Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Taugaveiklun, tor- truggni — ófriður? I>að er mikið talað um frið í heiminum í dag. Allir þrá frið. Kirkjan talar um frið Guðs og manna og milli manna. Kapítalist- ar og kommúnistar tala um að efla verði friðarumræðu og berjast fyrir afvopnun. Það eru þó ýmis ljón á vegin- um, því hvor um sig vill hafa sinn háttinn á. Alvarlegasta hindrunin er óttinn, taugaveikl- unin, tortryggnin gagnvart mót- aðilanum. Ánnar hugsar með sér: „Ég verð að standa hinum framar til þess að verjast hugs- anlegum árásum hans og hafa yfirburði." Óttinn, taugaveiklunin er friðnum hættuleg. Til þess að vinna bug á henni þarf að byggja allt frá grunni, innrætingu Biblíulestur vikuna 14.—20. ágúst Friður Sunnudagur 14. ágúst 11. Mós. 19.1—8: Undirstaða friðar er sátt víð Guð. Minudagur 15. ágúst: I. Mós. 4.7—16: Orsök ófriðar er óhlýðni við Guð. Þriðjudagur 16. igúst: II. Mós. 20.1—17: Uppeldi til friðar. Miðvikudagur 17. igúst: Orðskv. 15.1: Möguleikar okkar til friðarstarfa í dag- legu lífi. Fimmtudagur 18. igúst: Jes. 11.1—9: Ríki Messíasar. Föstudagur 19. igúst: Róm. 12.14—21: Friðarkröfur Krists eru svo háleitar að enginn fær sinnt þeim án hjálpar hans. Laugardaginn 20. ágúst: Jóh. 14.27: Friður hjartans. góðra dyggða allt frá bernsku, og láta börnin vaxa upp í þeirri heimspeki (leyfa þeim að finna það sjálfum) að það borgi sig að bera virðingu fyrir meðbróðurn- um og að rækta upp óbeit á ofbeldi í sérhverri mynd þess. Það hlýtur t.d. að leiða til ófrið- ar, ef hver og einn fær því fram- gengt sem hann lystir, því slíkt getur leitt til þess að menn beiti ofbeldi, sem aftur leiðir til ójafnaðar. Aðgerðarleysi { allri umræðu um friðar- og afvopnunarmál er það beinlínis rangt af kirkjufólki að halda að sér höndum og vera eins og sitj- andi með krossinn í annarri hendinni og hnífinn í hinni. Kirkjufólk þarf ekki síður að láta til sín heyra og fyrst og fremst að láta verkin sýna merkin. Kirkjufólk þarf að taka afstöðu gagnvart því sem stór- veldi heimsins eru að ráðskast með — það gæti orðið þitt líf, sem meðbróður í fjarlægu landi. Virk samstaða almennings um allan heim gegn kjarnorkuvíg- búnaði og ofbeldi hvers konar hlýtur fyrr en síðar að bera ávöxt til heilla, því það er aðeins ein Jörð, sem Drottinn hefur út- hlutað okkur og hana verður mannkyn allt að sameinast um að yrkja í sátt og samlyndi án yfirvofandi hættu á kjarnorku- aleyðingu. Friður Krists Drottinn Kristur sagði eitt sinn við lærisveina sína: „Frið læt ég eftir hjá ykkur, minn frið læt ég eftir hjá ykkur; ekki gef ég ykkur eins og heimurinn gef- ur ykkur." Með þessi orð að leið- arljósi á kirkjufólk að fara á undan og uppfylla hlýðniskyldu sína við fagnaðarerindið. Höfum það hugfast, að þar sem Andi Drottins er, þar er friður. Úr ályktun Al- kirkjuráðs 1981 Kirkjufólk ætti „ennfremur að vekja athygli á meginorsökum stríðs, sem einkum eru efna- hagslegt óréttlæti, kúgun og arð- rán og einnig á afleiðingum auk- innar spennu, sem leiðir til enn meiri skerðingar á mannréttind- um“ (úr ályktun Alkirkjuráðs 1981). Sbr. Pólland, Afganistan, Honduras, Chad, írland. Geðveiki Það er ein tegund geðveiki að á sama tíma og 800 milljónir bræðra okkar og systra hafa hvorki í sig né á, skuli u.þ.b. 1.680.000.000,00 króna vera varið til hermála á hverjum einasta klukkutíma sólarhringsins. Daglega deyja rúmlega 30.000 börn úr hungri í vanþróuðum löndum. Aðeins V2 % árlegra hernaðarútgjalda myndu nægja til kaupa á landbúnaðartækjum, sem gerðu fátækum þjóðum kleift að fullnægja eigin fæðu- framleiðslu. Hernaðarútgjöld Vfe dags nægðu til að útrýma mal- aríu, skæðum hitabeltissjúk- dómi. Lífi eins barns var bjargað á sjúkrahúsi í nótt í okkar heims- álfu, en á sama tíma létust um 15 þúsund börn úr hungri í van- þróuðum löndum. í gær var framleidd ein kjarn- orkusprengja enn. Hverjum kemur hún til með að granda í fyllingu tímans? Óeirðir brutust út — það er stríð í heiminum. Úrályktun prestautefnu 1982. Friðarhreyfing íslenzkra kvenna „Við viljum frið.“ Þetta er upp- haf ávarps, sem friðarhópur kvenna sendi frá sér í fyrra. Þessi hópur undirbjó Friðarhreyfingu ís- lenzkra kvenna, sem var stofnuð hinn 27. maí sl. og er nú að móta starf sitt. Friðarhreyfingunni er ætlað að vera tengiliður friðarhópa kvenna, safna efni um friðarmál og hafa handbært til hjálpar í frið- arumræðu og öðru friðarstarfi hóp- anna. Friðarhreyfingin er hreyfing kvenna, sem finna samstöðu vegna brennandi óska um frið en geta haft gjörólíkar skoðanir á því hvernig eigi að standa að málum. í þeirri miðstöð frið- arhreyfingarinnar, sem nú er áformað að verði tengiliður hreyfingarinnar, er áætlað að séu konur úr ýmsum félagasam- tökum, frá kirkjunni og úr öllum stjórnmálaflokkum. Þær starfa samt sem einstaklingar í eigin nafni en með reynslu sína og skoðanir að bakhjalli. í friðar- hópunum, sem þegar hafa byrjað starf út um landið og munu vaxa upp á næstunni, má ætla að líka verði konur, sem hafa ólík sjón- armið á því hvernig eigi að vinna að friði. í augum sumra kvenna eiga friðarstörf alls ekki að vera póli- tísk, þau eiga að beinast að ræktun hverrar manneskju, hver á að innræta sjálfri sér hæfi- leika til að stunda frið í lífi sínu og það á að kenna börnum að vinna að réttlæti og kærleika í daglegu lífi. Sumar konur telja að friðarstarf hljóti áð miklu leyti að beinast að starfi að réttlæti í þjóðfélaginu og rétti milli þjóða, t.d. jafnrétti svartra og hvítra, fátækra og ríkra, karla og kvenna. Aðrar konur telja að friðarstarf hljóti að vera pólitískt að svo miklu leyti að það hljóti að gnæfa hæst. Þær telja að heimsfriðurinn sé eins og fjöregg, sem stórveldin kasti á milli sín og það sé nauðsynlegt að gera upp hug sinn um þann leik og leggja fram krafta sína til að vinna að því, sem samvizk- an býður þar um. Hvernig eiga nú öll þessi sjónarmið og enn fleiri að rúmast í einni friðar- hreyfingu? Friðarhreyfingu íslenzkra kvenna hefur bæði verið hrósað og einnig hallmælt fyrir hið þverpólitíska snið sitt. Hún er gagnrýnd fyrir að gefa ekki út pólitískar yfirlýsingar, standa ekki að baki ákveðnum aðgerð- um, henni er hrósað fyrir að hafa nú loksins komið upp vett- vangi, þar sem konur ólíkra sjónarmiða um sameiginlegt baráttumál geta hitzt, talað saman og unnið saman. Ef Friðarhreyfingu íslenzkra kvenna tekst að halda velli sem vettvangur þar sem konur ólíkra sjónarmiða í friðarstarfi vinna saman að friði er vel farið. Það er áreiðanlega lærdóms- ríkt að hlusta á „hinar", sem hver um sig berst fyrir sínu máli í sínu nafni eða nafni þess hóps, sem hún starfar í. Konur, sem hlýða hver á aðra, unna hver annarri ólíkra sjónarmiða og halda samt áfram að tala saman og vinna saman, eru fyrirmynd í friðarleit. Þær, sem vildu fá nán- ari upplýsingar um friðarhreyf- inguna, ættu að skrifa til mið- stöðvar hennar að Hallveigar- stöðum í Reykjavík. Óþekkta konan 11. sunnudagur eftir trinitatis Lúk. 7:36—50 Við göngum til veislu — óþekkt kona gengur í salinn, hún er ekki boðin. Hvaða erindi á hún hér? Áður en varir fyllist loftið angan — verk hennar hefur áhrif um allan salinn. Menn kveða upp dóma. En konan er frjáls í þjón- ustu sinni. Kærleikur hennar á sér engin takmörk. Fræ- korn kærleika hennar springa út — bruma — verða að laufum — bera ávöxt — bera þann ávöxt, að hún þjónar Kristi á þann hátt að andrúmsloftið í kringum hana umhverfist. Það fyllist ilmi og frískleika. Allt verður nýtt. Ljósið skín inn í líf hennar — myrkrið hverfur frá huga hennar. Guð hefur bægt myrkrinu frá og líf hennar fyllist ljósi, er hún brýtur allar hefðir að baki sér — hugsar ekki um dóm manna, heldur gengur óhikað fram til verks, — fram til þjónustu við Drottin sinn og frels- ara. Og hver eru viðbrögð hans? „Syndir þínar eru fyrirgefnar. Trú þín hefur frelsað þig. Far þú í friði“. Hann segir við þig : „Þú ert minn og þú ert mín — ég hefi tekið þig í sátt. Ég hefi tekið myrkrið burtu. Ég skal vera ljósið í lífi þínu.“ Sá sem elskar Drottin, Guð sinn af öllu hjarta sínu, allri sálu sinni og öllum huga sínum — sá elskar náunga sinn eins og sjálfan sig. í hennar fótspor — þessarar óþekktu konu, skulum við því öll feta — þeirrar sem þjónar Kristi. Höldum á vit náunga okkar — þannig bægjum við myrkrinu frá og hleypum ljósinu að. Göng- um fram til frelsis þess og friðar er Kristur gaf okkur. Biðjum að við megum feta í fótspor hinnar óþekktu konu, svo við megum þjóna Guði hinni sönnu þjónustu. Úr ályktun prestastefnu 1982 I. 1. Sá friður sem kirkjan boðar er friður Guðs, sem hún er send með út í heiminn til þess að fagnaðarerindið fái að móta mannlífið allt. 2. Við minnum á að friður er afleiðing af réttlæti í samskiptum manna og verður aðeins tryggður á þann hátt, að réttlæti ríki. 3. Við minnum á, að hinn kristni fagnaðarboðskapur á erindi við manninn á öllum sviðum lífs hans. h. Fagnaðarerindið er boðskapur um ábyrgð mannsins á öllu lífríkinu, og þar með einnig um velferð þjóða og einstaklinga. II. 5. Við fordæmum geigvœnlegan vígbúnað í heiminum. Við minnum á þá gífurlegu fjármuni, sem varið er til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. 6. Við bendum á, að málefni friðar og afvopnuar séu ofar flokkssjónarmiðum stjórnmálaflokkanna. í mál- efnum friðar og afvopnunar hljóta allir menn að vera kallaðir til ábyrgðar. 7. Við æskjum þess, að kirkjustjórnin taki höndum saman við alla stjórnmálaflokka landsins til umræðu um friðarmál og beinum því til biskups að hafa forgöngu í því efni. III. 8. Við hvetjum söfnuði landsins til þess að leggja aukna áherslu á uppeldi tilfriðar með því að: a) ástunda slíkt uppeldi innan fjölskyldunnar sjálfr- ar og í samskiptum milli heimila á þann hátt m.a. að sýna sáttfýsi, sanngirni, hógværð og umburð- arlyndi, b) vekja menn til vitundar um skaðsemi ofbeldis í fjölmiðlum, myndböndum, leikföngum og áfleiri sviðum, c) vekja til umhugsunar um sáttaleiðir í deilumál- um, stórum og smáum, og minnast gildis hins fórnandi kærleika, d) byggja upp gagnkvæmt traust milli einstaklinga og hópa og vinna gegn fordómum meö því að hvetja menn til þess að virða skoðanir annarra. 9. Við bendum söfnuðum landsins á eftirfarandi leiðir til þess að vinna að uppeldi til friðar: a) með því að leggja rœkt við guðsþjónustu safnað- arins og biðja fyrir friði, b) með því að efna til umræðufunda í kirkjum og safnaðarheimilum um málefni til friðar og af- vopnunar, c) með friðarsamkomum, friðarvökum, guðsþjónust- um, þar sem meginefnið er friður, sáttagjörð eða skyld efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.