Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 51 Dean Rusk á tali vid Islending. ræðisform framyfir annað ein- ræðisform. Og ef einungis fátt eitt er satt sem til er á opinberum skýrslum um stuðning kommún- ista við skæruliða í ríkjum Mið- Amríku, þá hafa Bandaríkin full- an rétt tii að styðja hinn aðiljann. Bandaríkjastjórn reynir að koma í veg fyrir að hvert landið af öðru í heiminum falli undir kommún- isma, en jafnframt reynum við að stuðla að bættum kjörum almen- nings í þessum löndum. Ég sé ekki framá að öldur lægi í Suður- Amríku á næstu árum. Ýmsir hafa gagnrýnt Bandarík- in fyrir að reyna að koma á friði í Mið-Austurlöndum án beinnar þátttöku Sovétta: Þeir segja það ljóst nú, eftir að Svrlendintrar. leppar Sovét. gerðu að engu síð- ustu viðleitni Reagan-stjórnarinn- ar um frið í þessum heimshluta, að það verði að hafa Sovétta með í málum í framtíðinni. Telurðu það næsta skrefið? Nei. Ég dreg þá ályktun af af- stöðu Sýrlandsstjórnar að Sovétt- ar telji sér það í hag að það ríki áfram mikil spenna milli Araba og Israela. Það ræðst alfarið af friðarvilja Sovétta, hvort þeir geta gegnt mikilvægu hlutverki í frið- arsamningum milli Araba og Isra- ela — en ég hef ekki séð nein merki þess, að sá friðarvilji sé fyrir hendi. Það er ljóst að fyrst af öllu verður að byggja upp Líbanon og koma útlendu herliði á brott þaðan. Líbanon er sjálfstætt ríki og aðili að Sameinuðu þjóðunum og það er fullur réttur þess að ekk- ert útlent herlið sé í landi þess. Fyrsta skrefið í átt til friðar í Mið-Austurlöndum, tel ég því vera, að ísraelsmenn, Sýrlend- ingar og Palistínuarabar yfirgefi Líbanon. En eins og málin horfa nú, þá er það stórt skref. Það kann að vera að þær miklu tilfinningar sem stríðsaðiljar bera í brjósti, geri það næsta ómögu- legt nú að ná friði. Ég vona ekki. En trúarstríð eru illleysanleg, samanbér Norður-írland, Tyrki og Grikki, Indverja og Pakistana, stöðuna í íran og svo ísrael og nágranna þess Araba. Ég hef mátt hlusta á ísraelskan utanríkisráð- herra lesa uppúr Gamla testa- mentinu til að sanna fyrir mér að hann færi með rétt mál og ar- abískir kollegar hans lásu uppúr Kóraninum til að sanna hið gagn- stæða. Það er reynsla mín, að þeg- ar tveir aðiljar setjast að samn- ingaborði, báðir fullvissir þess að Guð standi með þeim, þá sé lítil von um samkomulag. Og enn minni er sú von náttúrlega þegar báðir trúa á sama Guðinn! Ég fyllist ævinlega megnri tortryggni þegar stjórnmálamenn halda því blákalt fram að Guð almáttugur standi með þeim. að er tekið að rökkva í lífi þessa mætismanns, Dean Rusks, en það er engan dauðatón að finna í mæli hans: hann er kátur maður og fylgist vel með og vill áfjáður vita allt um pólitíska stöðu á Islandi. Hann er einstakt ljúfmenni, Rusk, og þó ég hitti hann einungis þrívegis að máli, finnst mér þessi gamli mað- ur standa mér nærri: allt að því vinur. Ég hafði kynni af nokkrum nemendum hans við Georgíu-há- skóla og það birti ævinlega yfir þessu unga fólki þegar gamla manninn bar á góma. Það er hlýj- an í svip þessa manns og viðmóti hans, sem menn minnast fyrst _en svo gáfna hans og heilinda. Hann vill lítið tala um eigin persónu: jafnvel þegar spurt er um heilsuna fást ekki önnur svör en: Ja, þegar maður er kominn á þennan aldur þá ^etur allt skeð ... Eg spyr hann í lokin hvernig hann uni sér á prófessorsstóli. Hann segir: Það var nú alltaf mín heitasta ósk að fá að gerast kennari í al- þjóðlegum lögum. Ég kenndi al- þjóðalög nokkur ár sem ungur maður, en síðari heimsstyrjöldin skall á, en svo höguðu atvikin því til, að ég varð að slá því á 30 ára frest sem ég vildi helst gera. Kona mín og ég erum mjög sæl í þessum stað, Aþena í Georgíuríki, þar sem ég á frændur á hverju strái. sem sögur fara af, stendur nú yfir í sex verzlunum samtímis. Afslátturinn er vægast sagt ótrúlegur. Sumarútsalan hefur oft veriö góö en sjaldan betri en nú. VeriÖ velkomin í verslanir vorar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.