Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 29 Minning: Stefán Sigurðs- son bifreiðasmiður Stefán Sigurðsson, bifreiða- smiður, fæddist í Reykjavík 20. marz 1908 og andaðist að heimili sínu, Sæviðarsundi 35, aðfaranótt 30. nóvember sl. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Sigurðs- son, stýrimaður og fyrrum vita- vörður á Reykjanesi, ættaður úr Vatnsdal, og Kristín Jóhannes- dóttir frá Miðhvammi í Þingeyjar- sýslu. Systkini Stefáns voru bræð- urnir Jóhannes og Páll er báðir námu og stunduðu prentiðn, auk þess, sem Jóhannes veitti um all- langt skeið forstöðu sjómanna- stofum, og systurnar Svandís og Anna, sem er ekkja eftir Þorkel Sigurðsson, vélstjóra, og er ein eftirlifandi þeirra systkinanna. Stefán kvæntist 22. októbei 1938 Guðrúnu Valdemarsdóttur frá Stöðvarfirði. Börn þeirra eru Petra, Sigurður og Kristín. Öll hafa þau staðfest sitt ráð og eign- ast börn svo barnabörn Stefáns og Guðrúnar eru nú 9 og 1 barna- barnabarn. Stefán nam fyrst hús- gagnasmíði hjá Gunnari Stefáns- syni og vann hjá honum um skeið, en sneri sér síðan að bifreiða- smíði, sem þá var nýleg atvinnu- grein hér á landi og fór þá til nafna síns Stefáns Einarssonar. Árið 1933 stofnuðu nokkrir starfs- menn Stefáns Einarssonar fyrir- tækið Tryggvi Pétursson & Co, sem starfrækti yfirbyggingar á bifreiðum o.fl. og var Stefán í hópi þessara manna. Nokkurn tíma, sem Gólfdreglagerðin var til húsa í kjallara húss þess, sem Stefán byggði að Laugateigi 48, vann Stefán við Gólfdreglagerðina, en þó lengst af hjá Bílasmiðjunni hf. uns hann hóf störf hjá Glugga- smiðjunni undir stjórn Gissurar Símonarsonar og starfaði þar til dauðadags. Þær spurnir hefi ég af Stefáni hvar sem hann vann að allsstaðar kom hann sér sérlega vel sakir prúðmennsku, samviskusemi, skyldurækni og vinnusemi. Hvað veldur þessu einróma áliti þeirra, sem með Stefáni hafa verið og starfað? Vafalaust ber hér margt til. Sinn þátt í þessu hefur átt m.a. gott upplag og uppeldi, þar sem ungum sveini var bent á hver væri hamingjuleiðin og hvað til heilla horfði. Ungur að árum tók Stefán þátt í skátastarfinu og eignaðist þar góða vini. Hann var og í hópi þeirra drengja, sem fyrstir dvöldu í sumarbúðum á vegum KFUM að Vatnsleysu í Biskupstungum. Flokkur þessi var undanfari þess blómlega starfs, sem síðan hefur verið starfrækt í Vatnaskógi. í áratugi sótti Stefán fundi aðal- deildar KFUM og má heita að hann hafi átt sitt fasta sæti á fundum þessum. í foreldrahúsum var Stefán einstaklega umhyggju- samur um hag foreldra og systur sinnar Svandísar. Þess hins sama fengu og önnur systkini hans að njóta ásamt systkinabörnunum og var mjög kært með þeim og Stef- áni alla tíð. Eftir að hann stofnaði eigið heimili kom það því engum á óvart hversu vel hann rækti það og reyndist frábærlega umhyggju- samur eiginkonu sinni, börnum og síðar barnabörnum þegar þau komu til sögunnar. Ættingjar, venslafólk og vinir fóru ekki held- ur varhluta af umhyggju Stefáns. Að eðlisfari var Stefán dulur, hlédrægur og allt að því ófram- færinn og sjaldan mun hann hafa orðið fyrri að stofna til kynna við aðra menn, en þeir sem kynntust honum og eignuðust hann að vini fundu að vart gat jafn traustan og grandvaran mann í öllum efnum. Stefán tengdist snemma bernsku- heimili mínu vegna kynna við bróður minn, sem var á líku reki og hann. Mun okkur á heimilinu hafa fundist, sem hann væri með- al nákominna ættingja okkar. Á þessu varð aldrei breyting þrátt fyrir rúmlega fimm ára aldurs- mun okkar. Stefán var ávallt létt- ur í spori og kvikur í hreyfingum með áhuga fyrir íþróttum, ekki síst knattspyrnu, lá því leiðin all- oft á íþróttavöllinn. Fimleika stundaði hann einnig og tók meðal annars þátt í sýningunni á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Skautaíþróttin var samt sú, sem hann stundaði hvað mest og best, var ekki laust við að við, sem með honum vorum og minna gátum öf- unduðum hann af því hversu létti- lega og af list hann renndi sér. Útivist unni hann og naut þess að ferðast, enda var hann úrræðagóð- ur og duglegur ferðafélagi. Nokkr- ar ferðir fórum við saman, hina fyrstu umtalsverðu til Akureyrar árið 1933, en þá tók sú ferð tvo daga með bíl. Það má heita að samfellt sólskin, hiti og blíðuveður hafi verið allan tímann og ferðin því hreint ævintýri. Nákvæmiega 40 árum síðar fórum við ásamt eiginkonum okkar mjög ánægju- lega ferð til Norðurlanda og Þýskalands. Þar fyrir utan fórum við margar styttri og lengri ferðir innanlands og vafalaust höfum við alið vonir í brjósti um að eiga eftir að fara saman nokkrum sinnum ennþá. Reglulega fórum við í sundlaugarnar laugardaga og sunnudaga í 2—3 áratugi og á eft- ir fengum við kaffisopa saman áð- ur en farið var í göngu. Það bar og við sunnudaginn 27. nóvember að Stefán kom heim með mér og sát- um við hjónin þá óvenju lengi með honum yfir kaffisopanum og nut- um samverunnar, uns ég sagði að ef af göngu ætti að verða í dag væri eins gott að fara komast af stað. Á göngunni þótti mér hann heldur draga af sér og hafði ég orð á því við hann. Játaði hann því að vera heldur í slappara lagi. Þá verðum við að hafa hlutverka- skipti svaraði ég og þú að ráða ferðinni því oftast hefur það verið mitt hlutskipti. Að lokum kvödd- umst við að venju með hlýju hand- taki. Vafalaust hefur okkur þá ekki dottið í hug að þetta væru seinustu samfundir okkar hér á jörð. Stefán mun ekki gleymast þeim, sem honum kynntust náið, en eftir munu sitja minningar um tryggan og trúfastan vin, sem ungur lærði og tileinkaði sér orð sr. Friðriks Friðrikssonar í söngn- um: Trúr skaltu vera og tryggur í lund þá mun tíðin þér hamingju flytja varfærin tunga og verkafús mund þér mun verða til hagsælla nytja. Mestur er missirinn þeirra, sem þekktu hann best og fengu notið daglegrar umhyggju og fórnfýsi hans. Sú bæn fylgir þessum orðum að Drottinn megi ríkulega blessa hjartkæra eiginkonu, börn, ætt- ingja og ástvini alla. Blessuð sé minning Stefáns Sigurðssonar. F.V. Þegar kær frændi kveður með svo skjótum hætti setur mann hljóðan. Stebbi frændi var heimagangur hjá foreldrum mínum, var eldri systkinum mínum sem stór bróðir og systur sinni til halds og trausts í fjarveru pabba sem var langtím- um saman á sjónum. Konuefnið sitt, hana Dúnu, sótti hann til okkar, en hún réði sig í vist mömmu rétt áður en ég fædd- ist. Mér verður hugsað til bernsku- áranna, til Stebba frænda og ferðalaganna í gamla Fordinum hans, til Dúnu sem var okkur svo góð í veikindum mömmu, til sumarbústaðarins, sem hann átti með félögum sínum við Elliða- vatn, til smíðaefnisins og kubb- anna sem okkur áskotnaðist á verkstæðinu hans, til þess tíma er ljósmóðirin „kom með“ Petru litlu í töskunni sinni á Njálsgötuna, til djúpu stólanna sem ég svaf í þegar ég gisti á heimili þeirra á Leifs- götunni, til bókanna hans góðu í glerskápnum, sveinsstykkisins hans Stebba, og til þess tíma sem mig iangaði til að vera Stebba- dóttir. En árin líða, samskiptin minnka, við hittumst á stórhátíð- um en alltaf er Stebbi frændi notalegur, svolítið hlédrægur, en glettinn undir niðri. Fyrir tilviljun hittumst við í sumarleyfi í Skaftafelli 1974. Við eyðum saman löngum góðviðris- degi, fjölskyldurnar í gönguferð um Skaftafellsheiðina og það er gott að vera í samfylgd með Stebba og Dúnu aftur. Ég kemst að því að Stebbi á sér dulítið tómstundagaman. Hann skreppur í gamla bæinn á sunnu- dagsmorgnum með kassavélina sína til að festa á filmu götumynd- ir frá æskuárum sínum áður en húsin verða breytingum að bráð. Tíminn líður ... Þau hjónin koma sér fyrir í þægilegri íbúð með góðum bílskúr, þar sem Stebbi frændi ætlar að „dunda sér“ í ellinni við smíðar. Sinni síðustu smíði lauk hann síðustu heigina sem hann lifði. Smíði sem bar hugulsemi hans sem heimilisföður vitni. Aðrir munu rekja æviferil móð- urbróður míns í blaðinu, en við systkinin vottum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Tilveran verður fátæklegri við fráfall hans en fordæmi hans, æðruleysið, hógværðin og gleftnin undir niðri, er gott veganesti inn í framtíðina. Kristín Þorkelsdóttir Hinsta kveöja frá samstarfs- mönnum í Gluggasmiðjunni Menn setti hljóða í Glugga- smiðjunni miðvikudagsmorguninn 30. nóvember sl., þegar þau boð bárust, að Stefán samstarfsmaður okkar hefði látist þá um nóttina. Stefán Sigurðsson hafði unnið í Gluggasmiðjunni rétt 9 ár. Hann var mjög vei liðinn af öllum, sem störfuðu með honum, jafnt undir- sem yfirmönnum. Stefán var sam- viskusamur og traustur sam- starfsmaður, vandvirkur og skil- aði verkefnum sínum vel og snyrtilega frá sér. Með Stefáni er fallinn í valinn tryggur og góður félagi og er hans saknað. Við sendum eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Stefáns Sigurðssonar. t Jaröarför ÞÓRU GUÐNADÓTTUR, Þingholtsstræti 14, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 15.00. Steinunn Marteinsdóttir, Ásta Marteinsdóttir, Bjarni Marteinsson, Þóra Marteinsdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ELÍSABETAR DUNGAL, fer fram frá nýju Fossvogskapellunni 8. desember kl. 13.30. Elín Dungal, Ásta Dungal, örn Jónsson og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og útför SNORRA HALLDÓRSSONAR, Gunnarsbraut 42. Inga B. Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Snorradóttir, Sturla Snorrason, Jón Snorrason og aörir vandamenn. t Innilegar þakkir færum við öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, afa og langafa, HANS JÖRGENS ÓLAFSSONAR, Austurvegi 8, Selfossi. Ólöf Guömundsdóttir, Einar Hansson, Hrönn Pétursdóttir, Þorbjörg Hansdóttir, Ægir Þorgilsson, Guörún Hansdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólavía Hansdóttir, Péll Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur, tengdafööur og afa, AUÐBERGS INDRIÐASONAR frá Ási, Hraunbæ 152. Margrét Jónsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, JÚLÍUSAR J. HALLDÓRSSONAR frá Dalvík, Spóahólum 2, Reykjavík. Edvard Júlíusson, Brynjar Júlíusson, Hildur Júlíusdóttir, Elín Alexandersdóttir, Fríöur Björnsdóttir, Eiríkur Alexandersson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU M. AÐALMUNDARDÓTTUR, Þórsgötu 25. Guörún Aradóttir, Þóra Aradóttir Sickels, Jóhannes Arason, Þorsteinn Arason, Jón Arason, Margrét Jónsdóttir Ólafur Björnsson, George W. Sickels, Elísabet Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag, miðvikudag, eftir hádegi vegna jaröarfarar STEFÁNS SIGUROSSONAR. Gluggasmiðjan Síðumúla 20. Áldeild, Bíldshöfða 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.