitaði að stað, þar sem hann gæti skotið rótum. Og þegar hann kom til Madeira vissi hann, að nú þurfti ekki að leita lengur. A dagskipan Ríkisferðaskrif- stofunnar hafði verið gert ráð fyrir, að við færum í Borgarlista- safnið en vegna þess hve lengi var setið undir borðum var búið að loka safninu, þegar við komum. Við tókum því af reglulegri still- ingu og Danirnir buðu í bjór á Casino Park, áður en þeir héldu til fundar við ferðaskrifstofumenn. Það kom í ljós, að þeir höfðu verið að hitta Willy Sousa, fyrrverandi viðskiptafulltrúa í Osló, mikinn íslandsvin og ljúfmenni. Hann þekkja hér margir vegna þess að Island heyrði undir skrifstofuna í Osló þá sem nú. Hann hefur nú sezt að á sínum heimaslóðum og stýrir Windsorferðaskrifstofunni. Annan dag fór ég í skoðunarferð á vegum Ríkisferðaskrifstofunnar með Penny Visman, enskri stúlku sem skrifar um ferðamál í ýmis ensk blöð. Við fórum til Camacha og Portela og tylltum niður tá í Machico, skoðuðum bast og tága- vinnu sem er blómlegur atvinnu- vegur á Madeira og við rifjuðum upp harmsögu þeirra Roberts Machim og Anne de Arfet, sem við horfðum út á flóann. Einhvern veginn er því svo farið að allt verður spennandi og eftir- sóknarvert á Madeira. Það er út af fyrir sig gáta handa fræðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.