Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 un. Truman var einstakur að þessu leyti. Og var það ekki und- ursamlegt að sá maður sem þaul- kunnugastur var forsetum skyldi einmitt einn daginn verða forseti sjálfur! ean Rusk varð utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna 21sta janúar 1961. Hann gegndi því embætti í samfelld 8 ár og hefur einungis einn maður í bandarískri sögu gegnt þessu embætti lengur; Cordell Hull, sá er þjónaði Roosevelt og hlaut frið- arverðlaun Nóbels. Áður en Rusk settist á þennan stól, hafði hann verið forseti Rockefeller-sjóðsins í 8 ár. Kennedy hringdi til mín einn daginn, segir hann, og leitaði eftir áliti mínu á nokkrum mönnum sem stungið hafði verið uppá í embætti utanríkisráðherra. Hann minntist ekki einu orði á mig í því sambandi, en nokkru seinna hringir síminn og var þá ekki Kennedy kominn til að bjóða mér stólinn! Hann sagði mér aldrei hvernig það bar til að ég varð fyrir valinu og ég spurði hann aldrei útí þau mál. John F. Kennedy var stór- greindur maður. Hann átti auð- velt með að lesa og minni hans var óbrigðult. Hann hafði einstakt lag á því að hlusta á ungt fólk og skilja þarfir þess. Hann var fróð- leiksfús og mjög áhugasamur um það sem hann var að gera. Skop- skyn hans var mjög napurt, en þeir sem þekktu hann og unnu með honum, tóku það ekki illa upp, því hann beitti því jafnt á sjálfan sig sem aðra. Kennedy var snillingur fyrir framan sjónvarpsvélina, en Lynd- on B. Johnson, eftirmaður hans, var á hinn bóginn alltaf hálf smeykur við þau tæki. Það voru ólíkir menn, Kennedy og Johnson, en þeir voru báðir miklir menn. Johnson var líka afburða greindur. Þegar sagnfræðingar fara að gramsa í LBJ bókasafninu, þá munu þeir undrast þær gáfur sem gamli maðurinn faldi stund- um bakvið Suðurríkjahreiminn og smáskrýtlurnar frá Texas sem hann hafði jafnan á hraðbergi. Johnson var maður að flýta sér. Hann hafði fengið mikið hjarta- áfall og gat búist við dauðanum á hverri stundu. Hann vildi því gera það í dag sem hægt var að gera í dag og stundum meira. Hann keyrði okkur áfram, en við gátum ekki annað en tekið því vel, því hann var harðastur við sjálfan sig. Áætlanir hans í innanríkismálum mörkuðu stefnuna fyrir Bandarík- in heimafyrir um mörg ókomin ár. Þegar Rusk varð utanríkisráð- herra lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei skrifa minningar sínar. Já, ég vildi að erlendir þjóðhöfð- ingjar gætu treyst mér. Ég vildi að þeir vissu að þeir gætu rætt við utanríkisráðherra Bandaríkjanna óhræddir um að hann skrifaði i dagbók að kveldi allt það sem hon- um væri sagt að degi. Þar að auki yrði mín saga aldrei nema brot af hinni raunverulegu sögu. Ég ákvað því strax, eins og Marshall hershöfðingi á sínum tíma, að skrifa aldrei sögu mína, og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Ef ég hefði ráðist í slíkt, þá hefði ég ekki sætt mig við neinn undan- slátt. Ég hefði viljað segja hverja sögu eins og hún gerðist og slíkt er, eins og við vitum, ákaflega illa séð og næstum ógerlegt. Ég hefði sært fjölda manna, þar á meðal sjálfan mig... Nei, þá held ég sé vitlegra að láta sagnfróðum mönnum það eftir. Þar að auki er ég alltof góður við sjálfan mig til að ég fari að leggja það á mig í ellinni að skrifa sjálfsævisögu! Dean Rusk var sem fyrr seg- ir, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í samfelld 8 ár, 1961—’69. Síðustu 8 árin hafa 5 menn farið með þetta áhrifamikla embætti: Kissinger, Vance, Muskie, Haig og nú síðast Shultz. Þetta er áhættusöm staða, segir Rusk brosandi. Shultz er 60sti utanríkisráðherrann í amrískri sögu á meðan Ronald Reagan er 40sti forsetinn. Þetta er mikilvægt embætti og forsetar hafa ekki hik- að við að víkja utanríkisráðherra ef þeir hafa grun um að hann sé þeim ekki trúr. Truman einn hafði til að mynda 4 utanríkisráðherra í forsetatíð sinni. Nei, þessi tíðu mannaskipti hafa ekki skaðað utanríkismála- stefnuna. Frá lokum seinni heims- styrjaldar myndar utanríkismála- stefna Bandaríkjanna samfellda heild. Það eru vitaskuld mörg dæmi um ágreining og áherslu- mun með nýjum mönnum, en á heildina litið, þá er um að ræða samfellu í stefnumörkun utanrík- ismála og framkvæmd þeirra. Flokkadrættir eru ekki til þegar kemur að utanríkismálum í þessu landi. f minni tíð, til að mynda, kom það aldrei uppá að menn skiptust í andstæða flokka eftir því hvort þeir væru demókratar eð repúblikanar. Menn höfðu mis- jafnar og ólíkar skoðanir, eins og gengur, en það var aldrei um hreina flokkadrætti að ræða. Kann það ekki að hafa breyst núna? Það má vera. Það er margt sem er að breytast núna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þegar nýtt fólk kemur til skjalanna: fólk sem man ekki sömu tíma og mín kyn- slóð — sú kynslóð sem óx til áhrifa úr rústum seinni heims- styrjaldarinnar og stofnaði Atl- antshafsbandalagið og stóð að Marshall-aðstoðinni ... ú talar um samfellda heild f utanríkismálapólitík Banda- ríkjanna frá stríðslokum. Hver er árangurinn? Stefna okkar í utanríkismálum eftir seinna stríð hefur verið mjög árangursrík. Eftir seinna stríð komum við efnahagskerfi heims- ins í gang og hvarvetna síðan höf- um við reynt að stuðla'að friði í heiminum: Hvar sem kvikna deil- ur erum við fyrstir á vettvang að reyna að leiða þær friðsamlega til lykta, ekki síst í Mið-Austurlönd- um, þar sem bókstaflega enginn hefur reynt að stuðla að friði nema við. Ekki Sameinuðu þjóð- irnar, ekki Moskva, einungis við. Og þar sem við erum á ferðinni útum allar strendur að stilla til friðar, þá er ekki nema eðlilegt að við verðum fyrir gagnrýni úr öll- um áttum, því við tökum aldrei alfarið málstað annars aðiljans. En engin þjóð getur með rétti sak- að okkur um yfirgang eða að við höfum beitt hana órétti. Hvað varðar hið gegndarlausa vopnakapphlaup, vil ég minnast á tvennt, sem fólk af einhverjum ástæðum gerir sér ekki alltaf ljóst: Hið fyrra: Árið 1946 lögðum við, í félagi með Bretum og Kanada- mönnum, fram hina svonefndu Baruch-áætlun á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem seinna snerist uppi Lilienthal-áætlunina. Samkvæmt Baruch-Lilienthal-áætluninni buðumst við til að eyða öllum okkar kjarnorkuvopnum og leggja fram allar tæknilegar upplýsingar um framleiðslu slíkra vopna, en þá höfðum við einir þjóða þau ægi- legu vopn undir höndum. Alþjóð- leg kjarnorkunefnd átti að hafa fulla umsjón og stjórn á allri kjarnorkuframleiðslu í heiminum, sem einungis átti að vera til frið- samlegra nota, og var gert ráð fyrir að engin þjóð hefði neitun- arvald í þeirri nefnd. Sovéttar neituðu að ræða þessar tillögur í alvöru og höfnuðu þeim m.a. á þeirri forsendu að það væri verið að reyna að ná tökum á hinni sov- ésku iðnaðarvél! Annað er þetta: Strax og friður komst á í heiminum eftir seinni heimsstyrjöld, tókum við að af- vopnast. Það gerðist svo snöggt, að sumarið 1946 var ekki einu sinni til ein herdeild á landi eða í lofti í Bandaríkjaher reiðubúin til átaka. Útgjöld okkar til hermála árin 1947—49 voru sáralftil og hafa ekki í annan tíma verið minni. Við höfðum bókstaflega af- vopnast og hvað gerðist? Jú, Jósef Stalín leit yfir hinn vestræna heim og gekk á lagið. Hann neitaði að skila norðvestur hluta írans, krafðist tveggja héraða í Austur- Tyrklandi, studdi skæruliða f Grikklandi og hafði að engu stríðssamkomulagið um frjálsan rétt Austur-Evrópuþjóða að skipa sínum eigin málum. Árið 1948 var það Tekkóslóvakía, svo kom Aust- ur-Berlín; grænt ljós var gefið til Norður-Kóreumanna að ganga í skrokk á Suður-Kóreumönnum — og af þessu öllu kviknaði kalt stríð. Freistuðum við Sovétta? Ungt fólk á okkar dögum ætti að gera sér þessar staðreyndir ljósar, áður en það heimtar einhliða afvopnun Vesturveldanna. Það er fordæmi fyrir því, og það dýrmætt for- dæmi, að Sovéttar muni ekki fylgja eins og skátadrengir í kjöl- farið. Hvað sagði ekki Sóvet-leið- toginn Vishinsky: „Þið gerðuð allt sem þið gátuð til að gefa okkur í skyn að þið hefðuð ekki áhuga á Kóreu, með því að kalla heim her- liðið ykkar. Þið freistuðuð okkar!" g spyr Rusk um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins. Atlantshafsbandalagið var stofnað til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina, segir hann. Mín kynslóð sem upplifði fyrra heimsstríðið og hefði getað komið í veg fyrir það seinna, ef hún hefði ekki sofnað á verðinum, trúir því að varnarsamstarf í formi Atlantshafsbandalagsins sé eina raunhæfa leiðin til að afstýra þriðja heimsstríðinu. Við trúum á NATO sem friðarstoð í hinum vestræna heimi; í heimi lýðræðis- ins. Og Atlantshafsbandalagið hefur gegnt sínu hlutverki frá- bærlega: það hefur haldist friður í Vestur-Evrópu. Atlantshafsbandalagið var sam- einingartákn hins vestræna heims — en nú, svo einkennilegt sem það nú er í ljósi árangursins af starfi þess, þá eru samt uppi óánægju- raddir þegar það ber á góma í lýð- ræðisríkjum og óeining í lofti. Evrópumenn virðast stundum telja sér trú um að þeir séu sak- lausir áhorfendur að vopnakapp- hlaupi Bandaríkjanna og Sovét. Þetta er mjög dularfullur mis- skilningur, því það er Evrópa sem allt kapphlaupið snýst um. Ef það verður stríð milli Bandaríkjanna og Sovét, þá verður það stríð ekki háð á Norðurpólnum! Ef Evrópa er örugg, þá hafa Bandaríkin enga ástæðu til þess að fara í stríð við Sovétta. En á sama tíma og Evrópumenn halda fram þessari firru, þá vita þeir engu að síður, að þeir verða að notast við okkur sér til varnar. En Evrópumenn verða að gera sér það ljóst að þeir verða að leggja sitt af mörkum, því bandaríska þjóðin fer að þreytast á því að leggja til milljarða dollara og þús- undir mannslífa til að tryggja þetta varnarsamstarf, ef sú við- leitni gerir ekki annað en vekja óánægju og árásir á Bandaríkin útum allan heim. Við Bandaríkja- menn erum p'raktískir menn og frændur mínir hér í Georgíu fara að hugsa sig um, þegar við fáum engar þakkir fyrir þær fórnir sem við höfum fært í þágu heimsfrið- ar. Bandaríkin hafa fórnað 600 þús- und manns til að viðhalda lýðræði í heiminum og hvern áratug frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa 10 þúsund ungir Bandaríkja- menn fórnað lífi sínu í þágu hins sameiginlega varnar- og öryggis- samstarfs. Hinn almenni Banda- ríkjamaður fer skiljanlega að hugsa sinn gang, ef þessar fórnir gera ekki annað en vekja upp árásir á Bandaríkin í hinum lýðfrjálsa heimi. Og það yrðu eng- ir glaðari en einmitt Bandaríkja- menn ef Evrópuþjóðir gætu einn daginn varið sig sjálfar. Gildi Atlantshafsbandalagsins er enn meira nú, þegar við stönd- um frammi fyrir þeirri ógurlegu staðreynd, að verði heimsstríð, þá verður gereyðingarstríð. Þetta eru viðsjárverðir tímar. Alla söguna hefur maðurinn getað tekið upp þráðinn, hversu miklar sem blóðs- úthellingarnar hafa verið I styrj- öldum, en nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Verði þriðja heimsstyrjöldin, þá verður gereyð- ingarstríð. Ungt fólk verður að gera sér þetta ljóst. Það er nauðsynlegt að ræða þessi mál opinskátt, en fólk verður að finna til ábyrgðar I þeirri umræðu. Ég hef margsinnis tekið eftir því, að fólk sem setur sig upp á móti varnarsamstarfi lýðræðisþjóða, það ræðir ekki einu sinni möguleikann á þriðju heims- styrjöldinni. Það fólk hefur engar hugmyndir uppi um hvernig koma skuli í veg fyrir það gereyð- ingarstríð. Það er einungis á móti varnarsamstarfi! Ef Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, hvað ætti þá að koma í stað þess? Er til betri kostur? Það má vera — en þá verður að benda á þann kost. Slíkt hefur ekki verið gert, en kannski ungt fólk fram- tíðarinnar finni snjalla lausn. Við, sem upplifðum fyrri heimsstyrj- öldina, börðumst fyrir varnar- samstarfi eftir seinna stríð, því við trúðum að varnarsamstarf hefði getað komið í veg fyrir þá ógurlegu styrjöld. Og varnarsam- starfið hefur dugað vel síðan, og við gamla fólkið getum ekki hugs- að okkur betri leið til að tryggja friðinn í hinum lýðfrjálsa heimi. Ég neita því ekki, að við eftir- stríðsmenn höfum máski gert mörg mistökin, en við gerðum okkur a.m.k. ekki bera að hreinni heimsku. Ungt fólk, sem heimtar einhliða afvopnun Vesturvelda, hefur hingað til ekki sýnt annað en hreina heimsku í rökstuðningi sínum og ekki fundið til þeirrar ábyrgðar að benda á haldgóða friðarleið í stað varnarsamstarfs í formi NATO. Enda þótt Sovéttar hafi aldrei léð máls á alhliða friðarsamkomulagi, þá hafa alltaf verið í gangi viðræður milli þeirra og okkar og báðar þjóðir gengið fram í því að ná samkomu- lagi um ýms smærri mál. Sovéttar eiga við sín innanríkisvandamál að stríða, rétt eins og við, en þó miklu viðameiri. Stundum hefur mér fundist í viðræðum við sov- éska ráðamenn að þeir væru lítið eitt smeykir vegna vandamálanna heimafyrir — en það hefur aldrei verið mér nein huggun, því hrædd- ur maður getur hæglega breyst í stórhættulegan mann. Ég hef aldrei getað tekið undir allt tal um tortímingu heimsins sem, að manni skilst, á að verða helst á morgun. Ég er bjartsýnn á framtíðina. Nú í ár eru t.d. liðin heil 38 ár frá því við kynntumst ógnum kjarnorkusprengjunnar. Við höfum lifað í 38 ár undir at- ómsprengju og það gerir mig bjartsýnan á framtíðina. En mannkyn stendur frammi fyrir öðrum og fleiri vandamálum. Það eru vandamál, rétt eins og kjarnorkuvandinn, sem mannfólk- ið hefur aldrei áður þurft að glíma við, svo sem í orkumálum, um- hverfismálum, mannfjölgunar- málum og mörgu öðru. Þessi vandamál munu annaðhvort tvístra mannfólkinu ellegar þjappa því saman í viðleitninni til áframhaldandi lífs og gefa þannig tækifæri til samvinnu um lausn þessara brýnu og viðamiklu vandamála. Þjóðir heimsins hafa margsinn- is staðið saman að lausn ýmissa brýnna þjóðþrifamála, eins og til dæmis þegar við tókum okkur saman um að útrýma bólusótt. Það var gert með sameiningar- átaki og það á að finna fleira slíkt til að sameinast um, því öll við- leitni mannsins í þá veru gefur von um betri heim og langa líf- daga mannsins á jörðu hér. ★ Ég spyr Rusk um nýfallin um- mæli Barry Goldwaters, þar sem hann bókstaflega hvatti til innrás- ar Bandaríkjanna á Kúbu. Hann hló við. Já, þess vegna tapaði hann nú svo stórt í kosningunum gegn Johnson, segir hann, af því hann var alltaf að segja eitthvað af þessu tæi sem á ekki hljómgrunn með bandarísku þjóðinni. Banda- ríkin myndu aldrei taka þátt í slíku, án þess öll Mið-Amríka stæði að því og það lægi fyrir að kúbanska þjóðin bæði um slíkt i kúgun sinni. Samkvæmt sáttmála okkar við ríki Suður-Amríku erum við skuldbundnir að veita aðstoð þeim þjóðum í þessum heimshluta sem þarfnast aðstoðar og biðja um hjálp. Við getum ekki skorast und- an slíku. Hvernig líst þér á framtíð mála í Mið-Amríku? Það mun verða órói í flestum ríkjum Mið-Amríku um mörg ókomin ár. Með aukinni menntun og upplýsingu og betri aðgangi að því sem er að gerast í heiminum, þá sættir fólk í þessum löndum sig ekki lengur við örbirgð. Fólk er að gera sér ljóst að eymd og sultur er ekki lögmál lífsins og það sér að það er hægt að jafna kjör manna. Það sama á sér stað í flestum löndum þriðja heimsins: fólk er að vakna til vitundar um kjör sín. 1 heiminum eru einungis 33 lýðræð- isríki en um 120 ríki sem búa við mismunandi mikið einræði. Við þekkjum þau átök sem fara dag- lega fram í lýðræðisríkjum og þau átök eru ennþá harðari undir yfir- borðinu í flestum einræðisríkjum. Þannig er það í Suður-Amríku. En menn verða að átta sig á því að þar er ekki spurningin nú um ein- ræði og lýðræði, heldur eitt ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.