Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 19 Frakkarnir. „Við unga fólkið“: Frakkarnir í kvöld á Kjarvalsstöðum — Laddi skemmtir á danssýmngu a morgun í kvöld efnir Æskuljðsráð til hljómsveitakynningar á sjningunni „Vid unga fólkið“ á Kjarvalsstöðum. Koma þar fram ýmsar áður óþekktar hljómsveitir og gestir kvöldsins verða Frakkarnir. I samtali sem blm. Mbl. átti í gær við ólaf Jónsson annan, framkvæmdastjóra sýningarinn- ar, í gær kom fram að mikil að- sókn hefur verið að sýningunni. „Á þremur dögum hafa rúmlega þrjú þúsund manns heimsótt sýninguna og er yngra fólkið í miklum meirihluta," sagði Ólaf- ur. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum hjá okkur. Margt spennandi verður á dagskránni fram á sunnudag og hvetjum við fólk sem hefur áhuga á starfi Æskulýðsráðs að líta inn. A fimmtudagskvöld skemmtir Laddi á danssýningu félagsmið- stöðvanna. Kemur hann fram í gervi Eiríks Fjalars, Þórðar hús- varðar og í nýju gervi sem Súp- ermann. Á föstudag kl. 19.30 hefst svo lokakvöld „Músíktil- rauna ’83“, sem staðið hafa yfir í Tónabæ. Koma fram átta hljóm- sveitir auk Egó, sem er gestur kvöldsins, og munu áheyrendur ásamt dómnefnd síðan velja sig- urvegarana." Einokun á eggjasölu: Samræmist ekki stjórnarsáttmála — sagði viðskiptaráðherra — landbúnaðarráðherra kynnti viðhorf framleiðsluráðs „Miðað við þá samkeppni sem ríkt hefur við sölu á eggjum, samrýmist raunveruleg einkasala á eggjum ekki því sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að dregið skuli úr opinberum afskiptum af vcrðlagsákvörðunum, þannig að neytendur og atvinnu- lífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar þar sem samkeppni er næg“ Þannig svaraði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, fyrirspurn frá Eiði Guðnasyni (A): „Eru fyrirætlanir um einkasölu á eggjum í samræmi við það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að neytendur og at- vinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar"? Eiður Guðnason (A) þakkaði skýr svör, sem ekki færu á milli mála. En er ráðherra tilbúinn til að beita afli sínu gegn slíkri eggja- einokun? Sýning Benedikts Gunnarssonar í nýju safnaöarheimili Kópavogs BENEDIKT Gunnarsson, list- málari, hefur opnað sýningu í Borgum, sem er safnaðarheimili Kársnessóknar í Kópavogi. Stendur það við Kastalagerði , vestan við kirkjuna. Sýningin var opnuð sl. laugardag og verð- ur opin fram á næsta sunnudag kl. 16-22 e.h. Þetta er fyrsta sýningin í þessu nýuppgerða húsnæði. Kallar listamaðurinn sýninguna „Myndir frá ýmsum tímum". Sýnir hann 3 málverk. Elsta myndin er 20 ára og sú nýjasta frá því í sumar. Sóknarnefnd Kársnessóknar sér um veitingar meðan á sýn- ingu stendur á kvöldin. Selur kaffi en sýningin er ókeypis. Á laugardaginn 10. des. mun Skólakór Kársness- og Þing- holtsskóla syngja undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur jólalög. Verður það kl. 9 um kvöldið. Bone Symphony áður en Ragnhildur gekk til liðs við hljómsveitina, Marc Ragnhildur Gísladóttir. Levinthal, Scott Wilk og Jakob Magnússon. Hljómsveitin Bone Symphony væntanleg: Tvennir tónleikar í Broadway HUÓMSVEITIN Bone Symphony er væntanleg hingað til lands nú í Eiður Matthías Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, las upp fréttatilkynningu frá Framleiðsluráði landbúnaðins um eggjasölumálið. Stefán Benediktsson (BJ) mót- mælti þeim vinnubrögðum sem fram kæmu hjá landbúnaðarráð- herra, að lesa upp gamlar frétta- tilkynningar utan úr bæ í stað þess að tjá eigin afstöðu eða ríkis- stjórnar. Svona vinnubrögð á að átelja harðlega. Matthías Á. Mathiesen (S) sagði síðara svar sitt til Eiðs jákvætt. Hann vildi að öll ákvæði stjórn- arsáttmálans næðu fram að ganga. Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið. vikunni og mun hún koma fram á tónleikum í Broadway á fimmtu- dags- og föstudagskvöld. Það er hljómlistarmaðurinn góðkunni, Jak- ob Magnússon, sem þar fer fremstur í flokki, en auk hans skipa hljóm- sveitina Scott Wilk og Marc Lev- inthal, að ógleymdri Ragnhildi Gísladóttur, sem nýlega gekk til liðs við hljómsveitina. Hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Capitol-hljóm- plötufyrirtækið og hefur þegar sent frá sér fimm laga hljómplötu, sem hefur gert það gott í Banda- ríkjunum að undanförnu og er þegar komin á vinsældalista þar vestra. Að sögn Jakobs Magnús- sonar mun hljómsveitin bjóða upp á ýmislegt nýstárlegt á tónleikum sínum hér auk þess sem kynnt verða lögin af hinni nýju hljóm- plötu. Af erlendum blaðaskrifum má ráða að liðsmenn Bone Sym- phony njóta álits þeirra er fjalla um dægurtóniist og eru miklar vonir bundnar við hana í framtíð- inni, en tónlist hljómsveitarinnar þykir um margt nýstárleg og áhugaverð. Eins og áður segir mun hljóm- sveitin koma fram í Broadway á fimmtudags- og föstudagskvöld, en seinna kvöldið verður almenn- ur dansleikur í húsinu að loknu tónleikahaldi Bone Symphony. í ráði er að hljómsveitin haldi svo tónleika á Akureyri um aðra helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.