Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 Fundur bandarísku herflugvélanna á Grænlandsjökli: eru P-38. Tvær P-38 vélar lentu á öðrum stað á jöklinum. Issjáin leysti verkið — rætt við Helga Björnsson, jöklafræðing, einn þeirra þriggja íslendinga sem unnu að leit vélanna með íssjánni Þann 15. júlí árið 1942 nauðlentu átta bandarískar herflugvélar á austurströnd Grænlandsjökuls, um 5 km frá jökuljaöri til móts við eyna Dannebrog. Vélarnar voru á leið til Bretlands frá Syðri-Straumsfirði á Grænlandi, en þýskur kafbátur blekkti flugmennina til að snúa við miðja vegu milli Grænlands og íslands. Þegar til Grænlands var komið hrepptu þeir vont veður, mistúlkuðu veðurlýsingu frá eigin herstöð og urðu um síðir bensínlausir. Flugmennirnir neyddust því til að nauðlenda á jöklinum. Norman D. Vaughan, kunnur heimskautafari, segir þessa sögu alla annars staðar í biaðinu í dag. Vinnuplagg félaganna frá Grænlandsjökli sem sýnir mælinetið sem ekið var eftir. Stóru hringirnir sýna staðsetningu hverrar vélar. Afstaðan er sú sama Og sést á Ijósmyndinni frá 1942. Ljósmynd: Helsi Björnsson. 1 þessari ferð voru sex P38 Lockhead Lightning-orustuvélar og tvær Boeing-17-sprengjuvélar, svokolluð „fljúgandi virki". Nauð- lendingin tókst með ágætum og komust áhafnirnar, samtals 25 manns, lífs af. I sumar hefur björgunarleiðangur undir stjórn Bandaríkjamannsins Russel Raj- ani, unnið að því að leita uppi flugvélarnar á jöklinum, en Raj- ani er í forsvari fyrir áhuga- mannafélag í Bandaríkjunum, Pursuit Unlimited, sem hefur það markmið að bjarga flugvélum frá stríðstímanum. Leiðangurinn er styrktur fjárhaglega af R.J. Reyn- olds Tobacco Company of Win- ston-Salem, North Carolina. Leitin að vélunum tók lengri tíma en búist var við í fyrstu, og það var ekki fyrr en íslendingarn- ir Helgi Björnsson, Jón Sveinsson og Arngrímur Hermannsson komu á vettvang með séríslenskan radar að vopni, svonefnda „íssjá", að tókst að staðsetja vélarnar ná- kvæmlega. Þeir Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur og Jón Sveinsson rafmagnstæknifræð- ingur hafa átt drjúgan þátt í því að hanna þetta tæki, en auk þeirra hafa unnið að gerð tækisins þeir Marteinn Sverrisson rafmagns- verkfræðingur og Ævar Jóhann- esson tæknimaður. Morgunblaðið átti nýlega viðtal við Helga Björnsson og fer það hér á eftir. Lýsir Helgi ferð þeirra félaga á Græniandsjökul og undratækinu íssjánni. — Helgi, hvers konar tæki er íssjáin? „fssjáin er eins konar radar. Tækið vinnur þannig að það sendir frá sér rafsegulbylgjur niður í gegnum ísinn, sem endur- kastast frá botni jökulsins eða frá hlutum sem eru inni í ísnum. Það er dregið af snjóbíl eftir jöklinum og skráir endurkastið samfellt á ljósmyndafilmu. Þetta er Iang- bylgjutæki, en þó að slík radar- tæki hafi verið notuð á jöklinum í 15 ár var það ekki fyrr en árið 1976 sem lausn fannst á því hvern- ig nota mætti þessa tækni á þíð- jökla. Lausnin var sú að nota lægri tíðni, í þessu tilfelli fimm megarið, en áður var notuð há- tíðni, sextíu megarið, og reyndust slík tæki ónothæf á þíðjökla, þótt þau gegndu sínu hlutverki prýði- lega á gaddjöklum. Munurinn á gaddjöklum og þfðjöklum er sá, að Þannig sýnir skermur íssjárinnar endurkast frá fjórum flugvélum. Myndin á skerminum spannar lárétt yfir 800 metra svæði, en lóðrétti skalinn sýnir fjarlægð frá yfirborði. í gaddjöklum er ekkert bræðslu- vatn, þar sem þíðjöklarnir eru ,11 ; y " Ljósmynd: Arngrímur Hermannsson. íslenska fánanum flaggað á íssjánni þegar Ijóst var að tekist hafði að finna flugvélarnar. Ljósmynd: Helgi Björnsson. hins vegar blanda af ís og vatni. Okkar jöklar eru allir þíðjöklar. Þetta tæki er hannað af okkur hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans og var smíði þess styrkt af Vísindasjóði og Vestur-íslend- ingnum Eggert V. Briem. Við höf- um síðan unnið töluvert með ís- sjána undanfarin ár og má segja að tækið hafi verið í stöðugri þróun. í þrjú ár höfum við starfað fyrir Landsvirkjun við könnun á þeim jöklum sem veita vatni til virkjana, og i sumar til dæmis mældum við Hofsjökul allan. Einnig könnuðum við norðaust- urhluta Vatnajökuls fyrir Raf- magnsveitur ríkisins, og var það liður í undurbúningsrannsóknum vegna væntanlegrar Fljótsdals- virkjunar. Það er því komin nokk- uð mikil reynsla á íssjána." — Hver er aðdragandinn að því að þið tókuð að ykkur leitina? Nú komið þið frekar seint til leiks. „Það var Arngrímur sem kom þessu í kring. Arngrímur er í Flugbjörgunarsveitinni og mikill áhugamaður um flugvélar og hann hefur verið með okkur í mælinga- ferðum undanfarin ár. Hann hef- ur oft minnst á það að gaman væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.