Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 13 ur Bach jafnvel verið ásakaður um að hafa ekki samið söngverk sín fyrir söngvara, heldur fyrir hljóðfæri. í þessari tónlist hefur víða skapast hefð um sérstaka tónmótun, sem að miklu leyti er sótt í hugmyndir manna um þann söngmáta er tíðkaðist þegar verkin voru samin. Flókinn kontrapunktískur ritháttur kem- ur best fram ef tónmótunin er átakalaus og leikandi, en síður ef tónmyndunin er þrungin í tón- magni og styrk. Þessa stílkennd hafa íslenskir söngvarar lítið tamið sér, nema þá helst Margrét Bóasdóttir, þó margt megi finna þar að, t.d. varðandi ójafna hljómun raddarinnar. Hver söngvari söng á sinn hátt og varð því heildarsvipur verksins nokkuð mislitur, þó margt væri vel gert, enda allir reyndir og vel menntað- ir söngvarar. Upphafskafli kant- ötunnar var endurtekinn er loka- kórallinn hafði verið sunginn og söng kórinn þá mun betur, svo sem vera ber, því þetta er vaxandi kór. Verður sannarlega fylgst með framgangi þessa kórs, sem í fram- tíðinni tekst vonandi að lyfta sönglist kirkju sinnar langt upp fyrir meðalmennskuna. Þá mun það fólk, er getur ekki skilið á milli góðrar listar og trúar sinn- ar, telja sig eiga erindi við þann Guð, sem yrkja kann í og tendrar manninn til fagurrar sköpunar í orðum, tónum og myndum, svo fölva slær á allar misgerðir að menn slíðra sverð sín og hlýða sér til sálarheilla á list sem göfugust er með manninum. Jón Ásgeirsson Samgöngusaga \ Bókmenntir Erlendur Jónsson Gils Guðmundsson: Flóaskip í fímmtíu ár. 95 bls. Hörpuútgáfan, 1983. »Saga hf. Skallagríms 1932—1982«, stendur á titilsíðu. Ekki er óalgengt að saga stórfyr- irtækja sé skráð á merkum tíma- mótum. Stundum eru þessi afmæl- isrit eins og slétt og falleg hátíðar- ræða. En Gils Guðmundsson er höfundur sem veit hvað er í frá- sögur færandi. Þar að auki er sjór og skip sérgrein hans. Þessi bók geymir því raunverulega sögu. Sjórinn hefur frá fyrstu tíð verið samgönguleiðin milli Akraness og Reykjavíkur. Engum þótti fýsilegt að krækja fyrir Hvalfjörðinn. Með- an ferðast var fótgangandi eða á hestbaki óaði mönnum við vega- lengdinni. Og vegurinn fyrir Hvalfjörð — fyrst eftir að bílar komu til sögunnar, þótti bæði vondur og glannalegur. Þegar rútu- öld hófst var ekið milli Akureyrar og Borgarness, síðan skip til Reykjavíkur. Öðru vísi varð ekki komist þessa leið á einum degi. Fyrsta skip Skallagríms var Suð- urland. En nokkru síðar kom annað skip sem margir minnast — Lax- foss. Árum saman gekk hann á milli Borgarness og Reykjavíkur. Það var fyrir daga flugs og einka- bíla þannig að nánast hver einasti maður, sem ferðaðist til höfuðstað- arins að norðan eða vestan (ekki þó Vestfjörðum), endaði ferðina á Laxfossi. Síðast komu svo Akra- borgir þrjár. Margar myndir eru í bók þessari, menn og skip. Meðal manna, sem þarna eru ofarlega á blaði og kunn- ir voru á sinni tíð, er t.d. Sverrir Gíslason í Hvammi, lengi stjórn- arformaður, Hálfdán Sveinsson á Akranesi og Jón Árnason alþingis- maður. Skipstjórum og áhöfnum er ekki heldur gleymt. Fáir menn komu lengur við sögu þessara samgangna en Friðrik Þor- valdsson. Hann var fyrst bók- haldari félagsins í Borgarnesi, síð- ar framkvæmdastjóri og síðast af- greiðslumaður í Reykjavík. Eftir að hann lét af störfum skrifaði hann margar blaðagreinar þar sem hann mælti með að Hvalfjörður yrði brúaður. Og hann gerði meira en að mæla með því. Hann kynnti sér smíði þess konar mannvirkja er- lendis, bæði tæknilega og fjárhags- lega hlið þeirra mála. Örugglega hefur hann haft lög að mæla. Þeir, sem nú fara með samgöngumál, ættu að kynna sér skrif hans. Gils Guömundsson Stjórnarformaður Skallagríms skrifar formála fyrir bók þessari og segir meðal annars um sögu fé- lagsins að hún sé »lýsandi dæmi um áræði og framsýni brautryðj- endanna, sem stóðu nánast í gamla tímanum, en sáu þó bjarma fyrir nýrri öld.« Þetta er rétt. Menn voru fljótir að bregðast rétt við breyttum sam- gönguháttum fyrir hálfri öld. Efn- in voru smá en hugurinn því stærri. Vonandi gegnir sama máli nú varðandi stórhug og bjartsýni og — framsýni! Erlendur Jónsson Endasleppt ferðalag Hljóm otur Steindór Steindórsson tekst það sæmilega. Að minnsta kosti hafði ég gaman af ýmsum slíkum tilraunum. Honum er að visu stakkur sniðinn. Fróðleikur er oft í molum hvað varðar hans eigin samtíma. Ég veit ekki hvort aðrar þjóðir eiga sambærilegt rit og Landið þitt ísland. Þetta er held ég séríslenskt fyrirbrigði og ekki verra fyrir það. Sigurður Sverrisson Verity Interrupted Journey PRT/ Skífan John Verity er náungi, sem ég veit lítil sem engin deili á. Veit þó, að hann tróð upp með Mich- ael Schenker Group í Middles- brough fyrir nokkru, en vildi ekki þiggja boð um fast sæti í sveitinni. Hugðist heldur reyna að koma sjálfum sér og tónlist er þessi plata sennilega sú ná- kvæmasta sem ég hef hlustað á með íslenskum kór, enda fyrsta ís- lenska kórplatan sem tekin er upp með hinni svokölluðu digital- tækni eftir því sem ég veit best. En vönduð tæknivinna væri til lít- ils ef ekki kæmi til góður og vel agaður söngur Kórs Langholts- kirkju sem ber kunnáttu og list- rænum vinnubrögðum stjórnand- ans, Jóni Stefánssyni, fagurt vitni. Platan er tekin upp í Skálholts- kirkju, sem er frábært sönghús, ekki síst þegar sungið er án undir- leiks eins og hér á sér stað. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvert þessi nákvæma tækni er að leiða okkur. f sumum tilvikum a.m.k. virðist hún beinast enn frekar í átt frá hinu spennandi andrúmslofti konsertsins og augnabliksins til gerilsneyddra umbúða plastsins. Stærsti galli upptökunnar er að mínu mati hve s-hljóðin eru oft hörð og sár sem sums staðar leiðir til ósamræmis í framburði. Sem dæmi má nefna síðasta erindið í „Sofðu unga ástin mín“ þar sem s-in koma ailt að því of skýrt fram en endasamhljóð- arnir í rótt, fljótt, skjótt heyrast hins vegar ekki. Þetta og ýmislegt fleira stingur dálítið í eyra, því að öðru jöfnu er framburður kórsins og flutningur allur mjög góður og á háu listrænu plani. Eg læt þó vera að tína til fleiri smámuna- legar athugasemdir, sem jaðra við títuprjónisma, því þegar á heild- ina er litið er hér um mjög vand- aða og eigulega hljómplötu að ræða, sem unnendur fagursöngs taka fagnandi. Of langt mál væri að fjalla um einstök verk, sem platan geymir. En þar er að finna marga perluna, m.a. hið magnaða Requim eftir Jón Leifs, sem í einfaldleik sínum er eitt áhrifaríkasta verk plötunn- Umslag og frágangur allur er til fyrirmyndar, eins og annað sem við kemur þessari hljómplötu. Egill Friðleifsson sinni á framfæri upp á eigin spýtur. Þar með fetar Verity í fótspor margra, sem fylgt hafa eftir Ted nokkrum Nugent. Segja má, að hann hafi rutt brautina fyrir kappa á borð við þessa, þ.e. báru- járnsrokkara sem koma fram sem sólóistar með sveit að baki sér. Undanfarin ár hafa nokkrir slíkir skotið upp kollinum og nægir að nefna þá John Cougar og Aldo Nova. Ekki veit ég hvort John þessi Verity er breskur eða bandarísk- ur, enda skiptir það ekki höfuð- máli. Tónlist hans er þó á þann veg, að líklegra er að hann sé ættaður að vestan, en aðstoðar- mennirnir eru hins vegar flestir breskir. Þá er platan einnig tek- in upp í Bretlandi. Á meðal kunnra aðstoðar- manna John Veritys á þessari plötu má nefna Rod Árgent, Russ Ballard, Robert Henrit (allir úr Argent sálugu), svo og Mike Rutherford úr Genesis. Þrátt fyrir ágæt tilþrif Veritys og aðstoðarmanna á köflum, nær plata þessi aldrei að komast upp fyrir meðalmennskumarkið. Lögin hans Verity eru flest hver ekki nægilega sterk, en þau, sem hann fær að láni hjá öðrum, koma betur út. Bestu lög þessarar plötu, Int- errupted Journey, eru án nokk- urs vafa Chippin’ Away The Stone, Just Another Day (eftir Russ Ballard) og Stay With Me Baby. Það síðastnefnda er gam- alt og gott og menn kannast e.t.v. við það í flutningi Bette Midler úr kvikmyndinni The Rose. Þegar öllu er á botninn hvolft, er Interrupted Journey miðl- ungsgóð plata og þó varla það. Verity verður að gera betur, ef nafn hans á að festast í minn- ingunni. Ertu aö komast í vandræði meö bókhaldið? Tölvubúðin h.f. býður nú upp á alhliða rekstrar- _ þjónustu með sérhæfðu starfsliði og notkun tölvu. VIÐ TÖKUM AÐ OKKUR M.A.: ★ Fjárhagsbókhald — merkingu fylgiskjala, færslu, afstemmingu og uppgjör. ★ Launabókhald — launaseðlar. ★ Áætlanagerð — töfluvinnsla. ★ Rekstrarráðgjöf og ráðgjöf varðandi tölvuvinnslu. Sérhæft starfsliö á sviði rekstrarhagfræði og for- ritunar tryggir skjóta og örugga þjónustu fyrir smærri jafnt sem stærri fyrirtæki. Reynið viöskiptin. TÖLVUBÚDIN HF Skipholti 1 Sími 25410 Jóia-nátttot [örjpmMafoiift Askriftarsinmm cr 83033 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.