Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 41 Séð heim að bsnum Stóra-Klofa í Landsveit þar sem smitandi heilabólgu hefur orðið vart í refura. Refahúsið er á innfelldu myndinni. Morgunbla&ið/ KÖE. Smitandi heilabólga í refum: Vonandi að sýkin sé ein- skorðuð við okkar bú — segir Grétar Skarphéðinsson annar eigandi refabúsins á Stóra-Klofa Doktorsritgerð Gfela Gunnarssonar: Einokunarverslun og efnahagsleg stöðnun „ÉG REIKNA með að tjón okkar vegna þessa sjúkdóms verði hálf milljón og meira ef allir refirnir verða drepnir í sóttvarnarskyni," sagði Grétar Skarphéðinsson, húsa- smiður í Reykjavík, í samtali við blm. Mbl. Grétar er eigandi að refa- búinu í Stóra Klofa í Landmanna- hreppi ásamt Kristjáni Árnasyni bónda þar, en í búi þeirra kom upp sú smitandi heilabólga sem sagt var frá hér í blaðinu í gær og valdið hefur óeðlilegum hvolpadauða. Grétar sagði að eðlilegt væri að 10—15% hvolpanna dræpust á fyrstu vikum eftir got en grunur þeirra hefði farið að vakna um að ekki væri allt með felldu þegar af- föll hefðu verið orðinn margfalt meiri, en í allt hefðu drepist á fimmta hundrað hvolpar og væru þeir enn að drepast, þó hálfstálp- aðir væru orðnir. Þeir hefðu fyrst talið að um einhverskonar fóður- eitrun væri að ræða og kallað á dýralæknir, en þá hefði hefði þetta komið í ljós. Sagði Grétar að lélegt fóður hefði líklega magnað veikina. Grétar taldi að sýkin gæti verið í öðrum búum þó það hefði enn ekki verið rannsakað. Hún væri svo lúmsk að ómögulegt væri að verjast henni, hundar gætu smit- að i marga mánuði án þess að veikin sæist á þeim. Sagði Grétar að slæmt væri ef þyrfti að slátra öllum refunum á búinu, þeim væri sárt um þá vegna þess að þetta væru góðir refir. Hinsvegar yrðu þeir að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti því betri væri hálf- ur skaði en allur. Vonandi að þetta sé einskorðað við þetta eina bú því annars gæti þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir loðdýraræktina í landinu. Refabúið í Stóra Klofa er stærsta refabúið þar um slóðir, með 130 refalæður og sagði Grétar að verst við þetta væri ef þeir þyrftu að hætta. Gæti það haft slæm áhrif á loðdýraræktina þarna því þegar þyrfti að flytja fóðrið langar leiðir og væri mikill kostur að flytja sem mest magn í einu vegna kostnaðarins við flutn- ingana. Grétar Skarphéðinsson sagði að lokum að þeir væru með sérstaka áfallatryggingu sem myndi milda áfallið nokkuð, en tjón eigendanna yrði eigi að síður verulegt. Rannsókn á utan- ríkisverslun íslands 1602—1787 Einokunarverslun og efnabagsleg stöðnun. — Rannsókn á utanríkis- verslun íslands 1602 til 1787, er heiti doktorsritgerðar, sem Gísli Gunnarsson varði hinn 17. septem- ber síðastliðinn við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin hefur nú verið gefín út í bók, og er á ensku, „Monopoly Trade and Economic Stagnation. — Studies in the For- eign Trade of lceland 1602—1787“. Bókin er 168 blaðsíður að stærð. í doktorsritgerð sinni leggur dr. Gísli Gunnarsson áherslu á „að kanna samspil einokunarverslun- arinnar og úreltra íslenskra sam- félagshátta á umræddu tímabili, en rannsókn á þeim skipar stórt rúm í verkinu. Utanríkisverslun hafi verið mikilvægur þáttur í ís- lensku samfélagi á 18. öld miðað við hugsanlegar „þjóðartekjur". Hann kemst að þeirri niðurstöðu að einokunarverslunin hafi hindr- að veigamiklar breytingar á ís- lenskri samfélagsgerð, þa- á með- al framfarir í atvinnumálum, einkum fiskveiðum. Aðeins með auknu verslunarfrelsi hafi efnahagslegar framfarir verið mögulegar á íslandi," segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Þar segir ennfremur: „Gísli hefur jafnframt gert ýt- arlega könnun á bókhaldi einok- unarkaupmanna, einkum á tíma- bilinu 1743—1787, og birtir í rit- gerð sinni yfirlit um gróða eða tap verslunarinnar fyrir hvert ár. Verslunin skilaði flest árin hagn- aði en inn á milli komu tímabil umtalsverðs tapreksturs. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að tveir þættir hafi einkum ákveðið hag verslunarinnar: Viðskiptakjör kaupmanna erlendis (en verðlag á íslandi var fastákveðið og óháð erlendum verðlagssveiflum) og samsetning og magn íslensks út- flutnings, sem breyttist kaup- mönnum í óhag þegar harðindi voru í landinu. Stafaði það m.a. af því að helsta hagnaðarvon kaup- manna fólst i fiskútflutningi en hins vegar töpuðu þeir að jafnaði á ullarútflutningi. Dr. Gísli Gunnarsson gerir einnig í bók sinni rannsókn á viðskiptatengslum einokunar- kaupmanna í Evrópu og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að Ham- borgarar hafi haldið áfram þeirri hefð, sem hófst á 16. öld, að ráða mestu um sölu íslensku skreiðar- innar nær allt einokunartímabilið, þótt einokunin hafi upphaflega verið sett þeim til höfuðs. Raunar virðist Kaupmannahöfn oft hafa verið illa í stakk búin að annast íslandsverslunina, sem þó var mikilvægasti þátturinn í verslun Dr. Gísli Gunnarsson kaupmanna borgarinnar við fjar- læg lönd fram yfir 1730. Sést þetta m.a. á athugunum hans á skipa- kosti Kaupmannahafnar og ís- landsverslunarinnar." Andmælandi var dr. Sveinbjörn Rafnsson. Dr. Gísli Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 1938, sonur hjónanna Gunnars Jóhannessonar og Mál- fríðar Gísladóttur. Hann lauk prófi frá Edinborgarháskóla 1961 og stundaði framhaldsskóla- kennslu í Reykjavík til 1972. Síðan hefur hann stundað framhalds- nám, háskólakennslu og rann- sóknarstörf og hafa komið út eftir hann i fræðigrein hans, hagsögu, ýmis rit og greinar auk doktorsrit- gerðar. Hann er kvæntur Sigriði Sigurbjörnsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Torfæra Akureyri: Einvígi um íslands- meistaratitilinn endaði með veltu BERGÞÓR Guðjónsson tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í torfæruakstri með sigri í torfærukeppni, sem fram fór á Akur- eyri fyrir skömmu. Ók hann að venju Willys B20 Turbo. Annar varð Sigurður Baldursson á Willys og náði þar með öðru sæti í íslandsmeistarakeppninni ásamt Halldóri Jóhann- essyni, en hann varð að hætta keppni á Akureyri eftir að hafa velt Willys-jeppa sínum. Þriðji í keppninni á sunnudaginn varð Guðmundur Gunnarsson Torfærukeppnin þótti frem- ur dauf og virtust ökumenn fara rólega eftir að Halldór hafði velt í fyrstu þrautinni af sjö. „Þeir keyrðu fremur hægt, hafa líklega orðið hvekktir eft- ir að ég velti," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Það kom heljarinnar högg á jepp- ann við veltuna, sem varð eftir að ég endastakkst yfir stökk- pall. Ég hef líklega bremsað of harkalega. Jeppinn fór mjög illa, er reyndar stórskemmdur og stendur tæpast réttur í Willys. fjögur hjól. Veltibúrið er í köku, en jeppinn stöðvaðist á hvolfi. Verst þykir mér að hafa séð af íslandsmeistaratitlin- um,“ sagði Halldór. Fyrir keppnina voru þeir Halldór og Bergþór jafnir að stigum í íslandsmeistara- keppninni. Lokastaðan í ís- landsmeistarakeppninni varð sú að Bergþór Guðjónsson hlaut 11 stig, Halldór Jóhann- esson og Sigurður Baldursson 7 hvor. G.R. Sigurður Baldursson sem hér fíýgur um loftin blá varð annar í keppninni og annar í fslandsmeistara- keppninni ásamt Halldóri Jóhannessyni. Bergþór Guðjónsson varð íslandsmeistari í torfæru- akstri þriðja árið í röð eftir sigur í torfærukeppninni á Akureyri. Morjfunbladið/ Gunnlaugur. 4 w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.