Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 5 Háskólatónleikar FIMMTU Háskólatónleikar þessa misseris verða haldnir í Norræna húsinu í dag, miðvikudag klukkan 12.30. í frétt frá tónleikanefnd Há- skólans segir að Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason muni leika saman á klarinett og píanó og að þau flytji verk eftir Varl Maria von Weber, sem var uppi á árunum 1786 til 1826 og eftir austurríska nútíma- tónskáldið Verner Schulze. Kveikt á jólatrénu á Austurvelli á sunnudaginn KVEIKT verður á jólatrénu á Aust- urvelli næstkomandi sunnudag. 11. desember, en tréð er gjöf Ósló- borgarbúa til Reykvíkinga, en Ósló- borg hefur nú í rúm 30 ár sýnt borgarbúum vinarhug með þessum hætti, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík. Athöfnin hefst við Austurvöll um kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en ljósin á trénu verða tendruð um kl. 16.00. Sendi- herra Noregs á íslandi, Anne- marie Lorentzen, mun afhenda tréð, en forseti borgarstjórnar, Markús Örn Antonsson, mun veita trénu viðtöku fyrir hönd borg- arbúa. Athöfninni lýkur með því að Dómkórinn syngur jólasálma. Athygli er vakin á því, að eftir að kveikt hefur verið á jólatrénu verður barnaskemmtun við Aust- urvöll. „Sigmund van Amsterdam“ SIGMUND Van Amsterdam heitir fimmta bindi með teikningum Sig- mund, sem Prenthúsið sf. gefur út. í fréttatilkynningu útgefandans segir m.a.: „Fimmta bindi nwndverka Sig- mund er komið út. I bókinni gref- ur Sigmund upp ýmiss gullkorn frá liðnu ári, eins og gullgrafar- arnir á Skeiðarársandi kemur hann með ýmislegt óvænt og skoplegt upp á yfirborðið. 1 formála með skopmyndum Sigmund segir: „Nýtt ár er að líða með miklum tíðindum og breyttum kosti fs- lendinga. Liðinn er svonefndur Framsóknaráratugur, komin ný ríkisstjórn í landið, sem tekur að sér að segja þjóðinni sannleikann um ástand hennar. Nýr formaður hefur verið kosinn í stærsta flokki landsins. Má því taka undir með skáldinu sem sagði: Allt er nú sem orðið nýtt/ærnar, kýr og smalinn. Sjálfur kemur Sigmund fyrir í þrjú skipti — tekur meðal annars að sér að hjálpa Albert með fjár- lögin eftir að þau eru komin á teikniborðið og að semja áramóta- marsinn fyrir 1983. Sigmund Jóhannsson Sigmund er enn við það hey- garðshorn að sýna okkur skoplegu hliðarnar á tilverunni, og má undrum sæta hvað hann finnur af skringilegum viðbrögðum, þegar haft er í huga að hann finnur efni- við sinn að langmestu leyti í dagblöðunum. Og þessa bók má líta á sem einskonar mjaðmar- hnykk á Framsóknaráratuginn þar sem menn tala eins og út úr öðrum heimi." Einar Sveinbjörnsson á Náttsöng í Hallgrímskirkju EINAR Grétar Sveinbjörnsson fiðluleikari, verður gestur Nátt- söngs í Hallgrímskirkju í kvöld, miðvikudag 7. desember og flytur með aðstoð Ingu Rósar Ingólfs- dóttur, sellóleikara, og Harðar Áskelssonar, orgelleikara, tórriist við upphaf athafnarinnar. Einar Grétar hefur um sinn verið kon- sertmeistari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, en er nú á förum aftur til Svíþjóðar til fyrri starfa sem konsertmeistari við Sinfóníu- hljómsveitina í Malmö. Náttsöngur í Hallgrímskirkju hefst að venju kl. 22.00. Einar G. Sveinbjörnsson Fræðslunefnd BSRB: Ráöstefna um starfsmannaráð í DAG og á morgun, fimmtudag, stendur yfir ráðstefna á vegum fræðslunefndar BSRB um starfs- mannaráð í ríkisstofnunum. Á ráðstefnunni, sem haldin er á Grettisgötu 89 í Reykjavík, verða flutt erindi um starfsmannaráð í ríkisstofnunum, gerð grein fyrir reglugerðum um ráð þessi og sagt verður frá reynslu af starfs- mannaráðum. Þá verður einnig fjallað um kennararáð og stofnanir starfs- fólks, sem ætlað er að hafa áhrif á stjórnun ríkisstofnana með einum eða öðrum hætti. Ráðstefnan er öllum opin að því er segir í frétt er Morgunblaðinu hefur borist frá BSRB. Jakob Magnússon agnhildur Gísladótti og Bone Symphony eru komin til landsins og halda sína fyrstu tónleika hér á landi í Broadway annaö kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21.00. Bone Symphony er nú komin inn á diskólist- ann hjá Billboard meö nýjustu plötuna sína og munu þau m.a. flytja lög af henni ásamt fjölmörgum öörum góöum lögum. Missið ekki af einstæöu tækifæri til aö hlusta á þessa frábæru tónlistarmenn flytja verk sín í Broadway. Verö aögöngumiöa aöeins kr. 250. FORSALA aögöngumiöa og borðapantanir í CKCaVID WaVY., kl. 9—5, sími 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.