Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Ný þingmál: / Raunhæf stefiia í aíVopnunar- málum — sala á ríkisbönkum Veitingahús í Reykjavík nota gas í stað rafmagns, sem er mun dýrara EFTIRTALIN þingmál vóru lögd fram í gær, auk fjárlagafrumvarps, sem frá er sagt í frétt á baksíðu og bls. 26 í Mbl. í dag: Afvopnun og tak- mörkun vígbúnaðar Birgir ísleifur Gunnarsson (S) 16 aðrir sjálfstæðismenn flytja til- lögu til þingsályktunar um af- vopnun og takmörkun vígbúnaðar. Tillagan er tvíþætt. Annarsvegar er hvatning til þjóða heims um raunhæfa stefnu í afvopnunar- málum „sem leitt geti til samn- inga um gagnkvæma og alhliða af- vopnun þar sem frmkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eftirliti". Hinsvegar að utanríkisráðherra láti vinna „úttekt á þeim hug- myndum, sem nú eru uppi um af- vopnun og takmörkun vígbúnaðar, með sérstöku tilliti til legu íslands og aðildar þjóðarinnar að alþjóð- legu samstarfi ... “ . Sala ríkisbanka Guðmundur Einarsson (BJ) og þrír samflokksmenn flytja tillögu til þingsályktunar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að afla lagaheimildar til að selja Landsbanka íslands, Utvegsbanka íslands og Búnað- arbanka íslands til hlutafélaga, enda verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt: • 1. Kaupandi sé hlutafélag með meira en 1.000 hluthöfum og má enginn hluthafi eiga meira en tvo af hundraði hlutafjár. • 2. Kaupandi setji fullkomnar tryggingar fyrir skuldbind- ingum bankans. • 3. Söluverð sé viðunandi fyrir ríkissjóð. • 4. Kaupanda verði einungis heimilt að kaupa einn banka." Könnun á orsökum hins háa orkuverðs Eiður Guðnason (A) og fimm samflokksmenn flytja tillögu til þingsályktunar, svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna gaum- gæfilega og skila sameinuðu Al- þingi skýrslu um orsakir hins háa raforkuverðs til almennings hér á landi og tillögum til úrbóta." í greinargerð kemur m.a. fram, að „allmörg veitingahús í Reykjavík noti gas til eldunar i stað raf- magns, vegna þess að það er tölu- vert ódýrara". Framkvæmd byggðastefnu Stefán Benediktsson (BJ) og þrír samflokksmenn flytja tillögu til þingsályktunar um gerð frum- varps um framkvæmd byggða- stefnu. „Alþingi ályktar að skipuð verði nefnd, samkvæmt tilnefningu, til að semja frumvarp til laga um framkvæmd byggðastefnu. Frum- varp þetta feli m.a. í sér eftirtalin atriði: • 1. Byggða- og áætlanadeild nú- verandi Framkvæmdastofn- unar rikisins verði sjálfstæð stofnun undir umsjón félags- málaráðuneytisins. • 2. Starf byggða- og áætlana- deildar verði tengt skipu- lagsstarfi á vegum Skipulags rikisins og sveitarfélaga með löggjöf. • 3. Starfsvið byggða- og áætl- anadeildar verði skýrt af- markað sem og gerð byggða- áætlana. • 4. Lánadeiid og stjórn Fram- kvæmdastofnunar hætti störfum. Byggðasjóður verði lagður niður. • 5. Alþingi ákvarði, þegar eftir því er leitað, upphæðir á fjárlögum til einstakra byggðaáætlana. Nefndin skal skipuð 9 mönnum, einum frá hverjum þingflokki og þremur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skal nefndin skila áliti fyrir marslok 1984.“ Lífeyrir heimavinnandi Jóhanna Sigurðardóttir (A) og fimm samflokksmenn flytja svo- hljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að beita sér fyrir því í samráði við lífeyrissjóðina, að nú þegar verði komið á sam- ræmdum ákvæðum allra lífeyr- issjóða um eftirfarandi þætti í starfsemi þeirra: • 1. Makalífeyrir verði gagn- kvæmur hjá lífeyrissjóðun- um, þannig að bæði kynin njóti sambærilegra réttinda til makalífeyris eftir því sem reglur lífeyrissjóðanna kveða á um. • 2. Áunnin stig hjóna eða sam- búðarfólks verði lögð saman og skipt til helminga á sér- reikninga þeirra fyrir þann tíma sem sambúð varir. Sérhver aðili fái þannig greiddan lífeyri í samræmi við áunnin stig. Þeir, sem eru heimavinnandi og fráskildir, fari ekki varhluta af áunnum lífeyri. • 3. Upplýsingaskylda lífeyris- sjóða gagnvart sjóðfélögum sé á þann hátt að sérhver sjóðfélagi fái árlega sent yf- irlit yfir áunnin réttindi hjá lífeyrissjóðunum." Þrettán alþingismenn sem ekki hafa átt sæti á Alþingi áður, hafa nú tekið sæti þar, þar af tveir varamenn. Myndina tók Ragnar Azelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, af hinum nýju þingmönnum í garði Alþingishússins f gær. Frá vinstri: Stefán Benediktsson Bandalagi jafnaðarmanna, Kristín Halldórsdóttir Kvennalista, Björn Dagbjartsson Sjálfstæðisflokki (varamaður Halldórs Blöndal), Kristín Kvaran Bandalagi jafnaðarmanna, Gunnar G. Schram Sjálfstæðisflokki, Guðrún Agnarsdóttir Kvennalista, Kolbrún Jónsdóttir Bandalagi jafnaðarmanna, Guðmundur Einarsson Bandalagi jafnað- armanna, Margrét Frímannsdóttir Alþýðubandalagi (varamaöur Garðars Sigurðssonar), Steingrfmur Sigfússon Alþýðubandalagi, Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokki, Sigríður Dúna Kristraundsdóttir Kvennalista og Árni Johnsen Sjálfstæðisflokki. Forsetar Alþingis: Þorvaldur Garðar Kristjáns- son forseti Sameinaðs þings Salome Þorkelsdóttir forseti efri deildar og Ingvar Gíslason forseti neðri deildar ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson (S) var kjörinn forseti Sameinaðs þings í gær með 58 atkvæðum. Fyrsti varaforseti var kjörinn Helgi Seljan (Abl.) einnig með 58 atkvæðum. Annar varaforseti var kjörinn Ólafur Þ. Þórðarson (F) með 51 atkvæði. Forseti efri deildar Alþingis var kjörin Salome Þorkelsdóttir (S) með 18 atkvæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir for- setaembætti í efri deild. Ragnhild- ur Helgadóttir (S) var forseti neðri deildar 1961—1962 og 1974—1978. Stefán Benediktsson (BJ) var kjörinn fyrri varaforseti þingdeildarinnar með 19 atkvæð- Þorvaldur Garðar_ Salome ' Ingvar. um. Annar varaforseti var kjörinn Davíð Aðalsteinsson (F) með 18 atkvæðum. Forseti neðri deildar var kjör- inn Ingvar Gíslason með 32 at- kvæðum. Fyrsti varaforseti var kjörinn Jóhanna Sigurðardóttir (A) með 35 atkvæðum og annar varaforseti Birgir ísl. Gunnarsson (S) með 34 atkvæðum. Skrifarar vóru kjörnir: Árni Johnsen (S) og Þórarinn Sigur- jónsson (F) í Sameinuðu þingi; Eg- ill Jónsson (S) og Skúli Álex- andersson (Abl.) í efri deild; Hall- dór Blöndal (S) og ólafur Þ. Þórðarson (F) 1 neðri deild. Efri deild Alþingis skipa eftir- taldir þingmenn: Albert Guð- mundsson (S), Árni Johnsen (S), Davíð Aðalsteinsson (F), Egill Jónsson (S), Eiður Guðnason (A), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Helgi Seljan (Abl.), Jón Helgason (F), Karl St. Guðnason (A), Kol- brún Jónsdóttir (BJ), Lárus Jóns- son (S), ólafur Jóhannesson (F), Ragnar Arnalds (Abl.), Salome Þorkelsdóttir (S), Sigríður D. Kristmundsdóttir (KvF), Skúli Al- exandersson (Abl.), Stefán Bene- diktsson (BJ), Tómas Árnason (F), Valdimar Indriðason (S), Þorvald- ur G. Kristjánsson (S).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.