Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Kona fótbrotnaði í umferðarslysi KONA fótbrotnaði þegar harður árekstur varð á gatnamótum Laugavegar og Rauðarárstígs laust fyrir klukkan 14 á mánudag. Konan var farþegi i FIAT-bifreið, sem ekið var vestur Laugaveg. Á gatnamótunum við Rauðar- árstíg var BMW-bifreið ekið í veg fyrir hana og skullu bifreiðirnar saman af miklu afli. Ökumaður BMW-bifreiðarinnar fór yfir gatnamótin við hlið Range Rover-jeppa. Ökumaðurinn yfir gatnamótin í skjóli jeppans og taldi sér óhætt. Jeppinn var stöðv- aður á miðri leið yfir gatnamótin, en ökumaður BMW-bifreiðarinnar hélt áfram með fyrrgreindum af- leiðingum. Á föstudagskvöldið varð harður árekstur á sömu gatnamótum. Þrjár stúlkur voru fluttar í slysa- deild, en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. SláturhúsiÖ á Bfldudal: Leyfi fengid og hefst slátrun í dag SLÁTURHÚS Sláturfélags Arnfirð- inga á Bfldudal hefur fengið bráða- birgðaleyfl til slátrunar í haust, og mun slátrun hefjast þar í dag, að sögn Ólafs Hannibalssonar bónda í Selárdal. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á sláturhúsinu. Lauk þeim að sögn Ólafs í síðustu viku. Landbúnað- arráðuneytið gaf leyfið út á mánu- dag, að fenginni jákvæðri umsögn héraðsdýralæknisins. Eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu gekk á ýmsu í fyrrahaust þegar slátrun átti að hefjast á Bíldudal og tafð- ist slátrunin um hálfsmánaðar- tíma vegna þess að ekki fékkst siáturleyfi. í sumar og haust hefur síðan verið unnið að endurbótum á sláturhúsinu eins og áður sagði og hefur leyfi til slátrunar í haust nú fengist. Haustmót TR: Margeir og Róbert efstir Margeir Pétursson og Róbert Harðarson eru efstir og jafnir á haust- móti Taflfélags Reykjavíkur að lokn- um 8 umferðum með 6'/> vinning. Átt- unda umferð var tefld á mánudag og urðu úrslit: Elvar Guðmundsson vann Róbert Harðarson, Sævar Bjarnason vann Hrafn Loftsson, Margeir Péturs- Sfldveiði treg SÍLDVEIÐI við landið er enn treg samkvæmt upplýsingum veiðieftir- litsmanns sjávarútvegsins. Sagði hann, að fyrir austan yrðu menn varla varir við sfld, nema einn og einn bátur, en illa gengi að ná henni. Um klukkan 17 í gær hafði að- eins einn bátur tilkynnt um afla frá því á mánudag. Hákon ÞH fékk um 50 lestir í Isafjarðardjúpi í fyrrinótt. Hafði hann þá fengið alls 80 til 90 lestir og hélt með aflann til Grindavíkur. son vann Halldór G. Einarsson, Hilm- ar Karlsson, fslandsmeistari, vann sína fyrstu skák í mótinu, lagði Arnór Björnsson að velli og Karl Þorsteins vann Benedikt Jónasson. Skák Jó- hanns Hjartarsonar og Dan Hanssons fór í bið. Margeir vann biðskák sína gegn Sævari Bjarnasyni i gærkvöldi og skaust upp í efsta sætið ásamt Ró- bert. Jóhann Hjartarson og Karl Þorsteins eru í 3.-4. sæti með 4 vinninga og biðskák. Björgvin Jónsson er efstur í B-flokki með 6‘A af 7, Sigurður H. Jónsson er efstur í C-flokki með 6 af 7, en báðir eru þeir úr Keflavik. Þröstur Þórhallsson er efstur í D-flokki með 6 af 7, Þorvaldur Loga- son frá Neskaupstað er efstur í E-flokki með 6 vinninga af 6 og þeir Hannes Stefánsson og Þröstur Þór- hallsson eru efstir i unglingaflokki með 5 vinninga af 6. Síðasta umferð í A-flokki verður tefld í kvöld. Regnboginn: Tvær áður ósýnd- ar Chaplin-myndir Geraldine Chaplin hingað til lands? KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnboginn hefur fest kaup á öllum lengri mynd- um Chaplins að nýju og á meðal þess sem keypt er, eru tvær kvikmyndir, sem aldrei hafa verið sýndar áður hér á landi, önnur heimildamynd um líf og starf Chaplins og hin mynd sem Chaplin samdi handrit að og leik- stýrði, en lék ekki í. Þetta eru myndirnar Woman of Paris frá árinu 1923 og A Gentleman Tramp, sem Richard Patterson gerði árið 1975. Alls eru það 12 myndir sem Regnboginn endurkaupir nú. Hinar myndirnar 10 eru: Gull- æðið — Hundalíf (1918) (Gold Rush — Dog’s Life), Borgarljós (1931) (City Lights), Nútíminn (1936) (Modern Times), Dreng- urinn — Með fínu fólki (1921) (The Kid - The Idle Class), Sirkus (1928) (Cirkus), Einræðisherrann (1940) (The Dictator), Monsieur Verdoux (1947), Sviðsljós (1952) (Lime- light), Konungur í New York (1957) (A King in New York), Chaplin Revue (Shoulder Arms — The Pilgrim). Jón Ragnarsson, forstjóri Regnbogans sagði i samtali við Morgunblaðið að hafnar yrðu sýningar á Gullæðinu um helg- ina, en 8 ár eru nú liðin frá því það var sýnt hér á landi síðast og síðan yrðu myndirnar sýndar koll af kolli. Hugsanlegt væri að önnur hvor þeirra tveggja mynda sem aldrei hafa verið sýndar hér, yrði jólamynd kvikmyndahússins. Síðan þegar liði á veturinn, væri meiningin að halda eins konar Chaplin- hátíð og fá einhvern af ættingj- um Chaplin hingað til lands í tengslum við það. Vonir stæðu til að Geraldine Chaplin, dóttir hans, sem er leikkona, gæti kom- ið, en allt væri óljóst ennþá í þeim efnum. „Það er orðið svo langt um lið- ið frá því þessar myndir voru Frá stofnfundi Friðarsamtaka framhaldsskólanema í gærkvöldi. MorgunblaAið/KÖE. Friðarhreyfing fram- haldsskólanema stofnuð FRIÐARHREYFING framhaldsskólanema var stofnsett í gærkvöldi og mættu um 70 nemar á stofnfundinn. Þór Sigfússon, formaður undirbún- ingsnefndar setti fundinn og urðu allfjörugar um- ræður um ályktun fundarins og var hún samþykkt með meginþorra atkvæða. Þar segir meðal annars: „Friðarhreyfing framhaldsskólanema er stofnuð í þeim tilgangi að stuðla að varanlegum friði í heim- inum, frelsi manna og virðingu fyrir mannréttind- um og sjálfsákvörðunarrétti þjóða." Og ennfremur: Friðarhreyfing framhaldsskóla- nema bendir á að ýmsar hindranir eru í vegi frið- arins. Mannréttindi eru fótum troðin meðal fjöl- margra þjóða. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða er víða vanvirtur. Hindrað upplýsingastreymi milli þjóða veldur tortryggni. ólík menningarsamfélög leiða af sér ólík sjónarmið. Oft skortir á milli þjóða virðingu og skilning á ólíkum skoðunum. Vandamálið er tvíþætt: Annars vegar hvernig unnt er að tryggja frið og afvopnun án þess að alræðisríkin verði allsráðandi í þessum heimi í krafti vopna sinna og stjórnmálastefnu. Hins veg- ar hvernig hægt er að létta oki alræðisherranna af þegnunum." I framkvæmdanefnd voru kosin: Þór Sigfússon, Jónas Jónsson, Helga Harðardóttir, Árni Sigurðs- son, Benedikt Bogason, Már Guðlaugsson, Svan- björn Thoroddsen og Magnús Bernharðsson. Stefnuræða forsætisráðherra: Gengisbreytingar inn- an við 5% á næsta ári „í SAMRÆMI við þetta mun ríkis- stjórnin stefna að sem mestri festu í gengismálum á næsta ári. Því mun Seðlabankinn skrá gengi með þá stefnu að leiðarljósi að halda gengi krónunnar sem stöðugustu á næsta ári, innan markanna 5 af hundraði til hvorrar áttar, eftir því sem nánar verður ákveðið," segir m. a. í stefnu- sýndar hér að það er áhugavert að vita hvort Chaplin höfðar eins til nýrra kynslóða, sem lítil eða engin kynni hafa haft af honum, eins og hann höfðaði til þeirra fyrri og taki honum jafn vel,“ sagði Jón Ragnarsson að lokum. ræðu forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, sem dreift hefur verið meðal þingmanna, en forsætis- ráðherra flytur stefnuræðuna á Al- þingi nk. þriðjudag. Þessi yfirlýsing Steingríms kemur í framhaldi af umfjöllun um efnahagsmál, þar sem hann les m.a. upp fyrsta lið um efna- hagsmál í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um festu I þeim málum, sem skapa eigi með „raun- hæfri gengisstefnu, sem ásamt að- haldssamri fjármála- og pen- Akureyri, II. oktíber. ALVARLEGT umferðarslys varð á Hlíðarbraut á Akureyri klukkan rúmlega 4 í gær. Gangandi vegfar- andi, vistmaður á Sólborg, varð þar fyrir bifreið rétt sunnan Borg- arbrautar og slasaðist mikið, var meðvitundarlaus þegar að var Var þá hafist handa við að moka heyinu út og kæfa glóð í blásara- stokk. Slökkvistarfi lauk um klukkan 13. Nemendur frá Hvann- eyri hófust þá handa um að bjarga því heyi sem bjargað varð. Húsið ingastefnu myndi umgerð ákvarð- ana í efnahagslífinu", eins og þar segir orðrétt. Forsætisráðherra segir síðan að slík gengisstefna sé að sjálfsögðu háð ýmis konar óvissu, sérstak- lega vegna breytinga á gengi gjaldmiðla erlendis og annarra breytinga á ytri skilyrðum þjóðar- búsins. Þá segir hann að innan þessa ramma eigi efnahagslíf landsins að þróast, m.a. samning- ar vinnuveitenda og launþega um kaup og kjör. komið og reyndist við skoðun m.a. höfuðkúpubrotinn og þegar Mbl. hafði samband við lögreglu stóð til að senda sjúklinginn til Reykja- víkur til aðgerðar. Að sögn lög- reglu bendir ekkert til óeðlilegs ökuhraða. GBerg. slapp óskemmt og varð tjón ekki tilfinnanlegt þar sem heyið var vátryggt. Bóndi á Syðstu-Fossum er Snorri Hjálmarsson og Sigríður Lilja Guðjónsdóttir húsfreyja. Bernhard Akureyri: Alvarlegt umferðar- slys á Hlíðarbraut Eldur í hlöðu Kleppejárnsreykjuin, 11. október. KLUKKAN 7.40 var slökkviliðið í Reykholtsdal kallað út vegna elds sem upp kom í fjárhúshlöðu að Syðstu-Fossum í Andakfl. Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru heimamenn með aðstoð slökkvikerru frá Hvanneyri búnir að kæfa eldinn með kvoðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.