Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 19 Sex stigamenn voru vegnir af fórnarlömbum Njju Delhl 17. júlí. AP. Mikill skari óbreyttra borgara lagði til atlögu við sex þrælvopnaða stigamenn sem stöðvað höfðu stræt- isvagn á þjóðvegum úti í norðurhluta Indlands í gær. Er upp var staðið, var enginn stigamannanna uppi- standandi heldur allir látnir. Ræningjarnir voru vopnaðir skambyssum og heimatilbúnum sprengjum, en er þeir létu greipar sópa um eigur farþeganna, hófu sumir þeirra óp og köll og þyrpt- ust þá reiðir borgarar að þrátt fyrir vopnabúr ræningjanna. Þeir reyndu að verja sig, en ekki var þess getið hvort mannfall var í röðum borgaranna. Stigamennirn- ir voru hins vegar allir barðir til bana. Var farþegunum síðan skil- að eignum sínum, en þær voru að verðmæti um 5.000 dollarar. Mikil ólga hefur verið í Banda, tæplega 600 kílómetrum suðaust- ur af Nýju Delhí, en þar var rit- stjóri dagblaðs barinn til dauða fyrir skömmu og áður en hann gaf upp öndina sagði hann að lögregl- 2. Snjall frá Gerðum, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Olil Amble, ein- kunn 8,41. 3. Snækollur frá Eyvindarmúla, eig- andi og knapi Þorvaldur Ágústsson, einkunn 8,40. llnglingar 12 ára og yngri: 1. Borghildur Kristinsdóttir á Háfeta frá Stórulág, eink.: 8,65. 2. Ólafur Örn Jónsson á ör frá Hellu- landi, eink.: 8,46. 3. Bóel Anna Þórisdóttir á Litförla frá Uxahrygg, eink.: 8,18. Ilnglingar 13—15 ára: 1. Lilja Þorvaldsdóttir á Vin frá Kirkjubæ, eink.: 8,51. 2. Ingibjörg Erlingsdóttir á Úranusi, eink.: 8,35. 3. Ævar Sveinsson á Nelson frá Stóra- Hofi, eink.: 8,27. 150 metra skeiö: 1. Kolbrá frá Kjarnholti, eigandi Kristín Þorsteinsdóttir, knapi Páll B. Pálsson, tími 16,0 sek. 2. Funi frá Miðkoti, eigandi Ásdis Kristinsdóttir, knapi Karl Björns- son, tími 16,4 sek. 3. Andvari frá Ytri-Skógum, eigandi og knapi Hermann Árnason, timi 17,4 sek. 250 metra skeið: 1. Þór frá Kviabekk, eigandi Þorgeir Jónsson, knapi Sigurður Sæmunds- son, tími 23,4 sek. 2. Skjóni frá Móeiðarhvoli, eigandi Helgi Valmundsson, knapi Trausti Þór Guðmundsson, timi 24,2 sek. 3. Trausti frá Gufunesi, eigandi og knapi Sigurður Sæmundsson, timi 24,2 sek. 250 metra stökk: 1. Kvistur frá Heysholti, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Ragnar Hilm- arsson ,tími 18,9 sek. 2. Skjóna frá Skarði, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Ragnar Hilm- arsson, tími 19,5 sek. 3. Kyndill frá Grenstanga, eigandi Auðunn Valdimarsson, knapi Ragn- ar Hilmarsson, tími 20,0 sek. 350 metra stökk: 1. Ör, eigandi Svala Bjarnadóttir, knapi ókunnur, tími 26,6 sek. 2. Skelfing frá Útgörðum, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Ragnar Hilmarsson, tími 26,7 sek. 3. Geisli frá Lækjarhvammi, eigandi Jón Guðmundsson, knapi Anna Guð- rún Jónsdóttir, tími 26,8 sek. 800 metra stökk: 1. Eldur frá Hreðavatni, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Ragnar Hilm- arsson, tími 65,7 sek. 2. Kóngur, eigandi Steindór Guð- mundsson, knapi ókunnur, timi 71,8 sek. 3. Riddari frá Hofsstöðum eigandi Guðni Kristinsson, knapi Þórður Þorgeirsson, tími 72,0'sek. 300 metra brokk: 1. Fuglar frá Strönd, eigandi og knapi Margrét Hjartardóttir, tími 41,8 sek. 2. Mósi frá Bakkakoti, eigandi og knapi Ársæll Jónsson, tími 41,8 sek. 3. Kolskeggur frá Lækjarbotnum, eig- andi Brynjólfur Jónsson, knapi Guðni Kristinsson, tími 42,5 sek. AIÓ/VK an hefði skipulagt árásina á sig vegna þess að í blaðagrein hafi hann flett ofan af morði sem lög- reglan hafði skipulagt. Ritstjórinn Suresh Chandra Gupta, var mikils metinn. Talsmaður indversku stjornarinnar kom til Banda í gær og var ekki vel tekið af þúsundum óbreyttra borgara sem vildu tjá álit sitt á dauða Gupta. Sagði tals- maðurinn að f jölskylda hans myndi fá skaðabætur, ekkjan starf hjá fikinu auk þess sem stjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að sökudólg- arnir kæmust ekki undan. Tveir háttsettir lögregluyfirmenn í Banda hafa verið fluttir þaðan á brott. Ekki var þess getið hvort þeir hafa verið teknir höndum. Gestur utan úr geimi? — Nei, það er félagi í Alþjóðasamtökum slökkviliAsmanna, sem hér sýnir nýjan búning, sem nota má viA björgunaraAgerAir eftir flugslys. SlökkviliðsmaAurinn var að sýna þingmönum, sem sæti eiga í Mannvirkja- og samgöngunefnd bandarísku fulltrúadeildarinnar, búninginn, þegar myndin var tekin. Mitterrand og Kohl á fundi Strasbourg, 19. júlí. AP. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Helmut Kohl kanzlari V-Þýzkalands héldu með sér óformlegan fund á sveitasetri skammt utan við Strasbourg í dag, þar sem Kohl skýrði Mitterrand frá fundi sínum með sovézkum leiðtogum í Moskvu á dögun- um. Einnig ræddu leiðtogarnir um staðsetningu nýrra banda- rískra eldflauga í Evrópu, sem óðum nálgast, en Mitterrand hefur fagnað þeirri ákvörðun Kohls að samþykkja að hluta flauganna verði komið fyrir á þýzku landi. Einnig ræddu þeir um Genfarviðræðurnar um fækkun kjarnorkuvopna og önnur mál er varða sam- skipti Frakka og Vestur- Þjóðverja. Mest fyrir peningana! Frá því að hinn nýi MAZDA 626 kom á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá hefur hann fengið geysilega lofsamlegar umsagnir og dóma um víða veröld, ekki síst fyrir gott rými og þægindi. Við skulum bera saman tölur um rými í nokkrum tegundum bíla: MAZDA 626 SAAB 900 VOLVO 240 BMW 520 I CRESSIDA Breidd aftursætissetu cm 140 133 140 138 134 Lengd farþegarýmis 11 — 186 176 187 183 179 Höfuðrými fram í 2) — 94 93 95 94 92.5 Höfuðrými aftur i 2) — 87 90 88 88 87.5 Framhjóladrif Já Já Nei Nei Nei 11 Mælt frá miðjum bensínpedala að neðstu brún aftursætisbaks 2) Mælt með 13° -15° bakhaUa Um vandaða smíð og góða aksturseiginleika MAZDA 626 þarf ekki að efast. Hann er hannaður með nýjustu tölvutækni og framleiddur í fullkomnustu bílaverksmiðju í heiminum í dag. Hann bar meðal annars sigurorð af hinum nýja MERCEDES BENZ 190 í keppni vestur-þýska bílatímaritsins AUTO ZEITUNG um Evrópubikarinn og segir það ekki svo lítið. Nú eftir lækkun innflutningsgjalds, þá er MAZDA 626 á ótrúlega hagstæðu verði: Kr.307.000 626 4 dyra Saloon Hvað kosta hinir? Kannaðu það. BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.