Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Marteinn Lúter Merkur fundur Mjög athyglisverður fundur hefur átt sér stað einmitt nú á Lúthersárinu í bókasafni því í WolfenbiitteH Þýzkalandi, sem kennt er við Ágúst hertoga. Bókasafn þetta er sérstak- lega auðugt af ritum og frum- prentunum Marteins Lúthers og þar hefur nú fundizt frum- prentun á hinum 100 greinum Lúthers, sem voru undanfari þeirra 95 mótmælagreina, er umbótamaðurinn bar fram í lok októbermánaðar 1517 og mörkuðu upphaf baráttunnar fyrir afnámi á aflátssölu kaþ- ólsku kirkjunnar og um leið upphaf siðbótarinnar. Skýrði blaðið Braunschweiger Zeit- ung frá þessu fyrir skömmu. Til þessa hafa þessar 100 greinar Lúthers aðeins verið kunnar af eftirprentun frá París frá árinu 1521, en eina varðveitta eintakið af henni er einnig geymt í Wolfenbúttel. í þessum greinum dregur Lúth- er í efa guðfræðilegar og heimspekilegar grundvallar- reglur skólaspekinnar, sem Tómas af Aquin hafði mótað á grundvelli heimspekirita Ar- istótelesar. Chad vill meira N’diamena, Chad, 20. júlí. AP. STJORNIN í Chad fagnaði í dag ákvörðun stjórnar Reagans forseta um að senda henni her- gögn að jafnvirði 10 milljóna dala. Hjálpin væri „ekki ýkja mikil, en þó betri en ekkert“. Talsmaður stjórnarinnar hvatti Bandaríkin til að senda einnig vopn til að vega upp á móti vopnaútbúnaði, sem Líb- ýumenn hefðu útvegað upp- reisnarmönnum. Eskimóar hundsa bann Brighton, 20. júlí. AP. ESKIMÓAR í Alaska segja að þeir muni virða samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins að vett- ugi, ef hún feli í sér bann við veiðum þeirra á Grænlands- sléttbak. Eugene Brower, bæjar- stjóri, og skipstjóri á hval- veiðibát sagði að hvalveiðar væru í raun kjarni í menningu þeirra og þeir myndu ekki láta sér detta í hug að láta upp- ræta gamlar og grónar sið- venjur. Hitabylgja Búdapest, 20. júlí. AP. UNGVERSKA útvarpið sagði frá því í dag, að þriðjudaginn 19. júlí hefði mælzt 35 stiga hiti í skugganum í Búdapest og er þetta heitasti dagur á öldinni. Áður hafði hiti kom- ist í 34,9 og var það fyrir sex- tíu og þremur árum. Rússar skáka forseta FIDE Moskvu, 20. júlí. AP. SOVÉZKIR skákmenn lýstu því yfir eftir fund sinn með forseta Alþjóðaskák- sambandsins í gær að þeir myndu ekki tefla í Bandarfkjunum eða Kameinuðu arabísku furstadæmunum í undanúrslitakeppni til að fá að skora á heimsmeist- arann í skák. Að sögn sovézku fréttastofunnar TASS, hitti forseti Alþjóðaskák- sambandsins, Florencio Campom- anes, Gary Kasparov, Vasily Smys- lov, Anatoly Karpov, heimsmeist- ara, og talsmenn sovézka skáksam- bandsins að máli í Moskvu í gær. Segir fréttastofan að skákmennirn- ir hafi mótmælt því að undan- úrslitakeppni færi fram í Pasadena í Kaliforníu og Abu Dhabi í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Hafi Kasparov einnig kvartað yfir því að engin fullvissa væri fyrir því að sovézkir fulltrúar eða sendiráðs- menn fengju að fara óhindraðir til Pasadena eða að öryggis þeirra yrði gætt. Sagði Tass að Campomanes Flestir fylgjandi NATO Haag, Hollandi, 20. júlí. AP. MEIRA EN fjórir fimmtu hlutar hollenzku þjóðarinnar telja að Hol- land eigi að vera í Atlantshafsbanda- laginu áfram, ef marka má úrslit skoðanakönnunar, sem birtist í dag. Minna en þriðjungur Hollendinga telur hugsanlegt að heimurinn verði lagður í rúst af völdum kjarnorku- vopna. Yfir sjötíu og eitt prósent þeirra, sem þátt tóku í skoðana- könnuninni, sögðust trúa því að Atlantshafsbandalagið stuðlaði að friði og öryggi. Könnunin var framkvæmd á vegum Atlantshafs- ráðsins og stangast úrslit hennar á við fullyrðingar Samkirkjuráðs- ins um frið, en það er mest áber- andi friðarhópurinn í Hollandi. Samkirkjuráðið hefur t.d. hvatt til einhliða afvopnunar vesturveld- anna sem fyrsta skrefi í átt að gagnkvæmri afvopnun stórveld- anna. Skoðanakönnunin sýndi að sjötíu og sjö prósent aðspurðra álíta að afvopnun eigi að vera fagnkvæm frá byrjun. niðurstöðu skoðanakönnunar- innar er athygli dregin að því að fylgismönnum Atlantshafsbanda- lagsins i Hollandi hefur fjölgað um tólf prósent síðan á miðju ár- inu 1982. hefði „neyðst til að játa, með nokkr- um fyrirvara þó, að ákvörðunin um Pasadena hefði verið tekin í hasti" og að hann hefði „neitað að verða við réttmætum kröfum stórmeist- aranna". TASS héit áfram: „Forseta AI- þjóðaskáksambandsins var tjáð að Sovétmenn telja óhugsandi að halda skákkeppni í borgum, sem ákveðnar eru í blóra við settar regl- ur. Forsetinn var varaður við að ólöglegar aðgerðir hans kynnu að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Alþjóðaskáksambandið og yrði hann gerður fullkomlega ábyrgur fyrir þeim.“ Fréttastofan tiltók ekki nánar hvað átt væri við með „alvarlegar afleiðingar", en sagði að sovézku stórmeistararnir óskuðu að tefla og myndu gera það svo framarlega sem fundinn væri keppnistaður, sem þeir sjálfir gætu fellt sig við. Sovétmenn hafa sagt að engin for- dæmi séu fyrir því að einvígi sé val- inn staður án samþykkis skák- manna, sem í hlut eiga. BROT ÚR ÞYRLUFLAKI — Partur af þyrlu „British Airways" flugfé- lagsins, sem hrapaði í sjó á Ermarsundi síðastliðinn laugardag. Myndin er tekin á bryggjunni í St. Mary á Scilly-eyjum. Tuttugu manns létust er þyrlan fórst í þokuþykkni. Armeni játaði á sig hroðaverkið Paris, 20. JúlL AP. TUTTUGU OG níu ára Armeni, fæddur í Sýrlandi, hefur játað að hafa lagt á ráðin um sprenginguna á Orly-fhigvelli, sem varð sex manns að bana og særði fleiri en sextíu. Maðurinn, Varadjian Garbidjan að nafni, var í hópi fimmtíu og sex Armena, sem lögreglan handtók í einni svipan skömmu eftir að sprengingin varð. Talsmaður frönsku stjórnarinn- ar, Max Gallo, sagði að Garbidjan hefði verið aðalskipuleggjandi hernaðararms leynilegra marx- ista-samtaka, sem kalla sig „Arm- enska herinn fyrir frelsi Arm- eníu“ (ASALA). Samtökin hafa staðið fyrir fjölda óhæfuverka gegn tyrkneskum embættismönn- um hin síðari ár í hefndarskyni fyrir fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi 1915. Gallo sagði að Garbidjan væri einn af ellefu mönnum, sem ákærðir hefðu verið hermdarverkastarfsemi á mið- vikudag. Gallo vildi ekki gefa upp nöfn hinna tíu, en sagði að í hópn- um væru þrjár konur. Hann sagði að lögreglan hefði komizt yfir fjöldann allan af vopnum og sprengjum í leit sinni að Armen- unum, sem handteknir voru. f fréttum frá Lausanne I Sviss, segir að þar hafi í dag hafizt „Heimsþing Armena“, sem ætlað er að undirbúa stofnun alþjóða- samtaka með frelsi Armeníu fyrir augum. Þingið mun standa yfir í fjóra daga. Tyrknesk hagsmuna- samtök í Sviss hafa hvatt yfirvöld til að banna þingið, þar sem full- trúar þess geti vart talizt „sak- lausir" í ljósi nýafstaðinna hryðjuverka Armena í Brussel og París. Malta tekur á sig þunga ábyrgð Rætt við Níels P. Sigurðsson sendiherra „AÐ MÍNU mati tekur Möltustjórn á sig þunga ábyrgð með því að neita að samþykkja það bráðabirgðasamkomulag, sem náðst hefur,“ sagði Níels P. Kigurðsson sendiherra í símtali við Morgunblaðið, en hann situr fyrir íslands hönd öryggismálaráðstefnuna í Madrid. „í lok síðustu viku náðist hér konar málamiðlun, þar samkomulag milli 34 landa um orðalag á svonefndu lokaskjali ráðstefnunnar. Malta gerði hins vegar fyrirvara um tvær greinar og er því eina landið, sem ekki vill sætta sig við samkomulagið, en á meðan ekki næst samþykki hennar, verður að halda ráð- stefnunni áfram, því að til þess að unnt sé að taka nokkra ákvörðun, þarf samþykki allra. Skiptir þar engu, hvort ríki er stórt eða smátt." „Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Möltumenn fara svona að ráði sínu,“ sagði Níels P. Sig- urðsson ennfremur. Þeir fóru eins að í Helsingfors 1975 og í Belgrad 1978. Þar var gerð eins sem Möltumenn fengu megnið af kröfum sínum samþykkt og þeir eru greinilega að leika sama leikinn hér. Það, sem Möltumenn leggja svona mikla áherzlu á, eru ör- yggismál Miðjarðarhafs, sem þeir vilja að rætt verði um sér- staklega. Ráðgert er, að á næsta ári verði byrjað á svonefndri af- vopnunarráðstefnu Evrópu, sem einkum er ætlað að efla traust og draga úr tortryggni ríkja í milli og er þessari ráðstefnu ætl- að að ná til allrar Evrópu, það er frá Atlantshafi til Uralfjalla. Ráðstefnan mun ná til Miðjarð- arhafsins að nokkru leyti en ekki öllu, eins og Möltumenn vilja. Ríki Austur-Evrópu geta ekki sætt sig við þessa kröfu og ekki heldur Vesturlönd. Hlutlausu ríkin eins og Svíþjóð, Austurríki og Júgóslavía geta ekki heldur fallizt á þessa kröfu. Möltumenn eru því þarna algerlega sér á báti. Sá misskilningur hefur komið fram í fréttum, að búið sé að samþykkja lokaniðurstöðu ráð- stefnunnar. Svo er ekki. Vegna afstöðu Möltu er í rauninni ekki komið að þeim dagskrárlið ráðstefnunnar, sem heitir sam- þykkt lokaskjalsins. Sá liður verður ekki tekinn á dagskrá fyrr en öll þau ríki, sem aðild eiga að ráðstefnunni, hafa gefið til kynna, að þau geti fallizt á lokaniðurstöðu ráðstefnunnar. Þetta gæti dregizt fram í næstu viku, ef ekki út mánuðinn," sagði Níels P. Sigurðsson sendiherra að lokum. Morð í Perú Ayacucho, Perú, 20. júlí. AP. Skæniliðasveitir Maóista ásamt hópum bænda réðust á afskekkt þorp í Andesfjöllum og drápu áttatíu þorpsbúa, sem taldir voru hliðhollir stjórnvöldum landsins, að því er lögreglan í Ayacucho sagði frá í dag. Herstjórnin birti langtum lægri tölur og sagði að ekki væri vitað til, að fleiri en fimm hefðu verið myrtir „en óttast væri að þeir kynnu þó að vera langtum fleiri". Þetta gerðist á sama svæði og þorpsbúar drápu átta perúíska blaðamenn í janúarmánuði sl. og munu þeir hafa talið blaðamenn- ina vinstrisinnaða skæruliða. Árásarmennirnir nú voru um þrjú hundruð. Ayacucho-hérað er í Mið-Perú og þar hefur lengi verið krökkt af skæruliðum og andstæð- ingum stjórnarinnar og oft dregið þar til ljótra tíðinda. Ráðherra hættir Moskvu, 20. júlí. AP. IGNATY Novikov, aðstoðarforsæt- isráðherra í Sovétríkjunum og skóla- félagi og aldavinur Brezhnevs heit- ins, hefur látið af störfum 76 ára að aidri. TASS skýrði frá afsögn hans í örstuttu máli og sagði að hann hefði fengið „lausn frá störfum að eigin ósk“. Hann var einnig for- maður ólympíunefndarinnar, sem sá um sumarleikana í Moskvu 1980. Hann hefur setið í miðstjórn kommúnistaflokksins síðan árið 1962.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.